Alþýðublaðið - 24.05.1952, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.05.1952, Blaðsíða 8
Mannfjöldi fagnaði dönsku leikur- unum á fiugvellinum í fyrradag -------------------------♦--------- Frumsýning á Holbergsieiknum í kvöld -------------------------*--------- LEÍKFLOKKURINN frá konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn kom til Reykjavíkur með sænskri skymasterflugvél kiukkan rúmlega 4 á fimmtudaginn. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman á flugvellinum til þess að fagna leikurunum, eu Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri og Vilhjálmur Þ. Gíslason formaður þjóðleikhúsráðs tóku á móti gestunum ásamt inokkrum leikurum þjóðleikhússins. Poul Reumert sagSi í viðtali við Alþýðublaðið, að ferðalagjð hefði geng'ið að óskura, að eng- inn. þátttakendanna annar en- hann sjálfur hefði áður komið til íslands, og allir hefðu þeir mikla löngun til þess að kynn- ast landi og þjóð sem bezt á þessum stutta tíma, sem þeir dvelja hér. Ejnar Kristjánsson óperu- söngvari kom einnig með sömu fiugvél og leikflokkurinn, en hanh syngur eitt aðálhlutvérk- ið í óperettunni Leðurblakan, eins og áður hefur verið sagt frá. Loks kom með flugvélinni sendinefnd MÍR, sem fór til Rússlands á dögunum, og virt- ist Sigurður Guðnason, formað- ur Dagsbrúnar, vera feginn því að vera kominn heirn. | Eftir að danski leikflokkur- inn kom, bauð Þjóðleikhúsið deikurunum til kvöldverðar i þjóðleikhúskjallaranum, og í mor'gun borðuðu þeir hádegis- verð í boðí leikara Þjóðleik- j hússins, en síðdegis sátu þsir j boð' menntamálaráðherra. Að öðrú leyti eyddu leikararnir deginum í gær við æfingar, en i kvöld verður frumsýningin á „Det lykkelig'e Skibbrud“ kl. 8. Á: morgun fara ieikararnir til Þingvalla í boði Þjóðleikhúss- ins, en önnur sýning verður annað kvöld. Nokkrir af leikurunum að stíga út úr flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli. í miðj- um stiganum sést Pou.i Reu- mert og aftast Holger Gabri- elsen leikstjóri. ann ínn ulan á þin Evrópuráðsins Ohagsiætl veður á MENNIRNIR, sem eru að fara að kanna slysstaðinn á Eyjafjallajökli, fóru í fyrra dag með ýtuna upp að jökli lijá Syðstu-Mörk, en veður var þá svo óhagstætt, að ekki þótti rétt að leggja á jökulinn. Ekki var vitað, hvort þeir hefðu hugsað til ferðar í gær, en veðurskilyrði voru þá enn slæm. Leiðsögumaður þeirra Banda ríkjamanna er Páll Arason bifreiðarstjóri, en Svavar Júlí usson stjórnar ýtunni. STEFAN JÓH. STEFÁNS- SON tók sér far u.tan með flug vél frá Keflavíkurflugvelli á fimmtudagsnóttina. Var för hans heitjið til Strassborgar, þar sem hann mun, fyrir ís- lands hönd, sitja þing Evrópu ráðsins, sem nú er að hefjast þar. Vormól 1. flokks í knatlspyrnu 1. flokksmótið hélt áfram s. 1. mánudag með leik milli Vals og Þróttar, og lauk leikn um með jafnteflí, 0:0. Strax á eftir léku KR og Víkingur og (sigraði KR, 1:0. í dag kl. 2 heldur mótið áfram á íþrótta- ■ vellinum, þá keppa Fram og I Þróttur og KR og Valur. fjý gerð af sorpflufningsbílum fekin i nofkun í bænum NÝR sorpfiutningshíll af sérstakri gerð verður tekinn í iiolkun í dag. Bíll þessi, sem smíðaður er í Svíþjóð, er af nýj- ustu gerð og*þannig útbúinn, að útilokað er að sorp fari niður eða fjúki burt þegar hann er fermdur. Sérstakar sorptunnur hafa verið smíðaðar með tilliti til hins sérstaka útbúnaðar á þesstim bíl. Sorpíunnurnar, 2000 að tölu, eru með áföstu loki, fiem opnast af sjálfu sér þegar þeim er lyff með vindu á bílinn. Jón Sigurðsson borgarlæknir skýrði frétíamönnum frá því í gær, að þessi aðferð við sorp- hreinsun mvndi stuðla að mikl- um þrifnaðarauka í bænum. Á bílnum verður einnig tankur með sótthreinsandi efni, sem sprautað er á og í sorptunnurn- ar ti lað eyða sýklum, er þár kunna að leynast. Fyrst um sinn verður þessi nýi bíll notaður í suðvesturbæn um, en í ráði er að bærinn kaupi sams konar bíla, er hinir eldri sorpflutningsbílar gangi úr sér. Alls munu nú vera 7 eða 8 sorpflutningsbílar í bænum. Sorptunnurnar verða í eig i bæjarins, en húseigendur verða látnir greiða ákveðið gjald af þeim árlega. Þá hefur fraið fram endurbót á húsakynnum sorphreinsunaí- manna bæjarins á bak við Laugavegs apótek. Æ Bl iHEiiElHÍ js HHH A ALÞÝSUB LASIÐ Svört skrif ÞAÐ VANTAR EKKI, að fag- urlega hafi verið skrifað und- anfarið um nauðsyn þess, ,,að halda forsetaembættinu utan við pólitískar deilu,r“. Það hefur verið sagt, að forsetinn ætti að vera „sameiningar- tákn þjóðarinnar", að hann þyrfti að hafa ,,traust“ henn- ar og því að kunna ,;að þræða hlufeysisvegi þjóðhöfðingj- ans”. Þannig hafa blöðin skrifað. En á hitt hefur miklu sjaldnar verið minnzt, hvað útheimtist af blöðunum sjálf- um til þess, að þetta allt megi takast. EN ÞAÐ RAUNALEGA er nú komið í ljós, að sum þau blöð, sem mest hafa skrifað um nauðsyn hlutleysis og trausts og sameiningar í sambandi við forsetann, eru ekki ná- lægt því eins kröfuhörð við sjálf sig nú, þegar að því er komið, að þjóðin verði að velja sér forseta með öll þessi sjónarmið fyrir augum. Til dæmis birti Tíminn svokall- aðan „svartleiðara“ um eitt forsetaefnið á fimmtudaginn, sem vissulega miðar lítið að því að skapa margnefnt traust og sameiningu uffl hinn kom- andi forseta lýðveldisins. ÞESSI „SVARTLEIÐARI“ Tímans var í sannleika svart- ur. Þar var ráðizt á eitt for- setaefnið með þeim alkunna rógi, sem setur svo oft ómennnigarsvip á íslenzk stjórnmál, en þó kastar þá fyrst tólfunum, þegar hann er hafður í frammi við forseta- kjör. Þarna var til dæmis skrifað um „valdabrask'1 manns, sem væri líklegur til „að komast í forsetaembættið með baktjaldamakki og leyni samningum“, urn „klókan flokksmann“, sem ætti að „ná forsetaembættinu á sitt vald“ og breyta Bessastöðum „úr þjóðhöfðingjasetri í póli- tíska kafbátastöð"! ÞAÐ ER VÍST með slíkum og þvílíkum skrifum, sem Tím- inn ætlar sér „að halda for- setaembættinu utan við póli- tískar deilur“ og tryggja „traust“ og „sameiningu" þjóðarinnar um þann mann, sem í það velst! En þjóðin sjálf er áreiðanlega á öðru máli um það, hvernig skrifa eigi um forsetaefnin og for- setakjörið. Og hún mun sanna Tímanum það á sínum tíma, að það borgar sig ekki fyrir neinn, að skrifa af slíku sið- leysi um forsetakjörið og gert var í „svartleiðara“ hans á fimmtudaginn. Barnaspítali verður reistur í sam- bandi við stækkun Landspítalans r Fullfrúi Islands í rá Norður-Allantshaís bandalagsins ÞANN 10. maí síðastliðinn skipuðu handhafar forsetavalds ins Gunnlaug Pétursson, sendi- ráðunaut, til þess að taka sæti sem fastur fulltrúi íslands í ráði Norður-Atlantshafsbandalagsins, með aðsetri í París. Hringkonor leggja fram til hans barna* spíta!as]óð sinn, 2,1 millj. króna. •.,} -----------*---------------------------- ’i TELJA MÁ, að fengið sé í aðalatriðum samkomulag milli kvenfélagsins Hringsins og ríkisstjórnarinnar um barnaspítalap sem talað er um að reisa við landsspítalann, þegar hann verðin? stækkaður. Og hefur kvenfélagið Hringurinn ákveðið aó leggjá barnaspítalasjóð sinn að mörkum við ríkið í þessu skyni. ------------------------------• Frá þessu er skýrt í fréttatiG kynningu, er blaðinu hefur bor izt frá Hringnum. Hringkonur haia um 10 ára skeið safnað ósleitilega fé til byggingar barnaspítala með! ýmissi fjáröflunarslarfsemi, og; er barnaspítalasjóðurmn nú orS inn rúmlega 2,1 milijón króna. Kom hvorttveggja til orða, a§ barnaspítali yrði reistur í sam. bandi við Landspítalann og foæjj arsjúkrahúsið fyrirhugaða. —. Einnig' ræddu konurnar utns það, hvort möguleikar væru ái að fá keypt hentuga húseignj, þar sem koma inætti fyrir; bráðabirgðaspítala fyrir börn, þar til fullkomnum barnaspít- ala yrði komið upp. Það kom þó brátt í ijós, að á því vcris þótti að fara þá leið. Þar sem það er íyrir löngtj augljóst orðið, að brýn þörf er fyrir stækkun Landspítalans,, sneri stjórn Hringsins sér í fyrra enn til ríkisstjórnarinnar pg hreyfði því, hvort það gæti ekki flýtt fyrir stækkun Land- spítalans, ef Hringurinn ’egði fram barnaspítalasjóð sinn tiE hennar gegn því að þar yrðt komið upp barnaspítaladeild. Eftir nokkrar viðræður við heilbrigðismálaráðherra síðast- liðinn vetur tjáði stjórn Hrings« ins honum með bréfi dags. 27. febrúar þ. á„ að Hringurinn væri reiðubúinn til iþess að leggja fram fé barnaspítalasjóðs til byggingar barnaspítala við Landspítalann eftir nánara sairn komulagi. Þessu svaraði heil- brigðismálaráðherra með bréfij dags. 5. þ. m., þar sem skýrt var frá því, að ráðuneytð hefði á. samt landlækni og Jóhanni Sæ~ mundssyni yfirlækni athugaffi Jivernig barnaspítala yrði bezt fyrirkomið í sambandi viffi Landsspítalann og komizt affi þeirri niðurstöðu, að það yrði sem liður í fyrirhugaðri stækk- un spítalans. Á aðalfundi Hring'sins, sem haldinn var 20. þ. m., var sam- þykkt í einu hljóði. að fallast á þá tilhögun, sem ræðir um I bréfi heilbrigðismálaráðherra. Bifreiðin hangandi í kranan- um við bryggjubrúnina. Þarna tók kranabifreiðin frá Eim- skipafélaginu við og lyfti henni upp á bryggjuna. Ljósm, P. T. Slysið í fyrrakvöld.. Framhald af 1. síðu. ið fyrst út af og bifreiðin u.m leið numið við þykkt tré í bryggjubrúninni og rifið úr því flís. Dýpið mun hafa verið um 5 metrar, er slysið varð, en bifreiðin var um 12—15 metra frá horninu. Friðgeir átti vanda til að fá aðsvif, að sögn kunnu.gra. Hann var maður tæplega 33 ára gamall og lætur eftir sig konu og fjögur ung börn. Hann var hvers manns hug- ljúfi og ágætlega greindur. Veðrið í dag: Sunnan og suðvestan kaldi stinningskaidi. Rigning. Hver hlýtur 10 þúsund kréna verðlaun í Gufunesi á morgun! ------♦—:--- Höttur, Léttir og Gnýfari keppa um hæstu verðíaun, er hér hafa veri'ð veitt Á KAPPREIÐUNUM í Gufunesi á morgun verða veitt hæst»i verðlaún, sem um getur í sögu kappreiða á Islandi. Þorgeit’ Jónsspn bóndi í Gufuncsi, sem efnt hefur til kappreiðanna„' veitlr 10 000,00 kr. verðlaun fyrir þann hest, er fyrstur verður í stökki á 800 metrum. Tilkynnt hefur vtrið að að- eins þrír hestar muni keppa á þessari vegalengd. Þeir eru: Höttur Ólafs Haraldssonar, Gný fari Þorgeirs í Gufunesi og Létt ir Jóns Svelnssonar. Einnig verður keppt í stökki á 400 og 500 metrum og verða verðlaun veitt fyrir beztu hestana á þess- um vegalengdum. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrú gæð- inga. Þorgeir í Gufunesi hefur jafnan veitthærrikappreiðaverð laun en nokkur annar eintak- xingur eða félagssamtök. A landsmótinu á Þingvöllum 1950) voru hæstu verðlauain 2500 kr. og þótti mikið, en árið áður hafði Þorgeir veitt 5000 króna verðlaun. 10 000 króna verð- launin eru því það almests. sem kemur til verðlauna fyrir einn hest, og er því mikil eftir- vænting meðal manna hver verður hlutskarpastur, Höttur.. Léttir eða Gnýfari. Kappreiðarnar hefjast kl. 3 síðdegis, en' ferðir verða frá ferðaskrifstofunni kl. 1.30.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.