Alþýðublaðið - 24.06.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.06.1952, Blaðsíða 4
'AB-AIþýðublaðið Ríkisúfvarpið ot ÞAÐ ER SYO SEM ekki nema rétt eftir öðrum vinnu 'brögðum þeirra Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar í sambandi við forsetakjörið, að þeir hafa nú beitt flokka- valdi til þess að knýja fram íáheyrða flokkspólitíska mis- notku.n ríkisútvarpsins tii íramdráttar framboði séra Bjarna Jónssonar á kostnað beggja hinna frambjóðend- endanna, Ásgeirs Ásgeirsson ar og Gísla Sveinssonar. En það er þó sök sér, að þeir fari með flokksvél og flokksblöð Sjálfstæðisflokksins og Fram sóknarflokksins eins og sína einkaeign og beiti hvoru tveggja til þess að reyna að handjárna flokksmenn sína til fylgis við framboð séra Bjarna, þó að það sé að vísu fordæmt af miklum hluta, já máske af meirihluta beggja þessara flokka. Hitt er ann- að, þegar þeir seilast nú til þess með ofríki sínu og yfir ; gangi, að misnota ríkisútvarp ið í sama skyni. Þátt ríkisútvarpsins í und irbúningi forsetakjörsins hef$i að sjálfsögðu, verið eðli legast og háttvísast að tak- marka við flutning þeirra á- varpa forsetaefnanna til þjóð arinnar, sem boðuð hafa ver ið í kvölddagskrá útvarpsins næstkomandi fimmtudag. En kæmi nokkrar aðrar útvarps- umræður um forsetakjörið til ' greina, hefðu stuðningsmenn forsetaefnanna auðvitað átt að þeim að standa, án tillits til stjórnmálaflokka, og ræðu tíma að vera skipt jafnt á milli þeirra. Hitt er algert hneyksli og fáheyrt brot á hlutleysi útvarpsins, að sam- þykkt skuli hafa verið af meirihluta útvarpsráðs, að tilmælum þeirra Ólafs og Hermanns, að efna til flokks pólitískra umræðna í útvarp inu um forsetakjörið, — og það meira að segja eftir að ávörp forsetaefnanna hafa verið flutt þar! Þau rangindi, sem þar með á að hafa í frammi við for- setakjörið, á vegum ríkisút- varpsins, geta engum dulizt. Þannig getu.r, til dæmis, eitt forsetaefnið, Gísli Sveinsson, engan talsmann fengið við slíkar útvarpsumræður stjórn málaflokkanna, af því að enginn flokkur stendur að framboði hans, heldur aðeins frjáls samtök kjósenda. En Ásgeir Ásgeirsson, sem eins og allir vita, er studdur af kjósendum úr öllum flokk- 24. júní 1952 f forsetakjörið. um, án tillits til stjórnmála- skoðana, getur heldur ekki fengið þar neinn talsmann, nema hann komi þar fram undir nafni - eins og sama flokks, — Alþýðuflokksins. Og kannski eru þessar flokks- pólitísku útvarpsumræður fyrst og fremst hugsaðar af Ólafi og Hermanni sem her- bragð til þess að stimpla ó- háð og ópólitískt framboð Ásgeirs Ásgeirssonar flokks- ' framboð! Hins vegar fær séra Bjarni Jónsson tvo tals menn við slíkar útvarpsum- ræður, þá Ólaf og Hermann, eða þá, sem þeir senda í út- varpið í sinn stað, og helm- ing alls ræðutímans! Og svo sem til bragðbætis eiga svo kommúnistar einnig að fá þarna talsmann, þó að þeir hafi ekki neitt forsetaefni í kjöri, og ekki sé vitað að flokkur þ’eirra styðji neitt þeirra forsetaefna, sem um er að velja! En með því fengui þeir Ólafur og Hermann auð vitað atkvæði kommúnista í útvarpsráði til slíks ráða- bruggs! Er hægt að hugsa sér öllu meiri rangsleitni en að er stefnt með slíkum útvarpsum ræðum um forsetakjörið? Það mun vera erfitt. En svo fast var þetta sótt af flokks mönnum þeirra Hermanns og Ólafs í útvarpsráði, að þeir fengust varla til þess að ræða breytingartillögu full- trúa Alþýðuflokksins þess efnis að bjóða í staðinn stuðn ingsmönnum allra forsetaefn anna upp á slíkar útvarpsum ræður með jöfnum ræðutíma fyrir stuðningsmenn hvers forsetaefnis! Var það þó auð vitað eina leiðin til þess að varðveita hlutleysi útvarps- ins og gera forsetaefnunum öllum jafnhátt undir höfði, ef nokkrar útvarpsumræður um forsetakjörið áttu fram að fara, aðrar en ávörp for- setaefnanna sjálfra. Að meirihluti útvarpsráðs skyldi sniðganga þessa rétt- látu tillögu, en samþykkja rangindin — hinar flokks- pólitísku umræður — sem hér a undan hefur verið lýst, er hörmulegt dæmi þess, hvernig opinberir embættis- menn geta brugðizt skyldu sinni af þjónkun við flokka- valdið. Því að hér var það æðsta skylda útvarpsráðs að vaka yfir hlutleysi útvarpsins með því að gera forsetafram- boðunum öllum jafnhátt undir höfði. INGÓLFS KÁRASONAR Nönnugötu 8. -— Sími 6937. KÁPUEFNI, 7 litir. HERRAFÖT, kaffibrúú. STAKAR BUXUR og FÓÐURLASTINGUR, nýkomið. P í a n ó Píanó til sölu (West Wood). Upplýsingar í Kexverksmiðjunni Esju, sími 3600 og 5600. AB — AlþýíTuMatSið. Otgefandl: AlþýBuDokkurinn. Bitstjöri: Stefán PJetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — RitstJómarsimar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- sísni: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverösgötu 8—10. AB 4 Túlípankort af HoIlandL Hoiianu er tand túlípananna; og þaö svo mjög,; að 1 danskur ferðamaður gaf því nýlega nafnið Túlípanía. Hollendingar eru líka hreyknir af túlípanarækt sinni, enda héldu þeir upp á 43. afmælisdag Júlíönu drottningar sinnar nýlega með því, að búa til stórt Hoílandskort í hallargarði henn- ár í Soestdijk úr túlípönum einum. Kortið, sem sést hér á myndinni og drottningin og aæt- ur hennar (fremst til vinstri) eru að dást að, er 180x110 ensk fet og gert úr 250 000 tulípön- um, í mörgum litum. Stórar túlipanakörfur eru látnar tákna helztu borgir iandsins. Leiðrétting á „leiðréttingu^: Samkðmulagsfilraunsrnar um forsetaframbo í FRAMHALDI AF grein Emils Jónssonar í Alþýðublað- inu 10. þ. m. og af tilefni ,,leið- réttingar“ Steingríms Steinþórs sonar forsætisráðherra í Tíman- um 22. þ. m., viljum við ieyfa okkur að taka fram: Formaður Alþýðuflokksins átti þrisvar einkasamtöl við forsætisráðherra út af framboði við forsetakjör og tók þá fram, að . Alþýðuiflokkurinn óskaði ein dregið eftir því að reynt vrði að ná sem víðtækustu sam- komulagi um þetta mál. Dró hann í þessum samtölum enga dul á það að fjöldi manna úr öllum flokkum hefði ákveðinn augastað á Ásgeiri Ásgeirssyni sem álitlegustu forsetaefni. Hins vegar lét hann engin orð falla um það, að þýðingadaust væri að tala við Alþýðuflokkinn um önnur forsetaefni. Forsætisráð- herra kvaðst gjarnan vilja vinna að því að ná sem víðtækustu samkomulagi um framboð við forsetakjör, en að innan Fram- sóknarflokksins væri talsverð andstaða gegn Ásgeiri Ásgeirs- syni sem forsetaefni og að hann teldi rétt að rsyna fyrst sam- komulag innan rík.isstjórnarinn- ar; hins vegar gerði hann. ein- dregið ráð fyrir því, ,að rætt yrði við fulltrúa .Alþýðuílokks- ins síðar um samkomulag. Þrátt fyrir endurtekin til- mæli formanns Alþýðuflokksins við forsætisráðherra um jjam- komulagstilraunir um framboð við forsetakjörið, leið þó fram til 21. apríl án þess að nefnd sú, er miðstjórn Aliþýðuflokksjns hafði valið til viðræðna við aðra flokka, væri kvödd til fundar. Hefir Emil Jónsson skýrt frá þeim fundi í grein sinni hér í blaðinu 10. þ. m. Þeir forsætis ráðherra og Vilhjáimur Þór for- stjóri höfðu þá einu málaum- leitan að flytja, að Alþýðuflokk- urinn ynni með Framsóknar- flokknum að forsetakjörinu, ef Sjálfstæðisflokkurinn áltvæði flokksframboð af sinni hálfu. Nefnd Alþýðuflokksins svaraði því á þahn veg, er í grein Em- ils Jónssonar segir. Nefndin minntist á Ásgeir Ásgeirsson sem forsetaefni á sama hátt og formaður Alþýðuflokksins hafði áður gert við forsætisráðherra. Fulltrúar Fyamsóknarflokksins tóku það fram að „gegn Ásgeiri væriandstaða hjá þeim mönn- um í Framsóknarflokknum, er með þessi mál fara“. Þessi fundur endaði án ákvörðunar, og hvorugur aðili setti hinum neina lirslitakosti. ,Það var og alls ekki álit okkar Alþýðuflokksmanna, að engae líkur væru til þess að unnt yrði að ná samkomulagi milli þess- ara flokka, eins og forsætísráð- hsrra nú vill gefa í skyn. Gsrð- um við því ráð fyrir fleiri fund- um og nánari umræðum. En svo varð ekki. í stað þess fengúm við fljöt- Iega fulla vitneskju um það, að innan ríkisstjórnarmnar, og þá sérstaklega á milli formanna stjórnarflokkanna, þeirra Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar, væru gerðar ýtarlegar tilraunir til þess að ná sérstöku samkomu- lági á milli þessara forýstu- manna um forsetaefni, án þess að ræða um það á nokkurn hátt við fulltrúa frá Alþýðu- flokknum. Við fengum sannar fregnir af því í byrjun maí, að formenn stjórnarflokkanna hefðu komið sér saman um Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómara, sem forsetaefni þeirra, en ekkí var ljóst hvort nann myndi þiggja. Þegar málum var þannig komið, var með öllu auðsætt, að ekki yrði neitt leitað til Alþýðji- flokksins um samkomulag. Stuðningsmenn Ásgeirs Ásgeirs- sonar úr öllum flokkum og víðsvegar af landinu, lögðu hart að honum að vera í kjöri, enda nálgaðíst óðum sú stund, að safna yrði méðmælendum, ef allt ætti að verða' tilbúið áður en framboðsfrestur væri útrunn- inn. Miðstjórn Alþýðufiokksins hélt fund 3. maí og lágu þá fyrir þær upplýsingar, er að framan greinir. í upphafi þess mið- stjórnarfundar lýsti Ásgeir Ás- geirsson yfir því, að hann myndi eftir óskum og áskorunum f jölda manna úr öllum flokkum, verða í kjör; við forsetakosn- ingarnar. Ákvað miðstjórnin.þá í einu hljóði að styðja framboð hans. Af þessari frásögn er ljóst, að það hefir síður en svo staðið á Alþýðuflokknum til samkomu- lagsumleitana í þessu máli, bar sem hann þvert á móti bar fram þá ósk við forsætisráö- herra, að umræður yrðu hafnar, en fékk ekki aðrar undirtektir en þær, sem hér hefir verið lýst. STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON. EMIL JÓNSSON. Elísabet 2» veitir tigoaroierki og aðalstign. EINS OG VANALEGT er veitti Elísabet 2. Bretlancls- drottning orður og titla á af nræli sínu 4. júní síðastliðnum. 4. júní síðastliðinn. Meðal þeirra,, sem aðlaðír voru var frú Florence Anne Bevin, ekkja Ernest Bevins, hins mikla forvígismanns brezkra flutningaverkamanna, og fyrrverandi utanríkismála- ráð'herra í stjórn Verkmanna flokksins. Meðal annarra, er aðlaðir voru, var rithöfundurinn Couplon Maskenzie, sem skrif aði handriðið að myndinni Whisky flóð, sem menn muna. Einnig kvikmyndastjórinn Car ol Reed, sem meðal annars stjórnaði töku myndarinnar „Þriðji maðurinrí'.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.