Alþýðublaðið - 28.03.1952, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.03.1952, Blaðsíða 8
ISötre Dáme í viðgerð. bað er verið að sera við ~ Notre Dame kirkjuna í Párís um þéssar mundir; og eins og'myndin sýnir, mun þaS Vera betra fyrir smiðina, að þeim sé ekki mjög hætt við svima, meðan þeir verða að vinna utan á turnum kirkjunnar hátt uppi yfir iðandi umferð stórborgarinnar. Smiðurinn, sem sést á myndinni, virðist ekkert kveinka sér við því, að standa nokkuð tæpt yfir lofthafinu, sem skilur hann frá götunni. ýtl björgunarskip fyrir Norður- and aðalmál Slysavarnabingsins H íÞingið befst með guðsbjönnstu í dóm- kirklonns kS. 2 á morgun. ----------«.--------- SJÖTTA LANDSÞING Slysavarnafélags íslands hefst í Eeykjavík á morgun og liggja fjölmörg mál fyrir þinginu, en ibúazt má við, að aðalmál þingsins verði nýtt björgunarskip fyrir Norðurland. A þinginu munu mæta um 100 fulltrúar víðs 4 egar að af landinu, en alls eru deildir Slj'savarnafélagsins 184. Landsþingið hefst með því* að fulltrúarnir hlýða messu í dómkirkjunni kl. 2 á morgun, en þar prédikar séra Bjarni Jónsson vígslubiskup. Að guðs þjónustunni lokinni fer fram þingsetning í Oddfellowhúsinu, en þar verður þingið háð. Ekki er vitað hve lengi þingið stendur yfir, en það mun yerða í .nokkra daga. Á þinginu verður gefið yfir- lít yfir starfsefni Slysavarnafé- lágsins síðustp, tvö starfsárin, svo og fjárhag þess. Fjölmörg málefni liggja fyrir þinginu varðandi slysavarnirnar, en aðalmálið mun verða umræð- ur um björgunarskip fyrir Norðurland, enda ríkir mikill áhugi fyrir því nauðsynjamáli, að hafa staðbundið eftirlits- og björgunarskip \dð Norðurland. til Noregs Leynistöð r . - S EFTIRSPURN eftir farmið- um með Heklu í skemmtiferð- ina, sem farin verður til Nor- egs 8.—22. júní í sumar, er mjög mikil, og hafa þegar margir keypt farmiða. Umræðunum um atómskátdskapinn verður úlvarpað. RÍKISÚTVARPIÐ lét taka umræður stúdentafundarins síð- astliðið mánudagskvöld, um atómskáldskapinn, upp á stál- þráð, og mun nú ákveðið að út- varpa umræðunum á sunnudag- inn. Á útvarp þeirra að hefjast kl. 13,35. Stúdentafundurinn um atóm skáldskapinn var mjög vel sótt- Framh. af 1. síðu. Póststjórnin í Linz hefur óhæp-i/1^ ,13Ía \ í,essa*i; ur 0g vöktu umræðurnar, sem £ TgIegU„Ut':Þar fó.y fram hina mestu at- varpsstoð. En þegar hun f # taldi sig fyrir nokkru að því komna að finna l;ana, þagn- j aði útvarpið allt í einu og I hefur ekki heyrzt síðan. En | allir leita og leita að þyí í útvarpstækinu sinu á nótt- | unni, sumir í voninni um að j fá að heyra fleiri hneykslis k _ ATT T . ' Trvrc' , .. sögur, en aðrir af ótta við ÁRNI J; AUÐUNS skatt- þær. Allur fjöldinn segir, að stíóri a Isafirði andaðist í aldrei hafi svo skemmtilegt! sjúkrahúsi í Reykjavík aðfara- útvarp lieyrzt. nótt miðvikudagsins. árni J. Auðuns ALÞYBUBLABI9 Má deyja ÞAÐ ER VITAÐ, að geigvæn- legar drepsóttir geisa í Norð- ur-Kóreu og.að kommúnistar fá lítið eða ekkert við þær ráðið. Vegna þessa hefur Trygve Lie boðið Kínverjum og Norði :-Kóreumönnum að- stoð heilbrigoisnefndar sam- einuðu þjóðanna í baráttunnr við drepsóttirnar. Þessu til- boði hafa kommúnistar hafn að. Hins vegar. hafa þeir í á- róðursskyni borið sameinuðu þjóðirnar þeim sökum, að þær reki sýklahernað í Kóreu. og að drepsóttirnar þar séu þannig til komnar! AF TILEFNI ÞESSA hafa sam- einuðu þjóðirnar lagt til, að alþjóða rauði krossinn skuli valinn til þess að rannsaka, hvort þessi ákæra kommún- ista á hendur sameinuðu þjóðunum hafi við rök að styðjast eða ekki. Þeirri til- lögu hafa kommúnistar vísað á bug, og Jakob Malik heldur því fram, að rauða krossinum sé ekki trúandi til hlutlausrar rannsóknar, því að hann sé svissneskt fyrirtæki! Hins vegar hafa Kínverjar og Norðe.r-Kóreumenn falið nefnd kommúnista og fyrrver andi nazista, sem snúízt hafa á sveif með kommúnistum, að rannsaka ákæruna. Nefnd sú var fljót að sannfærast um, að ákæran væri á rök- um reist og kveðst hafa feng ið sannanirnár fyrir því hjá forsætisráðherra kommún- istastjórnarinnar í Norður- Kóreu! TILGANGURINN með þessari ákæru kommúnista á hendu,r sameinuðu þjóðunum er aug ljóslega sá, að efna til áróð- ursherferðar. Þeim liggur í léttu rúmi, þó að fólkið hrynji niður. Það má deyja fyrir kommúnistum! Þeir hafna að- stoð, sem boðin er, þó að þeir standi sjálfir ráðþrota og varn arlausir í baráttunni við drep sóttirnar. Og jafnframt gera kommúhistar sér hægt um vik og bera aðilann, sem býð ur fram aðstoð sína, þeim sök um, að hann beri ábyrgð á drepsóttunum í landi þeirra! Telja lækkun styrkja fil náms- manna erlendis óheillaverk -------+------ fslenzkir námsnrsenn f Noregi --------------»------ FÉLAG ÍSLENZKRA STÚDENTA í Noregi telur í fund- arsamþykkt, er það gerði nýlega, lækkun styrkja til námsmanna erlendis hið mesta óheillaverk. Skoraði það á alþingi að hækka verulega syrkveitingar í þessif skyni og telur nauðsynlegt að komið verði á fót föstum lánasjóði fyrir íslenzka námsmenn er- lendis, en til hans aflað fjár á annan hátí en með niðurskurði styrkja. Samþykktin, sem gerð var á fundi 21. marz, hljóðar svo í heild; „í fjárlögum ársins 1952 voru veittar kr. 1.275.000,00 til styrktar íslenzkum námsmönn- um erlendis, þar af 275 þús. kr. sem lán. í þessu- felst, að beinir styrk- ir til námsmanna arlendis hafa verið lækkaðir um 275 þús. kr. frá því, sem verið hefur síðast liðin ár. Á sama tíma. hefur þörf náms Rauðmagaveiði byrjuð á Húsavík Frá frétti "itar.a AB RAUÐMAGAVEIÐI er nú að byrja á Húsavík og er það óvenju snemmt. Þó hefur það borið við, að rauðniaginn hafi byrjað að veið&st í Góulok. Undanfarna daga, þó sér- staklega í gær og fyrradag, var ágæt rauðmagaveiði. manna fyrir fjárhagslegan stuðning aukizt stórlega vegna hraðvaxandi dýrtíðar erlendis. Ennfremur hefur geta aðstand- enda þeirra til fjárhagslegrar aðstoðar farið þverrandi. Félag íslenzkra stúdenta í Noregi telur því lækkun styrkj- anna hið mesta óheillaverk. Félagið vítir harðlega, að ekki var leitað álits mennta- málaráðs á lækkun styrkjanna. Menntamálaráð er sá aðili, sem kunnugastur er þörfum náms- manna og nýtur fulls traustd þeirra. Félagið telur nauðsynlegt, að stofnaður verði fastur lánasjóð- ur fyrir íslenzka nátnsmenn er- lendis, og að fjár tri hans verði aflað á annan hátt en með nið Urskurði styrkja. Að því væri þæpin stoð. Félag' íslenzkra stúdenta í Noregi skorar því á alþiirgi, áð hækka verulega fjárveitingar til styrktar íslenzkum námsmönn- um erlendis. Jafnframt verðí komið á fót fösturn lánasióðiy svo sem þegar hefur verið gerb fyrir stúdenta við Háskóla ís- lands.“ álgerf atvinnuleysi hefur ver- ið á Húsavík í allan vefur Veldur vankunnáfta : sfein- steypu óþarfri efnissóun! -------«------— Námskeið til að kenna mönnum gerð hennar á vegum Verkfræðingafélagsins. ■ - ^ VERKFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS heldur námskexð i næsta mánuði til að kenna mönnum steinsteypu, en sterkur grunur leikur á, að vankunnátta í þessum efnum valdi tals- verðri óþarfri efniseyðslu.og spara megi efni eða auka styrk- leika mannvirkjanna, ef þeir, sem við steypu fást, kunna hiua hagkvæmustu meðferð hennar. y Gert er ráð fyrir, að nám- skeiðið standi yfir frá 15.—26. apríl. Verða fluttir fyrirlestr- ar um ýmsa þætti steypunnar og jafnframt verklegar æfing- ar. Námskeiðið er einkum ætl- að verkstjórum og öðrum þeim, sem annast byggingu mann- virkja úr steinsteypu. Samkvæmt upplýsingum frá Snæbirni Jónassyni verkfræð- ingi hjá Vegagerð ríkisins mun þetta vera fyrsta nám- skeiðið, sem verkfræðingafé- lagið gengst fyrir í þessu efni. Kvað hann tilgang þess vera að kenna mönnum rétta lögun steypunnar, enda væri hún eina byggingarefnið, sem j tilreitt væri á staðum og mikil þörf á að leiðbeina mönnum um gerð þess. manns Ijósmyndasýninpna UM 1000 manns hafa nú sótt ljósmyndasýninguna í Listvina salnum við Freyjugötu. Fer nú að verða hver síðastur að sjá þessa fjölbreyttu, og athyglis- verðu sýningu, en henni lýkur á sunnudagskvöld. Frá fréttaritara AB HÚSAVÍK. ALGERT ATVINNULEYSI hefur verið á Húsavík í vet- ur og fjöldi Húsvíkinga farið í atvinnuleyt suður, en margir hafa komið aftur án þess að fá nokkra atvinnu. u.m bátum fóru margir Húsvík ingar suður, bæði áhafnirnar og landmenn, en ýmsir fleiri hafa leitað sér atvinnu syðra, en sumir komið aftur án þess að fá nokkra vinnu. Heima fyrir má heita að engin at- vinna hafi verið. Aflabrögð hafa verið sama og engin á Húsavík í vetur, enda eru ekki heima fyrir nema 3—4 bátar. Þrír stærstu bátarnir eru við Faxaflóa- Tíðarfar er nú ágætt nyrðra og hefu.r verið nokkur ýsuveiði upp á síðkastið. Frá Húsavík ganga 3—4 trillubátar og einn stærri, en þrír af stóru bátun- um fóru suður á vertíð; einn er í Reykjavík, einn í Keflavík og einn í Sandgerði. Með þess Veðurútlitið í dag: Suðaustau gola, skýjað. Síðasta kvöld spila- keppninnar SÍÐASTA UMFERÐ í spila keppni 11. hverfisins og al- þýðuflokksfélaganna verður spiluð í Iðnó í kvöld. Verð- laun verða afhent þeim, er efstir verða í þeirri keppni- Þá verður stutý ræða. Skýrt frá fyrirkomulagi næstu spilai keppni. Því næst afhent verð laun þeim, er hæsta tölu hafa fengið samanlagt á öllum sex spilakvöldunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.