Alþýðublaðið - 21.01.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.01.1953, Blaðsíða 4
lliilWIIUIillilWiiiiwiii T s iipaiBiiŒE s > t Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: s ) s ^ Hannibal Valdímarsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. ? S Blaðamenn: Loftur Guðmundsson og Páll Beck. Auglýsinga-S •stjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Aug-^ S lýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjaa, 3 ) Hvérfisgötu 8. Áskriftarverð 15 kr. á mán. í lausasölu 1 kr.s C S Umtalið um Álþýðuflokkinn SÍÐAN flokksbingi Alþýðu flokksins lauk, hafa verið miklar umræður um Alþýðu flokkinn. Þjóðviijinn varð fyrst ofsaglaður yfir því að Stefán Jóhann Stefánsson væri nú ekki lengur formað- ur Alþýðuflokksins. Talaði blaðið fjálglega um spreng- ingu og klofning í flokknum og hélt því fast að sínu fólki, að nú hefðu mikil tíðindi gerzt. Næsta viðbragð Þjóðviljans var það, að hinn nýi formað- ur AlþýÖuflokskins væri hinn versti verkalýðssvikari, og virtist þá ofsagleðin yfir for- mannsskiptunum mikið vera farin að dvína. En brátt varð líka hljótt um það. — Það var eins og ritstjórarnir væru ekki alveg hárvissir um, að sá boðskapur gengi í ver.ka- menn almennt. Og nú er línan orðin sú, að engin breyting, sem teljandi sé, hafi orðið á flokksþing. inu. Nú er ekki lengur minnst aukateknu orði á spreng- ingu, byltingu eða klofning. Allt sé eins og áður var. Hannibal sé viljalaust verk- færi annarra, þreyttur maður og dáðlr.us með öllu. — Og svo sé Hannibal ofan á allt annað enginn rithöfundur. Niðurstaða Þjóðviljans virð ist því vera sú, að það sé ekki til mikils fvrir verkafólk eða aðra að ver.a að bugsa um að þyrpast í Alþýðuflokkinn — Mætti jafnvel skilja kommún istablaðið svo, að illt úr illu geti fólk alveg eins látið sig hafa það, að vera kyrrt í kommúnistaflokknum — fyr- irgefið: Sameiningarflokki alþýðu ■— Sósíalistaflokkn- um. Morgunblaðið hefur verið dapurt i bragði. Það óttast bókstaflega um framtíð AI- þýðuflokksins. Einstöku skammakast hefur þó hinn grobbni risi Golíat fengið við og við, og þá hefur hann und antekningarlaust beint orð- um sínum til hins nýja for- manns Alþýðuflokksins. En eftir hvert reiðikastið hefur harmur og hugarvíl aftur setzt að í brjósti hans, og þá hefur hann haft það til að bregða sér í gerfi vestfirzkr- ar verkakonu og tárast yfir vonzku þess fólks, sem nú ráði Alþýðuflokknum. Það er eins og lesandinn geti næst- um séð fyrir sér „verkakonu Morgunblaðsins“ bregða svuntuhorninu snu upp að útgrátnum hvörmum. ■—■ Og hver er svo harðbrjósta, að komast, ekki við af slíku? Nú hefði fólk getað látið sér detta það í hug, af fyrri reynslu, að ófarir Alþýðu- flkokisins yrðu Mofgunblað/- inu og íhaldinu mikið fagnað arefni. En hryggðina setti þá fyrst að Mogga-tetri og fólki hans, þegar Alþýðuflokknum vegnaði vel og útlitið benti til bjarfrar framtíðar. Og einmitt þessa vegna eru alþýðuflokksmenn ánægðir mjög með undirtekir Morg- unblaðsins. — Harmur þess er örugg vísbending um vel- gengni Alþýðuflokksins. Vísir er líka ágætur. Hann ætlar Hannibal og hans mönn um daglegt rúm í blaðinu, og á betra verður ekki kosið. Hann spáir illa fyrir flokkn- um. Gerir mikið úr sundrri ungu og óánægju innan hans, en er samt gramur yfir þess- ari þróún allri. Eru margir undrandi yfir þeim óánægju- són, þar sem andstöðuílokkur á þó í hlut. Iiví eru Vísir og Morgun- blaðið ekki með hýrri há, þeg ar þau telja að andstæðingur ,þeirra sé á glötunarbarmi? Það er spurning, sem margur maðurinn er að velta fyrir sér um þessar mundir. Eða þá á hinu Ieytinu: Hvers vegna taka þessi blöð þá ekki gleði sína í bili a. m. k., þegar þau sannfrétta um vel sótta og fjöruga fundi hjá Alþýðuflokknum. —■ Hvers vegna hýrnuðu þau harm- þrungnu blöð íhaldsins þá ekki, þegar 70 nýir félags- menn gengu í Alþýðuflokks- félag Reykjavíkur á dögu.n- um. Og hvers vegna ráku þau ekki upp fagnaðaróp á laug- ardaginn var, þegar, 78 nýir félagsmenn gengu í Alþýðu- flokkinn á Akranesi? Sú þögn talar líka skýru máli, og verður ekki misskil- in. — Hryggð og gleði og skammir andstæðinganna, eru öllu alþýðuflokksfólki mikið fagnaðarefni. Þetta er allt eins og bezt verður á kosið. — Alþýða íslands er vöknuð og er ákveðin í að sigla sæ- rokin gegn íhaldsöflunum í landinu. Við finnum, að nú er óskabyr, en munum ótrauð beita upp í og taka barning- inn, ef á þarf að halda. fæst í Flugvallarbúöinni á Keflavílcurflugvelli. \ Kaupið Alþýðíihla&ið BALLETTSYNINGAR þeirr. ar. sem boðuð hafði . ver'ð í þjóðleikhúsinu og á vegum þess. var beðið með meiri og almennari eftirvæntingu held- ur en venja er til um leiklisfar- atburði, .og viðtökurnar, sem hún hefur hlot.ið, sýna að áhorf endur hafa ekki orðið fyrir von brigðum. Verður og ekkí annað' sagt, en að myndarlega fari hinn ungi ballettsköU þjóðleik- hússins af stað, er hann g'etur efnt til slíkrar sýningar eftir aðeins tæpra fjögurra rnánaða starf. Ber fyrst og fremst að þakka það hinum mikiihæfa og dugmikla kennara, 'danská ball ettmeistaranum Erik Bidsted og konu hans, sem haía unnið þar mikið starf og go.tt, og náð mifclum árangri, en um ]eið ber ®tess að minnast, að fleslir hínna yngri nemánda skólans hafa áður stundað nám í þess- ari listgrein um þriggja til fjög- urra ára bil undir handleiðslu innlendra kennara. Enda væri slíkur árangur, sem nemenda- sýningin bar vitni, með öliu ö- hugsandi ef um algera byrjend- ur hefði v.erið að ræða, en ekki verður hlutur ballettmeistarans minni fyrir það. Hann og kona hans hafa lagt traustan gru.nd- völl að starfi hins unga skóia, en hvernig verður um íramhald ið, nú er þau liverfa á brott? Sýning þessi var þríþætt; æf- : ingasýning nemenda, ballett- j þáttur dansaður af þeirn Iijún- j um Erik Bidsted og Lise Ksc-'.e- gaard og að síðustu ballsttinn ,,Ég bið -að heilsa“, samin.i af, Erik Bidsted við tónverk Karls O. Runólfssonar og byggður á ; samnefndri sonnettu Jónasar Hailgrímssonar. j Nemendasýningin hófst með þjólfunaræfingum yngrj og eldri nemenda við slá. Vakti það einkum athygli, að yngri nem'endurnir sýndu meiri ná- kvæmni í samiræmi hreyfinga við hljómfallið heldur en þeir eldri, en auk þeiss var og betra heiildarsamræmi í armhreyfing um iþeirra. Æfingarriar úti á gólfinu tókust mjög vel, eink- um hinar þrjlár écossaises. Barnadansinn úr ,.Elverhöj“ vakti mikla hr.ifningu áhorf- enda, enda áttu hinir kornungu listamenn, Guðný Eriðsteinsd. og Helgl Tómasson lófaklappið vel skilið, bæði fyrjr góðan dans og einkar viðfelld.na og látlausa framkomu. En leitt er það, að aðeins einn drengur skuli vera meðal nemenda skól ans og í rauninni lítt skiljan- legt; ballett er ekki siður list- grein lcaria en kvenna. í „Valse brillant,e“ kom frarn undraverð tækni, einkum þegar tekið er tillit til hins nauma undirbún- ingistíma. Bar dans þeirra Sigríðar Ármann, Guðnýjar I Pétursdóttur og Irrny Toft ' vitni mikilli fæknilegri frarn- j för. Irmy Toft er nýkomin , heim eftir námsdvöl í Bretlandi, og er auðsætt. að sú dvöl hefur orðið henni að miklu gagni. Þátturinn úr ball.ettinum „Þyrnirósa“ var miög glæsileg ur og heillandi í túikun og með ferð Iþeirra hjóna, einkum þó samdansinn (pas d.es deux). Vafalaust er Lise Kæregaard bezta ballettdansmær, sem hér hefur sézt á sviði, að M. Schanne undanskilirini. Bar all ur dans hennar vitni óskeikulli hnitmiðun og nákvæmni, jafn- vægi og mýkt, nema hvað hún virtist ekki hafa fullkoniið vald á hvirfilsnúningnum (pirouett- es e chaines). Eindans Bidsteds Lisa Kjærgaard og Erik Bidsted í ballettinum „Ég bið að heila var, því miður, of stuttur til þess, að hann gæfi áreiðanlega hugmynd um. getu bans á því sviði, að öðru ieyti en hví. að hann virðist mjög öruggur og hrejífingarnar f jaðurmagnaðar. Sem mótdansari er hann auð- sjáanlega svo seni bezt verður á kosið. Þá er komið að þriðja og síð- asta þætti sýningarinnar, —■ þeim. sem beðið var með mestri eftirvæntingu, — ballettinum ,,Ég bið að heilsa“. Sumir hafa of til vill beðið hans með nokkr um kvíða; talið ósennilegt að kliðhsnda Jónasar, sem er þrungin angur.blíðum töfrum trega og heiimfprár, og hið ljúfa lag Inga T. Lárussonar, sem samgróið er orðið þessum ljóð- línum í hug nianna, myiidi þola handfjötlun óviðkómandi, án þess að láta nokkuð af feg- urð sinni. Um ballettinn sjál-fan er það að segja, að yfir honum hvílir léttur, hugðnæmur b!ær, þótt varla nái dansinn sjálfur að túlka hina lyrisku stemningu ljóðsins, seim -ekki er h-sldur SE.nngjarnt að krefjast. Hö-fund inum, Erik Bidsfed, er þar mik ill vandi ó höndum, þar sem er hið viðkvæma viðfangsefni, — ljóðið, — annar.s vsgar, en hins vegar túlkeriduriiir, fl.estir. að m-sira eða aninna leyti viðvan- ingar, miðað við þá, sem gert hafa sér balleítdansinn að ævi- staríi. Þegar þessa tr gætt, sæt Frh. á 7. s.ðu. mmúm EITT AF ÞVÍ, serri mér virð j ist horfa til mikilla heilla í| skemmtana- og menningarlífi | þjóðarinnar, er' hin síaukna iðkun léiklistar utan Reykja- víkur. Er það orðið títt, að leikfálög í bæjum og þo'pum fái leikmenntaða og leilcvana menn úr höfuðaíaðnum sem leiðbeinendur og leikstjóra, og ! virðist þetta gefa góða raun. j Ég var stad.dur austur á j Eyrarbakka nýlega. Þá kom J þangað Leikfélag Selfoss og | lék þar gaman leikinn ö íyó lék þar gamanleikinn Æskan við stýrið. Lelkurinn er eftir Hubert Griffith, brezkan leik- ritahöfund og gagnrýnanda. Leikur þessi er vel saminn og í honum noltkúr veigur, stefnt þar ádeilu að skriffinnskunni og yfirborðsm-enns.kunni í við- skipia- og fjármálalífi nútím- ans. Ég sótti leiksýningima á Eyrarbakka, og þótti mér þar sitthvað svo vel gert, að mér þykir ágtæða til að vekja á því athygli. Hinn gamla bankaráðsfor- mann leikur Karl J. Eiríks,, og honum hefur bar tekizt að skapa bráðlifandi ó.g skemmti- Iega persónu, sem áhorfandinn man.eins og hann hafi kynnzt henni á vettvangi dag.sins. Sig- ursteinn öi af sson leikur og þannig svika-hrappinn Warran- der, að har.n í cllum sínum ó- líksndum verður sannilegur — og einkum tekst Sigursteini að gera hann lífrænan, þar sem hann byrjar hiklaus feril sinn, vítandi það. að hann hefur allt að vinna og engu að tapa. Ung frú Þorbiörig Sigurðardóttir leikur vélritúnarstúlku d.iarf- íega og hressilega, og þó að Hulda Brynjólfsdóttir sé nokk nð þyngslaleg í hlutverki Gnnu, dóttúr bankaráðsfor- mannsins, er hún samt rnann- leg og viðfelldin. Guomunclur Guðmundsson íór og furðuvel með hlutverk VVilliams banka- ritara. sem er hin vélræna vanafasta og smámunalega reglusemi klædd holdi og (Frh. á 7. síðu.) á — Alþýðubiaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.