Alþýðublaðið - 22.07.1952, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 22.07.1952, Qupperneq 6
Cfaude Anet; 5» dagur ARSANE ■vvy / ÍÞRÓTTAÞÁTTUR Heilir íslendingar! Ólympíuleikarnir eru byrjað- ir, — við höfum þegar verið slegnir út í fjórum undanrásum, svo að þetta gengur allt eins og maður bjóst við. Enn hefur sem sagt ekkert gerzt á ólympíuleik unum, sem ekki gat gerzt þar, — þar getur nefnilega allt gerzt eins og Benedikt sagði. Okkar menn hafa þó unnið einn sigur, sem vert er um að tala; þeir sigruðu sem sé alla í göngunni inn á völlinn, voru langfalleg- asti flokkurinn, sem þar sást; unnu með öðrum oroum sveita- keppnina í fegurðarsamkeppni ólympíuleikanna; þeir voru heppnir, að kvenfólkið hérna skyldi ekki eiga fulltrúa.í dóm- nefndinni, — þá hefðu fegurð- arverðlaunin áreiðanlega farið sömu leið og Bláa bandið! En sem sagt, okkar menn hlupu þarna í fyrsta sæíi alla leið, ekki bara fyrsta spólinn, heldur alla leið í mark, bravó, bravó, bravó! Þetta er það, sem á út- lendu íþróttamáli heitir mór- alskur sigur, en sem okkur vant ar ennþá orð yfir af skiljanleg- um ástæðum. Annars hefur gerzt hérna ann ar íþróttaatburður, sem er mörg um sinnum merkilegri en ólym- píuleikarnir og allar erlendar keppnir til samans, — VÉR HÖFUM SIGRAÐ AKRANES- INGANA og náð ísiandsmeist- aratigninni! Því eins og hann Erlendur sagði, að hvaða gagni kæm; það okkur, þótt við sigr- uðum alla á ólympíuleikunum, ef við töpuðum svo fyrir Akra- nesingum! íslenzka þjóðarstoít- ið í Vesturbænum getur aftur hafið sig til flugs af öskuhaug- unum, eins og fuglinn, sem hét einhverju útlenzku nafni, eftír harðan en drengilegan leik. Það þurfti ekki nema tvo Vesturbæ- inga, Gvend Jóns 'og ég, til þess að þvælast drengilega fyrir Rík arði og gera hann ómögulegan! Það var dásamleg stund; hver einasti sannur íslendingur fædd ur fyrir vestan læk, grét eins og sigin grásleppa eftir sólsetur úti í hjalli og íþróttaandinn sveimaði yfir vötunum! Húrra, húrra, húrra! Komi nú Rínarúr valið aftur ef það þorir! Sem sagt, — fyrst svona fór, höfum við alltaf efni á því að tapa einum ólympíuleikum! Með íþróttakveðjum! Vöðvan Ó. Sigurs. Kýkomnar s hellur í þýzkar eldavélar S og passa einnig í RAFHA S eldavélar. S S ,s Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvag. 23. Sími 81279. evna (Arane var nú orðin fimmtán ára), „ástin er yndis leg, ef hún er tekin eins og hún er. En rómantíkin er rót alls ills. Ég vona nú að ,þér sé engin hætta búin af henni. Þú ert skynsöm stúlka og lætur ekki leiðast afvega.“ Unga stúlkan brosti sér- stæðu brosi með samanbitnum vöru.m, en af því varð ekki nið riinnsta ráðið hvað í hug hennar bjó. Önnur meginregla Varvöru Petrovnu var sú, að fjármálum og ástum mætti aldrei blanda saman. Að því leyti vorui sið- gæðishugmyndir hennar ná- kvæmlega þær sömu og ann- arra rússneskra kvenna. Með- an peningarnir eru ekki undír- rót ástanna, er allt eins og það á að vera, og stúlkan heiðarleg, hvað sem annars hendir hana. Ósiðsemin byrjar þá fyrst, ef peningarnir hafa áhrif á framkomu hennar. Meðan Varvara dvaldi í Genf, hafði hún stundum ekki til næsta máls. Ei að síður myndi hún ekki hafa þegið svo mikið sem eina einustu máltíð eða fyrir fargjaldi í strætisvagni af elskhuga sínum, enda þótt hann hefði verið auðugur maður. Þetta einkenni er svo sterkt í fari rússneskra kvenna að nálgast hreina tilgerð. Um þær mundir sem Ariane kom fyrst á heimilið, var elsk- hugi Varvöru þekktur mála- flutningsmaður í nágrannaborg nokkurri ,sem tvisvar í viku kom í viðskiptaerindum til höfuðborgar héraðsins. Hann svaf þá á sömu hæð og Var- vara í húsinu við Dvoranskaya. Svo kom verkfræðingu.r nokk- ur í hans stað. Út á við virtist ekkert skorta á að velsæmis væri gætt í einu eða öllu. En Varvara PPetrovna gerði Ari- ane fljótlega að trúnaðarmanni sínum og lét aldrei undir höfuð legjast að tjá henni frá verð'- leikum, kostum og gölltifn elskhuga sinna. ,.Ég geri þér mikinn greiða ‘, bætti hún stundum við. „Þú færð þá ekki Fugur í höfuðio. Þú sérð þá hlutina í réttu Ijósí, og sá tími mun koma," að þú lærir að meta mig‘‘. En á síðasta ári hafði orðið breyting á högum Varvöru Pe- trevnu. Hún var nú nýlega orð- in fertug. Um það leyti hneigð- ist hugur hennar skyndilega mjög sterkt til læknis nokkurs. Hann var almennt álitinn mjög myndarlegur maður. Verkfræð ingurinn hafði horfið af sjón- arsviðinu þegjandi og hljóða- laust og Vladimir Ivanovitsch kom í hans stað. Þattnig liðu fyrstu sex mánuðírnir í sælu- vímu. En þá var það, að Var- vara Petrevna kenndi tilfinn- ingar, sem var henni algerlega framandi. Hún var ástfangin. Vitneskjan um það gerði hvort tveggja að fylla hana fögnuði og örvæntingu. Fyrra líf henn- ar sýndist hljóta að hrynja í rúst. Hún þekkti sig ekki leng- ur. Henni var innanbrjósts eins og manni, sem fallið hefur í dý og finnur jörðina vera að gleypa sig, en kemur hvergi auga á neina handfesti sér til bjargar. En hún var um leið ó- umræðilega hamingjusöm, sælli en nokkurn tíma áður. Hana dreymdi dagdrauma eins og sautján ára stúlku. ,,Ó!“ sagði hún við Ariane. „Ég hef ekki vitað hvað ham- ingja var. Ég hef átt átján elsk- huga ... hvers vegna er ég að kalla þá elskhuga? ... vini, ekkert meira. Og svo hitti ég ekki Vladimir, fyrr en ég er orðin fertug. .. . Hvílík til- hugsun, að hann skuli hafa átt heima í námunda við mig allan þennan tíma, - Ég get ekki fyr- irgefið sjálfri mér. ... Ó, ef þú aðeins gætir gert þér í hugar- lund, hvernig hann er.“ Hún klifaði stöðugt á þessu Stúlkan hlustaði þögul, brosti í kampinn og beit á vörina. Brátt kom að því, að Var- vara Petrovna hreppti storma hinna miklu ásta. Hún þóttist verða vör dvínandi tilfinninga af hálfu Vladimirs Ivanovitch. Hann kom að vísu á hverjum degi, en hann var hættur að gera boð á undan sér. Stundum kom hann meira að segja um sexleytið, einmitt þegar Var- vara hafði farið út sér til dag- legrar hressingar, og hann var hættur að bíða þá eftir henni eins og hann hafði gert fyrst í stað. A kvöldum var hann næst um hættur að fara inn í litlu setustofuna við hliðina á sveín herbergi Varvöru. Hún þurfti að beita sér til þess að fá hanu þangað inn. Hann vildi heldur sitja í borðstofunni. Þar voru ævinlega, auk Ariane, Olga Dimitrievna, vinkona hennar, sem mánuðum saman hafði um þessar mundir verið þar í fæ'ði, og þjónustufólkið allt. Hann hafði afsakanir á reið- um höndum: konan hans hafði komið óvænt heim utan af landi; konan hans var lasin; hann þurfti að vitja sjúklinga; hann hafði höfuðverk, og svo framvegis. Varvara Petrovna átti mjög bágt. Þessi kona, sem aldrei hafði þurft að þiðjast neins af elskhugum sínum, laut nú svo lágt að láta frænku sína og heim ilisfólkið allt vera heyrnar- votta að tilmælum hennar um stefnumót við Vladimir Ivano- vitch. Hún var örvita af afbrýði. Vladimir hlaut að eiga aðra vin konu. Hún tók til að njósna um hann. Hún mældi hann með augunum, fylgdi hverri hreyf- ingu hans. Reyndi að verða ein hvers vísari af svipbrigðum hans, af raddblæ hans. Aður fyrr hafði hún varla farið út fyrir húsdyr. Nú hljóp hún borgina á enda á hæla hans, gekk fram hjá húsi hans marg- oft sama daginn. Hún gekk jafn vel svo langt að láta aka sér á eftir honum í vagni. Hver gat vitað, til hvers glæsilegur lækn ir væri líklegur? Hún hafði tapað gleði sinni. Þessi kona, sem aldrei hafði þurft að hafa neinar áhyggjur, var nú rúin allri öryggistilfinn ingu. ..Hvernig gekk þér prófið?“ Áður en Ariane gat nokkru svarað, voru dyrnar opnaðar og Vladimir Ivanovitch kom inn. Engu líkara en hann hefði leynzt við dyrnar til þess að geta komið inn í stofuna um Ieið og Ariane. Hann var af þeirri tegund manna, sem allt- af er að flýta sér, alltaf kvikir, nálægt fimmtugu, sléttrakað- ur, grár í vöngum. Enginn hafði betri né fallegri tennur, augun voru hvöss undir loðn- um brúnum. Hreyfingarnar lýstu takmarkalausu sjálfs- trausti. Varvara þaut á fætur og xétti fram hendina.' ,.Þú lcemur seint.“ Vladimir Ivanovitch kyssti hönd Varvöru, sleppti henni eins fljótt og við varð kcmið og gekk á móti Ariane. „Ég hraðaði mér hingað til þess að samgleðjast yður, Ari ane Nikolaevna. Dóttir mín sagði mér af frábæru afreki yð ar. Ekki svo að skilja, mér kem ur það sízt af öllu á óvart.“ Hann hók hönd Ariane í báð- ar sínar. Ariane togaði hendina til sín. Varvara hafði geflð þeim nánar gætur. „Viltu ekki fá þér sæti, Vla- dimir Ivanovitch?“ sagði hún. „Ég skal láta koma með kaffi handa þér.“ „Nei. Ég hef ekki tíma. Ég þarf svo margt að gera.“ „Þú verður að fá bolla af kaffi. Ég læt þig ekki fara. Ég kem kannske með þér út á eftir mér til hressingar. Þetta er fyrsti dagur sumarsins. Hvað ætlar þú að gera, Ariane?“ ,,Ég verð heima til ldukkan sjö,“ svaraði stúlkan. „Nikolas kemur að sækja mig í vagni. Ég ætla að leggja mig dálitla stund. Ég er þreytt.“ „Ó, ég gleymdi,“ sagði Var- vara. „Það er bvéf frá föður þínum í svefnherberginu þínu.“ Ariane hnyklaði brýrnar. Það færðist skuggi yfir andlit hennar við að heyra foður sinn nefndan. Nokkrum mínútum seinna var enginn eftir í borðstofunni. 3. Bréfið. Hún kom strax auga á bréfið um leið og hún steig inn í her- BYGGINGARFELAG VERKAMANNA. Aðaífundur félagsins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu föstudag- inn 25. þ. m. klukkan 8,30 e. h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagsmenn sýni skírteini fyrir árið 1951 við innganginn. Stjórnin. S S s s * l ý s s $ s S S s s s s s s s s s s s s_ s \ \ s s c s s s s s s s s S' s s s s s s s s S' s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s S s S s s s s s s s s s s s 'S s Smurt brauð. Snitéúr. Til í búöinni allan daginn. ^ Komið og veljið eða aínaið. ^ Sífd & Flskur. Ora-viðgerðir. Fljót og góð afgreiðgla. s GUÐL. .GÍSLASON, Langavegi 63, lími 81218. Smurt brauð og snittur. Nestispakkar. Ódýrast og bezt. sarrilegast pantið fyrirvara. MATBARINN Lækjargötu ð. Síini 80340. Rafíækjaeigendur Vin- ^ með s; v y í s y s s Tryggjum yður ódýrustu S og öruggustu viðgerðir á S raftækjum. — Árstrygg-S ing þvottavéla kostar kr. $ 27,00—67,00, en eldavéla^ kr. 45,00. y Raftækjatryggingar h.f. \ Laugaveg 27. Sími 7601. ^ S -----------------——'S s s s s s s S -----------------------s s Minningarspjöfd $ dvalarheimilis aldraðra ijó^ manna fást á eftirtóldum ? stöðum í Reykjavík: Skrif-í etofu Sjómannadagsráð* • Grófin 1 (ge igið inn frá ‘ Tryggvagötu) sími 6710,- skrifstofu Sjómannafélags ? Reykjavíkur, idverfisgötu ? 8—10, Veiðafæraverzlunin • Verðandi, Mjólkurfélagshúj ? inu, Verzluninni Laugateig- ur, Laugateig 24, bóka-verzll uninni Fróði Leifsgötu 4,? tóbaksverzluninni Boston, • Laugaveg 8 og Nesbúðinni, J Nesveg 39. — í Hafnarfirði 3 hjá V. Long. Köld borð og heitur veizfu- matur. Sífd & Fiskur. y ? ? V ? s s ? hefur afgreiðslu í Bæjar- s y sendibílastöðin h.f, bílastöðinni í 16. — Sími 1395 Aðalstræti y V s s S s s s s s s s s s s s _s s s s s s S y y Minnlngarspjöfd s Barnaspítalasjóð* Hringsln* S eru afgreidd í Hannyrða- S verzl. Refill, Aðalstræti 12. S (áður verzl. Aug. SvendS sen). I Verziunni VictorS Laugaveg 33, Holts-Apó- S teki, Langhuitsvegi 84, V Verzl. Álfabrekku við Suð- S urlandsbraut og Þorsteina- ý búð, Snorrabraut 61. s !AB i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.