Tíminn - 30.06.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.06.1964, Blaðsíða 16
Næturdrottningin blómstraði Það bar til tiðinda á Blómasýn- ingunni i Listamannaskálanum i fyrrakvöld, að kaktusinn Nætur- drottningin blómstraði fjórum blóm um. Blómin standa aöeins í fáar klukkustundir, og fjöldi manns kom til þess að horfa á þessi fallegu blóm, eftir að frá atburðlnum hafði i ins. Eigandi Næturdrottningarinnar er Paul Michaelsen i Hveragerði. Hann sagði okkur, að kaktusinn væri 12 ára gamall, upprunninn á Hawaii. Næturdrottningin blómstrar ekkl fyrstu fjögur árin, eftir að afleggjari er tekinn og yfirleitt er mjög erfitt að fá hana til að bera blómum í fyrra, og eitt blóm httnr hún borði á þessu ári. í fyrrakvStd sprungu síðan út fjórir knúppar eg búizt er við að einn springl út ann áður en blómasýningunnl lýkur, ait 11 knúppar eru nú á plöntunnl. Latneska heiti Næturdrottnlngarlnn ar er Selenicereus Grandiflorus. verið skýrt í kvöldfréttum útvarps-1 blóm. Planta Pauls blómstraði 24 (Tímamynd-GE). Eldur lifnaði að nýju í hampinum EJ-Reykjavík, 29. júní. Klukkan 18,30 í kvöld lifnaði að nýju i þeim 200 tonnum af j hampi, sem liggja á götunni fyrir ntan Hampiðjuna h. f„ cn slökkvi liðið lauk við að slökkva í hamp- inum klukkan 21 síðast liðið laug ardagskvöld og hafði slökkvistarf- ið þá staðið yfir í 20 klukkustund- ir. Stöðugur vörður er hafður við hampinn. Slökkviliðið hefur haft stöðug- j an vörð við hamphaugana á göt- j unni fyrir utan Hampiðjuna allt j Ærsla- draugur út á land Sumarleikhúsið lagði í gær af stað í sýningarferð með leikritið „Ærsladrauginn" eft ir Noei Coward og ætlar að sýna það á Norður- og Austur landi. í kvöld verður 50. sýn- ing leikritsins á Árskógssandi. Leikstjóri er Jón Sigurbjörns son, en leikendur eru 7 tals ins. Á MYNDINNI sjáum við leikflokklnn ásamt fararskjót anum. (Tímamynd-GE). frá því slökkvistarfinu lauk og klukkan 18,30 í kvöld var slökkvi liðsbíll sendur þangað, þar sem enn á ný var farið að lifna í hamp inum og neistar hafa því leynzt í honum síðan á laugardagskvöld- ið. 30 tonn af hampi eru inni í vörugeymslunni og mun algerlega ; slökkt í þeim. Ekkert verður enn þá fullyrt j um orsök eldsins. Talið er lík- i legt, að kviknað hafi í þeim 35 i tonnum af hampi, sem sett voru i inn í geymsluna daginn fyrir; brunann. Ólíklegt virðist að | kviknað hafi í út frá rafmagni og ekkert bendir til þess að þeir, sem unnu við að setja hampinn inn í geymsluna, hafi reykt á meðan, enda höfðu menn frá fyr- irtækinu umsjón með því. Hugsan legt er talið, að neisti úr útblást ursröri flutningsvélanna hafi leynzt í hampinum, eða þá að neisti úr sígarettu hafi fallið í hampinn við uppskipun. Tjónið í sambandi við brun- ann hefur enn þá ekki verið met- ið. Mun Hampiðjan sjá um flutn- ing á þeim hampi, sem nú liggur fyrir utan geymsluna, á eínhvern stað, þar sem slík rannsókn get- ur farið fram. Mun slökkviliðið standa vörð við hamphaugana, þar til þeir hafa verið fjarlægðir. dagar þar til dregið verður í happdrætti S.U F. og F.U.F. Herðum því sóknina, og gerum skil sem allra fyrst. Skrifstofan í Tjarnargötu 26 er opin alla daga frá kl. 9. f.h. — 10 e.h. Símar 12942 — 15564 og 16066. Eitt glæsilegasta happdrætti ársins. Verðmæti 25 vinninga kr. 400.000.00. KAUPIÐ MIÐA — PANTIÐ MIÐA - GERIÐ SKIL. Nærri farinn í fússi? SAMKEPPNI UM HHMA VISTAR- SKÓLA Í A-HUN. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum varö heimsókn Krústj- offs forsætisráðherra til Svíþjóð ar ekki hávaðalaus. M. a. varð hann ekki sammála Tage Er- lander um orðalag á sameigin- legri skýrslu um viðræður þeirra um afdrif sænskra manna, sem horfið hafa í Sovétríkjunum. í gær sagði sænksa blaðið Afton- blaðið, að engu hefði munað, að Krústjoff færi frá Svíþjóð i fússi, einum degi fyrr', en áætlað var, vegna þess, hve sænski for sætisráðherrann gekk fast að honum um upplýsingar varðandi afdrif Wallenbergs og fleiri sænskra manna i Sovétríkjunum. En Krústjoff sefaðist og sænska stjórnin gaf út sérstakar yflrlýs- ingar um málið. En heimsóknin hafði eigi að siður sínar mörgu björtu hliðar og sýnir myndin hér til hliðar eitt skemmtilegasta atvik heim- sóknarinnar, er Krústjoff settist undir árar og reri með sænska forsætisráðherrann og sovézkan túlk út á lítið vatn, sem er fyrir framan sveitasetur Erlanders í Harpsund. GB-Reykjavík, 29. júní. Undirbúningur er hafinn að stofnun nýs heimavistarskóla að Reykjum við Reykjabraut í Aust- ur-HúnavatnssýsIu, sem taki við hlutverki allra farskóla í sýslunni og hefur verið efnt til sam- keppni meðal arkitekta um teikn- ingu að húsinu í því skyni að fá fram bæði hagkvæmar og list- rænar lausnir á fyrirkomulagi og staðsetningu skólans. Fyrirliugað er í framtíðinni að slíkir heimavistarskólar fyrir börn og unglinga verði byggðir sem víðast í sveitum, einn eða fleiri fyrir hverja sýslu, til að losna við farkennslu í framtíð- inni, þó verði hver skóli ekki sniðinn fyrir stærri nemendahóp en sextíu. Einn hinn fyrsti skóli af þessu tagi var byggður á Reykjanesi við ísafjarðardjúp, en hinn kunnasti slíkur skóli reistur hér á landi á síðari árum er Varmalandsskóli í Borgarfirði. í smíðum eru tveir sams konar heimavistarskólar, að Leirá í Borgarfirði og Kolviðarnesi í Hnappadalssýslu, og verða þeir líklega fullbúnir til notkunar haustið 1965. Heimild til þátttöku í sam- Framhalð a lö siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.