Tíminn - 21.06.1964, Síða 2

Tíminn - 21.06.1964, Síða 2
LAUGARÐAGUR, 20. júní. NTB-Tokíó — Fulltrúor Indónesíu, Malaysíu og Filipps- eyja komu saman til fundar í morgun í fyrsta sinn cftir að að Malaysíusambandið v?r stofnað fyrir níu mánuðum. — Fundiirinn stóo í um hálftíma ug er vænzt sameiginlegrar vr- irlýsingar um niðurstöðu við iæðnanna síðar í dag. NTB-Londor.. — Talið er að 5 menn hafi farizt og um 32 slasazt alvarltga er gríðarstór krani féll á sírætisvagn á ósl Li anlegan hátt i London. NTB-Varsjá — Skýrt var því í Varsjí í dag. að á síð- ustu fimm árum hefðu um 200 Jnis. meðlimic verið útstrikaðir af flokksskrá pólska kommún- istaflokksins. NTB-Was'nington. — í gæ'- kvöldi voru greidd atkvæði ’ Sldi.ngadeild Bandaríkjaþings um mannré'íindafrumvarpið. sem kennt er við Kennedy ii'it inn ‘forseta. Var frumvarpið samþykkt með 73 atkvæðnm gegn 27. Frumvarpið fer nú aftur til fuUtrúadeildarinna.. sem samþykkti frumvarpið i fyrri umforð rneð 290 gegn 130 . atkvæðum. NTB-Köln. — Nú hafa fimm börn látizt af völdum bruna- sára. scm þau hlutu, er áðu’- maður réðist með eldvörpu inn i Volkhofen-skólann í úthvevfi Kölnar þann 11. júní. f sjálM árásinni drap hinn óði maður tvær kenn.dukonur, sem reyndu að verja börnin. Maður þessi, Walter Seifert, framái sjálfsmorð að loknu ódæðiau. Enn eru sjö börn talin í lífs- hættu, en alls 28 börn brennd- ust meira og minna í þessavi hroðalegu árás NTB-Pretoriu — Öldungi- deild þings Suður;Afríku sam þykkti í gærkvöldi lagafru.n- varp, sem kveður svo á, að dauðarefsing skuli koma fyr-r hvers konar stjórn á ofbeldis- aðgerðum, sem framdar eru innan landamæra ríkisins. NTB-Vardö. — Saksóknari krafðist þcss í dag, að Ulf Rolf sen, fyrrum yfirlæknir á Vard'i sjúkrahúsirui í Noregi yrði dæmdur í 3000 kr. norskra sel;‘ og til vara 90 daga fangelsi fyr lr vanrækslu > starfi. NTB-Þrándheimi. — Rik.s. saksóknari hefur fyrirskipað á- kæru á tíendui konu að naíni Alfhiid Karlsen. fyrir að his myrt tengdaföður sinn. en hún situr nú f fangelsi, þar »n hún afplánar lifstíðardóm, sem hún hlaut f fyrrasumar fyrir að hafa myrí eiginmann sinn með rottueifri, en það mftl vakti mikla athygli á sínuin tíma. NTB-Bergen. — Nikita Krú- stjoff, forsæfisráðherra Sovét- ríkjanna, mui; koma til Bft -g en ásamt fylgdarliði sínu þani: 1. júlí. Fyrir komu Krústjoffs munu Ienda þrjár flugvélar með um 200 biaðamönnum og Ijósmyndurum, sem fylgjai t munu með ferð Krústjoffs, stm heldur frá Danmörku nú nm helgina til Svþjóðar. Örlæti — fullkomnun „Gefið og yður mun gefið verða“, sagði Jesús, „góður mælir, troðinn, skekinn, fleyti- fullur, mun gefinn verða.“ Þetta er lögmál kirkjunnar um öriæti. Og Kristur var ör- látur, höfðinglegur og rausnar- legur. Sást lítt fyrir í útlátum, en þó sparsamur og nýtinn, eins og sagan um mettun fimm þúsunda sýnir. Það er einhvers konar sambland af þessuní höfðingsskap og reglusemi, se.m myndar þá fullkomnun áfstöðu til fjármuna, sem Kristur ætlast til af okkur lærisvcinum sínum. Gjaímildi, örlæti og rausn, ásamt gestrisni og höfðings- lund, hafa löngum þótt bún- ingsbót og jafnvel þjóðarein- kenni íslendinga, meðan þeir voru sárfátæk þjóð. Og stund- um getur maður fundið þessar eigindir með svo fögrum hætti að e<?ki er annað hægt en vikna við. Eitt hið ógleymanlegasta dæmi um slíkt sem þjóðarein- kenni eða eðlisfar, hef ég séð hjá svónefndum „rónum“ og vesalingum, sem geta gjarnan eins og ósjálfrátt gefið síð- asta sopann og síðustu sígar- ettuna, sem þeir þó gætu lát- ið sál sína fyrir, ef í það færi. Enn fegurra er þó að minn- ast gestrisninnar í sveitinni í gamla daga, þegar alltaf var leitað að bezta bitanum eða eina bitanum, sem til var í búrinu handa gesti þeim, sem að garði bar. Það var kann- ske ekki skynsamlegt, en það var stórkostlegt og benti til mikillar andlegrar fullkomn- unar. En því miður er nú skipt um á þessu sviði. Jafnvel bezta fólk bæði í sveitum og kaup- stöðum telur ekkert sjálfsagð- ara en að hafa sem mesta pen- inga íyrir allt, sem öðrum er í té látið. Og allt er mælt í krónum, allt er virt til aura. Og takmarkið virðist aðeins eitt, að fá sem mest fyrir sem minnst útlát. Jafnvel 17. júní ber fyrst og fremst blæ af þessum óhrjálega hugsunar- hæíti sölumennsku og iág- kúruskapar. í æsku heyrði ég talað um mesta og fegursta höfðingja- setur í nágrenninu, það var prestssetur á þann hátt, að það varð í mínum huga eins og fyrirmynd íslenzkrar gestrisni. Þar var fullt hús af gestum, flestar nætur og víst fáum eða engum seldur beini, og í frá- sögur var fært, að þegar gangnamenn komu til gistingar á haustin, hafi presturinn vilj- að láta hesta þeirra njóta þess að hvíla sig og bíta á túninu, nóttina áður en þeir lögðu á fjöllin Hann óskaði, að allir færu glaðir og mettir frá garði. Það virðist raunar krafta- verk, að góð afkoma og efni virtust alltaf vera á þessu prestssetri. En þetta breyttist seinna. Þá voru hestar leitar- manna utangarðs og öllum seldur beini, en síðan hefur þetta höfðingjasetur ekki verið prestsetur, enginn hefur hald- izt þar við til lengdar, og flest gengið úr sér, þótt enn sé þar vel buið, þá er Ijóminn, sem stafaði af prestssetrinu og pró- fastinum góða. horfinn úr sveit inni og sýslunni. Þetta minnir mig á aðra sögu, sem er sýnu frægari og ætti ekki að gleymast. Klaustur nokkurt suður í löndum var frægt fyrir gjaf- mildi og örlæti munkanna. Enginn fór þaðan án þess að hafa fcngið sín vandræði leyst. Og engum var vísað frá synj- andi. Aldrei var krafizt greiðslu af neinum fyrir unn- innn velgjörning. Samt sem áð- ur jókst auður og velsæld klaustursins með hverjum degi. Straumur þakklætis og kær- leiksgjafa streymdi þangað daglega, og akrar og garðar gáfu ríkulega blessun ár hvert. Svo andaðist gamli ábótinn, og annar tók við, sem hafði allt aðra skoðun á hlutunum. Hann bannaði þessa „óskyn- samlegu velgjörðasemi“ og „sóun á verðmætum klausturs- ins", sem hann taldi eyðslu á eignum Guðs. Betlurum og nauðlcitarmönnum var nú vís- að frá með hægum en hörð- um orðum. Og pílagrímar og gestir urðu að greiða gjald fyrir veittan beina og húsa- skjól. En þótt úgjöld klaustursins minnkuðu stórum, þá minnkaði velsæld þess ár frá ári. Hin forn frægð þess dvínaði óð- um. Það bárust engar gjafir til kiikju né bús þess framar. Og það var líkt og blessun Guðs hefði yfirgefið akrana og engin Vinnufólkið hékk óá- nægt við störf sín. Uppskeran brást. Allt klaustrið féll í 6- hirðu. Húsin cg byggingarnar tóku að hrynja, og engin ráð virtust til úrbóta. Seint um kvöld kemur píla- grímur nokkur til klaustursins. Þegar hann bað um mat og gistingu, sögðust munkamir naumast hafa handa sér, hvað þá heldur nokkuð aflögu tyri.r gesti. „Það eru engin undur", sagði aldni pílagrímurinn. „Þegar þið rakuð héðan bróður Date, fór bróðir Dabitur fljótlega á eftir. Þeir fylgjast alltaf óað- skiljanlegir." „Þessa bræður höfum við aldrei heyrt nefnda“, sögðp munkarnir undrandi. „Hafið þið nú líka gleymt latínunni og orði Guðs?“ sagði gestuiinn. „Date“ þýðir: gefið1 en „Dabitur" mun verða gefið.“ Það væri óskandi, að aldrei færi fyrir okkur íslendingum eins og þessu klaustri. En það gæti orðið, ef við gleymum ör- læti og fullkomnun, fórnfýsi og gestrisni og metum allt til arðs og aura. Árelíus Níelsson, Bent Larsen vann Spasski í 22. og næst síðustu um- ferð á millisvæðamótinu í Amsterdam sigraði Bent Lar- sen Rússann Spassky í mjög skemmtilegri skák, en þeir hafa haft forustuna saman mest allt mótið. Við þennan sigur skauzt Larsen aftur upp í efsta sætið með I6V2 vinn- ing, en Smyslov hefur sama vinningaf.iölda, en hann varð að láta sér nægja jafntefli í skák sinni við Rosettó í um- ferðinni. Hinir sovézku skákmennirn’r náðu heldur ekKi nema jafntefli, það er Tal gegr. Darga, Bronstei.i gegn Tringov og það sem mcst kom á óvart, Ste n gegn Quinones. Aðrar skákir, sem blaðinu er kunn ugt um úrslit í eru, að Portiieh vann Berger, Lcngyel vann Perez, Gligoric gerði jafntefli við Evans, en Ivkov og Pachman eiga bið- skák, sem tefld \ar til úrslita á- fram í gærkvöldi. Eftir þessar 22 umferðir er staðan sú, að Larsen og Smyslov eru efstir með 16 V2 v., þá AOvTia Stein, Spassky og Tal með 16 v. Bronstein 15 ý2 v., Portisch 14 v„ Reshevsky 13V2 v.. en hann gerði jafntefli við Gligoric í 21. umferð og vann Porath 1 22. umferð. — Ivkov hefur 13 vinninga og bið- skák, Darga 13 vinninga og Lengy el 12 y2 vinning. Síðasta umferðin verður tefld > dag og hefur Bent Larsen þá svart gegn Smyslov. Tal tcflir við Tring ov, Stein við Darga, Spassky við Quinones og Bronstein við Port- isch. Allar þessar skákir hafa mikla þýðingu, en sem kunnugt er komast aðeins þrír sovét-skái- menn á áskorendamótið. Herra- rykfrakkar RAM MAGERDIN nsBPU GRETTISGÖTU 54 ISÍMI-f 9 108 kr. 1.495,00 Svíar Norðuriandameistarar Næsta Norðurlandamoí í bridge verður háð í Reykjavík (Á horni Njálsgötu og Rauðarárstígs) VERIfl FQRSJAl FARID MED SVARIfl Norðurlandamótinu í bridge lauk í Osló í gær og urðu Svíar Norðurlandameistarar í opna flokknum eftir mjög harða baráttu við Dani. fslenzku sveitirnar urðu í fjórða sæti á mótinu, en þær hlutu sjö stig í síðustu umferð- inni, sem spiluð var í gær. ísland 1 vann Finnland 2 með 5—1 eða 109 stigum gegn 96, en ísland 2 tapaði fyrir Danmörku 1 með 4—2 eða 65—61 stigi. í sjö- undu umferðinni fengu íslenzku sveitirnar aðeins eitt stig, ísland 1 gegn Finnlandi 1, en ísland 2 tapaði fyrir Noregi 1 með 6—0 eða 100 stigum gegn 50. Lokastaðar í opna flokknum var þannig. Svíþjóð 62 stig, Dan mörk 58 stig. Noregur 49 stig, ísland 37 stig og Finnland 34 stig. Síðasta umferðin var mjög spenn andi og beindist athyglin mest að leik Svíþjóðar 2 og Finnlands 1. Finnska sveitin var 19 stigum yf- ir í hálfleik, en í síðari hálfleikn- um slóu Wohlin og Co. í og unnu hálfleikinn með 52 stigum. Þetta tryggði Svíum meistaratitilinn og íslendingum jafnframt fjórða sætið. Öll framkvæmd mótsins var með miklum ágætum af hálfu Norðmanna og sæmileg stemmn- ing meðal íslenzku spilaranna, þrátt fym heldur slakan árangur, en það > ar almennt álit hjá þeim, að sveitir á mótinu hafi verið skip aðar mjög góðum spilurum. í Osló var einnig ákveðið að næsta Norðurlandamót yrði hald ið hér ; Reykjavík sumarið 1966. og er það i fyrsta skipti, sem mót- ið er hað hér á landi. ■ FíftOAHANDBOKINNI FYJ.GIH VFGAKOR1 tVJIpMÁLENOlSKORLOG VLSIORLANDSKORT » 2 T í M I N N, sunnudagtnn 21. júní 1964

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.