Alþýðublaðið - 19.06.1952, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 19.06.1952, Qupperneq 1
Bílslys varð hermanni að bana við Leirvopvafn I %m (Sjá 8. síðu.) ALÞYSUBLASIS XXXIII. árgangur. Fimmtudagur 19. júni 1952. 134. tbl. Mannfjöldinn á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Ljósm. St. N. Þjóðhátíðardagurinn áfíðahö! GEYSIMIKILL MANN'FJÖLDI fagnaði átta ára afmæli lýSveldisstofnunarinnar á þjóðhátíðardeginum í fyrradag. — Veðrið var hi5 fegursta allan daginn, bærinn allur skrýddur fánum, einkum hátíðasvæðið, svo og skip í höfninni, og flest- öll börn báru litla fána. Einstakir þættir hátíðarhaldanna fóru fræn eins og ætlað var. Hót;ðaiiöldin hófust kl. 1,15* með skrúðgöngu að Austur- velli. Þar var síðan guðsþjón- usta, séra Óskar J. Þorláksson prédikaði, en Þuriður Pálsdótt ir söng einsöng. Því næst lögðu handhafar forsetavalds blóm- sveiga á fótstaU styttu Jóns Sigurðssonar og Steingrímur Steiriþórsson forsætisráðherra hélt ræðu af svölum alþingis hússins. Eftir það hófst íþrót-ta mót á íþróttavellinum, en á leið inrii suður á völl var lagður blómsveigur á leiði Jóns Sig- urðssonar. Olfuskip á leiðfrá Iran stöðvað í Aden. Deila um eignar- rétt. Barnaskerruntun hófst svo kl. 4 í Lækjargötu. Voru þar danssý-ningar, söngur og Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi á- varpaði börnin. Útiskemmtun var um kvöld ið á Arnarhóli. Setti hana Þór Sandholt, formaður þjóðhátíð amefndar, síðan flutti Gunnar Thoroddsen borgarstjóri ræðu, Einar Xristjánsson söng ein- söng, og enn fremur vrar kór- söngur 'og danssýning. Dansað var sfðan á Lækjar torgi, Lækjargötu og á Hótel íslandslóð til kl. 2. Lauk hátíða höldunum með stuttu ávarpi Þórs Sandholts. en mannfjöld inn hrópaði ferfalt húrra fyrir ættjörðinrii. Mikill mannfjöldi hafði þeg ar safnazt saman í miðbænum eítir hádegið, er athöfnin fór fram á Austurvelli, en síðan fjölgaði jafnt og þétt og mun fjöldinn hafa verið mestur, meðan útiskemmtunin á Arn arhóli fór fram. HÆSTIRÉTTUR í borginni Aden, við Arabiskahafið, si öðvaði í gær olíuflutninga- skipið „Rosemary, að kröfu Brezk-íranska olíuféiagsins. Skipið var á leið frá Abadan í íran til Ítalíu með olíufarm frá hinum þjóðnýttu lindum Persa. Laskaðist skipið í óveðri og leitaði inn til Aden. Er það var þangað komið, heimtuðu fulltrúar Brezk-íranska olíit félagsins, að það yrði stöðvað, þar eð olían í skipinu væri eign þess félags. Féllst hæstiréttur borgarinnar á skoðanir félags- ins og setti bann á ferðir skips ins, þar til úrskurðað hefði ver- ið, hver ætti eignarrétt á oií- unni. Hefur brezka stjórnin heitið olíufélaginu öllum þeim stuðn- ingi, er hún getur í té látið. F jallkonan ösuðum íslenzkum sjómanni fll Grænlands ------0----- En hætt var við að flytia hann heim og dvelur hann nú í hersnítala vestra* SKIPVERJI á bæjartogaranum Þorkeli mána, sem nú er að veiðum á Grænlandsmiðum, skarst hættu- lega á hendi fyrir fáum dögum. Var flugvél frá Kefla- víkurflugvelli fengin til að sækja hann, en síðar var horfið frá að flytja hann heim, og liggur hann nú í herspítala á Grænlandi. Þegar er fregn barst um slys* ið. var brugðið við hjá Bæjar- útgerð Reykjavíkur tii þess að útvega manninum fullnægiandi læknishjálp. Var þess farið á leit við varnarliðið á Keflavík urflugvelli, að flugvél y ð: send þaðan til að xlytja mann- inn heinx, og að því er Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, tjáði blaðmu í gær, var varnarliðið miög fúst til að veita alla því mögulega fyrirgreiðslu. Var flugvélin send vestur þeg ar, en á meðan hún var á leið- inni þangað, var önixur flugvél send eftir manninum frá aðal- stöðvum Bandaríkjahers á Grænlandi til Færeyingahafnar, þar sem skipið hafði sett hann á land. En sakir blóðmissis þótti varíiugavert að flytja hann alla leið heim, og yar af- ráðið að hann skyldi dveljast á sjúkrahúsi í aðalstöðvum ders ins á Grænlandi, unz hann verð ur ferðafær. Þetta er ungur maður úr Reykjavík, Ingi Hallgrímsson að nafni. Heillaóskir í tilefni þjóðhátíðardagsins. Meðal árnaðai'óska, sem hand höfum valds forseta íslands bárust á þjóðhátíðardagirm, voru heillaskeyti frá Friðrik Danakonungi, Mohamed Reza Pahlavi, keisara í íran, Harry S. Truman, Bandaríkjaforseta, Þóra Borg leikkona í gervi f jalli konxuxrxar á þjóðhátíðardaginn. Hún flutti ávarp fjallkonunnac; af svölum alþingishússins. og Getulio Dornellas Vargas, forseta Brazilíu. Handtökur í Pusan. LÖGREGLAN í Pusan tók í gær fastan prófessor við há- skólan þar og nokkra stúdenta vegna ályktunar, sem þeir höfðu gert á fundi, út af að- gerðum Syngman Rhee í inn- anlandsmálum. Voru þeir allir ákærðir um landtráð. Þá tók lögreglan enn einn stúdent til fanga fyrir að hafa látið erlendum blaðamanni í té upplýsingar um innihald ályktunarinnar. Stjómarandstæðingar í Suð ur-Kóreu birtu í gær yfirlýs- ingu, þar sem þeir ákæra Rhee um einræðisbrölt. Æsingar í Sfokkhólmi vegna árásar Rússa á leifarflugvéiina -------------------»------- Sænska stjórnin ræðir svar Rússa. ------------------------ SÆNSKA RÍKISSTJÓRNIN hélt þriðja fund sinn í gæe um flugvélamálið og ræddi svar Vishinskys, utanríkisráðlierra Rússa við mótmælaorðsendingu Svía. Æstur mannfjöldi safn- aðist saman fyrir framan sendiráð Rússa í Stokkhólmi, og var8 lögregian að dreifa mannfjöldanum. í svari sínu kveður Vishin- sky Katalínaflugbátinn, sem Rússar skutu niður á mánudag, hafa verið yfir rússnesku yfir- ráðasvæði, og rússneskar MIG 15 orrustufl ^vélar hafa komið á vettvang og skipað flug- mönnunum að lenda. Segja Rússar sænsku flugmennina ekki hafa hlítt, heldur tekið að skjóta á rússnesku þrýstilofts- vélarnar. Hafi Rússarnir þá svarað í sömu mynt og skotið flugbátinn niður. Á það er bent í Svíþjóð, að flugbáturinn hafi verið óvopn- uð björgúnarflugvél. Telja .menn í Stokkhólmi, að Rússar fursólarflug um helgina Á laugardaginn vérður efnt til miðnaetursólarflugs. Lagt verður af stað kl. 23.30, flogið norður yfir landið og allt norður fyrir heimskauts- baug. Ferðin mun taka um tvær og hálfa klukkustund; Á sunnudagskvöld um kl. 22.00 verður flogið með Gull- faxa um Vestfirði til Græn- lands. Ferðin tekur um f jórar klukkustundir. Ferðir þessar xrerða því að- eins farnar að veðurskilyrði séu góð c^-þátttaka nægileg. 1 fyrra var tekið upp á þessari nýbreyt.ni og. voru famar tvær slíkar ferðir, við hiixa 'mestu hrifningu ferða- fólksins. eigi erfitt með að verja gerðiB sínar í þessu máli, enda birti blöðin í Moskvu fréttina á lítt áberandi stöðum og tali rólega. Morgontidningen, bla3 sænska alþýðxiflokksins, bendií Framhald á 7. síðu. Olíudeilan fyrir al- þjóðadómstólnum. ALÞJÖÐADÓMSTÓLLINN í Haag hlýddi í gær á svör Persa við málflutningi Bretau Þar eð Mossadegh forsætisráð herra var veikur, las sendi'- herra Persa í Hollandi upp ræðu hans, Var inntak ræðunnar svipað og í fyrstu ræðu hans fyrir dómstólnum. Kvað hann samn inga þá, sem gerðir voru við brezk-íranska olíufélagið hafa verið samninga við einkafyrir tæki, en ekki milliríkjasamn- inga. Hefði því alþjóðadóm- stóllinn engan rétt til að fjaUé um málið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.