Alþýðublaðið - 24.05.1952, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 24.05.1952, Qupperneq 4
jAB-Atþýðublaðið 24. maí 1952 1 Heimsókn dönsku leikaranna. DANSKI LEIKFLOKK- URINN kom hingað til Reykjavíkur í fyrradag og frumsýnir „Det lykkelige skibbrud'* á leiksviði þjóð- leikhússins í kvöld; en sýn- ingar hans á þessu.m kunna gamanleik Holbergs verða alls fimm. Er hér um stórmerka leikheimsókn að ræða, þar eð , meðal gestanna eru víðkunn- | ir listamenn eins og Poul ; Reumert, Johannes Meyer, Maria Garland, Ellen Gott- ! scha’lck, Lily Broberg og Poul 1 Reichhardt. Reykvíkingum | gefst því kostur á að sjá það 1 bezta, sem dönsk leiklist hef | ur upp á að bjóða í dag, þegar i þeir horfa á ,,Det lykkelige ; skibbrud“ í túlkun gestanna I fiá konunglega leikhúsinu í | Kaupmannahöfn. : ,,Det lykkelige skibbru.d“ í mun naumast í tölu beztu : leikrita Holbergs. Það er ; skemmtilegur gamanleikur, . en ekki stórbrotið listaverk. Hins vegar er það nátengt sögu danskrar leiklistar og ■ margir beztu, leikarar Dan- í merkur hvað frægastir fyrir leik sinn í þvi. Auk þess lýsir leikritið á ógleymanlegan hátt hinni dönsku fyndni í túlkun Holbergs, en henni á það vinsældir sínar umfram allt að þakka. ,,Det lykkelige • skibbrud“ gegnir hliðstæðu hlutverki í danskri leiksögu og „Skugga-Sveinn" hér á landi. En þó að listrænt gildi þess sé ekki mikið, mun túlk un leikaranna lyfta því í æðra veldi fyrir sjónum leik hússgestanna. Þar verður val inn maður í hverju hlutverki, en sér í lagi mun þó leikur Poul Reumerts þykja tíðind um sæta. Hann leikux hér eitt af þeim hlutverkum, sem hafa fært honum mesta frægð og viðurkenningu, og mun enn á ný veita vinwm . sínum í Reykjavík gleðistund ir, sem aldrei gleymast, og eru þeir þó góðu vanir frá hans hálfu. Konunglega Ieikhúsið í Kau.pmannahöfn sýnir okk- ur Íslendingum mikinn vin- arvott með heimsókn gest- anna ,er leika „Det lykkelige skibbrud“. Og víst er það vel farið, að þeir skuli sýna leik- rit eftir Ludvig Holberg. Sá gamli og góði háðfugl hefur margan íslendinginn glatt á liðnum árum. Og oft hafa leikrit hans verið leikin hér á landi við erfiðar aðstæður og af vanefnum frá listrænu sjónarmiði. Þó hafa sumir leikarar okkar náð miklum árangri í túlkun leikrita hans. Samt hefur ekkert leik rit Holbergs verið sýnt hér á landi við þvílíka aðstöðu, og af slíkri listrænni hæfni sem „Det lykkelige skibbrud“ nú. Það er sýnt á sviði þjóðleik- hússins, sem er stolt íslenzku þjóðarinnar, og af úrvalsleik urum þeirrar þjóðar, sem Hol berg starfaði meðal. Það er leiklistarviðburður, sem verð ur Reykvíkingum ríkur í minni. Samskipti íslendinga við konunglega leikhúsið í Kaup mannahöfn hafa verið mikil og góð á liðnum árum. Marg ir beztu leikarar okkar hafa numið þar og starfað. íslend ingar hafa u,m langan aldur notið gleðistunda innan veggja þess. Konunglega leik húsið í Kaupmannahöfn hef ur beinlínis og óbeinlínis ver ið skóli íslenzkar leiklist- ar og íslenzkrar leikmenning ar um áratugi. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við þessa gömlu og virðulegu menningarstofnun. Það er því vel farið, að leikflokkur þaðan skuli hafa orðið fyrst- ur til að heimsækja þjóðleik húsið hér til gestaleiks. ís- lendingar óska og vona, að samskipti þjóðleikhússins hér og konu.ngiega leikhússins í Kaupmannahöfn verði mikil og góð í framtíðinni, efli sam starf og skilning þessara tveggja grannþjóða, leggi grundvö'll að því að gera menningarlega samvinnu þeirra trausta og farsæla og sýni og sanni, að frændsemi og vinátta Dana og íslend- inga hefur síður en svo beð- ið nokkurn hnekki við hin pólitísku sambandsslit þeirra. Veri dönsku leikgestirnir velkomnir hingað til lands og megi heimsókn þeirra verða bæði þeim og okku.r til ó- gleymanlegrar ánægju. TILKYNNING frá Síldarverksmlðjum ríkisins. Útgerðarmenn og útgerðarfélög, sem óska að leggja bræðslusíldarafla skipa sinna upp hjá oss á komandi síldarvertíð, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það aðalskrifstofu vorri á Siglufirði eigi síðar en 5. júní næstkomandi. — Samningsbundnir viðskiptamenn ganga fyrir öðrum um móttöku síldar. SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS. Aðalsafnaðarfundur í Nessókn verður haldinn sunnudaginn 25. maí 1952 eftir messu í kapellu Háskólans. (Messað kl. 14.) Sóknarnefndin. AB — Alþýðublaðið. tJtgefandl: AlþýSuflokkurinn. Ritstjórl: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsúnaí: 4901 og 4902. — Auglýsinga- Bíini: 4906. — AfgreiSslusími: 4900. — AlþýSuprentsraiSjan, Hverrisgötu 8—10. AB 4 Fer hann til Helsin&sfors? cambridges- ” itúdeninn H.\V. Leader, sem sést hér á myndinni, er meistari í hástökki á Ir- landi. Hann er sjálfur sex fet og tveir þumlungar á hæð og er á r>yndinni að æfingum í White City Stadíon í London. Ekki er látið uppi, hve hátt hann hafi stokkið við þetta tækifæri; en hins vegar fullyrt, að það gefi góðar vonir um, að hann fari til Heisingfors í sumar til þess að keppa í hástökki þar. þjóðabaráff an DAG EFTIR DAG, nótt eftir nótt er háður leynilegur bar- dagj við landamæriíi og í hundr uðum hafna gegn eiturlyfja- smyglurum. Því strangara sem eftirlit yfirvaldanna veröur, því bragðvísari reynast smygl- ararnir. Eins og stendur sýnir hið hækkandi verð eiturlyíja á svartamarkaðnum, að lögregl- an hefur undirtökin.. Eríiðara er að útvega vöruna og hún verður sjaldséðari, ekki er hægt að anna eftirspurninni — og verðið hækkar. Á bjnum ill- ræmda svartamarkaði í Kairó var eitt kílógramm af hreins- uðu ópíum sslt í fyrra á 1148 bandaríska dollara. Nú er gang verðið orðið 1262 dollarar. í fyrra gerðu yfirvöidin upptæk 13.00 kg. af eiturlyfjum í 39 löndum. í ÚLFALDAMÖGUM. Aðferðirnar breytast þegar lögreglan fer að kyunast hátt- um smyglaranna. Egypzka eitur lyfja-lögreglan hafði nýlega mik ið fyrir því að koma upp röntg en-tækjum við allar landamæra stöðvar, þar sem lílfaldalestir fara um frá Líbýu og Arabíu. Lögreglan hafði komizt að því, að miklu magni af eiturlyfjum í hylkjum var smylgað inn í landið á þann hátt, að úlfald- grnir voru látnir gleypa hiykin áður en komið var að landamær unum. Röntgentækin sýndu málmhylkin í maga úlfaldanna og þegar í stað varð að slátra skepnunum til að afla sannana. Þetta kostaði allmarga smyglar ana þungár refsingar og einn góðan veðurdag sýndu röntgen tækin ekki lengur nein málm- hykli. Nokkur tími leið þar til lög reglunni varð ljóst, áð smyglar- arnir höfðu skipt um aðferð. Þeir héldu áfram að smygla eit- urlyfjum í maga úlfaldanna — en nú voru hylkin gerð úr gúmmí og plasti. Þessi efni sjást ekki við röntgengskoðun og nú verður að finna nýja aðferð til að koma upp um smyglið. Eiturlyfjanefnd S.Þ. fylgist vel með þ’róun þassarra mála og skýrslur hennar eru tíðum mjög fróðlegar. í þeim er m. a. greint frá því hvernig smyglar- arnir reyndu að fela eiturlyf undir fjög'urra feta þykkum ís í fiskibát, undir fóðrinu í tösk- um, í málningardósum, inni í bassafiðlu eða í þurrmjólkur- dufti. Einn smyglari var tekinn þegar slöngurnar í bílhjólun- um voru athugaðar. Annar reyndi að fela vöruna í loftinu á járnbrautarklefa. En mest af smyglvarningi þessum er geymt í eldhúsum, vélarrúmum og undir lestahlerum skipanna. STÓRSMYÆL Á HAFINU. Bandarikin hafa svo miklar áhyggjur út af smygli eiturlyfja meðal sjómanna, aö í Washing- ton hefur verið lagt til, að gerð ur verði sérstakur svartur listi yfir álla sjómenn, sem einu sinni hafa verið staðnir að því að smylga eiturlyfjum. Þetta hefur þó ekki omizt í fram- kvæmd, en áhyggjur Bandaríkja manna eru auðskildar þegar þess er gætt, að árið 1951 fund ust eiturlyf á 224 skipum í al- þjóðasiglingum og er það helm- ingi meira en árið áður. 91 þess arra skipa var amerískt og 44 voru ensk. Til eru smylgarar, sem ekki hafa tíma til að bíða eftir tæki færi til að smygla sjóleiðis. Þeir nota flugvélarnar. í skýrslu, sem skrifstofur S. Þ. hafa ný- lega kunngert varðandi smygl ■eiturlyfja í fyrra, er getið um ' smygltilraunir með flugvélum margra flugfélaga, þeirra á með al nokkurra heimsþekktra fé- laga, en þær tilraunir hafa þó mistekizt. MIÐSTÖÐ VIÐ KYRRAHAFID. Miðstöð fyrir sölu og smyl eiturlyfja er í Asíu. Um þessar mundir eru sviðskiptin einna mest í portugölsku iiýlendunni Macao við strendur Kína. Þaðan eru eiturlyfin flutt á djúnkum og vélbátum til Honkong, sem er eina fullkomna höfnin við Kínastrendur, sem hægt er að sigla frjálst til og frá Banda- ríkjunum. í Hongkong er smygl varningnu dreift milli skipa, sem sigla til hafna um allan heim, til Ástralíu, Bandaríkj- anna, Burma, Indónesíu, J,apan, Kanada og Suður-AmeVíku. Hvarvetna eru kaupendur •— glaíaðar sálir, sem haf-a orðið þessum löst að bráð og vilja greiða hvað sem vera skal fyrir eina ópíumpípu eða sprautu af morfíni. Eiturlyfjasmyglararnir staxfa ekki alls staðar með leynd. Við Framh. á 7. síðu. DR. MEÐ JOHANNES HOLM við Blóðvatnsstofnun rík isins í Kaupmannahöfn flutti ný lega lokaskýrslu til stjqrnar UNICEF, Barnahjálparsjóðs S. Þ., um hina miklu baráttu, sem sjóðurinn hefur háð gegn berkla veikinni undir stjórn Dr. Holm og með þátttöku frá Norðurlönd unum. Berklaskoðun þessi' hef- ur verið gerð í 21 landi. Al- þjóðabaráttan gegn berklum hófst árið 1948 og lauk í júlí mánuði í fyrra. Á þessum tíma voru 30 milljón börn berklaskoð uð og 14 milljón börn, * sem skoðuð voru, bóiusett með Calmette-bóluefni. Ef einnig er reiknað með starfi, sem Rauði krossinn á Norðurlöndum -hafði áður unnið, hafa alls 37 milljón ir barna verið berklaprófuð og 16 milljónir barna bólusett. UNICEF lagði fram 3,2‘ mill .jónir dollara til þessa starfs og norrænu samtökin lögðu fram hálfa milljón dollara og mann afla og útbúnað allan. í ræðu sinni lagði Dr. Dolm áherziu á, hversu mikilvægt væri að AI- þjóðaheilbrigðismálastofnunin hefði nú komið upp berklahæli í Kaupmannahöfn og yrði hluí- verk þess að kynna sér áhrif BCG-bóluefnisins til langframa. Þetta bóluefni hefur verið notað í starfi sjóðsins og þegar ér ó- hætt að slá því föstu, sagði Dr. Holm, „að BCG er gott vopn í baráttunni gegn berklaveik- inni“ Dr. Holm gerði það að til lögu sinni, að haft yrði eftir- lit með öllum börnum, sem skoð uð hafa verið og bólusett, en einungis á þann hátt væri ör- uggt að starf sjóðsins næði full um tilgangi sínum. Fimm heimsfrægir húsameistarar byggja stórhýsi yfir FIMM HEIMSKUNNIR HUSA MEISTARAR halda fund í Par ís um þessar mundir til þess að kynna sér fyrstu uppdrætti að fyrirhuguðu húsi undir aðal- stöðvar UNESCO, uppeldis- og menningarstofnun sameinuðu þjóðanna. Jaime Torres Bodet, forstjóri UNESCO, hefur sjálf- ‘ur valið þessa húsameistara og beðið þá að taka að sér að Ieggja fram gagnrýni og tillögur til endurbóta á fyrstu uppdráttum að húsinu. Þessir fimm hnsa meistarar eru Loucio Costa frá Brazilíu, Walter Gropius frá Bandaríkjunum, Le Corbusier frá Frakklandi, Sven Markeli- us frá Svíþjóð og Ernesto Rog ers frá Ítalíu. Verkefni þessarra þekktu manna verður að kyrrna sér teikn ingar og uppdrætti, sem gerðir .hafa verið af franska húsameist aranum Eugene Beaudouin í samráði við Eero Saarinen frá Bandaríkjunum og Howard Robertson frá Englandi. Aðalstöðvar UNESCO eiga að vera við Place Fontenoy bak við Ecole Militaire í París. Franska ríkið hefur gefið lóð- ina undir bygginguna. Vormót 2. flofck? 2. flokksmótið hélt áfram s. 1. miðvikudag, og kepptui þá KR og Víkingur og varð jafn- tefli, 1:0. Strax á eftir léku Valur og Fram, og varð einn- ig jafntefli, 0:0. 3. og 4. flokksmótið hefst nú um helgina.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.