Alþýðublaðið - 25.09.1952, Page 6

Alþýðublaðið - 25.09.1952, Page 6
 Framhaldssagan 9 UNDIRHEiMAR OG Susan Morlev: Dr; Álfur Orðhengils: ÞANNIG ER AUDVELDAST AÐ SELJA PAPFÍR Það er klárt mál, að ef ein- Iiverjir sitja uppi með' pappírs- birgðir, sem þeir geta, einhverra hluta vegna, ekki losað sig við, -— jafnvel ekki í „sumarleyiis- bækur“ eða „spenr.andi ieyni- lögreglusögur“, þá verða þeir að grípa til einhverra örþrifa- ráða, til þess að koina honum í verð. Það dugar ekki að sitja luppi með einhver ósköp af rán- dýrum pappír, jafnvel iþótt fólk sé orðið leitt á ,,djörfum og hreinskilnum ástalífslýsingum“ og „hinurn dularfullu morðum undir skápnum í svefnherberg- inu“. Þegar fólkið fer að fussa við slíkum menningarverðmæt- um, er ekki um annað að gera, en að finna eitthvað annað handa því, sem það tekur betur við. Til dæmis vikubloð .... þau mega ekki fylgja neinum sérstökum stjórnmálaílokki; það nayndi takmarka kaupendahóp- inn. Þess vegna verða hinir „skráðu ritstjórar“ að vera allra flokka kvikindi, eða þó helzt slíkir, að enginn flokkur vilji marka sér þá. Og þar eð val frétta og mála, sem slík blöð taka til meðferðar, verður ein- göngu að rniðast við bissnissinn, þarf hinn Skráði ricstjóri því helzt að hafa slíkt orð á sér, að engum komi á óvart, þótt hann sé ekki sem vandaðastur, hvorki í orði, að heimildum né máls- (meðferð, og engum þyki þar af leiðandi ómaksins vert að segja honum til syndanna, þaðan af síður að sækja hann til ábyrgð- ar. Annað mikilsvert atriði er það, að finna það efni, sem eng- dnn telur virðingu sinni samboð- ið að lesa, en er þó sólgnari í heldur en brennivín, — og ekki skiptir það minna máli, að velja Blíkum frásögnum þann búning að orðbragði til, að allir hneyksl- ist á, — en finni þó til einhvers fiðrings í lægstu kenndunum. . . í>á mega hinir skráðu ritstjórar ekki vera uppnæmír fyrir um- tali, því að vitanlega er þeim kenndur allur ósóminn. Um skaphöfn hinna eiginlegu en óskráðu ritstjóra er hins veg- ar bezt að fjölyrða sem minnst. Hún mælir með sér sjálf, ejns og neftóbakið í gamla daga. Þq má ef til vill telia þeim það málsbætur, að fæst myndu þeir iskrifa af því, sem þeir skrifa, ef þeir hefðu minnsta grun um, að þeir yrðu nokkurn tíma við það orðaðir. . . i Virðingarfyllst i Dr. Álfur Orðhengils. AB - inn á hvert heimili! bland ótta og lotningar í fram komu hans fyllti hana forvitni og eftirvæntingu. Hún merkti að hér var einhver hætta á ferð um og hún sóttist eftir hætt- unni. „Ég?“ sagði hún með hægð. „Hvernig þekkir hann mig?“ „Hann veit allt. — Hann lét segja mér, að ég ætti að sýna þér hvernig þú ættir að koma þýfinu til hans. Þegar ég hef lokið því, þá á ég að fara“. „Hvernær ætlar þú að sýna mér það“? ; „Núna strax. Við getum far- ið nú þegar, ef þú vilt. Sjáðu“. Hann ýtti til hliðar lausum borðum í girðingunni umhverf is garðinn. Þar inni fyrir sá hún glytta í pokann, sem hann var vanur að fara með öðru hvoru. Hann leit á hana. Hún kinkaði kolli og brosti. Hann vissi vel, þótt sofandalegur sýndist, að hún myndi alls ekki vanmeta hættuna í sambandi við það verk, sem hún nú hafði tekizt á hendur. Hann hafði með lát- bragði sínu og orðalagi gefið henni í skyn, að það væri ekki heiglum hent. Hann var ánægð ur yfir að hún skyldi samt sem áður taka það að sér. „Hann fær oft kvenfólki þau verkefni, sem krefjast mestrar hugkvæmni og snilli“, sagði hann með drýgindasvip. „Hann hlýtur að hafa alveg sér stakt og mikilvægt hlutverk, sem hann ætlar þér að ynna ai hendi. Og samt ertu ekki sext- án ára ennþá, eða hvað?“ „Ég er sextán ára“ sagði hún. „Bráðum. Ég var ekki nema fimmtán ára, þegar ég var lát- in fara að brjótast inn í hús með ykkur. Ég átti hugmynd- ina að mörgum þeim innbrot- um, sem mestan gáfu arðinn. Kannske að hann hafi heyrt um það? Kannske að það hafi ráðið úrslitum um að hann vill að ég taki við af þér“? „Kannske“, sagði Sturrock um leið og hann beygði sig niður og tók pokann upp. „Kanske“. Þau lögðu leið sína niður Fleet Street og fram hjá St. Pauls dórnkirkjunni og alla leið niður til Cheapside. Þar á einu götuhorninu var stórt timur- hús. Á horni þess var búðar- hola, þar sem verziað var með pylsur. Þau óru þangað inn. Fyrir innan búðarborðið var hálfsköllóttur, síðbrýndur mað ur. Annað auga hans var hálf- hulið af stóru æxli, sem óx fyr ir niðan augað. Hann leit upp, þegar þau gengu inn. Hann hvessti heilbrigða augað á Glory um leið og Sturrock rétti honum pokann inn fyrir borðið. „Er þetta hún‘‘? spurði hann. Sturrock kinkaði kolli. „Hann veit hvernig hann á að fara að krækja í þær. Það má nú segja“ tautaði sá ein- eygði um leið og hann hvarf inn í hálfdimmt skúmaskot inn ar af búðinni. Sturrock sagði Glory á meðan frá því, að ná- unginn héti Ned Purfect, og hann væri sá eini af hjálpai- mönnum Paradine, sem hann vissi til að hefði beint samband við hann sjálfan. En þó ung væri, skyldi Glory, að hún myndi verða undantekning frá þeirri reglu. Það gæti verið, að Ned Purfect væri sá eini í þessu hverfi, sem fengi að tala við Innocent Paradine, en það myndu bráðum verða fíeiri . . . Viku seinna var Sturrock horfinn. Enginn í flokknum, að undanskyldri Glory, vissi hvað af honum hafði orðið. Faðir hans vissi það ekki heldur og kærði sig heldur ekkert um að vita það, og móðir hans hafði nóg með grænmetissöluna og systkini hans. Hún mátti ekki vera að því að halda uppi eftir- grennslunum. Glory tók við forustunni í flokknum. Hún kðmst brátt að raun um, að greioslan, sem hún fékk fyrú’ iþað, sem hún við og við afhenti Ned Purvect, voru vel úti látn- ar. Sem núverandi „kapteinn * í flokknum fékk hún greitt af óskiptu. Hreykin fékk hún móð ur Davanney peningana. Það hafði hún alla tíð gert reglu- iega. Hún hafði enga lögun til þess að halda neinu eftir af þeim handa sjálfri sér. jÞað yar einurigis ánægjan af starf ‘mu, sem laðaði hana að því, tekki launin, sem hún fékk í aðra hönd. Gamla konan meðtók pening ana með þakklæti, og þem hurfu niður í skjóðuna í pilsinu hennar eins og allir þeir pen ingar aðrir, sem hún tók á mótí. Þetta var veruleg viðbót á tekj ur hennar og meira en nóg tii þess að hún fengi endurgreidd pn kostnað vegna Glory og móður hennar uppi í þakher- berginu, sem íbúar hússins nú flestir höfðu gleymt að heitu mátti. Að minnsta kosti minnt- ist nú varla nokkur manneskja á hana framar. Þar sat hún annað hvort saumandi eða star andi út í loftið fram unda 1 sér. Enginn vissi, hvort það var fortíðin eða framtíðin, sem hún leiddi hugann að. Og ald- rei minntist Meredith á dóttur sína, né bað um að fá að sjá hana, og móðir Davanney lét sér það mjög vel líka. Einhverju sinni, þegar Glory afhenti móður Davanney laun- in sín, lagði hún fyrir gömlu konuna þá spurningu, hvort hún þekkti nokkuð til Innocent Paradine. Gamla konar varð niðurlút o" sagði ekki neitt. „Þú þekkir hann þá“, álykt- aði Glory. „Þú hefur séð liann. Iivernig lítur hann út? Segðu mér það“. Gamla konan ygldi sig. „Já. Víst þekki ég hann — ég hef séð hann. Það er bezt fyrir hvern__og einn að hafa s'em minnst- saman við hann að sælda.i Gerðu þig ánægða með að fá ekki að sjá hann, barnið mitt. Reyndu ekkert til þess. Þín biður annað og meira en Innocent Paradine. Gerðu þig ánægSa með það“. Og þar við sat. En fyrir kom. stundum, þegar Glory var hátt uð á kvöldin og sér fyllilega meðvitandi um töfrandi orku síns únga líkama, að hún varð skyndilega gripin kynlegu hug arástandi, sársælu samblandi kvíða og tilhlökkunar, sem hún með. engu móti gat shilgreint fyrir sjálfri sér. Fyrir hugskots sjóriir hennar leið draumsýi-j máttug, ögrandi og takmarka- laust heillandi. Og henni fannst alltaf að henni ýæri veitt at- hy-gli innan úr dimmu skúma- skötinu fyrir innan búðarhol- una hans Ned Purfect í Cheap side. „Hann er of óguðlegur til þess að þú eigir að hafa nokk- uð^sa-man við hann að sælda 1 ‘hafði móðir Davanney sagt . . . Hún heyrið sig í anda spyrja Sturrock: „Hvernig þekkir hann mig“? Og svar hans hijórnaði fyrir eyrum hennar: „Hann'fylgist með. Ég veit ekki hýernig. En hann bara fylgist méð manni. Hann veit allt um okkur“. j ‘Éf nóttin var heit, varð henni 'Sípndum á að fleygja ofan af séi.sænginni og teygia hraust- lega^úr sér. Og hún strauk kannske yfir ávöl, fullþroskuð ‘brjóstin, hlýjan líkamann. Þárinig lá hún í tunglsskininu og velti því fyrir sér, hvort engin takmörk gætu verið fyr- 'ir :því, hversu vel hann gæti fylgzt með. Blóðið suðaði fyr- ir-.’eýrum henni, hún kjassaði mjúkt, yndislegt hold eigin lík ama dns . . . Fylgdist hann einnig- með þá gÞannig stóðu málin árið 1805 í íMillington Lane. En úti í hin ujji stóra heimi gerðust miklir atburðir og örlagaríkir. Þaðgá var friðurinn, sem Eng lrmd og Frakkland höfðu samið sín a rnilli árið 1803, rofinn á nýi érida hafði hann í raun og vérú aldrei nema málamynda- friður verið. Drottinvaldurinn hinum megin Ermarsunds, Na,póleon Bonaparte, hafði alla tið'i'arið háðulegum orðum um ákvæði þessara friðarsamninga, simriingana frá Amiens, og haldið þá fyrir sitt leyti svo illa, að jafnvel enski forsætis- ráðherrann, Addington, sem að jafnaði var heldur seinþrey-ttur t|l vandræða, taldi sig ekki l|pgur geta setið auðum hönd- lÍiri. Þrætueplið var í þetta ^ipti: Eyjan Malta í Miðjarð- arháfi. Henni vildu Englending ar fá að ráða yfir í að minntsa kosti 10 ár enn og ætluðu að mota hann til þess að koma sér þar upp bækistöðvum fyrir 'P-. GÁMÁN OG i ÁLVÁRÁ Caruso og Cocaoola. Afkomendur ■ luns mikla söngvara Carusos hafa frá byrj- un mótmælt því heii'Tariega, a3 Mario Lanza skyldi fá að leika Caruso í kvikmynd, sem M.G.M. er að láta gera um ævi Carusog. Afkomendurnir hafa nú fengið nýja ástæðu til þess að mót- mæla og segja, að minningu Carusos sé stórlega misboðið. Ástæðan er sú, að í nokkrum borgum á Ítalíu liefur verið komið fyrir stórum götuauglýs- ingum, þar sem ameríski söngv- arinn, í gervi Carusos, er sýnd- ur þamba úr Cocacolaflösku. Þetta segja frændur Carusos að sé svo svívirðlegt, a'ð það verði ekki þolað af unnendum hins mikla söngvara. Sagt er, að fjöldi ítala sé á sömu skoðun. Eðlileg mistök.. f sumar áttu hjón nokkur á Englandi 75 ára hjúskaparaf- mæli. Bárust brúðlijónunum heillaskeyti víðs vegar að og meðal annars frá Winston Churchill forsæt’sráðherra. Brúðg'uminn sjálfur hélt aðal- ræðuna, sem þótti takast vel, nema það, að honum varð á ein skissa. Þegar hann minntist á skeytið frá Iforsætisráðherran- um, nefndi hann nafn Glad- stones í stað Churchills. Gull í garnatxmnu. , I ágúst í sumar fundu ítölsku yfirvöldin í Genova 17 gíló af gulli og platínu í vöruskemmu við höfnina. Verðmæti gullsins og platínunnar er áætlað 20 milljarðar líra eða 400 milljón- ir íslenzkra króna. Gullinu var .smyglað til Genova með norska flutningaskipinu „Tricolor“. Það var heilbrigðiseftirlitð í borg- nni sem fann smyglvöruna, er rannsókn var gerð á vörum í skemmunni. Ekki hefur verið látið uppskátt hvaðan gullinu var smyglað. Skotasaga. Skoti nokkur kom í manntais skrifstofuna: -— Ég er kominn til þess að tilkynna fæðingu sonar míns. Allt viðvíkjandi þvf var skrá- s-ett; en Skotinn stóð kyrr fyrir framan skrifarann og bjóst ekki til þess að fara. Var það nokkuð amiað? spurði skrifarinn. — Ja; ég vildi gjarnan fá að vita, hvað þetta kostar. -— Skrásetningin kostar ekki neitt, sagði skrifari’in. — Ekki neitt? Þá er mér víst alveg óhætt að lilkynna, að hann á tvíburasystur. AAAAAAAfiihAjftii áuglfsið í AB Handavinnukennsia Byrja handavinnunámskeið mín eins og að undan- förnu fimmtudaginn 2. október. — Dag- og kvöldtímar. Fjölbreyttar útsaumsgerðir. baldering, orkering, hekl, bastvinna o. fl. Verkefni fyrirliggjandi. Nánari upplýsingar næstu daga frá kiukkan 10 f. h. til 8 e. m. ÓLÍNA JÓNSDÓTTIR, Leifsgötu 5. Sími 3196. fuÍiiInQimenn séra ARELIUSAR NIELSSONAR t? hafa opnað skrifstofu í Efstasundi 59. Skrifstofan er opin frá kl. 5—7 og 8—10 e. m. SÍMI 4925. AB 6 ..YÍldA*? jföírní-p )u! 11 'é/i’ iakbju

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.