Tíminn - 30.06.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.06.1964, Blaðsíða 9
Philip prins, her- togi af Edinborg, kemur / dag. þegar þau voru börn að aldri, en. sagan segir, að þau hafi ekki tekið að fella hugi sam- an fyrr en á síðari hluta stríðs- áranna. Hann fór þó alloft með prinsessunum í leikhús og á skemmtistaði. Sumarið 1946 dvaldist hann alllengi í boði konungshjónanna í Balmoral, og er tahð, að þá hafi ráða- hagur þeirra Elísabetar verið fullráðinn. í skozku sveitasæl- unni gátu þau fyrst notið frels is, og þar fundu þau hvort annað fyrir alvöru. En það var ekki nóg, að þau höfðu ákveðið sig. Fyrst varð Philip að gerast brezkur þegn, og ráðahagurinn þurfti að fá jamþykki stjóma Bretlands og samveldislandanna. í febrúar 1947 afsalaði Philip sér hinum grísku og dönsku prinstitlum og gerðist brezkur borgari Mountbatten sjóliðsforingi Með þessu var verstu hindrun unum rutt úr vegi, og stjóm imar veittu viðstöðulaust sam- þykki sitt. Brúðkaup þeirra Elísabetar og Philips er enn í minnum hgft með Bretum, enda var það með miklum glæsibrag. Um tvö þúsund tiginna gesta voru boðnir til brúðkaupsins, og þótti réttara að raða gestun- um eftir aldri, en ekki mann- virðingum, bæði í skrúðgöng- unni til kirkjunnar og við veizluhöldin á eftir, til þess að komast hjá metingi. Áhugi almennings á þessum viðburði var gífurlegur, og dvöldust margir nóttina fyrir brúðkaupið við göturnar, sem skrúðförin fór um til þess að vera öruggir um gott út- sýni. Þess má einnig geta, að sárafátt flokksbræðra Attlees forsætisráðherra var viðstatt, þegar hann hélt fyrstu ræðu sína, eftir að þingið kom sam- an það haust. Ástæðan var sú, að einmitt á þeim tíma voru þingmenn Verkamannaflokks- / ins að draga um sætin í West- minsterkirkjunni, þegar hjóna- vígslan færi fram. Fyrst í stað mun hafa gætt nokkurs ótta meðal Breta um, að Philip mundi e. t. v. reyna að nota sér aðstöðu sína til að hafa áhrif á gang stjórn- mála þeirra, en það spillti ein- mitt mjög á sinni tíð fyrir manni Viktoríu drottningar, Al- bert prins, sem var þó maður mikilhæfur. Þessi ótti hefur reynzt algerlega ástæðulaus. Philip hertogi hefur sýnt það, að hann þekkir sínar konung- legu skyldur og takmarkanir, hefur kunnað að sigla á milli skers og báru. Philip hlaut hertoganafnbót- ina á brúðkaupsdaginn, en hann gegndi störíum í flotan- um allt til ársins 1951. Þau hjónin hafa eignazt fjögur börn, Charles prins, f. 1948, út- nefndur prins af Wales 1958, Anne prinsessa, f. 1950, And- rew prins, f. 1960, og Edward prins, f. 1964. Philip hertogi hefur reynzt konu sinni með miklum ágæt- um á drottningarferli hennar, sem hófst 1953, og vinsældir hans meðal brezku þjóðarinn- ar hafa síður en svo farið minnkandi með árunum. Það var lýðum strax ljóst, að Phil- ip yrði að snúa baki við glæsi- legum ferli sínum í flotanum, um leið og eiginkona hans öðl aðist drottningartitilinn, og hefur það eflaust verið honum nokkuð erfitt. Síðan þá hef- ur hann staðið við hlið drottn- ingar í gegnum þykkt og þunnt og fylgt henni á ferðum henn- ar um heiminn, allt frá Ástral- íu til íran, og einíig ferðazt einn síns liðs til fjölmargra landa. Philip hertogi hefur meiri áhuga á nútíð og framtíð en fortíð. Hann er kunnur fyrir áhuga sinn á vísindum og fram förum á sviði rannsókna og iðn- aði. Hertoginn er gæddur góðri kímnigáfu, og hann þyk- ir afbragðs ræðumaður. Hann er oft spurður ráða í margvís- legum vandamálum, en hann fylgir þeirri reglu að gefa ráð aðeins, ef það á við. Hann er vinur æskunnar, er sjálfur .gæddur ríkri ævintýraþrá, sem er aðalsmerki æskunnar. Hann er áhugamaður um íþróttir og iðkar gjarnan pólóleik. Hann er flugmaður, var m. a. einn af þeim fyrstu, sem flaug heli- kopter í London. Hertoganum hefur verið lýst sem skemmtilegum, greind um og heiðarlegum manni. Hann hefur kunnað sitt hlut- verk sem maður drottningar- innar. En hann hefur aldrei staðið í skugga hennar. Ef til vill verður staða hans bezt skýrð með orðum, sem eitt sinn voru látin falla um hann: „Hertoginn er augu og eyru drottningarinnar“. KH T I U I N N. briöiudaoirm 30. iúní 1964 / 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.