Tíminn - 27.06.1964, Qupperneq 5

Tíminn - 27.06.1964, Qupperneq 5
 RITSTJÓRl HALLUR SIMONARSON Frábær frammistaða islands SIGUR GEGN SVÍÞJÓÐ - JAFNTEFLIVIÐ DANMÖRK Hsím. — Reykjavík. fsland vann fyrsta sigurinn á Norðurlandamótinu í handknattleik kvenna, sem hófst á Laugardals- vellinum í gærkvöldi. Eftir jafnan og skemmtilegan leik tókst íslenzka liðinu að sigra sænskú stúlk- umar með fimm mörkum gegn fjórum, í leik, sem mjög mótaðist af hinum erfiðu aðstæðum, því rétt fyrir setningu mótsins gerði mikla rigningu og varð völlurinn fljótt rennblautur. Þetta var vel af stað farið — og íslenzka landsliðið sigraði í fyrsta landsleik sínum á heimavelli. Þó leit ekki vel út í byrjun, því Svíar skoruðu tvö fyrstu mörkin í Ieiknum, hið fyrra úr víti, sem Dalbjörn skoraði örugglega úr fyrsti mark 11. Norðurlandamótsins, en íslenzka liðið seig síðan á og fyrirliðinn Sigríður Sigurðardóttir tryg Si sigur fslands með ágætu marki fjórum mínútum fyrir leikslok við mikinn fögnuð hinna 1500 áhorfenda. Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, setti mótið með ræðu, en síðan voru þjóðsöngvar þátttökuland- anna fimm, Danmerkur, Finn- lands, íslands, Noregs og Svíþjóð- ar, leiknir. Tók þessi athöfn um 20 mínútur og á meðan var stanz- laus rigning, næstum skýfall, svo að þátttakendur og áhorfendur voru orðnir rennblautir, þegar að fyrsta leiknum kom. Það voru því ekki glæsilegar aðstæður, sem Laugardalsvöllur- Sagi eftir sigurinn H-Sím-Reykjavík. Eftir leikinn við Svía brá blaðamaður Tímans sér niður í búningsherhergi ísj. liðsins og ríkti þar skiljanlega mikil gleði: SIGRÍÐUR SIGURÐARDOTT IR, fyrirliði fslands, sem skor aði þrjú mörk, sagði: „Yið erum í sjöunda himni yfir þessum sigri hann var ó- væntur og skemmtilegur, og einkum vegna þess hve sænska liðið byrjaði vel. Við vorum mjög spenntar fyrir leik inn, og ekki bættu hinar crfiðu aðstæður úr skák. Nú er gott að fara úr rennblautum bún- ingnum, slappa af og fara í þurran búning fyrir leikinn við Dani. Jæja, þetta var eins og síðast, þá unnum við Svía einn ig með einu marki“. Pétur Bjarnason, þjálfari liðsins: „Það var gott að við unnum, en liðið gefcur og á áreiðanlega eftir að sýna betri leik- Það var mjög vont fyrir stúlkurnar að sýna góðan leik framan af, rigning, kalt og hvasst.“ Knud Knudsen, dómari: „Þetta voru mjög jöfn lið jafntefli hefði verið réttlátast, en þó er ekkert að segja við liinum íslenzka sigri. Bæði lið- in léku nokkuð fast, svo ég varð talsvert að nota flautuna.“ inn bauð upp á í þessum fyrsta leik mótsins og sigurvonir voru ekki miklar í byrjun, þegar sænsku stúlkurnar renndu knettin um tvívegis í mark. En þetta átti eftir að breytast. Varnarleikurinn varð stöðugt betri og skotin beitt- ari. Fyrsta mark íslands skoraði fyrirliðinn, Sigríður Sigurðardótt- ir, úr víti, sem dæmt var á Svía, og nokkru síðar jafnaði Sigrún Ingólfsdóttir með mjög góðu skoti. Ekki urðu mörkin fleiri í hálf- leiknum, og undir lokin varði Rut í markinu mjög glæsilega, meðal annars víti. Leikurinn í síðari hálfleik var æsispennandi, þótt gæðin væru ekki mikil. Sigurlina færði ís- landi forustuna með ágætu skoti af línu, eftir laglegan samleik. En það stóð ekki lengi. Örfáum mínútum síðar jafnaði Svíþjóð og var Jonsson þar að verki, úr víta kasti. Á níundu mínútu tókst Sigríði að skora annað mark sitt í leikn- um með mjög góðu skoti, innan á stöng. Þar með náði baráttan hámarki. Sænsku stúlkumar reyndu mjög að auka hraðann og Jonsson fann smugu og renndi knettinum í mark. Enn jafntefli 4-4. En Sigríður Sigurðardóttir hafði ekki sagt sitt síðasta orð í leikn- um og eins og góðum fyrirliða sæmir, dreif luin stúlkurnar áfram, fékk knöttinn fyrir utan vörn og skoraði með þrumuskoti, þar sem sænski markmaðurinn heyrði aðeins þytinn af knettin- um. Fjórar mínútur til leiksloka. Taugaspennan breiddist út. Tekst ■ þeim að halda þessu? spurðu áhorfendur hvern annan. Já, og með mikilli einbeitni og sigur- vilja vörðust íslenzku stúlkurnar öllum áhlaupum þcirra sænsku, og þegar dómarinn flautaði í leiks Sigrún og Sigurlína voru einnig mjög góðar. Dómarinn var dansk- ur, Knud Knudsen, og hafði góð tök á leiknum, en var full fljótur á sér í nokkur skipti. Urslit í gær: ísland—Svíþjóð 5-4. Noregur—Finnland 16-2. ísland—Danmörk 8-8. Staðan: ísland Noregur Danmörk Svíþjóð Finnland 0 1312 0 16- 2 0 8-8 14-5 1 2-16 Sigríður skorar fyrsta markið gegn Dönum (Ljósm. Tíminn GE). Síðari hálfleikur var stórkostlegur Alf — Reykjavík. f Þreyttar og þjakaðar mættu íslenzku stúlkurnar þeim dönsku, þegar klukkan var farin að ganga ellefu- Þær höfðu fengið klukkutíma hvíld eftir leikinn við Svíþjóð, en dönsku stúlkurnar komu alger- lega óþrcyttar til leiks og þeim hafði gefizt tími til að ,,stúdera“ íslenzka liðið. Yrði þetta ekki von- laus barátta? Fyrstu mínúturnar gáfu enga ástæðu til að örvænta. Strax á 1. mín. brauzt Sigríður Sig- uraðardóttir í gegnum dönsku vörnina og skoraði 1:0 — og á 7. mín. skoraði Sigríður úr víti 2:0. Dönsku stúlkurnar fundu sig ekki vel á þessum fyrstu mínútum en svo er þreyta fór að segja til sín fyrir alvöru lijá íslenzku stúlkunum náðu þær sér á strik og nú streymdu dönsk mörk. Áður en sænski dóm- arinn, Carlson, flautaði til hálfleiks, var staðan 6:2 fyrir Danmörk. Já útlitið var óneitanlega svart, og sumir áhorfenda tóku að týnast lieim. En hvað skeði? Síðari hálfleik- urinn var stórkostiegur hjá ís- lenzka landsliðinu og Sigríður Sig urðardóttir fyrirliði, var í essinu sínu. Hægt og sígandi var sax- að á forskotið, án þess, að danska lok, kváðu við fagnaðarhróp | vörnin fengi við nokkuð ráðið og áhorfenda jafnt sem keppenda okkar. Góð byrjun — og stór sig- ur og eftir jafntefli við Dani í síð asta leik kvöldsins eygjum við sigurmöguleika, þrátt fyrir leikni norsku stúlknanna. Allar léku stúlkurnar sæmilega í þessum leik, en Sigríður var þó áberandi bezt, og Rut í mark- inu átti einnig prýðilegan lejk. lítið stoðaði, þótt hinn snjalli danski markvörður, Vivi Jörgen- sen, gerði margt laglegt. Sigur- lína skoraði 3:6 með glæsilegu skoti af línu, sem small í stöng og inn. Sigríður skoraði 4:6 með föstu skoti úr víti. Þá var komið að dönsku stúlkunum að svara og Lise Kock skoraði- 7. mark Dan- merkur, en þá voru liðnar 11. mín. íslenzku stúlkurnar fagna sigrin um yfir Svíum, Ljósmynd Tíminn, GE. af síðari hálfleik. Sylvía Hallsteins dóttir svaraði þessu marki nær strax með föstu skoti, sem hafn aði efst í blá horni danska marks- ins hægra megin. Og rétt á eftir bætir Sigríður 6. markinu við úr víti. Staðan var 7:6 fyrir Danmörk, aðeins eitt mark skildi á milli. Og nú risu á- horfendUr í stúkunni á Laugardals vellinum úr sætum og hrópuðu áfram ísland. Og þetta var hvatn ing fyrir íslenzku stúlkurnar. Sig- ríður Sigurðardóttir jafnar á 15. min með glæsilegasta marki leiks- ins, skaut fast rétt fyrir utan teig og knötturinn fór í stöng og inn. Og aðeins tnínútu síðar er Sigríður aftur á ferð og nú skorar hún 8. mark íslands með snöggu lágskoti, sem danska markverðin- um var ómögulegt að verja. Þetta var ótrúlegt, fsland var yfir, 8:7. Líklega hefði orðið um íslenzkan sigur að ræða, hefði það óhapp ekki hent íslenzka liðið, að Ásu Jörgensdóttur var vísað af Ieik- velli í 2 mín. á 17. mín. Nú voru íslenzku stúlkurnar sex á móti sjö dönskum, en þær börðust hetju- lega. Samt tókst þeim ekki að hindra, að Lise Milfælsen skoraði jöfnunaimark Danmerkur, 8:8. Og það var jafnframt síðasta mark leiksins. Jafntefli í þesum leik tel ég mikinn sigur fyrir íslenzka liðið, sem átti erfiðan dag. Það var vel af sér vikið að jafna fjögurra marka forskot Danmerkur — og komast r>-u marki ýfir. Það vant- aði sannarlega ekki baráttuvilj- an hjá íslenzka liðinu og það voru þreyttar stúlkur, sem yfirgáfu leik vanginn. Sigríður Sigurðardóttir var lang bezt í íslenzka liðinu og hún átti stærsta þáttinn í því að jafna hið stóra bil, sem var í hálfleik. Sig- ríður skoraði sex af átta mörkun- um, en þar af voru þrjú úr víta- köstum. Sylvía og Sigurlína voru einnig góðar og raunar átti eng- in slæman dag. Línuspili var óspart beitt, en það sem kannski mest mátti finna að hjá liðinu, var óþarfa fljótfærni. Danska liðið var nokkuð jafnt, en þó var markvörðurinn, Vivi Jörgensen, undantekning. Hún varði mjög vel og bjargaði oft meistaralega. Dómari var Svíinn Carlson og var ég ekki ánægður með hann að öllu leyti. Veika hlið hans voru skrefín, sem oft voru fleiri en þrjú — já, fleiri en fjögur. — alf. T í M I N N, laugardagur 27. júní 1964. s

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.