Tíminn - 30.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.06.1964, Blaðsíða 14
því að hvíla þær, heldur einnig með því að nota aðrar“. Hún ónáðar Winston aldrei við tómstundaiðju sína. Hún veit, að þegar hann er að starfi, ér hann algerlega niðursokkinn og einbeitir sér eingöngu að því, sem hann er að gera og er meinilla við að vera ónáðaður. Skiptir þá engu máli, hvort hann er við garð yrkjustörf með spaða í hendi, eða við listmálun í vinnuherbergi sínu eða skriftir í bókaherberg- inu. Hann er ötull og duglegur verkmaður, sem stundum getur verið svo latur, að hann hringir bjöllunni til að ná í einhvern, sem getur rétt honum vindlana, sem liggja rétt utan seilingar. Clementine og Winston hafa unun af lestri. Winston hefur að vísu lítinn tíma aflögu til slíkrar iðju, en hann hefur miklar mæt- ur á „Hornblower“-sögum C. S. Forester. Clementine kýs frekar klassískar bókmenntir. Bæði geta gengið fram í því, sem þau hafa áhuga á, af slíkum ákafa að stappar nærri ofstæki. Clementine heldur því fram, að þeir, sem hafi mikla ánægju af starfi sínu, hafi mesta þörf fyrir að hvíla hugann frá vinnunni af; og til. Hún hefur alltaf haft álit á góðri líkamsþjálfun að þessu leyti, en Winston hefur hins vegar aldrei haft neinar mætur á íþrótt- um. I Clementine reyndi að vekja á-i huga hans á golfi. Hann svaraðií því til, að hann væri mikill að- dáandi íþróttarinnar. Hann var það mikill aðdáandi hennar, að hann vildi standa í allmikilli fjar- lægð til að geta betur séð og notið leiksins. Hann mat mikils þau áhrif sem leikurinn hafði á heilsu, skapgerð og lund iðkenda hans. Hann dró í ekki í efa, hélt hann áfram, að þeir menn, sem iðkuðu golf væru menn, sem þjóðin gæti treyst í hvívetna Golf væri íþrótt konunga — og stjórnmálamanna. En hins vegar kvaðst hann aldrei hafa rekizt á neitt, sem gæti dreift drunga og áhyggjum hugans á sarna háti og málaralistin „Það væri t.ilgangslaust fyrir mig að 'eika golf í því skyni“, sagði hann „Eftir skamma stund er ég alitaf farinn að hugsa um alvöru lífsins.1 Oft fænr hún honum te og dvei- ur þá stundarkorn til að spjalla við hann um meistaraverkið. sem hann þá er að vinna að Hún hef-J ur sagt- Stunoum er hann erf-, iður Einmitt þegar ég er tilbúin með hádegisverðinn. fær hann einhverja stórkostlega hugmynd um, hvernig hann eigi að koma heiminun á réttan kjöl og þá labbar hann út í garðinn til að velta henni frekar fyrir sér “ Of ,tekur hún hann með sér í heimsókmr ti; einhvers vina þeirra í helgardvöl til listmálunar. Sunnudag nokkurn, er þau voru á heimili lafði I’aget í Kingston Hill, sátu Winston og vinur hans. sir John sálugi Lavery, og mál^ uðu báðir, en Clementine horfði á. Skyndilega heyrðist glaðleg rödd að baki þeirra: „Halló! Win-j ston, hvenær byrjaðirðu nú á þessari iðju?“ Án þess að snúa sér við, svar- aði Winston: „Daginn, sém þú j sparkaðir mér út úr flotamála-, ráðuneytinu, Charles lávarður." Sá, sem þarna hafði komið ask- vaðandi var Charles Bedford lá- varður og hann svaraði hvergi smeykur „Nú, hver veit? Kann- ske hef ég þá orðið til þess að bjarga miklum meistara frá glöt-j un?“ Clementine hafði unun af því að koma honum þægilega á óvart með eitthvað, sem hún vissi að hann mundi hafa ánægju af. Á þann hátt kom litli, hógværi lita- ( gerðarmaðurinn frá Sviss, Willy Sax til Chartwell Winsto' og Clementine höfðu hitt hani. er þau heimsóttu Zú- rich árið 1946 Winston hafði keypt af honum sérstaka rauða og bláa liti og a; síðan hafði hann látið litlu litagerðarverksmiðjuna, sem stofnuð var af Sax-fjölskyld- unni fyrir níutíu árum. gera fyrir sig litina Sax kom til hádegisverðar á, Chartwel’ í fylgd með tveimur I kunnustu málurum í Sviss, en- Clementine hafði boðið þeim öll-' um með leynd Allir höfðu afarj mikla ánægju af heimsókninni og^ Winston ekki sízt Willy er einn af fáum mönnurn í heiminum, sem á málverk eftir Winston. Hana hlaut hann að gjöf frá tignasta viðskiptamanni sínum| Þetta er olíumálverk, sem sýnir bbú, sem liggur yfir lygna á i Suður-Frakk- landi. Málverkið hangir yfir pían- óinu í tonlistarherberginu i gam- aldags úthverfishúsi eigandans. Myndin sem hann kallaði „Sendi boðann" (en hún er af manni, sem gengur eftir snæviþaktri þorpsgötu) varð metsölujólakort. Winston málar þau jólakort sjálf- ur, sem Clementine sendi* per- sónulega Hann lætur hana um að velja myndina, en krefst þess að textinn sé einfaldur, látlaus og einlægur og prentaður skýrum stöfum. ög á næsta ári lætur hann fyrirtæki sem framleiðir kort fyrir heimsmarkað, í té end- urprentunarréttinn Meira en 20.000 eintök af „Olívu trjánum“ sem Clementine metur mest allra mynda eiginmannsins, hafa verið seld Frummyndin hangir á einum veggnum í dag- stofunni á Chartwell Safn vVinstons af eigin mál- verkum hefur verið metið á um það bil tvær og hálfa milljón punda, er, hann hefur alls ekki í hyggju að selja Það er ótrúlegt hve miklu hann hefur komið í verk á bessu sviði, en honum er illa við að láta verk sín af hendi. Þegar Charlec Wheeler, forseti konunglpgu akademíunnar var að koma skipulagi • á Churchill- sýninguna segist hann hafa sagt við hann „Þér hljótið að hafa málað í allt um fjögur hundruð myndir.“ „Frekai fimm hundruð“, svar- aði Winston Allir safnarar mundu vilja eiga málverk málað af Winston. El Glaoi, pasja af Marrakesh, einn af elztu vinum Winstons og Clemen- tine kvaðst vilja „borga hvað sem væri“ til að eignast eina. Það er sagt, að ein ágæt mynd eftir Churchill sé metin á sex konur. „Þegai ég fer til himna", sagði Winston fyrir mörgum árum, j „ætla ég að eyða stórum hluta ■ af fyrstu milljón árum mínurn ; þar við að mála og sökkva mér algerlega niður í starfið.“ Þangað til lætur hann ser nægja að sinna verkefnini' í vinnustofu sinni á Chartwell með óinnrammaðar myndir sínar af Chartwell, Marra- kesh, Kaíró, Feneyjum og Cote d’Azur staflaðar alls staðar um- hverfis sig. Og myndin, sem þekur stærsta hluta suðurveggjarins, er myndin af konunni, sem gaf honum fyrsta 1 liiakassann — Clementine með bros á vör. Myndin er máluð í daufbláum lit Þegar skeyti er sent frá Chart- well er eitthvað mikið sem á ligg- ur. Dag nokkurn barst slíkt skeyti til San Giovanm á Ítalíu. Það fór ekki á milli mála, að þetta var áríðandi skeyti. Það var um gull- fiska Fáum klukkustundum síðar, voru tuttugu og fimm „pesci rossi“, eru verðmætustu gullfisk- ar í heimi, á leið til Chartwell f sérstaklega hituðum ílátum. Fiskarnii á sveitasetri Chur- chills höfðu tekið upp á því að gefa upp öndina af einherjum dularfullum orsökum. Clementine varð þá hugsað til fiskiræktarmann anna í Can Giovanni, sem höfðu sent honum að gjöf fjögur sjald- gæf afbrigði, sem „tákn um virð- ingu og aðdáun", og hún var viss um, að þeir mundu koma til hjálp- ar. Það gerðu þeir einnig og það, sem me\ra var — þeir sendu 24 — Ég veit að allt verður gott, sagði hún rólega. •—Fólkið hérna er góðhjartað og — elskulegt. Það var móðgun gegn þeim að segja það sem ég sagði áðan. — Já, eiginlega var það móðg- un, svaraði Lenora kuldalega. .—Ég hugsa, að allir vinir Marks viti, hvernig þeir eiga að koma fram. Kannski þekkja þeir hann betur en þú . . jafnvel meðan þú þjáðist ekki af minnisleysi. Langar þig að koma með inn og fá þér hressingu? Þær höfðu eigrað gegnum þorp- ið og voru komnar að hliðinu að húsi Grayne fjölskyldunnar. Orð Lenoru, um að vinir Marks þekktu hann betur en eiginkona hans höfðu gert allt hálfu dularfyllra, en Tracy var of þreytt að kafa dýpra og finna meininguna. — Pr,ci, þakka þér fyrir, ég held ég fari heim aftur núna. Það er ýmlslegt, sem ég þarf að gera fyrir morgundaginn. — Já, ég býst við að hvorki Nan né frú Sheldon komi dúr á auga í nótt af einskærri eftir- væntingu. Lenora horfði einkenni- lega á Tracy. —En ég er ekki alveg viss um, hvað Brett álítur um þetta. — Hann hlakkar mjög mikið til að fá Mark heim aftur. Tracy hvikaði ekki undan augnaráði Lenoru. —Og því ekki það? — O, já, kannski hefurðu rétt fyrir þér — að mestu leyti, en á hinn bóginn er hann kannski ekki alsæll. Þegar öllu er á botn- inn hvolft hefur hann haft þig út af fyrir sig meira en fimm vikur. Kurteisi Lenoru hékk vægast jagt á bláþræði, er hún hafði sagt þetta og illgirnin skein í gegn. Tracy hélt sig skilja hvers vegna. Jrett hafði ekki sagt Lenoru, ijvenær Mark væri að vænta heim, hann hafði yfirleitt ekki látið sér annt um hana upp á síðkastið. Eftir atburðinn með bílaksturinn hafði hann haldið sig að mestu á herbergi sínu, önnum kafinn við störf. Lenora hafði sjálfsagt gengið hingað í kvöld í þeirri von að hitta hann og nú var hún bit- ur og varð að láta gremju sína bitna á einhverjum. Auðvitað var kjánalegt af henni að gefa annað eins og þetta í skyn, og þar sem Brett var ekki viðstaddur og gat borið hönd fyrir höfuð sér, fannst Tracy það skylda sín að gera það. — Hann hefur verið sérstak- lega elskulegur við mig, sagði hún einbeitt. Á bróðurlegan hátt, á ég við. Það er , . . — Bróðurlegan hátt! Lenora hló rgiðilega. —Vertu ekki svona mikill bölvaður bjáni, Tracy. Jafn- vel þótt þú munir ekki — og ég er raunar farin að efast um það — mundi kvenlegt hugboð segja þér, að slíkt orð er hlægilegt að nota um Brett og þig. Hann hefur ver- ið heillaður af þér síðan þú hætt- ir að hafa hárborða — og þú lézt hann vera það, Allir hér voru sannfærðir um, að þú mundir giftast honum. Og aldrei hafa þorpsbúar orðið eins þrumu lostn- ir og þegar þú kunngjörðir að þú værir trúlofuð MARK. Og alveg fram á síðasta andartak héldum við öll að þú hættir við bað og tækir Brett. — En ykkur skjátlaðist, /var ekki svo? Tracy furðaði sig á hversu róleg rödd hennar var. Það var merkilegt að hún gat svarað svo fljótt og kuldaleg þeg- ar hún var miklu fremur orðlaus af undrun yfir því, sem hún hafði fengið að vita. —Ég giftist Mark, svo að auðvitað hefur það verið hann allan tímann sem ég var hrifin af og ekki Brett. — Manstu þá alls ekki eftir I HULIN FORTIÐ MARGARET FERGUSON því hvað þú elskaðir Mark heitt? spurði Lenora hæðnislega og Tra- cy veik nokkur skref undan. — Nei — nei, ég geri það ekki, en ég er viss um ég man það þeg- ar ég sé hann aftur. Ég hlýt að gera það. Ég er tilneydd. — Þú þarft ekki að kvíða þeirri tilhugsun að hann reyni að neyða þig til að muna það. Mark mundi aldrei þykjast vera van- ræktur eiginpiaður gagnvart eig- inkonu sem man ekki að hún giftist honum, trúðu mér. Auk þess vorum við ekki að tala um Mark . . . - Ég . . . ég trúi ekki því sem þú sagðir um Brett. Skynsamleg- ast hefði sjálfsagt verið að snúa baki við Lenoru og fara, en Tracy gat ekki fengið það af sér. Það var dnhvers konar hughreysting í þv einu að nefna nafn Bretts. — Ef hann hefur einhvern tima ímyndað sér að hann væri hrifinn a! mér hefur hann sjálf- sagt komizt vfii það fyrir löngu Ég er viss um að núna er hann að þú . . — í hamingju bænum, kórón- aðu ekki vitleysuna með göfug- lyndi, hvæsti Lenora — Ég ber engar óskir > nrjósti um að hirða forsmáða aðdáendur þína. Tracy Einhverra hluta vegna' eru þeir ekki nógu góðir handa okkur eftir að þú hefur traðkað á þeim. Góða nótt. Hún gekk inn um hliðið og Tracy lagði af stað í áttina til Pilgrims Barn. Myrkrið huldi ná- fölt andlit hennar og óöruggt göngulagið fyrir þeim sem hún mætti á leiðinni. Nú þegar hún vissi að það var satt fann hún ekki til annars en ólýsanlegrar undrunar. Einu sinni hafði hún átt að velja . . . Brett eða Mark og hún hafði valið Mark. En hvers vegna hvers vegna . . HVERS VEGNA’ Mundi hún fá svar við þeirn spurningu, þegar hún stæði augliti til auglitis við hann á morgun. En hvernig sem hann var, hversu mikið hún mundi muna. þá yrði mesti leyndardóm- urinn enn óleystpr. Hvers vegna hafði hún valið Mark, ef hún gat fengið Brett? 1 KAFLl — Sagðir þú mömmu og Nan að ég vildi hitta Tracy eina? i Skildu þær mig? Mark hafði setið og fitlað við j dökk ' sólgleraugu, nú tók hann j þau af sér í þriðja skiptið og sló | þeim léttilega við hné sitt. — Það var ekki nauðsynlegt að útskýra neitt. svaraði Brett þurrlega. —Þær eru sæmilega •skilningsgóðar. — Já, auðvitað læt ég eins og flón. Mark skrúfaði niður bíl- gluggann með snöggum hreyf- ingum og vindurinn lék um ljóst hár hans —Hamingjan veit að ég trúi varla enn. sagði hann lágt. —Að ég er aftur frjáls og er á leið heim til Tracy, sem fyrir einstakt kraftaverk komst lifs af. Get ég verið viss um að þetta sé allt rétt? — Auðvitað. Vindurinn næddi inn um opinn gluggann, en Mark virtist þarfnast golunnar á and- lit sitt, sem var fölt og kinnfiska- sogið eftir alla þessa mánuði inn- an fangelsins. —En auðvitað muntu komast að raun um, að Tracy er býsna mikið breytt, Mark. — í andliti meinarðu? Já ég er undir það búinn. Skyndilega skrúfaði hann upp gluggann aft- ur. En einhvern veginn sé ég hana ekki fyrir mér án kartöflu- nefsins og fallegu bogadregnu hökunnar. Hún getur þó varla ver- ið í öllu breytt. — Nei, hárið er það sama, þótt það sé styttra en það var, vegna þess að það varð að klippa það. Auk þess er það hrokknara en áður. Augun eru nákvæmlega eins og áður. Eða voru þau það ekki, hugsaði hann. Sömu litirnir — en samt sem áður voru það ekki sömu augu og áður. En kannski var ekki við því að búast. Þegar manneskja hafði verið svo nálægt dauðanum eins og Tracy og hafði horfzt í augu við miklar þreng- ingar hlaut það að sú reynsla að setja sín spor — einhverja dýpt, sem ekki hafði verið þáttur í persónuleika hennar áður fyrr. En hann þurfti ekki að segja Mark það — Hefurðu orðið var við nokk- urt merki þess hún sé að fá minn- ið aftur? spurði Mark og tók enn af sér sólgleraugun. — Nei. bví miður ekki. Það T í M I N N, þriSjudaginn 307 júnj 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.