Alþýðublaðið - 29.05.1952, Page 5

Alþýðublaðið - 29.05.1952, Page 5
Á ÞESSU ÁRI eru liðin 20 ar síðan seinast var haldin iðn sýning hér á landi. Á þessum 20 árum hefur íslenkur iðnað ur gengið risaskrefum á fram farabraut sinni. Verksmiðju- iðnaðurinn hefur vaxið gífur- íega. Framleiðsla á vörum, _ Bem enginn hugði til að fram . ieiða hér fyrir 20 árum, hefur flutzt inn í landið og nýjar framleiðsluaðferðir hafa verið , teknar í þjónustu hinna eldri I Sngreina. Stærsti útflu.tnings- iðnaður landsmanna, hraðfryst íngin, var næstum óþekkt fyr Sr 20 árum. og margs konar . annar útflutningsiðnaður hef- ] ur ýmist verið hafinn eða auk ínn og margfaldaðu.r á þessu tímabili. íslenzkir bygginga- Sðnaðarmenn og aðrir hand- verksmenn hafa afkastað ineiru og betra starfi á undan förnum árum en nokkru sinni fyrr. ÞÖRF IÐNSÝNINGAR. Það er því ekki að undra, þó að íslenzkum iðnaðarmönnum og iðnrekendum þyki tími til ( Skominn að efna til nýrrar sýn ingar. Og þó er e. t. v. annað , Bjónarmið, sem hér ræður j rneiru um. Menn þykjast nefni , lega hafa orðið þess varir, að | þekking neytenda á íslenzkum iðnaðarvörum er takmarkaðri j en æskileg þykir. Énn eimir eftir af gamalli vantrú og Weypidómu.m og iðnaðarmenn og framleiðendur gera sér ljóst, að almenn og stórbrotin sýn- Ing á vörunum er bezta ráðið til að kveða slíkt niður. Sýn- ing er fullkomnasta aðferðin til að kynna vörur og á engan annan hátt verður vöruþekk- íng neytandans betur aukin á ískömmum tíma. Hér fær hann tækifæri til að skoða það foezta, sem framleitt er í land- ínu, bera það saman og leggja á það sinn hlutlæga dóm, — til að velja og hafna. MINNING „INNRÉTTING- ANNA“. Eins og flestum mu,n nú kúnnugt eru á þéssu ári liðin 200 ár frá stofnun „innrétt- ingnna“, en svo voru nefndar tóvinnu- og skinnaverksmiðj- ur, sem nokkrir framsæknir íslendingar komu á fót í Reykjavík undir forustu Skúla Magnússonar. Verksmiðjur þessar voru liðu.r í víðtækum tilraunum þeirra til umbóta í íslenzku atvinnulífi, og voru þær reknar um nokkurra ára skeið í sífelldri baráttu við voldugt útlent kaupmanna- vald. Baráttu þessari lauk með ósigri, og verksmiðjurekst urinn lagðist niður. En þó var hér gefið merki þeirrar vakn- ingar, sem síðar leiddi til glæsi legra framfara, og það þykir því vel fara á því, að minnast þessra fyrstu spora verksmiðju iðnaðarins hér á landi á veg- legan hátt á sýningunni. Verð ur þar því allstór deild, sem helguð verður minningu Skúla fógeta og „innréttinganna". Þar verður leitazt við að gefa sýningargestum hugmynd um þær vörur, sem þar vorui fram leiddar, þau vinnubrögð, sem um hönd voru höfð, að sýna aðbúnað verkafólks og bregða upp mynd af ýmsum þeim erf iðleikum, sem við var að etja. Einnig verður á sýningunni almenn fræðsludeild, þar sem verður að finna ýmis konar fróðleik um íslenzkan iðnað, HELGI BERGS,- framkvæmdastjóri hinnar fyrirhuguðu iðnsýningar í Reylijavík ó þessu ári, skýrði stuttlega frá henni í sérstökum dagskrárþætti rikisútvarpsins, sem fyrst um sinn mun verða fluttur vikulega til undirbún- jngs iðnsýningunnL Birtir AB frósögn Helga Bergs hér með góðfúslegu leyfi hans. . sögu hans og þróun og stöðu j hans í þjóðfélaginu í dag. i Verður reynt að flytja þennan fróðleik í nýstárlegu formi og þannig, að sýningargestir hafi af því nokkra skemmtun auk fræðslu.nnar. FJÖLBREYTT VÖRU- SÝNING; I En meginhluti þessarar sýn ingar verða að sjálfsögðu sýn j ingar á framleiðslu einstakra j fyrirtækja, einstaklinga og fé- 1 lagssamtaka. Hátt á þriðja , hundrað aðilar víðs vegar að j af landinu munu, sýna fram- j leiðslu sína, og mun þar gæta j meiri fjölbreytni en flesta ór- ar fyrir. Það munu verða sýnd ar vélar og skip, Hvers konar smíðavörur, matvörur, fatnað- ur, leðurvörur, búsáhöld og heimilisvélar af ýmsu tagi, raf tæki, veiðarfæri, svo og alls konar handverk og fjölda, fjölda margt fleira, sem of langt yrði upp að telja; en full yrða má, að fæstir muni koma svo á sýninguna, að þeir sjái þar ekki fjölmargar merkileg- ar vörur, sem þeir höfðu enga hu.gmynd um að framleiddar væru hér á landi. Útflutningsiðngreinarnar munu einnig taka þátt í sýn- ingunn og kynna vörur sínar og framleiðsluhætti. Þó að hér sé fyrst og\fremst um vöru.sýningu að ræða, mun verða leitast við að gefa sýn- ingargestum hugmynd um framleiðsluaðferðir og um rétta notkun varanna. Þannig munu verða í notkun á sýn- ingunni ýmis konar áhöld og vélar í gangi svo að gestir geti fylgzt _ með framleiðslu var- anna þar sem því verður við komið. Enn fremu.r mun sýn- ingin ráða karla og konur til að sýna fatnað, áhöld og fjöl- margar aðrar vörur í notkun, og kvikmyndir munu einnig verða teknar í þjóhustu sýn- ingarinnar. TAKMARK IÐNSÝNING- ARINNAR. Þarna kemur fram sá hluti. iðnaðarins, sem samkeppnis- færastur er og á sér öruggasta framtíð, og mér er það mikið ánægjuefni að geta sagt frá því hér, að þátttakendur í sýningunni hafa látið í Ijós mikinn áhuga á því að gera sýninguna sem bezt úr garði. Meðal þeirra ríkir fu.Ukominn skilningur á stórbrotnu hlut- verki hennar og því tækifæri, sem hún býður þeim til að afla vörum sínum vinsælda. Það er því óhætt að fullyrða, að sýn- endu.r munu hvorki spara kostnað né fyrirhöfn til þess — hver um sig — að gera sína sýningardeild sem glæsileg- asta. Það er hlutverk iðnsýning- arinnar að færa heim sanninn um það, að íslendingar eru ekki aðeins orðnir iðnaðarþjóð, sem á fjölmörgum sviðum er fyllilega samkeppnisfær við aðrar menningarþjóðir, heldur eru, þeir einnig á ýmsum svið um komnir £ fremstu röð um vöruvöndun og vörusmekk. Ekkert minna takmark en þetta vill sýningin setja sér, og því takmarki verður náð. Ætti það þá einnig að vera almenningi nokkur trygging fyrir því, að það verði ómaks ins vert að leggja leið' sína upp í Skólavörðuholtið, þegar aftur fer að skyggja á kvöldin. Manna á milli. — Konan mín hefur þann leiða vana að grípa fram í fyrir mér þegar ég er hálfbúinn að segja frá einhverju. — Þú átt prýðis konu, sagði kunninginn. — Ég má ekki einu sinni opna munninn, þá tekur konan mín orðið. Kosningaskrifsfofa stuðningsmanná Ásgeirs Ásgeirssona Austursíræti 17. Opin'kl. 10—12 og 13—22. Símar 3246 og 7320. KJORSKRÁ LIGGUR FRAMMI. ih KÆRAR ÞAKKIR til þeirra. er sýnðu mér vinsemd á 75 ára afmæli mínu 27. þessa mánaðar. JÓN GUÐNASON fisksali. Minnirtgarorð: aldkerl HaNgrímur A. Valberg sjötugui HINN 27. MAI SIÐAST LIÐ- INN varð sjötíu ára Hall- grímur A. Valberg, Borgarey, Sauðárkróki. Hann er sonur hjónanna Guðrúnar Jóhanns- .dóttur og Andrésar Björnssonar á Reykjavöllum í Skagafirði. Hallgrímur ólst upp á Reykja völlum og eftir lát föður síns stjórnaði hann búi móður sinn- ar þar til 1918, en þá giftist hann Indíönu Sveinsdóttur, Gunnarssonar frá Mælifellsá. Byrjuðu þau búskap á Mæli- fellsá og byggðu þar bæ og gripahús. Þaðan fluttu þau að Kálfárdal í Skarðshreppi og bjuggu þar í 8 ár. Þar byggði Hallgrímur upp bæinn og öll gripahús, sléttaði og girti tún og' engi, lagði heim bílveg ianga og erfiða leið og bætti jörðina að ýmsu leyti. Árð 1930 flutti hann að Sauð árkróki og hefur búið þar síðan bæði sem bóndi og daglauna- maður. Þau hjónin hafa eignazt þrjú börn, tvö eru búsett í Reykja- vík og eitt á Sauðárkróki. Hallgrímur er ættfróður og Hallgrímur A. Valberg. kann fró mörgu að segja. Hann er léttlyndur og skemmtilegur heim að sækja; hagmæltur vel og bókfróður, enda á hann bókasafn gott. Hallgrímur er vel ern og gengur enn til ífestar starfa með meira þreki en margur yngri. Jón. FRIÐGEIR SVEINSSON, | gjaldkeri hjá bókaútgáfu, Menningarsjóðs og Þjóðvina- j félagsins, er látinn. Útför. hans fer fram í dag. Að hon- ; um er mikill skaði, eins og að hverjum öðrum mannkosta- manni, sem fellur frá fyrir hálfnaða ævi, og sár missir konu hans og kornungum börn Friðgeir var Dalamaður, fæddur að Hóli í Hvammssveit 11. júní 1919. Foreldrar hans voru hjónin Salome Kristjáns dóttir og Sveinn Hallgrímsson, og fluttust þau árið eftir að Stóra-Galtardal á Fellsströnd, en síðan bjuggu þau að Dag- verðarnesseli í Klofnings- hreppi, Kvenhóli og reistu loks nýbýlið Sveinsstaði. Lézt Sveinn skömmu eftir það, að- eins fertugur að aldri. Hugur Friðgeirs stóð til ’ mennta, og brauzt hann í því af eigin rammleik að komast á Laugarvatnskólann, en haust- ið 1940 hóf hann nám í kenn- araskólanum og laúk þaðan kennaraprófi 1943. Sama ár gerðist hann kennari við skóla ísaks Jónssonar í Reykjavík, varð árið eftir framkvæmda- stjóri barnavinafélagsins Sum argjafar, en tók svo við gjald- kerastarfi hjá bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins, sem hann gegndi til dauðadags. Friðgeir var • ósérhlífinn dugnaðarmaður, sem lét sig varða þjóðmál og ýmis félags- mál. Hlóðust á hann margvís leg og tímafrek trúnaðarstörf af þeim sökum. Hann varð for maður Félags ungra framsókn armanna í Reykjavík 1944, for maður Sambands ungra fram sóknarmanna frá 1948, en síð- ustu árin einnig formaður Breiðfirðingafélagsins, auk þess sem hann stóð framarlega í ýmsum öðrum samtökum. Árið 1944 kvæntist hann Sigríði Magnúsdóttur frá Bæ í Króksfirði, ágætiskonui, sem nú er orðin ekkja með f-jögur ung börn, aðeins 28 ára gömul. __ _ ____ • Atvikin höguðu því þannig, að við Friðgeir vorum bekkj- arbræður í kennaraskólanum í þrjá vetur. Tókst þegar fyrsta veturinn með okkur hin bezta vinátta, sem jafnan síðan hef- ur haldizt, þótt ekki yrðum Friðg-eir Sveinsson. við að kalla samferða, úr því að skólanámi lauk. Friðgeir nau.t líka verðskuldaðra vin- sælda meðal skólafélaga sinna. Hann var óvenju einlægur og traustur félagi og auk þess skemmtilegur, hrókur alls fagnaðar' í vinahópi, söngv’inn og kunni vel að meta létt gam an, en jafnframt að stilla í hóf. Mjög var hann hjálpsamur og' ósérhlífinn í hverju starfi og skjótastur manna til að veiía þeim, er að ósekju fóru ha!3- oka í orðræðum. Þá var hann ágætlega greindur og sóttist nám mjög greitt, enda fylginn sér og staðfastur. Og þótt hann væri léttur í lund, duldizt engum, sem þekktu hann, a?5 í rauninni var hann mikill al- vörumaður, og undir glaðlega dagfari hans bjó atorka og ein- beittni til hugsana og athafna. Var hann staðráðinn í því a8 nota hæfileika sína til góðra verka, og minnugur þess sótti hann fram. Félagsmál voru honum nærstæð, og fór hann snemma að hafa sig nokkuð i frammi á því sviði, enda vorm skoðanir hans vel mótaðar og margt gott málefnið, sem hann vildi vinna brautargengi. Hvgg ég, að engum hafi bland azt hugur um, að hann var mannsefni, sem mikils mátti vænta af, biðu hans langir líf- dagar...... Þannig kynntist ég Friðgeiri Sveinssyni, og þannig mun ég alltaf minnast hans. Við skóla, félagarnir eigum nú vinar að sakna. — Hann var góður drengur. Sigvaldi Hjálmarsson. 1 AB

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.