Alþýðublaðið - 25.09.1952, Blaðsíða 4
AB-Alþýðublaðið.
! Úrslifin í
25. sept. 1852.
f FLÓNSLEG SKRIF í Mo rg-
1 tmlaðinu hafa aldrei þótt neitt
j tiltökumál. En svo fíflsleg
i geta þau þó orðið að mönnum
; blöskri. Svo var til dæmis
um ritstjórnargrein, sem
; Morgunblaðið birti á forsíðu
; í gær, um úrslit aukakosning-
arinnar í Vestur-ísafjarðar-
sýslu.
! í fljótu bragði skyldu
’ menn ætla, að Morgunblaðið
hefði ekki af miklu að státa í
i sambandi við þau. Flokkur
1 bess notaði sér framagirni og
: sannfæringarleysi ungs iög-
! fræðings, Þorvalds Garðars
Kristjánssonar, sem ekki þótt
; ist komast nógu -fljótt til met
orða hjá Alþýðuflokknum, og
! hafði hann í kjöri í Vestur-ísa
! fjarðarsýslu í von um, að
! hann myndi veiða nokkur al-
í þýðuflokksatkvæði fyrir íhald
; ið og fljóta þannig á þing. En
: þó að þessi írambjóðandi Sjálf
: stæðisflokksins blygðaðist
| sín ekki fyrir að kalla sig
eftir sem áður „sósíalistískan
'j verkalýðssinna“ á kosninga
[! fundum vestra, sjálfsagt með
;! samþykki íhaldsins, til þess
! að gera sínar hosrur grænar
! fyrir alþýðuflokkskjósend-
um, varð árangurinn ósköp
' lítilfjörlegur; og það var fram
sóknarframbjóðandinn, Eirík
i ur Þorsteinsson, sem kosn-
ingu náði, með miklum meiri
: hluta!
p Af hverju er þá að hælast
fyrir Morgunblaðið? Jú kosn-
; ingin á að hafa verið „fylgis-
j hrun“ fyrir Alþýðuflokkinn,
í af þvi að frambjóðandi hans
náði ekki því persónufylgi,
sem Ásgeir Ásgeirsson átti í
Vestur-ísafjVrðarsýslu utan
: Alþýðuflokksins. En raunveru
lega gerði enginn ráð fyrir
því, að Sturla Jónsson, eða
nokkur annar frambjóðandi
f fyrir Alþýðuflokkinn, fengi
haldið því fylgi. Það hefur,
eins og við var að búast, að
mestu skilað sér heim við
jþessa aukakosningu í Vestur-
ísafjarðarsýslu, en Sturla
Jónsson haldið raunverulegu
flokksfylgi Alþý ðuflokksins.
„Fylgi |»runið“, sem Morgun-
blaðið er að fimbulfamba um,
ev því ekkert annað en mark-
laust fleipur þess.
En svo mjög er íhaldsblað ■
inu í mun að blekkja fólk
með slíkri túlkun an^akosn-
ingarinnar í Vestur-ísafjarð-
arsýslu, að það skammast sín
jafnvel ekki fyrir, að ljúga
því í viðbót, að „ekki ósvipuð
saga“ hafi gerzt við auka-
kosninguna á Isafirði í sum-
ar, enda þótt hvert manns-
barn viti, að Hannibal Valdi-
marsson hélt því kjördæmi fyr
ir Alþýðuflokkinn með svip-
uðum meirihluta og fyrir fjór
um árum, þrátt fyrir ýtrustu
tilraunir íhaldsins til þess að
vinna það kjördæmí eftir frá-
fall Finns Jónssonar, meðal
annars með auðvirðilegu at-
kvæðaláni hjá kommúnist-
um!
Þannig er allt á sömu bók-
lina lært í hinum fíflslegu
skrifum Morgublaðsins í gær,
um úrslit aukakosningarinnar
í Vestur-ísafjarðarsýslu. Það
heldur víst, að þau fáu at-
kvæði, sem Þorvaldúr Garð-
ar, frambjóðandi „stærsta
stjórnmálaflokks þjóðarinn-
ar“, fékk umfram Sturlu Jóns
son, frambjóðanda Alþýðu-
flokksins, þar vestra, nægi til
þess að breiða yfir þann sjnaán
arlega og eftirminnilega ósig-
ur, sem Sjálfstæðisflokkurinn
og formaður hans beið við for
setakjörið í sumar, þegar fólk
ið reis upp gegn flokknum,
um land allt, meira að segja i
þeim kjördæmum, sem hann
þóttist öruggastur í, svo sem
í Reykjavík og Gullbringu-
og Kjósarsýslu, kjördæmi
sjálfs flokksformannsins, og
hafði fyrirskipanir hans að
engu! Nei, aukakosningin í
Vestur-ísafjarðarsýslu megn-
ar ekki að breiða yfir þann ó-
sigur og getur heldur ekki
verið nein sárabót fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Það kann að
þykja líklegt til þess að
hressa eitthvað upp á heilsu
íhaldsins, að bjóða til tilbreyt
ingar fram „sósíalistíska
verkalýðssinna“, eins og Þor-
vald Garðar í Vestur-ísafjarð
arsýslu í þetta sirm. En til
lengdar mun slíkur loddara-
leikur litlu orka til þess að
stöðva upplausnina, sem byrj
uð er.
verr nnar. og hefúr 'þ'égar únniztl
nokkuð í bá átt. : w
Forráð.amenn S.f hafa að-1
undanförnu úéniós-að -þvi að fá,
leyfi til að koma upp viðunandi
húsi fyrir starfsemi félags.ins
með fullkomnurn "eymslum og
kælikleíum fyrir aturðir félags
'iir.nna; en ékeii-ugl húsnæði
heíur staðið sta.rfsemi. sölufé-
iagsins og grócurhúrafrámleiðsl-
unni í landinu rniög fyrir þrif-
um. Standa nú sllar vonir til
béss. að rík>'-«tiórn, fjárhagsráð
og Reykj avíkurbær styðji að
frámgangi þessa nayðsynjamáls.
aui frelsii
Ðraumurinn rœtist. Áður fyrr meir dreymdi ai a
hrausta og djarfa stráka um
það að verða sjómenn; fyrir röskum tveim áratugum breyttist
draumurinn í það, að mega verða bifreiðarstjóri, og spyrji
maður drengi nú, hvað þeir kjósi helzt að verða, munu flestir
svara „flugmaður“. Hérna á myndinni, sem tekin er í Banda-
ríkjunum, sjást skóladrengir vinna að flugvélaviðgerð, vitan-
lega undir eftirliti sérfróðs kennara. Þeim líkar áreiðanlega
lífið, drengjunum þeim!
Garðyrkjusýningin 1952:
Gúrkur úr Biskupsíungum,
gulir tómafar úr Borgarfirði
Læknir
T-’S’'
9
óskast til starfa við Langhóltsskólann. Um-
sóknir skulu sendar til skrifstofu fræðslu-
fulltrúa Reykjavíkur, Hafnarstræti 20, fyr-
ir 22. okt. næstkomandi, en þar eru gefnar
nánari upplýsingar.
Fræðslufulltrúinn í Reykjavík.
Tveir smekklásfykfar
töpuðust í Austurbænum. Finnandi skili
þeim vinsamlegast í afgr. Alþýðublaðsins.
AB — AlþýðublaSið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emma Möiler. — Ritstjórnarsimar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
sími: 4006. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu S—10.
EINS OG GETJÐ HEFUR
VERIÐ um í fréttúm, verður
„Garðyrkj.usýningin 1952“ opn-
uð n. k. föstudag í hinum ný-
byggða skála K.R. við Kapla-
skjólsveg. Sýningarskálinn er í
alla staði hinn myndarlegasti;
hefur hann verið málaður að ut-
an á einkar smekklegan hátt, og
unnið er að því, að lagfæra um-
hverfi hans þannig, að hinn eig-
inlegi rammi sýningarinnar
verð í sem fyllstu samræmi við
hana sjálfa.
Síðast Iiðinn mánudag byrj-
uðu fyrstu garðyrkjuafurðirnar
að streyma að úr ýmsum áttum
og kenndi þar margra ,,grasa“.
Mest bar þar á grænmetinu. svo
sem káltegundum, gulrótum,
rauðrófum, tómötum, gúrkum,
púrrum o. s. frv. Þá mátti sjá
þar tómata og gúrkuplöntur í
fullum vexti austan úr Biskups-
tungum og sjaldgæfa ávextj úr
gróðurhúsum, eins og fíkjur og
gula tómata ofan úr Borgarfirði.
Gulir tómaitkr eru mikið rækt-
aðir í Suþurlönduni, en lítt
þekktir á iitorðurhvoli jarðar.
' Garðyrkjubændurnir, sem að
sýningunnijstanda, og aðstoðar-
menn þeirra veittu afurðunum
móttöku og byrjuðu þegar að
„móta“, ekki úr leir eða járni,
heldur úr sínum eigin afurðum,
sem þeir hafa ræktfið úr ís-
lenzkri mold; og grænmetið fór
þegar að taka á sig hinar furðu-
legustu myndir. Hvort hér gæt-
ir áhrifa frá hinum nýj.u síefn-
um listarinnar, dænm sýningar-
gestir um á sínum tíma.
Fyrir utan hina svo k.ölluðu
útiræktun rækta garðyrkju-
bændur græhmeti og ávexti
(tómata) í um það bil 4% ha
gróðurhúsa. Hafa þeir myndað
með sér félagsskap, Sölufélag
garðyrkjumanna (S.F.G.), sem
annast sölu og dreifingu afurð-
anna. — S.F.G. var stofnað árið
1940 af 14 garðyrkjubændum;
en nú eru félagsmenn orðnir 99
að tölu. Síðast liðið ár hefur fé-
lögum fjölgað all verulega, og
eru nú í S.F.G. flestallir gróður-
húsaframleiðendur landsins.
Sýnir þetta ótvírætt, að mönn-
um hefur aukizt skilningur á
því, að hagkvæmast er að sam-
einast um sölu og dreifingu
þessarar viðkvæmu og vandmeð-
förnu vöru, í stað þess að hver
og einn' sé að fara á milli kaup-
enda og bjóða hana hver í kapp
við annan, og sóa á þann hátt
allt of mörgum vinnustundum,'
sér og öðrum til óhagræðis. —
Sölufélag garðyrkjumanna er
ekkert „kröfufélag", heldur mið-
ar starfsemi þess að því að
lækka milliliðakostnaðinn og
þar með framleiðslukostnað
LAUTINANT úr her Norður-
Kóreumanna, sem flúði frá
kommúnistum 5. septembef,
heíur skýrt frá því, að það
hefði verið álcvörðun samein-
uðu þjóðanna um að fangar
fengju áð ráða, hvort þeir
sneru heim eða ekki, sem hefðí
iiaft sterk áhrif á ákvörðun
hans um að flýja.
Maður þessi heitir Lee Dong
Yup og er 29 ára gamall, frá
Pyonyang. Álitu kommar hanh
traustan fylgismann hinna á-
köfustu hermanna kommúnista
og hafði hann áður; dulbúinn
sem liðþjálfi, komið í veg fyr-
ir að meðlimir samnínganefnd
ar kommúnista í Panmunjom
flýðu yfir til bandamanna.
Kvað Lee, í útvarpsviðtali,
að hann hefði sannfærzt í Pan-
munjom um réttmæti þess, að
fangar fengju að ráða hvort
þeir sneru heim eður ei.
Kveðst hann með éngu móti
vilja snúa aftur til Norður-
Kóreu, ef kommúnistar sitja
þar að völdum.
Sagði Lee, að þeir Suour-
Kóreumenn, sem fylgt hefðu
kommúnistum, er þeir héldú
undan norður, ættu illa ævi og
langaði alltaf aítur suður í lýð
veldið. Enn fremur gat hann
þess, að ákvörðun hans um að
flýja stafaði einnig af „hínni
grimmdarlegu stjórnmála-
stefnu hins svokallaða „alþýðu
lýðveldis“, sem hann hefði orð-
ið að þola í Norður-Kóreu.
Lee lýsti öryggisflokki þeim,
sem hann starf'aði í í Panmun-
jom, sem „raunverulegum
njósnaflokki, er hafði það
starf með höndum að vernda
stjórn Norður-Kóreu“.
Píanótónleikar Jane Carlson
JANE CARLSON, ameríska
listakonan, hefup me.ð tveimur
píanótónleikum, sem hún hélt
hér í Austurbæjarbíói 19. og
22. þ. m. heillað hlustendur sína
með frábærri listtúlkun.
Á fyrri tónleikum sínum lék
ungfrú Carlson Toccötu í G-
dúr eftir Bach, Sónötu op 2 nr.
I 3 í c-moli eftir Beethoven, þætti
;úr „Ludus tonalis". eftir Hinde-
mith, svo og Pastorale og bæn
eftir Poulenc, „Hinar þrjár
Maríur“ eftir Villa-Lobos, Pre-
lude úG-cfúr eftir Rachmaninoff
og Capriccio eftir Dóhnanyi.
Á seinni tónleikum hennar
voru viðfangssfnin: Scarlatti:
Sónata í E-dúr og Paradies:
Toccata í A-dúr. Schumann: Só-
nata í g-moll op 22. Því næst
lélc ungfrú Carlson fjrr nefnda
þætti úr „Ludus tonalis“ eftir
Híndemith (endurtekna frá
fýrri tónleikum vegna áskor-
ana). Síðan lélc hún „Visions
£ugitives“ eftir Prokofiev og að
Iokum Toccata eftir Ravei.
Um listferil ungfrúariunar
hefur allmikið verið ritað í hér_
lend blöð áð undanförnu, og
skal vísað til viðtals við hana
í AB 21. þ. m.
Leiktækni og listtúlkun Jane
Carlson er með þeim ágætum
sem framast má verða. Leikni
hennar er þrungin vndisþokka
og stórfengleik og hver tónii
myndaður af næmasta skilningi
og djúphyggni. Listalconan gerði
öllum viðfangsefnum sínum hin
ágætustu skil, jafnt sónötum
Beethovens, Scarlatt-is og Schu-
manns sem tónverkum Hinde-
miths og Prokofievs og hinna
annarra nútímatónskálda, sem
hún lék eftir.
Strax í G-dur-Toccötu Bachs
mun engum, sem á hlýddu, hafa
dulizt, að hér var um óvenju
stórbrotna og í öllum atriðum
sannfærandi listakonu að ræða,
gæddri miklum persónuleik og
yndisþoklca, jafnt í listtúlkun
sinni sem í framkomu. Af tón-
verkum þeim, er ungfrú Carlsön
lék, munu interlúdíur og fúgur
Ifindemiths (10 að tölu) hafa
vakið einna mesta athygli
flestra, sem á hlýddu.
Leik ungfrúarinnar var for-
kunnar vel fagnað, og varð hún
að leika fjclmýrg nukalög. Er
mikill fengur að heimsókn
slíkra listamanna, og eiga þeir
þakkir skilið, er gangast fyrir
slíku.
Þórarinn. Jónsson.
AB 4