Alþýðublaðið - 08.08.1952, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.08.1952, Blaðsíða 3
f dag er föstudagurinn 8. i ágúst. Næturvarzla er í Laugavegs- apóteki, sími 1618. Næturvörður er í læknavarð gtofunni, sími 5030. Lögregluvarðstofar., sími 1166. Slökkvistöðin, sími 1100. Fiugferðir Flugfélag íslands: í dag verður flogið til Akur eyrar, Vestmannaeyja, Fagur- hólsmýrar, Ilornaf jarðar, ísa- fjarðar og Patreksfjarðar. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja. Blönduóss, Egilssaða, ísafjarðar, Sauðárkróks, og Siglufjarðar. Skipafréttír Eimskip. Brúarfoss fór frá Reykjavík í gær til Akraness. Dettifoss fór írá Reykjavík í gær til Norð- fjarðar, Grimsby, Hull, Ham- Lorgar, Rotterdam, Antwerpen og Hull. Goðafoss fór frá Hafn- arfirði í gær til Eskifjarðar, Hamborgar, Álaborgar og Finn- lands. Gullfoss kom til Kaup- mannahafnar í gærmorgun frá Leith. Lagarfoss kom til Ham borgar 6/8 frá Hull. Reykjafoss kom til Álabograr 6, 8 frá Norð firði. Selfoss fór frá Vestmanna eyjum 2/8 til Leith, Bremen, Álaborgar og Gautaborgar. Tröllafoss kom til New York 5/8 frá Reykjavík. Ríkisskip: Plekla er á leið frá Reykjavík til Glasgow Esja fer frá Reýkja vík kl. 21 í kvöld til Vestmanna eyja. Herðubreið er á Austfjörð um á norðurleið. Skjaidbreið fer frá Reykjavík í kvöld til Breiða fjarðar og Vestfjarða. Þyrill var í Hvalfirði í gærkvöld. Skaft- fellingur fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell fór fr'í ísafirði í gærkvöldi áleiðis til Póllands. Arnarfell er í Reykjavík. Jökul fell lestar frosinn fisk á Vest- fjörðum. Gjöf til Slysavarnafélags íslands. Frú Guðríður Jensdóttir, Hörpugötu 4 Reykjavík, færði í gær Slysavarnafélagi íslands 2000,00 krónur að gjöf til minn ingar um mann sinn Júlíus Nielsson trésmið, sem lézt fyrir rúmu ári. FréMakYÍkinyndir á i ÚTVARP REYKJAVíK i Hjónaefni Um síðastliðna helgi opinber- uðu trúlofun sína stud. phil. Guðný Ella Sigurðardóttir, kenn ara He'lgasonar og fil. stud. Örn ólfur Thorlacius, Sigurðar skóla etjóra. Afmæíí Áttræð verður í dag ekkjar. María Guðnadóttir frá Bíldudal nú til heimilis að Vcgamótum 2, Seltjarnarnesi. Or öllum áttum Aukinn iðnaður í Iandinu eykur afkomuöryggi þjóffarinn- ar. UNESCO hefur sent út fróð- Víga síkýrslu um fréttakvik- myndir, dreifingu þeirra og mikilvægi sem fræðsluefni. Tveir kvikmyndasérfræðingar, annar Svisslendingur og hinn Frakki, hafa samið skýrslu.na og segir m. a. í henni, að á hverri viku sjái 21 milljónir manna fréttamyndir í 100 þús- und kvikmyndahúsum víðsveg- ar um heim. Enda þótt fréttamyndirnar séu svona vel sóttar þykir vafa- samt að þær þoli samkeppnina við sjónvarpið. Athugu.n á efni myndanna hefur leitt í ljós, að íþróttir og tízkusýningar eru algengastar. Fréttamyndir frá fimm stærstu kvikmyndafélögunum Banda- ríkjanna höfðu þó þrefaldað erlendan fréttaflutnig á tíma- bilinu 1940—1949, en þrátt fyrir þáð var sá fréttaflutn- ingur ekki svo umfangsmikxll, að hann jafnaðist á við íþrótta- fréttirnar. 19.30 Tónleikar: Harmonikulög (plötur). 20.30 Útvarpssagan. 21 Tónleikar (plötur): Kvartett í A-dúr op. 41 nr. 3 eftir Schumann (Lénar-kvartett- inn leikur). 21.30 Frá útlöndum (Þórarinn Þórarinsson ritstjóri). 21.45 Tónleikar (plötur): Intro- duktion og Ailegro fyrir strengjasveit op. 47 eftir El- g'ar (Sinfóníuhljómsveit brezka útvarpsins leikur; Sir Adrian I Boult stjórnar). 122 Ávörp fulltrúa á þingi Bændasambands Norður- landa. 22.30 Hawái-lög: Andy Iona og hljómsveit hans leika (plöt- ur). Hannes 'á fiornlnii \ Vettvangur dagsins Svartsýnn maður. — Á förum til Kanada alfar- inn. — Vonleysi og ánægjusvipur. — Skemmdur matur. — 1. ágúst á Selfossi. FEutningar Fiug- félags íslands í örum vexfl AB-krossgáta — 200 s s s s s s s s s s s s s s s s s Chemia - ÐESINFECTOR er vellyktandi sótthreins andi vökvi, nauðsynleg- ur á hverju heimili til sótthreinsunar á mun- um, rúmfötum, húsgögh um, símaáhöldum, and- rúmslofti o. fl. Hefur unnið sér miklar vin- sældir hjá öllum, sem hafa notað hann. Lárétt: 1 veiki, 6 íiska, 7 ílát, 9 greinir, 10 stórfljót, 12 á fæti, 14 ögn, 15 mánuður, 17 tæpar. Lóðrétt: 1 eign margra, 2 tímamælarnir, 3 svefn, 4 gælu- nafn, 5 þrælasala, 8 fornafn, 11 slátra, 13 fugl, 16 tvíhljóði. Lausn á krosgátu nr. 199. Lárétt: 1 milljón, 6 Ása, 7 tusk, 9 as, 10 töf, 12 öl, 14 sóru, 15 nef, 17 dallur. Lóðrétt: 1 matvönd, 2 lost, 3 já, 4 ósa, 5 naskur, 8 kös, 11 íólu, 13 Lea, 16 fl. FLUGVÉLAR FLUGÉLAGS ÍSLANDS fluttu alls 14.960 far þega á fyrra helmingi þessa árs. Eru þetta 45% fleiri farþegar en fluttir voru á sama tímabili í fyrra. Á innanlandsflugleið- um ferðuðust nú 13.182 farþeg ar, en 1778 flugu með Gullfaxa á milli landa. í júlímánuði ein- um flu,ttu flugvélar Flugfélags íslands 5003 farþega, og hafa ekki áður verði fluttir svo margir farþegar í þessum mán- uði. Vöruflu.tningar jukust um 48% fyrstu sex mánuði ársins sé miðað við sama tíma í fyrra. Voru nú flutt 378.000 kg. auk farþegaflutnings, sem nam 221.595 kg. Eru vöruflutningar F. í. fyrra helming þessa árs orðnir meiri en þeir voru allt árið 1950. Póstflutningar með flugvél- u,m Flugfélags íslands hafa aukizt tiltölulega minnst fyrstu |sex mánuðina, eða um 12%. Flutt vorui samtals 51.017 kg. af pósti, þar af 40.624 kg. hér innanlands og 10.393 kg. á milli landa. Flugdagar á fyrra árshelm- ingi voru 150, og er það svipað og í fyrra, en þá voru þeir 148. Hafa því að jafnaði verið fluttir um 100 farþegar hvern flu,gdag með flugvélum F. í. fyrstu sex mánuði ársins. EG HITTI ungan verkamann j niður viff höfn í gær. Ég; hef í þekkt hann í nokkur ár og veit j aff hann er afbragðs- duglegur, , reglusamur og fylginn sér. [ Ilann stóff þarna undir skúr .með reiffhjól viff hliðina, kaskeitiff aftur á hnakka og í peysu inn- 1 an undir jakkanum. Ég heilsaði honum og hann sagffi: ,,Ég hef alltaf ætlaff aff heimsækja þig ðg rabba viff þig, — og bráffum hefffi komiff aff þvi, því aff ég er aff fara af landi burt.“ ÉG VISSI, að hann var giftur og átti börn og haíði hugmynd um, að hann væri ekki loðinn um lófana. Ég varð því dálítið undrandi yfir því að hann ætl- aði að fara að sigia. Kann.ske ætlaði hann aðeins að fara í siglingar? ,,Og hvert ætlarðu?“ spurði ég. ,,En til Kanada. Ég er að fara alfarinn með allt mitt, hér er ekki hægt að liía, ekki undir neinum kringum- stæðum, ekki nema ef guð gef- ur stríð, þá er hægt að lifa á íslandi, þá gengur allt vel. Það virðist svo sem hér sé ekki hægt að lifa nema að umheimurinn berist á banaspjótuiTi.“ ÞETTA VORU LJÖT ORÐ og ekki honum lík, því að hann er ekki vanur því að vera gramúr eða svartsýnn. „Hvaða bann- setta flugu ertu nú búinn að fá?“ sag'ði ég og brosti. „Jú, svei mér þá,“ svaraði hann. „Ég er atvinnulaus og hef verið lengi. Maður er svikinn og plat aður, rúinn inn að skyrtunni og allt eyðilagt fyrir manni. Ég fer — og ég sé ekki eftir því að fara frá þessu hérna. Hitt er allt annað mál, að ef ég væri einhleypur, þá kviði ég ekki neinu. En þegar maður á börn, þá er allt öðru máli að gegna.“ SAMTALIÐ varð svolítið lengra, en ég rek það ekki. En á eftir fór ég að hug'sa um það, að hér birtist, í tali þessa unga yerkamanns, vonleysið, sem gripið hefur svo marga, vonleys ið, sem stafar ax okurhárri húsaleigu, húsnæðisleysi, at- vinnuleysi, öryggisleysi og sívax andi dýrtíð. Þetta er geigværx- legt fyrir ísland. En mér finnst að ég sjái á hinum Ijómanái andlitssvip sumra, að þeir hafi ?kki hugmynd um það vonleysl., sem gripið hefur fjölda manná. j VEGNA RRÉFA, senl mé[r berast enn um skemmdan mat, vil ég enn einu sinni taka þap fram, að fólk verður að snúa stir til skrifstofu borgarlæknis ojg sýna þar hina skemmdu vörý. Það er ekki aðeins óþarfi fyrir fólk, að láta bjóða sér það, ðS taka við skemmdum matvöruúr í þessari dýrtíð, heldur er þáð einnig um leið að samþykk.ía svikin ef það gerir ekk| neifcfc til þess að koma í veg fyrir þaþ. SELFOSSBÚI skrifar mér á þessa leið: ,,Það voru ekki marg' ir fánar á stöng hér á Selfosí i fyrsta ágúst. þegar forsetinn t<jk við embætti sínu. Sundum hata fleiri fánar verið dregnir áð hún, þó að minna tilefni ha|i verið til þess. Sérstaklega þót|i mér það skammarlegt, að hín opinbera sýsluskrifstofa skyi^li ekki sýna hinum nýja forseía þá sjálfsögðu kurteisi að draga fánann að hún við þetta tækji- fa?ri.“ SUMT FÓLK er svo smátt í i sér. Og ekki dugar um að salt- ast. i Ilannes á horninu.! IRaflagnír og raftækjaviðgerðir I önnumst alls konar viC-ý | gerðir á heimilistækjum,H; j höfum varahluti í CesfcJ*' 1 heimilistæki. örmumsfc I einnig viðgerðir á olíu- j fíringum. jKaftækjaverzIuniii, m Lþugavegi 63. BifreiðalyHan HAFNARSTRÆTI 23 er opin frá kl. 8 f. h. til 11 e. h. Laugardag kl. 8—12 á hádegi. AB inn á hvert heimili Vikulegar ferðir til austurs og vesturs. Viðkomustaðir: New York Kaupmannahöfn Stavanger. Fargjöld: Til New York kr. 3510.00 fram og til baka kr. 6318.00 Til Kaupmannahafnar kr. 1659,00, fram og til baka kr. 2987.00 Til Stavanger kr. 1470.00, fram og til baka kr. 2646.00 LOTLEIÐIS LANDA Á MILLI. : Loftleiðir h. f. Lœkjargata 2 Sími 81440* É KIIIIMHIIIIMIIIlllllMIlllMlltXIIIKllllKBItlKIIItCItpllKMIIIIMMMllítllEII IIE I III II t Iimt I III III HIKII III t liLáL. AB .3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.