Alþýðublaðið - 10.12.1952, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.12.1952, Blaðsíða 7
■F E L A G S L I F Rf. 227 25 ára í dag AfmælisfágriáSurinn hefst i Góðtemplarahúsinu í kvöld, mi'Övikudaginn 10. des., kl. 8. Dagskrá: 1. Samkoman sett: Jón Hafliða 'son, fulltrúi. 2. Minni stúlkunnar Fróns: Lud vig C. Magnússon, skrifstofu- stjóri. 3. Gamanþáttur um daginn og veginn: Alfreð A.ndrésson, leikari. 4. Ávörp gesta. 5. Tvísöngur: Guðrún Á. Símon ar og Guðmundur Jónsson, með aðsíoð F. Weizzhappels. 6. Dans. $ GóS-ósfýr-mnlend. Framhald af 5. síðu. Þetta er leiöin til bættrar afkomu atvinnuveganna og aukinnar atvinnu. — Þetta er leiðin til aukinnar kaupgetu og örari viðskipta, — þetta er ieiðin til lækkaðrar dýrtíðar og þar með lækkaðs rekstrar- kostnaðar ríkisbáknsins og allrar starfrækslu í landinu. Þetía cr leiðin til betra lífs ó Islandi. Og það er ekki sök verka- iýossamtakanna, ef við berum ekki gæfu til að fara hana í þetta sinn. VANBAMÁL HEKSET- UNNAR. Eg kemst ekki hjá því að víkja nokkrum orðurn að þeim vandamálum. sem skap- azt hafa við veru hins erlenda setuliðs, sem nú dvelur í land- inu. Eg var andvígur því á sín- um tíma, að ísland gengi í At- lantshafsbandalagið, og taldi að ísland ætti í lengstu lög að halda sér utan við öll hernað- arátök stórvelda. Meirihluti alþingis var sem kunnugt er á annarri skoðun og' taldi, að örj^ggi landsins væri í hættu, ef við gengjum ekki í banda- lagið/ Þegar setuliðið settist hér afkíyrir hálfu öðru ári, var það auðvitað bein afleiðing af þátt- töku okkar í Atlantshafs- bandalaginu. Um þær mundir var útlitið í alþjóðamálum mjög uggvænlegt. Kóreustríð- ið hafði brotizt út og enginn yissi nema sá neisti gæti orðið til.að kveikja alheimsbál, þeg ar minnst varði. Af þiessum sökum féllst ég á það sem il‘a nauðsyn, að fámennt erlent setulið settist hér að um stutt- aii tíma, meðan séð væri, hvað yrði úr þeim átökum milli voldugra aðila, sem þá voru hafin. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Kóreustyrjöldin hef ur ekki breíðzt út til annarra j landa, svo að okkur geti staf- j að' hætta af. Það standa því vonir til, að ástandið í heims- málunum geti breytzt svo inn- an langs tíma, að íslendingar geti endurskoðað afstöðu sína til erlends setuliðs í landinu. En í því efni verðum við óef- að að taka ákvarðanir okkar með fullri hliðsjón af aðgerð- uni nánustu nágranna og vina þjóða okkar. Við erum í þessu efni hlekkur í keðju, sem hvergi má rofna. Hlýtur það að vera ósk allra góðra ís.- lendinga, að erlent herlið hverfi héðan, svo fljótt sem mögulegt er. Sama' er afstaða' allra þjóðá, sem orðið hafa að veita erlendu herliði móttöku. Og allar slíkar þjóðir líta á 'veru erlends herliðs í löndum I sínum sem neyðarástand og byrði, sem aðeins verði þoláð sem öryggisráðstöfun á hættu j tímum. Eigum við því samleið með öðrum þjóðum í þessu efni. Því miður hefur ríkisstjórn- in ekki revnzt röggsöm í þessum málum fremur en öðr- um og verður að krefjast þess, að skýrar reglur séu settar og þeim haldið í heiðri, meðan við verðum að sætta okkur við þetta léiðá tvíbýli í landinu. Stjórnarvöldin verða að sjá svo um, að hvor búi að sínu, herinn og íslendihgar, því að sé þess ekki gætt, er þjóð- erni og menningu ökkar fá- mennu þjóðar stefnt í .tvísýnu og jafnvel voða. Af því höfum við þegar fengið alvarlega reynslu. íslendingar viija eiga góða og friðsamlega sambúð við allar þjóðir, og þeirra æðsta ósk er sú. að fá að vera í friði fyrir öðrum þjóðum. En það mun engi.nn lá þeim, að þeir Vilji ekki fórna menningu sinni og sjálfstæði og þannig ekki þola, að ísland verði hernaðarstöð um aldur og ævi. En með menninngu vorri og sjálfstæði yrði það goldið, eí svo færi. Þetta vil ég segja hér, svo að enginn þurfi að vera í vafa um afstöðu mína í þessum málum. VERSTA STJÓRNIN. Það er mál manna — og sann mæli —að núverándi ríkis- stjórn Sjálfstæðisfiokksins og Framsóknarflokksins sé ein hin íhaldssamasta og versta, sem í þessu landi hefur setið, og er það hafið yfir allan efa, að mörgu því versta, sem nú við- gengst í okkar landi, má kenna um stefnu stjórnarinnar. Stjómin byrjaði feril sinn með gengislækkuninni, fyrir hálfu þriðja ári. Menn mur.a eftir hinurn fögru loforðum um ,.hliðarráðstafanir“, sem áttu að gera þessa ráðstöfun léttari öllum almenningi, en þau loforð voru algerlega svik in. Menn muna eftir því, að sérfræðingar stjórnarinnar fuli vissuðu þjóðina um, að fram- færsluvísitalan mundi hækka um ein 11 — ég endurtek ell- efu — stig, en nú er hún kom in upp í sex sinnum ellefu stig, eða því sem næst. Menn muna fullyrðingarnar um það, að gengislækkunin mundi verða allra meina bót fyrir þjóðina, koma atvinnuvegunum á réttan kjöl og gera hana efnahagslega sjálfstæða. Nú eru atvinnuveg irnir verr staddir en fyrir þessa gengislækkun og við skiptajöfnuðurinn óhagstæðaii en nokkru sinni. Menn m'una loforðin um lækkun skatta og tolla — en þeir hafa stöðugt farið hækkandi. Menn muna einnig þau aðvörunarorð al- þýðuflokksmanna, að þessi gengislækkun mundi aðeins leiða til annarrar-gengislækkun ar — og svp koll af kolli. Og nú er svo komið, að sumir þeir menn, sem ákafastir voru í síð- ustu gengislækkun, eru farnir að tála sig sveitta um nýja lækkun krónunnar. STÆRSTA HNEYKSLIÐ. Og þá kem ég að versta hnéykslinu í verzlunarmálun- um, eins og þau hafa verið und ir stjórn háttvirtrar ríkisstjórn ar, en það er bátagjaldeyririnn. Þar keyrir fyrst um þverbak. Nú er það að vísu ekki nýtt og^-ekki óeðlilegt, að innflutn- ingsgjöld á ónauðsynlegum vörútégundum séu notuð til að styrkja bátaútgerðina, þeg- ar hún er aðstoðár þurfi. Sn með bátagjaldeyrinum hefur ríkisstjórninni tekizt að kema þessum málum svo fyrir, að fyrir hverja krónu, sem bátarn- ir fá, rennur önnur krónan í vasa lieildsalanna, sem vörúna flytja inn! Það er eitt að taka fé af landsfólkinu til þess að halda atvinmitækjum þess gangandi, en það er annað og verra að. leyfa heildsölum að tvöfalda þennan skatt og taka helming- inn í sinn vasa! Slíka verzlun- arhætti geta landsmenn ekKi sætt sig við, enda eru fáheyrð ar þær raddir, sem mæla þessu! bót. Uingmenn Alþýðuflokks- ins hafa nú lagt fram hér á alþingi frumvdrp um end- urskipulagningu þessara mála, þar sem bení er á ráð til þess að skera meinsemd- ina úr bátagjaidéyrisskipu-- laginu og fyrirbyggja með öllu það brask, sem því héf- ur verið fylgjandi. I þessu frumvarpi eru ákvaeði um nýja skipun markaðsléitar fyrir afur'öir báíaflotans, og þar er það fyrirbyggt, að frysUliúsin fái nróðurpart hugsanlegrar aðstoðar, en sjálfir bátarnir lítið sem ekkert. Iiefur Ajlþýðuflokk urinn með þessu frumvarpi sínu á fyililéga ábyrgan og framkvæmanlegan hátt sýnt fram á lei'ðir til úrbóta 'í þcssum efnum, sém jafn- framt mundu fyrirbyggja liið hneykslanlega brask með bátagjaldeyrisvörurnar. Ég þarf ekki að taka fram, að kommúnistar hafa ekki frek ar en fyrri daginn sýnt ábyrga umhugsun eða andstöðu í þess um efnum, og hafa þar ekkert nema lýðskrum ffam að færa. Enda ekki annars að vænta úr þeirri átt. AÐBÚÐIN AÐ IÐNAÐINUM. Margt er nú þegar upp tal- ið, en syndaregistur hæstvirtr ar ríkisstjórnar er hvergi nærri tæmt. Snúum okkur næst að iðnverkafólkinu, sennilega fjölmennustu stétt þessa lands, og leyfum því að leggja nokkr ar spurningar fyrir hæstvirta ríkisstjórn. Það spyr: Af hverju hafa verksmiðj- urnar verið neyddar til að draga saman seglin eða loka dyrum sínum! Af hv<erju er þjálfað • iðnverkafólk látið sitja auðum höndum, meðan þjóð- inni er á engu meiri þörf en aukinni framleiðsiu? Ég geri ráð fyrir, að hátt- virt rrkisstjórn muni svara þessu með hagfræðikenningum hirðspekinga sinna á þá lund, að geti íslenzkur iðnaðúr ekki keppt við erlendan, eigi hann ekki rétt á sér, því að hver eigi að vinna það, sem hann getur bezt gert, — íslendirig- ar eigi að veiða fisk en flytja inn iðnaðarvörur. Þessi hagffæðikenning hef- ur nú verið reynd hér á landi, og ekki reynzt vera rétt, hvað okkur viðvíkur. jSjávarútveg- urinn hefur ekki getað tekið við fleira fólki og árangurinn hefur aðeins orðið atvinnuleysi og stórvandræði iðnfyrirtækj- anna. Þessi kenning er hér á landi álíka skynsamleg og það væri af bónda í sveit að segja konu sinni að kaupa allt utan heim- iiis, sem ódýrara fáist að- keypt. En hætta að prjóna sokka, af því að það séu til verksmiðjur, sem geta framleitt sokkana ódýrar og jafnvel bet- ur. Hagur bóndans væri sízt betri, þótt konan fylgdi slíkú ráði: Þannig er það augljóst mál, að íslendingar verða að hlúa að iðnaði sínum, gefa hon um tíma og tækifæri til að þroskast og bæta sig, því um það verður ekki villzt, að fram tíðarafkoma íslenzku þjóðar- innar er að miklu leyti undir því komin, að hér rísi upp stór fölidur iðnaður, og þá fyrst og fremst stóriðnaður. Við Alþýðuflokksmenn höfum lagt fyrir alþingi til- lögur okkar í þessum efnum. Þær eru á þá lund, að toll- ar verði litlir sem engir á liráefni til iðnaðar, en fari stighækkandi, eftir því sem í fallegum kössum, tilval- in jólagjöf. — hreinsefni komið aftur. -I Hreinsa má allan vefnað, • sem þolir vatn, með Sj Sparið peninga og hreins • ið sjálf gólfteppi,N hús-:| gögn, föt og annan vefn- *i að með • H F Franskar, glitofnar silki- slæ'ður, margir litir. Til- valin tækifærisgjöf. SB S s s s s s s s t } Grettisgötu 44. Sími 7698. I I s! s1 s! s s' S;- S; S1 varan er meira unnin. Þetta cr hin eina rétta leið í þess-. um efnum, því að það geng- ur vitfirringu næst að flytjai erlent vinnuafl inn í landið í formi fullunninnar vöru, meðan atvinnuleysi er í lantl inu sjálfu. Við verðum a'ð láta íslenzkar hendur ganga fyrir öllum störfum fyrir xsi lenzku þjóðina. , Lausn virtnudeilunnar. Lækkun dýrtíðar og bætt kjör hinna vinnandi stétta, -— þetta eru kjörörð dagsins og megin viðfangsefni þings og stjórnar. HHaveilá...! Framhald af S. síðu. leir til leirmunagei'ðar og' taí að hefur veri'ð um saltvinnslu úr sjó með cimir.gu. VEGUR NAUÐSYNLEGUR. Énu er svo, að illfært er á bifreiðum á Reykjanes, hvort heldur er frá Grindavík cða ííöfnum. Vegur befur veriið ruddur með ýtu frá Höfnum suð'ur á nesið, eia elkkert hef- ur veriS borið ofan í hann. Þyrfti nauð'synlega að gera þaö þegar á næsta ári, ekki eipungis vegna liugsanlegra framkvæmda þar syðra eða iindirbúniiigs þeirra, heldur I og vegna annavra ástæðna. ! Meðal annars slysavarna. ^BROTAJÁRN ÚR CLAM. Eins og menn xnuna strand aði olíuskipiff Clam við Réykjanes fyrir nokkrum misserum. Liggtú’ flakið þár uppi undir landsteinuni, og í sumar var farið meff stóra vörubíla þangað suðureftir og sótt brotajárn í flákiff. MUn járniff hafa vériff flutt út-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.