Alþýðublaðið - 13.09.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.09.1952, Blaðsíða 4
kirkju, þar sem séra. Kristinn Stefánsson prédikar, en séra Björn' Jónsson, ;prestur í Kefla vík þjónar fyrir altari. , Að messu lokinni, kl. 4 e. hí, hefst bindiridismáiáfúndurinn með setnirigarrSeðu LudvigS C. HEMINGWAY, hinn laríski rithöfundur, krifað nýia bók, • r Kristján 14B-AÍþýðubíaðíð 13. september 1952 ! Skuggalegar afvinnuhorfur. 1 ■ FULLTRÚARÁÐ VERKA- LÝÐSFÉLAGANNA í Reykja vík ræddi atvinnuhorfurnar á vetri komanda á fundi, sem bað hélt síðast liðið mánu- dagskvöld, og taldi þær vera „svo ískyggilegar, að nú þeg- ar verði að hefja undirbúning að róttækum ráðstöfunu.m af hálfu hins opinbera11, ef tak- ast eigi „að firra alþýðu manna algerum bjargar- skorti“. Þetta eru; óglæsilegar horf- ur fyrir alþýðu höfuðstaðar- ins á fjórða ári þeirrar ríkis- stjómar, sem öllu þóttist ætla að bjarga með gengislækkun krónu.nnar og lofaði öllum ör- uggri atvinnu, en hefur í þess stað leitt böl atvinnuleysisins yfir hundruð alþýðuheimila. En fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna ályktar áreiðanlega alveg rétt, þegar það telur at- vinnuhorfurnar nú ískyggi- legri en nokkrui sinni áður, — og gengu þó þúsundir manna hér í höfúðstaðnum atvinnu- lausar þegár á síðast liðnum vetri. Síðan hefur eitt síldar- leysissumarið bætzt við og gjaldeyrisskorturinn aldrei verið meiri, enda ríkisstjórn- in ekki haft neina fyrirhyggju til þess að skipuleggja inn- f flutninginn til landsins og spara gjaldeyri til þess, sem nauðsynlegast er fyrir afkomu | þjóðarinnar. Áframhaldandi 1 samdráttur er því fyrirsjáan- legur á mörgum sviðum at- vinnulífsins. í byggingariðn-- aðinum hér í höfuðstaðnum telur fulltrúaráð verkalýðsfé- lagarina, til dæmis, að ekki sé hægt að reikna með neinrii verulegri vinnu; í vetur; og í verksmiðjuiðnaðinum á þa𠕧 von á enn nýjum samdxætti, enda ekkert verið gert til þess af hálfu ríkisstjórnarinn ar að rétta hann við og skapa honum viðunandi reksturs- skilyrði, þrátt fyrir allt skjall ið um iðnaðinn. Ef ekkert verður að gert, er því alveg augljóst, að hér verður á komanda vetri enn þá geigvænlegra atvinnuleysi en í fyrravetur; og það er engin furða, þótt fulltrúaráð verkalýðsfélaganna telji, að ekki megi lengur dragast — með svo alvarlegar horfux fram undan — að setja lög um fullkomnar atvinnuleysis tryggingar; hét fundur full- trúaráðsins á öll verkalýðsfé lög að hefja virka baráttu fyrir slíkri löggjöf. í því sambandi er rétt að minna á, að Alþýðuflokkur- inn hefur hvað eftir annað flutt á alþingi frumvörp til laga um atvinnuleysistrygg- ingar, síðast í fyrra; en öll hafa þau strandað á ótrúlegu skilningsleysi íhaldsflokk- anna. Það er að vísu rétt, sem jafnan hefu.r verið viðkvæð- ið, þegar rætt hefur verið um slíka löggjöf, að það er betra að fyrirbyggja atvinnuleysi en að greiða atvinnuleysis- styrki. En hver getur lengur haldið því fram, að atvinnu- leysi sé fyrirbyggt hér á landi, þegar það er aftur orðið land lægt og hundruð vinnufúsia manna hafa ekkert fyrir sig að leggja mikinn hluta ársins? Þtu hundruð geta Jyrr en vav ir verið orðin ð þúsundurn, og verða það Víi'alítið strax i vetur. Hvermg er þá lengu.r hægt að réttlæta það, að fresta lagasetningu um at- vinnuleysistryggingar, sem ná grannaþjóðir okkar á Norður löndu.m hafa fyrir löngu kom ið á hjá sér? Höfum við frek ar efni á því en þær, að láta vinnufúst en atvinnulaust fólk þola bjargarskort, ef ekki hreint og beint hungur? Eða er félagshyggja og sam- hjálp á þeim mun lægra stigi hér hjá okkur en hjá þeim, að við getum horft upp á slík ar hörmu.ngar án þess að haf ast að? Það er sjálfsagt að láta ekk ert ógert til þess að skapa atvinnu og draga á þann hátt úr fyrirsjáanlegu, stórfelldu atvinnuleysi hér í höfuðstaðn urn á komandi vetri. En það nægir ekki lengur. Atvinnu- leysið er orðið það varanlegt og alvarlegt böl hér á ný, eft- ir þriggja ára óstjórn, að lög- gjöf um fullkomnar atvinnu- leysistryggingar má ekki leng ur dragast. Hún er orðin brýn og óhjákvæmileg nauðsyn. Toi'H: í Barcelona, ^in Þefrra úorga á Spáni, sem til mála kemur, að farþegarnir c5 * með ,.Heklu“ fái að sjá, er Barcelona, hin milda hafnarborg á Miðjarðarhafsströnd Spánar, skammt sunnan við Pyreneafjöll. Það, er ekki langt þangað ,fra San Sebastian,* sem er á norðurströndinni; en þar á ,,Hekla“ að hafa viðdvöl. Myndin, sem er tekin úr lofti, sýnir eitt aðaltorgið og eina aðalgötuna i Barcelona. Framkvæmdasfjóri óskast nú þegar fyrir togaraútgerðarfélagið Bjólfur h.f. á Seyðisfirði. Skriflegar umsókmr með kaup- köfu ásamt meðmælum ef fyrir hendi eru sendist undirrituðum formanni félagsstjórnar fyrir 15. þ.m. ÁRNI VILHJÁLMSSON. Ný bók eflir Hemingway. Gömlu dansarnir í G.T.-húsinu byrja að nýju í kvöld kl. 9. Bjarni Böðvarsson stjórnar hljómsveitmni. Haukur Mortens syngur danslögin. Aðgöngumiðasala kl. 4—G. — Sími 3355. Lengið Iífið á gömlu dönsunum í Gúttó! AB — AlþýSublaSið. tJtgeíandi: AlþýSuílokkurinn. Ritstjóri: Steíán Pjetursson. Auglýsingastjórl: Emma Möller. — Ritstjómarsimar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- tími: 4906. — Aígreiðslusími: 4900. — Alþvðuþrentsmiðjan, Hverflsgötu 8—10. Áskriftarverð blaðsins er 15 krónur á mánuði; í lausasölu 1 króna bvert tölubiað. ERNEST frægi bandaríski hefur nú skrifað nýja nefnist he Old Man and tne sea. Merkilegt atriði i sambandi við útkomu þessarar bókar er það, að hún var öll prentuð. tímaritinu Life í siðusíu viku. Er þetta í fyrsta skipti, sem þandarískt tímarit prentar heila bók í einu hefti. í ritdómi um bókina hefur fréttablaðið Time eftir Heming way:„Ég hef orðið að lesa hana yfir minnst. 200 sinnum og í hvert skipti hefur hún einhver áhrif á mig. Það er, eins og ég hafi loksins náð einhverju, sem ég hef verið að keppa að allt mitt líf“. The Old Man and the Sea fjallar uml) staðinn, sem Hemingway hefur mestan áhuga á, Golfstrauminum nálægt Kúba, 2) Stórfiska-veiðar, sem hann hefur ódrepandi áhuga á, og 3) lífsbaráttu, sem alltaf hef urur haft djúptæk ahrif á harm; Maður gæddur miklu hugrekki, skapstyrk og heiðarleika í bar- áttu við ósigrandi náttúruöfl. Sagan gerist á Kúba. Gamli maðurinn, ekkjumaður, býr einn í kofa við höfnina. Hann er fiskimaður, en í 84 daga hefur hann ekki veitt bröndu. Aðstoð armaður hans er ungur dréng- ur, Manolin, sem er mjög hænd ur að honum og gamii maðurinn elskar hann, en fjölskylda drengsins knýr hann til að vfir- gefa gamla manriinn og fá sér vinnu á heppnari bát. Dréngur inn færir honum samt ennþá beitu og mat. Gamli maðurínn vonast eftir, að heppnin breyt- . ist, og fyrir dagmál 85. daginn I ieggur hann af stað á trillunni i sinni, vongóður. Langt úij í Golf-straumnum bítur stórfiski á öngulinn 600 fet undir yfirborðinu, og nú hefst baráttan þar sem gamli maðurinn bætir upp hina minnk andí krafta sína með sinni fornu Ieikni. Gamli maðurinn berst yið fisk inn í tvo sólarhringa og þegar hann hefur loksins borið sigur af hólmi, bindur hann fiskinn við bátshliðina og ieggur af stað heim. — En þá koma hákarlarn ir. í fyrstu drepur gamli mað- urinn þá, þegar þeir ráðast á feng hans, en þegar hann hefur misst ?????? og hnífurinn er brotinn gefst hann upp fyrir hinu óhjákvæniifga, Veiðin, Ernest Hemingway. Myndin er tekin, er hann var fréttaritari með alþýðuhernum i Spánarstyrjöldinni. sem hann kemur msð í höfn um dagmálin er 18 feta löng beina grind, 2 fetum lengri en bátur inn. „Sem saga“, segir Time, „er The Old man and the Sea hrein og bein. Þeir, sem dást að rit- snillinni kalla hana meistara- verk . . . Hún er lofgjörð um hugrakkan mann oc .stórkost-! leg^n fisk, og undir öllu féíst ef ti-1 vill virðing fyrir skapara slíkra dásemda". í svari við fyrirspurn frá Time segir Hemingway: „Ég hef skrifað og endurskrifað 200 000 orð, sem á endanum verða löng bók um sjóinn. Hennj er skipt í fjórar bækur, sem hverja um sig má gefa út sem sjálf- stætt verk. . . . Ég get sagt yður, að ég vonast til að skrifa skáld sögur og smásögur á meðan ég lifi, og mig langar til að lifa !engi“. Bindindismála- fundur í Keflavík EINS og kunnugt er gengst stúkan Frón nr. 227 fyrir al- mennum fundi um bindindis- mál í Keflavík á morgun, sunnudaginn 14. september. Nefnd úr st. Frón, undir for- ustu umboðsmanns stúkunnar, Ludvigs C. Magnússonar skrif- stoíustjóra, hefur undanfarið unnið að fundi þessum, og er mjög vel til hans vandað. : Áðúr en fundurinn héfst, verður messa í Keflavíkur- sem séra Kristinn prédikar, en séra Jónsson, ;prestur í Kefla fyrir altari. LudvigS C. . Þá flytja þeir Þorvarðarson læknir og Árni Öla blaðamaður erindi. Talar læknirinn um eðli áfeng is og verkanir . þess, en Arni Óla um samtök regiumarina. Auk þess munu menn úr öllum hreppum Suðurnesja og Háfn- arfirði flytja ávörp, einnig um- dæmistemplar Sig. Guðm. og stórtemplar Björn Magnússon prófessor. Um kvöldið verður . svo skemmtun, sem Ari Gíslason stjórnar. Valur Gíslason leikari les upp og frk. Guðrún Á, Sím- onar óperusöngkona syngur með undirleik Fritz Weisshápp el. Kl. 12 á miðnætti líkur bind- indismálafundinum með kveðju ávarpi Karls Karlssonar æðsta templars st. Frón. Ferðir verða héðan úr bæn- um kl. 11,45 frá Fríkirkjuvegi 11 á fundardaginn. Framh. af 1. síðui. jöklunum. — Eini maðurinn, sem var með leiðangrinum i fyrra, var H. I. Moore, sem leið beindi um náttúrufræði. Félag þetta var.stofnað 1932, eins og áður getur, og sendir skóladrengi hvaðanæfa að af Bretlandseyjum í slíkan íeið- angur á sumrin. í þetta skipti voru líka Ástralíumaður og' Kanadamaðúr með. Kostnaður aí ferðinni er 120 pund, þar með allt innifalið, jafnvel fatn- aður. Þeir foreldrar, sem geta, greiða fyrir sín börn, en annars greiða áhugamerin til félagsins til þess að gera fátækum drengj um kleift að fara. Leiðangurinn haíði skeyta- samband tvisvar á dag við loft- skeytastöðina í Reykjavik og Ferðaskrifstofa ríkisins annað- ist fyrirgreiðslu. Inni á hálend- nu nutu þeir mikilsverðar að- stoðar dr. Sgurðar Þórarinsson- ar jarðfræðings. AB4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.