Alþýðublaðið - 25.05.1952, Síða 8
lanskur verkalýður
gsfölu sína meS
Jón Sigurðsson og Borgþór Sigíússon, sem
áíu þing danska sambandsins, komnir heim
framleiðslumála
JÓN SIGURÐSSON og Borgþór Sigfússon, er sátu nýaí-
staSið þing danska alþýSusambandsins sem boðnir fulltrúar
Alþýðusambands íslands, eru nú komnir beim. Kvað Jon 1
viðtal við blaðið, að þar eins og hér teldu verkalýðssamtökin
’það ekki nægja, að verkamenn hefðu samningsrétt til að ákveða
tímakaup sitt, e£ þeir gætu ekkert keypt fyrir það eða fengþi
ekkl vinnu. Þess vegna gætu verkalýðssamtökin ekki venð af-
skiptalaus um stjórn verzlunar-, skatta-
ojí efnahagsmála yfirleitt.
Þeir Borgþór og Jón fóru til
Danmerkur u.m fyrri helgi.
Var þing sambandsins sett kl.
10 f. h. á fimmtudag og var
síitið fyrir hádegi á laugardag
ihh var. Sátu það rúmlega
1000 fulltrúar verkalýðssam-
taþanna og.56 gestir. Af full-
trúahópnurn voru, aðeins 10—-
12 kommúnistar. Gestirnir
sem bæði voru innlendir og er
lendir, fluttu ávörp á þing-
inu, og flutti Jón kveðjur og
árnaðaróskir frá Alþýðusam-
hándi íslands. — Á þinginu
var gerð aðeins ein samþykkt
utfi stefnumál samtakanna.
Eiier Jensen, forseti danska
A-Iþýðusambandsins, flutti á
þinginu ýtarlega skýrslu u,m
starfsemi samtakanna á liðnu
kjörtímábili, þremur síðustu
árum, og rakti enn fremur
helztu verkefni þeirra næstu
ár.
Um framtíðarverkefnin,
sagði Eiler Jensen m. a., að
J:áu væru að tryggja verkalýð
inn gegn nýjum árásum á kjör
in, og hljóti verkamönnum og
cilum launþegum að vera það
Ijóst, að í þeirri baráttu geti
J/eir ekki treyst nema einum
stjórnmálaflokki, þ. e. Alþýðu
flokknum. Sagði hann, að
verkalýðurinn yrði að kapp-
kosta að vinna Alþýðuflokkn
um stóraukið fylgi og helzt af
ollu hreinan meirihluta á
þíjngi eins og er í Noregi og
S'/þjóð. — Kosningar gætu
orðið hvenær sem er.
Jón Sigurðsson sagði, er
btaðið átti tal við hann í gær,
að mikils áhuga hefði gætt
ALÞY9UBLA9IB
Elsa Sigfúss
ein þeirra, sem kemur fram á
listamannakvöldi norræna fé-
lagsins í þjóðleikhússkjallar-
anum í kvöld.
Listamannakvöld
Norræna félagsins
hefst klukkan 22
LISTAMANNAKVOLD Nor
! ræna félagsins er í þjóðleik-
hússkjallaranum í kvöld og
hefst kl. 22.
Á listamannakvöldinu mun
Holger Gabrielsen leikstjóri
frá konunglega leikhúsinu í
meðal fulltrúanna um að vinna ' Kaupmannahöfn lesa upp, en
Alþýðuflokknum fylgi. Þing-1 hann er mjög þekktur og
íru hefði ekki verið fyrr lokið snjall upplesari, eins og kunn
eri þeir fóru heim til að starfa ugt €r. Er þetta eina tækifær-
að undirbúningi næstu kosn- J ið til að njóta listar hans hér.
inga, sem virðast vera á næstu.því að hann leikur ekki með
grösum. Kvað hann það vera | danska leikflokknum, þótt
alveg augljóst, að dönsku
verkalýðssamtökin gerðu sér
r.ú grein fyrir því betur en
nökkru sinni, að vai'anlegar
Iyarabætur yrðu, aldrei tryggð
ar, nema jafnaðarmannastjórn
væri við völd í landinu.
Þeir Borgþór og Jón dvöld-
ust í Kaupmannahöfn þar til
á þriðjudagsmorgun, að þeir
íóru af stað með Gulifaxa til
Prestvíkur, en er flugvélin
var nýlögð af stað þaðan til
Reykjavíkur, kom fram bilun
í einum hreyfiinum, og var
snúið við til Prestvíkur. Komu
þeir svo heim á föstudagsmorg
uninn. Þeir róma mjög allar
viðtökur danska alþýðusam-
bandsins.
Veðrið í dag:
Breytileg átt og skúrir
í dág.
hann stjórni leiknum.
Aðrir listamenn, sem koma
fram á listamannakvöldinu
eru Elsa Sigfúss og Einar
Kristjánsson, en það er nú orð
ið langt síðan bæjarbúar hafa
heyrt þau syngja hér, sérstak
lega EIsu, sem ekki hefur
sungið hér um nokkura ára
skeið.
Að lokum verður stiginn
dans.
Ný iónsmíö eftir
Hailgrím Helgason
KOMIN er út ný tónsmíð
efdr Hailgrím Helgason, Eóm-
anza fyrir fiðlu og píanó.
Höfundurinn tileinkar tón-
smíð þessa Hallgrími Níelssyni
á Grímsstöðum. Lagið er prent
að í Vnarborg, en útgefandi
þess er Gígjan í Reykjavík.
ísafjörður
MORGUNBLAÐIÐ skýrir frá
því í gær. sjáHsagt sam-
kvæmt upplýsingum Sigu.rð-
ar frá Vigur, að 23 fullorðnir
og 2 börn hafi sótt fund Al-
þýðuflokksins á ísafirði á
uppstigningardag. Segir það,
að „þessi fundarsókn“ sé ,,tal
in véra mjög táknræn fyrir
afstoðu almennings á ísafirði
tij kratanna um þessar mund
ir‘‘. Auðvitað á maður svo
von á því hvað úr hverju,
að Morgunbiaðið flytji ianga
og snjalla grein u,m „þjóð.arein
inguna“ á ísafirði með Kjari
an Jóhannsson í miðjum
hringnum!
ÞESSI STÓRSÓKN íhaldsins
á ísafirði í dálkum Morgun-
blaðsins fyrir kosningar er
. svo sem ekkert . nýtt fyrir-
/ bæri. Það hefur leikið sér að
því að kolfella frambjóðend
ur Alþýðuflokksins þar fyrir
sérhverjar kosningar. En að
kosningum loknum hafa það
hins vegar hingað til verið
frambjóðendur íhaldsins, sem
legið hafa eftir í valnum. Al-
þýðuflokkurinn getur því lát
ið sér flog Morgunblaðsins í
léttu rúmi liggja. Hann veit
af reynslunni, að það er því
hræddara sem það geipar
meira
KJARTAN JÓHANNSSON er
efalaust ágætur maðu.r og
góður læknir. Hann leit ijóm
andi vel út dagana, sem hann
sat steinþegjandi á alþingi.
En hann er óskrifað blað í
stjórnmálum og .mun ekki
hafa haft mikil afskipti af at-
vinnumálum, þegar það er
undan skilið, að hann ætlaði
að gera út á sel ásamt Sig-
urði frá Vigur! íhaldið hefur
tvisvar sinnum reynt að fá
hann kosinn á þing á ísafirði,
og Kjartan fallið jafnoft.
Það er svo sem ekkert undar
legt. Það hafa honum meiri
bógar íhaldsins, svo sem Sig-
urður Kristjánsson, Torfí
Hjartarson og Bjarni Bene-
diktsson, fallið á ísafirði. En
þeir hafa allir og Kjartan líka
sigrað glæsilega í dálkum
Morgunblaðsins fyrir kosn-
ingar!
MÁLSTAÐUR iHALDSINS
var vissulega ekki björgu-
legur, þegar Torfi Hjartar-
son og Bjarni Benediktsson
féllu á Isafirði. Þeir voru, líka
látnir gjalda hans, þó að
Torfi sé merkur og mikilhæf
ur maður og Bjarni væri þá
þegar orðinn atkvæðamikill
stjórnmálaforingi. Samt hef-
ur málstaður íhaldsins aldrei
verið óbjörgulegri en nú. Og
hann mu,n áreiðanlega kosta
Kjartan Jóhannsson þriðju
byltuna, þó að hann sé geð-
þekkur maður og góður lækn
ir. Slikir eiginlegar hafa ver
ið og eru réttilega aukaatriði
í fari manna, sem vilja kom
ast á þing á ísfirði undii
fána íhaldsins.
Héimsfrægur ílalskur óperu*
söngvari heldur konsert hér
Leonida Bellon er fyrsti ítaíski óperu*?
söngvarinn, sem syngur hér í Reykjavík
----------4---------
SÁ EINSTÆÐI tónlistarviðburður verður í dag, að heims-
frægur ítalsukr tenór, Leonida Bellon óperusöngvari, syngur I
Bamla Bíó. Er þetta í fyrsta sinn sem ítalskur óperusöngvari
syngur opinbeflega í Keykjavík. Bellon hefur hlotið mikinn
frama í óperunni og er mjög vel þekktur. Hann liefur verið
fastráðinn hjá Scala óperunni í Milano í fimm ár samfleytt, en
cr nú ráðinn við konunglegu óperuna í Rómaborg. Héðan fer
hann til óperunnar Carlo í Napoli. Bellon hefur auk þess sungiS
í Metropolitan óperunni í New York, í Chicago, Mexico og í
stærstu borgum Suður-Ameríku. Hann hefur auk þess sungið í
óperum í París og víðar í Evrópu.
I
. Eins og sjá má af söngferli
Bellons er hér um heimsfræg
an söngvara að ræða og er
þetta einstakt tækifæri fyrir
Reykvíkinga að heyra og sjá
einn af fremstu, söngvurum úr
landi óperunnar, Ítaiíu.
Bellon er 46 ára gamall,
fæddur í héraðinu . Vicenza
nærri Feneyjum. Söngferill
hans hófst er honum voru veitt
Verdi verðlaunin, er hann
stundaði nám við söngskóla í
Milano. Sðan hefuf hann óslit
ið sungið aðalhlutverk í óper-
um og haldið sjálfstæða kon-
serta. í Rómabdrgaróperunni
söng hann hlutverk Faust.
Á söngskránni í dag eru m.
a. Romance úr Celeste Aida,
aríur. úr óperunni Boheme,
Andrea úr Chevier, Mattinete
eftir Cavallo, ariur úr Giocon
de og fleira.
Beilon kom með Gullfaxa í
fyrradag og hafði þá för hans
seinkað um hálfan þriðja sól-
arhring og getur hann því
ekki dvalið hér eins lengi og
áætlað var í fyrstu. Óvíst er
hversu marga konserta hann
heldur hér. Hann kom til Is-
lands fyrir tilstilli Jóns St.
Anórssonar, sem fyri.r skömmu
var á Ítalíu og réð hann hing-
að í stutta söngför.
Tífo reiðubúinn í
Balkanbandalag
ÞAÐ VAR TILKYNNT í An-
kara fyrir skömmu, að forsæt-
isráðherra Grikkja, Plastiras
liershöfðingi hefði látið svo
um mælt við tyrkneska blaða-
menn í Aþenu, að Júgóslavía
væri reiðubúin áð gangast fyr-
ir stofnun Balkanbandalags
ásamt Tyrklandi.
Plastiras kvaðst vera þeirr-
ar skoðunar, að ekki myndi
líða á löngu, unz önnur grann-
lönd, svo sem Búlgaría og Rú-
menía, gerðust aðilar að
bandalagi þessu. Hann sagði,
að kommúnistar væru í mikl-
um minnihluta í Búlgaríu.
Leonida Bellon.
Opuuð sýning hér á
myndum af Bruss-
elsýningunni
MYNDIRNAR, sem voru 4
hinni frægu Brusselsýningu,
eru nú komnar heim, og verð
ur í dag opnuð sýning í List-
vinasalnum á nokkrum af
þeim verkum, sem þar voru,
það er að segja þeim mynd-
um, sem eru í einkaeign lista
mannamia, en þær myndir,
sem eru í eign safna eða ein-
staklinga, verða ekki á sýning
unni hér.
Flestar af myndunu.m hafa
ekki verið sýndar hér áður, en
eins og kunnugt er vakti sýn-
ingin mjög mikia athygli i
Brussel, og hlaut lofsamlega
dóma.
Þeir, sem eiga verk á sýn-
ingunni í Listvinasalnu.m, eru
þessi: Snorri Arinbjarnar, Nína
Tryggvadóttir, Gerður Helga-
dóttir, Þorvaldur Skúlason,
Kristján Davíðsson, Sverrir
Haraldsson, Jóhannes Jóhann
esson, Valtýr Pétursson, Kjart
an Guðjónssson og Ásmundur
Sveinsson.
Málverkin á sýningunni eru
til sölu, en aðgangur að sýn-
ingunni verður ókeypis.
Faruk kalífi af Kairó!
ÞAÐ ER NÚ komið upp
úr kaíinu, að Faruk Egypta-
landskonungur sé komiim aí’
spámaiminum Múhammeff í
móffurætt, en uppgötvun
þessi hefur veriff gerff af fé
lagsskap múhammeðstrúar-
manna í Kairó. Þeir, sem að
félagsskap þessum standa,
halda því fram, að spámaður
inn hafí veriff stofnandi hans.
Leifftogi félagsskaparins,
Múliammeff Biblawy, hefur
gengiff á fund Faruks og gert
houum grein fyrir þessari
sögulegu ættfærslu. Móffur-
ætt konungsins hefur verið
rakin til Sayed Abdullah el
Hussein, en móðir hans var
Fatma, dóttir Múhammeffs..
Móffir Faruks konungs var
dóttir Ismail Sabri Pasha,
sem taldist til gamaílar
tyrkneskrar ættar.
Ef þessi uppruni Faruks
verffur viðurkenndur af öðr
um Arabaríkjum, á hann
kröfurétt á að taka upp titil-
inn kalífi.