Alþýðublaðið - 13.09.1952, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.09.1952, Blaðsíða 6
 Claude Anet: 46, dagur. >######## ARIANE Filipus | Bessasou iireppstjóri: AÐSENT BRÉF. Ritstjóri sæll! Það er alkuhna, að við, ís- lendingar, vöðum ekki í fyrir- hyggjunni, og höfum aldrei gert. Svipar oss að því leyti til Græn- lendinga, eða þeim til vor, og er ekki útilokað, að þar gæti blóð blönduna við landnámsmenn- ina frá’íslandi. Þeir éta, að sögn, upp á einum degi, þann aíla, sem enzt gæti þeim í viku, ef skynsamlega væri á haldið; svelta svo heilu hungri, ef afla- brestur. Forfeður vorir beittu og brenndu skóginn hlífðar- laust, með góðum árangri, eins og það heitir í stríðsfréttum, af komendur þeirra á Suðurnesj- um átu upp geirfuglinn, og til þess að sýna og sanna umheim- inum, að vér værum engir verr feðrungar, eyddum við öllum vorum stríðsáragróða áður en oss hafði svo mikið sem unnizt tími tíl að kasta tölu á allar millj ónirnar. Nú höfum vér engum milljón um að eyða, engan geirfugl að gerdrepa. Hvað þá? Jú, það eru berin! Nú ræðst ajlverulegur hluti þjóðarinnar gegn þessum aumingjum, sem hafa það eitt til saka unnið, að innihalda ein hvern vítamin, sem nú eru efst í tízku. Og svo er gereyðingar- ákafinn mikill, að gerðir eru út og skipulagðir heilir herflokk- ar, vopnaðir svo stór virkum ayðileggingartækjum, sem við verður komið! iývar sem fréttist um berjalyng, er blásið til at- lögu; herförin tilkynnt í útvarpi og blöðum, og fólk hvatt til þáttöku, eins og heiður og frelsi ættjarðarinnar sé í veði, — og niyndi þá jafnvel iægra látið. Hvar eru nú allir fræðingarn ir; sér enginn þeirra þarna vá fyrir dyrum? Að hætta er á, að okkar .gamli og harðgeri kræki- berja- og bláberjastofn gereyð- ist, ef ekkert verður við gert? Eða, — er það fyrirætlun þeirra fróðu, sem talað Peta í krafti sérþekkingarinnar, að láta þessu fram fara; svofna síðan Berja- ræktarfélög, þegar hvergi sést grænjaxl framar, senda menn út um víða veröld, til þess að safna berjafræi, reisa hér dýrar berja ræktarstöðvar og svo framveg- is. Hver veit. Iiver veit. Þjóðar hagsins vegna held ég að væri hyggilegra, að stpfna Berja- yarnafélög, á meðan það er enn ekki um einan! Læt svo útrætt um þetta mál í bili. Virðingarfyllst! Filipus Bessason : hreppstjóri. AB - inn á : ■ ■ ■ hvert heimili! ! ekki vita af því. — “.. . . En ég veiti enga mótspyrnu leng- ur ... . “ Og ég er sá asni, að hafa ekki minnsta hugboð um þann harmleik, sem er að ger- ast í sál hennar, þar sem líkami hennar hvílir í örmum mínum. Ég var blindur, heyrnarlaus og tilfinningalaus, ekkert nema nakin eigingirnin. Það er ekki fyrr en í dag, að ég sé þetta jallt í réttu ljósi, ekki fyrr en í dag, að ég heyri rödd þína, I1 Ariane . . . .“ Hann var svo sokkinn niður í þessar hugsanir, að hann veitti því ekki athygli, að hann var farinn að gefa þeim áherzlu með handahreyfingum, eins og hann væri að flytja mál sitt fyrir fullu húsi áheyrenda. Það var að vísu, ekki mannmargt á þeim stað, þar sem hann var nú í augnablikinu, en það sást þó til hans, og vegfarendur námu staðar, litu á hann sem snöggvast og héldu- svo leiðar sinnar. Skyndilega róaðist hann, dró úr upp úr vasa sín- um og leit á það. Hann hafði gert ráð fyrir að láta sjá sig í skrifstofunni sem snöggvast, einhvern tíma dagsins, áður en hann færi úr borginni. „Lát- um þá bara bíða,“ sagði hann upphátt og hélt áfram að ráfa um göturnar eins og áður. j Það var farið að hríða. Vind- . urinn bar snjóflyksur u.tan úr loftinu og renndi þeim í smá- !skafla. Himinninn var dimmur og drungalegu.r. j Hann gat ekki hætt að hugsa um, hvernig Ariane hafði tek- izt að blekkja hann, svo sem raun var á. Á því hinu sama ■ augnabliki, sem hún gafst hon- Jum á vald í fyrsta skipti, hafði Ihún í einu vetfangi gert sér til fulls grein fyrir þeirri aðstöðu, jsem hún var í, og þrátt fyrir það, hversu erfið sú aðstaða jhennar var, hafði henni samt j tekizt að fá líkama hans til þess að titra af sælu.tilfinningu. |Víð tilhugsunina um þá skelfi- legu kvöl, sem hún hlaut að hafa liðið, varð honum innan- brjósts líkt og áhorfanda að fífldirfskulegum tilburðum loftfimleikamanns, sem hátt ofar jörðu leikur listir sínar og hættir lífinu til þess, að geta orðið mönnum til skemmtunar. Mesta undru,n hans vakti þó, að hún skyldi geta haldið' út að leika þennan hættulega leik sinn með tilfinningar sínar í nær því heilt ár. Aldrei hafði henni fatazt þessi blekking, á hverju sem gekk. Því meir sem hún elskaði hann, þeim mun stærri og þyngri varð sú byrði, sem hún varð að bera, þeim mun vandlegar varð hún að fela sig fyrir sjálfri sér — og honum. Var nokkur furða, »«#*•,#**, I > S s s s s s s S s s þótt hún hefði orðið að grípa til hroka og áreitni sem vopna í svo vonlausri baráttu? Hún gat séð fyrir augum sínum, hvernig skaðleg áhrif af fram- ferði hennar orkuðu æ meir á hug elskhuga hennar. Hann ógnaði henni, hann grætti hana. Og vita mátti hún, að mjög var teflt á tvísýnu u,m að hann gæti nokkurn tíma feng- ið ást á henni vegna þessara á- hrifa, sem hún af ásettu: ráði ^hafði á hann. Því varð hún einnig a.ð fórna. Allar auðmýk- ingar hans varð hún að stand- ast. En þrátt fyrir kvöl sína og tár var hún hinn sanni sig- urvegari. Hann auðmýkti hana stöðugt meira og meira, og samtímis varð hún æ ástfangn- ari af honum. ! Hún sleit sér út í hita bar- áttunnar. Hún var ástfangin af öllu hjarta sínu. Og enginn get- ur ráðið við ástina. Þegar hún á annað borð er farin að láta til sín taka, þá er það hún, sem verður alls ráðandi. Hún bein- línis hernemur einstaklinginn, gerir hann ósjálfráðan orða sinna og gerða. Og nú var það ástin, sem bjóst til að knésetja hreykni hennar og sjálfsþótta, útmá þessa sterku eiginleika hennar með öllu. Hver dagur 'og hver nótt af hinni tíu mán- aða sambúð þeirra var drifin blóði hinnar hörðu baráttu, því fyrir hvern ósigu;r, sem hún sjálf hafði beþið, hafði hún jhefnt sín grimmilega á honum. Hann rakti aðalþráðinn, stikl- ‘aði á hinu mest áberandi stak- sfeinum og vörðubrotum; Það var sagan um litla húsið í út- hverfinu, óþolandi frásögn fyr- ir það, hversu tvíræð hún jvar. Síðan kom frásagan af því, þegar hún af hálfu.m huga á- j ræddi að gera tilraunina í faðmi t læknisins Ivanovitch, elskhuga jVarvöru frænku sinnar, og síð- an loks listinn yfir þá, sem hún Jhafði gefið líkama sinn, hvort heldur var til nokkura stunda, einnar nætur, viku eða mánað- ar.....Þá var mælirinn full- ur. Þá var henni að verða allrí lokið — og ekki vonum fyrr. Hreykni hennar og stolt brotið a bak aftur. Hún gat ekki logio lengur að honum.......Enn þá sterkari tilfinning gagntók hana. Ástin sjálf. Og að lok- um einföld, umbúðalaus játn- ing á sannleikanum, án nokk- urrar áherzlu eða tilfinningar, en jafnframt margfalt áhrfa- meiri fyrir þá sök, hversu blátt áfram hún var sett fram. Constantin hugleiddi þetta einvígi í sálarlífi hennar. Hann hefði ekki séð það greinilegar, þótt hann alla tíð hefði skilið þá atburði um leið og þeir gerð- ust, sem það lýsti sér í. Og hann bar saman í huganum .hetjudáð þessarar ungu og ó- reyndu stúlku annars vegar, og þá hina miklu, ást til hans, sem Jorðið hafði yfirsterkari öllum öðru.m tilfinningum hennar, og að lokum hafði bugað hana og fengið hana til þess að játa ó- sigur sinn. j ,,Ó! Ef ég aðeins hefði vitað! (Ef ég aðeins hefði vitað! Ari- ane! Hvað hefur þú gert?“ Hann vissi jafnvel ekki hve- nær hann æpti þessi orð full- jum hálsi. Honum fannst hann jheyra þau berast til sín utan frá. En svo var ekki. Þau voru [bergmál hinnar sárþjáðu sálar ^hans, sem leitaði athvarfs í vonlausri tilrau.n til þess að gefa sorg sinni útrás í með- aumkun með sjálfri sér. Hann talaði svo hátt, að hann skelfdist við. En svo varð jhann þögull, yfirfallinn af (nýrri árás hugrenninganna, sem sóttu að honum með auk- inni orku. Hann dró upp mynd af þeirri viðkynningu, sem orð- ið hefði milli þeirra, ef hann hefði vitað allt frá byrjun, eins og hann vissi það nú. Hversu riddaralega myndi hann ekki hafa umgengizt hana? Af. hví- líkri þolinmæði myndi hann ekki hafa veitt umsát þessari jstoltu sál og hinum innsiglaða jlíkama. Hvílíkan hug ástar og aðdáunar myndu; þau hafa bor- ið hvort til annars! En þess í stað hafði hinn ósveigjanlegi vilji Ariane og hin grimma hefndarráðstöfun hennar gegn tiljitsleysi hans þvingað hann til þess að beita sér til varnar ^hinu einasta vopni, sem tiltæki Úegt var: Að komast hjá að Jverða ástfanginn af henni, að bindast henni ekki neinum böndum. „Ah!“ andvarpaði hann með kjöku.rhljóði í röddinni. „Hvers vegna hefur þú blekkt mig svo? En stigin spor verða ekki af- máð. Töluð orð verða ekki aft- ur tekin. Of seint, of seint,“ endurtók hann í örvæntingu. Ólýsanleg hugarangist gagn- tók hann. Hann fann, að hann myndi aldrei geta augum litið ástmey sína framar. Hvernig 'myndi hún horfa á hann? Hvað gat hann sagt við hana? í hvaða tóntegund átti hann að ávarpa hana? Hinar ástríðuþungu.;. og mót- sagnakenndu tilfinningar í brjósti hans blönduðust sárri og djúpri reiði í garð ástmeyj- ar hans. Hann hataði hana! Hvaðan kom henni sá djöful- legi kraftur, sem með þurfti til þess að kvelja hann svo lengi og af slíku miskunnarleysi? Og sjálf hafði hún haft nautn af því. Af fullkpmnu tillitsleysi og í krafti magnaðrar sjálfs- lll Kumpánleg- kona. Schuman, utanríkismálaráð- herra Frakklands sai; í veizlu við hlið konu noknurrar, sem gerðist svo kumpánleg við hann, að honum fannst nóg um. Meðan verið var að borða súpuna á- varaði hún Schuman ávallt: Yðar hágöfgi, þegar komið var að fisknum sagði hun: kæri ráð herra og við steikina var það orðið: jæja heyrið nú hérna Schuman, en þegar kom að eftir matnum .beygði ráðherra.nn sig að henni og sagði. Fyrst þér vit ið það ekki, þá skai ég segja yður það, að skírnarnafn mift er Róbert. * í-í :*s Vanþakklát eiginkona. Kona nokkur í Baltimore hef ur sótt um skilnað frá manni sínum. Fyrir réttinum sagði hún, að maður hennar hefði svelt hana í 6 mánuði í beim tilgangi að gera hana grennri og ásjár- legri. Á þessum tíma hefði hún aðeins fsngið baunir, brauð og kex og ekki annað en vatn. Stundum sagðist hún þó hafa fengið gulrætur að borða. Mað- urinn náði til'gangi sínum, því að konan léttist úr 90 kílóum í 50 kíló. Hún fékk skilnaðinn. Ífi -V Skotasaga. Skoti nokkur sat á árbakkan- um með silungastögina sína. Veg farandi, sem sá hann sitja þar spurðj þessarar venjulegu spurn ingar. — Færðu nokkuð? — Ekki viðbragð, sagði Mc Travish, það er ekki til branda í þessari á og hefur aldrei ver- ið. — Hvers vegna siturðu þá hérna og veiðir? — Sérðu það ekki, ég spara mér beitu. ■fi -'fi Rússnesk blöð skömmtuð. Það lítur nú svo út, að Rúss- arnir álíti að blöð þeirra séu ekki heppileg til aflestrar fyrir Svía. Eftir stríðið var hægt að fá keypt ýmis rússnesk dagblöð í blaðsöluturnum í íiyíþjóð, en smám saman hafa þau horfið eitt af öðru og eru nú ófáan- leg nema Pravda í vikuútgáfu þess Ogonjek og Izvestija. Blaðið Trud er horfið af blaða- markaðinum, sömuleiðis háð- blaðið Krokodil. Sænsku verka. lýðssamtökin fengu eftir stríðið margs konar félagstímarit, en nú eru þau hætt að koma. Það er skiljanlegt, að Rússar sendi ekki lengur blöð, sem fjalla um herroál, eins og tímaritið Rauði flotinn og tímarit um flugmál. Narvesens Kiosk Kompany í Svíþjóð hefur upplýst að ef menn vilji fá rússnesk blöð og tímarit verði viðkomandi að gerast á- skrifandi og Rússarnir sjálfir á- kveða þá, hvort blöðin verða send eða ekki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.