Tíminn - 20.08.1964, Blaðsíða 15
VÍÐAVANGUR —
hér en í nokkru öðru þjóðfé-
lagi, hvort heldur það er vest-
rænt eða austrænt, og í mörg-
um tilfellum er meira að segja
ástæða til að ætla, að það sé
eðlilegri þróun atvinnulífs fjöt
ur um fót, að stjóiuiendum
fyrirtækja séu borguð of lág
laun fremur crn of há.“ Þarna
er einmitt komið að kjarna
málsins. Forstjórar einkafyrir-
tækja og athafnamenn hafa í
bókhaldi fyrirtækjan-na og á
skattskýrslum rúmleaa verka-
mannalaun, þótt raunverulega
hafi þeir hu'ndruð þúsunda árs-
laun, ef allar grefðslur fyrir-
tækjanna til þeirra, sem eru í
ýmsum myndum, væru fram
taldar.
Þegar fundið er að svívirði-
legum skattsvikum þessara
mann-a kallar Mbl. það „ís-
lenzka öfund“. Ritstjórar Mbl.
eru ekki öfundsverðir af því
að þurfa að láta slíkt blóð
drjiúpa úr penna sínum, en
me»nn ættu ekki að fara í graf-
götur um það lengur fyrir
hverja þeir skrifa.
GEGGJUÐUST
Framhald af 16. $t5u.
jnu, að á þessari fimm-sýningu
hefði verið mest af smákrökkum,
Dg öll hefðu þau virzt vera sam-
taka í að ösk.ra og æpa, hávaðinn
hafði borizt út á götu, en margt
fullorðið fólk hefði flúið úr kvik-
myndahúsinu. í kvöld sagði hún
að* mætti búast við eldri ungling-
um, og er ekki gott að vita,
hvernig þeir hagasér.________
ÍÞRÓTTIR
Framhald af 5. síðu.
myndar miðjutríóið með Ellert og
Þórólfi. Þessi framlína virðist
mjög sannfærandi og vonandi að
henni takist vel upp á sunnudag-
ínn.
Þess má geta, að landsleikurinn
á sunnudaginn verður 3. lands-
leikur fslendinga og Finna í
knattspyrnu. íslendingar mættu
Finnum í fyrsta skipti í Reykjavík
1948 og sigruðu þá með 2:0. í
annað skipti mætti fsland Finn-
landi 1956 og sigruðu Finnar ís-
land í það skipti, 2:1.
Leikurinn á sunnudag hefst kl.
16. Dómari verður írinn Graham,
en línuverðir Baldur Þórðarson og
Grétar Norðfjörð.
ÍÞRÓTTIR
hlaðist upp hjá KR-ingum. Við
höfum engan knattspyrnuheið
ur að verja, og tap skiptir raun
verulega sára litlu máli, jafn-
vel tveggja stafa tala En já-
kvæðar hlíðar eru margar,
kynning á fslandi t. d. og senni
lega fáum við meiri pressu á
Englandi í sambandi við þessa
leiki við Liverpool en gegnum
allt „þorskastríðið“.
Ég persónulega hefði ekkí
vilja skipta á leik við Liver-
pool og t. d. við norskt eða
finnskt lið, þótt það hefði gefið
KR einhverja möguleika á að
komast í aðra umferð keppn-
innar. Já, KR-ingar voru sann
arlega heppnir að draga Liver
pool. Sama lán lék við danska
liðið B1909 að áliti Dana, sem
mun leika við Real Madrid á
næstunni og hætt er við að
danska liðið tapi ekki síður
stórt en KR. Við munum að
Real Madrid lék sér að
Glasgow Rangers í fyrra eins
og köttur að mús — og vann
með meiri mun í Madrid (6-0)
en KR tapaði fyrir Liverpool
Og þó eru margir hér á
Iandi, sem álíta Rangers mjög
gott lið. Og Danir hafa áður
verið svo heppnir að lenda á
móti Reál Madrid, B1909 fyrir
nokkrum árum. Það lið sótti
ekki gull í greipar hinna
spönsku leikmanna á leikvell
inum (9-0 í Madrid), en gjald-
keri B1913 fékk nðg gull að
telja, eftir Jeikinn í Óðinsvé-
um.
Það er hætt við því, að lið
smáþjóðanna tapi alltaf með
miklum mun fyrir beztu liðum
milljónaþjóðanna í Evrópu-
keppninni, en við því er ekkert
að segja. Aðalatriðið er að vera
með. í fyrra léku norsku bikar
meistararnir, Gjövik Lyn, við
lið frá Kýpur í 1. umferð
Evrópukeppni bikarliða og tap
aði báðum leikjunum, samtals
með 7-0 (6-0 á Kýpur og 1-0
í Noregi), og í næstu umferð
tapaði þetta Kýpurlið gegn
Sporting Lisbon, sem sígruðu
í keppninni, með 1-16. Já, það
er hægt að nefna ýmsar tölur
í sambandi við Evrópukeppn-
ina, en látum þetta nægja. Þátt
taka okkar í Evrópukeppninni
er nú orðin staðreynd og verð-
ur vonandi haldið áfram.
—hsím.
MÉR LÍÐUR ILLA . . .
Framhald af 16. síðu.
— Jú, hingað til hef ég
ekkí haft aðstöðu til annars
en að mála með vatnslitum, en
nú hef ég fengið inni hjá
Skjólfatagerðinni, þar sem
maðurinn minn vinnur, og get
því reynt mig við olíulitina.
—- Hver er maðurinn þinn,,
Sólveíg?
— Hann heitir Árni Jónsson
og er fulltrúi hjá Skjólfatagerð
inni. Við kynntumst úti í Lond
on, þar sem ég var við nám í
Heatherley School of Art I
London. Hann er einn minn
bezti kritiker og er alltaf með
mér á öllum mínum ferðalög-
um. Þegar ég býð kunningjum
mínum að líta hér ínn, segi ég
það sé i af því, að við Árni sé-
um að fara af stað með sýn-
ingu. Við eigum fjögur börn,
það elzta 16 ára og það yngsta
5 ára.
— Er ekki erfitt að sam-
ræma heimilishaldið og mál-
aralistina?
— Nei, alls ekki, mér líður
hreinlega illa, ef ég mála ekki,
þá kem ég engu öðru í verk
heldur. Ég geri skissur á ferða
lögum mínum og vinn svo úr
þeim, þegar heim er komið.
Hér er t. d. ein mynd, sem ég
málaði af gígnum útí í Surts
ey, en hún er ekki til sölu, þar
sem ég ætla að reyna við hana
aftur í olíulitum til að ná hitan
um betur. Skíssuna gerði ég
úti í Surtsey fyrri partinn í
sumar.
— Hvað verður sýningin
lengi opin?
— Hún verður aðeins opin
í fjóra daga frá og með föstu
deginum frá klukkan 14—22.
Sýningin verður ekki fram-
lengd, því ég barf að taka á
móti börnunum, sem eru að
koma úr sveitínni. Ég geri
ekki mikið annað en að stýra
honum syni mínum, þegar
hann er kominn heim. Hann
er yngstur af börnunum, að-
eins fimm ára, og við heima
köllum hann Denna dæmalausa.
ÍSLANDSKORT
Framhald al 16. síðu.
kort, ýmsar Ieiðsögubækur, er
lend dagblöð og vikublöð og
erlendar bækur í vasabókar-
broti. En jafnframt er alltaf
viss kaupendahópur, sem kýs
heldur íslenzkar skáldsögur
með sér i sumarfríið.
Blaðið náði i dag tali af
Steinari Þórðarsyni í Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundsson
ar og innti hann eftir, hvað
helzt sé keypt : bókaverzlunum
yfir sumartímann.
’ — Fólk kaupir aðallega ís-
landskort og ýmsar leiðsögu-
bækur — ságði hann, — Er-
lendum ferðamönnum er alltaf
að fjölga og svo ferðast ís-
lendingar alltaf meira og meira
um landið, ávo að eftirspurn
eftir kortum og ýmsum leið
sögubókum, eins og t. d. Ferða-
handbókinni, er mjög mikil.
— En hvað kaupir fólk helzt
sér til skemmtilesturs?
— Erlend dagblöð seljast
mjög vel. Yfir sumartímann
eru flugferðir daglega hingað,
t. d. frá Bretlandi og Norður
löndunum, og útlendingar
kaupa því mikið af erlendum
dagblöðum, bæði enskum blöð
um og Evrópuútgáfuna af ýms
um bandarískum dagblöðum.
, Svo er einnig keypt mjög mik-
ið af erlendum vikublöðum,
einkum þeim dönsku og brezku.
Yfir sumarmánuðina kemur
Gullfoss alltaf hálfsmánaðar-
lega og vikublöðin koina því
mun reglulegar en á öðrum
tímum ársins.
— En hvað er helzt keypt af
bókum?
— Fólk kaupir aðallega er-
lendar bækur í vasabókarbrotl.
Það eru svo margir sem lesa
erlend tungumál, og auk þess.
eru þessar bækur miklu ódýr-
ari en íslenzkar bækur. fslenzk
ar bækur í vasabókarbroti selj
ast nokkuð jafijt árið um kring,
jafnt um sumar sem vetur.
— Selst eitthvað af íslenzk
um skáldsögum um sumartím-
ann?
— Já, það er alltaf stór hóp
ur af fólki sem kýs helzt að
lesa á íslenzku og við höfum
selt nokkuð af íslenzkum skáld
sögum í sumar.
— En hvað um sölu á mynd
um af íslandi?
— Við seljum hér litskugga
myndir, bæði frá Sólarfilmu og
Geísla, og er sala á þeim mjög
mikil. Við höfum á boðstólum
fallegt úrval slíkra mynda, og
eru þær mikið keyptar, bæði
af útlendingum og fslending-
um.
HREINDÝRAKÁLFAR
Framhald af 1. síðu.
— í vor bar aftur á móti nokk-
uð á þvl, að stálpaðir kálfar væru
mjög veikir eða að dauða komnir,
en ekki hefur verið mikið um það
áður. Eftir útliti kálfanna og ein-
kennum öðrum að dæma, þá er
líklegast, að hér sé um að ræða
eitrun svipaða þeirri, sem veldur
lambadauða. Sauðféð og hreindýr-
in hafa sameiginlegt beitiland og
eitrun er áberandi í sauðfé á
Austurlandi. Aftur á móti er ekk-
ert, sem bendir til verulegs hruns
í kálfunum.
— Hefur hreindýrunum fjölgað
mikið undanfarið?
— Já, þeim hefur fjölgað gíf-
urlega síðustu áratugina. Árið
1930 eru þau sögð vera fáein
hundruð, en 1960 voru dýrin á
þriðja þúsund. En þau eru þó
ekki eins mörg og þau voru flest
hér áður fyrr.
— Og eftirlit verður haft með
hjörðinni framvegis eins og hing-
að til?
— Já, það er eindreginn vilji
allra þeirra, sem með þessi mál
fara, að fylgjast með hreindýra-
stofninum og vera viðbúnir, ef
eitthvað ber út af. Við förum
þessa árlegu leiðangra og auk þess
fáum við mikið af sýnishornum á
ári hverju. Nú er einnig farið að
safna sýnishornum úr vömb dýr-
anna til þess að athuga á hverju
þau lifa á hverjum árstíma, og
mér er mikið í mun að athuganir
verði gerðar á gróðrinum, sem
þau þurfa, en um þessa hluti er
ennþá of lítið vitað. Meiningin er
að geta'gert sér grein fyrir heil-
brigðisástandi hreindýranna í
heild og vera viðbúnir, ef eitt-
hvað' óeðlilegt kemur í Ijós, —
sagði Guðmundur að lokum.
Auglýsið í Símanum
TRÖLLAFOSS
Framhald af 16. sfðu.
mannskap á skip félagsins vegna
fría og annars því um líks og því
tá gera ráð fyrir, að flestir
mannanna starfi áfram hjá félag
inu, þótt þetta skip verði selt, en
nýju skipin, sem félagið hefur
pantað koma ekki fyrr en á næsta
ári.
TAÐA
Nokkur hundruð hestar af
góðri, smágerðri töðu til
sölu.
Uppl. i Árbæ, Ölfusi,
sími um Selfoss.
Mei
Hringbraui
Simi 15918
PUSSNINGAR-
SANDUR
Heimkeyrður pússningar-
sandur og uikursandur
sigtaður eða ósigtaður við
húsdyrnar eða kominn upp
á hvaða hæð sem er eftir
óskum kaupenda.
Sandsalan við Elliðavog s.f.
Sími 41920
TRULOFUNAR
HRINGIR
AMTMANNSSTÍG 2
HALLDÖR KRISTINSSON
gullsmiður. — Sími 16979.
Dagheimilið í Kópavogi
VIÐ HÁBRAUT
vantar starfsfólk nú þegar. Viðtalstími forstöðu-
konu er kl. 2—4 daglega, sími 41565.
Forstöðukona.
Verkstæðispláss
Höfum til leigu hentugt verkstæðispláss
Góður staður. Sanngjörn leiga.
Upplýsingar í síma 24850.
7ST68IH6&E
MSTEieafB
sími 24850
Austurstræti 10
Jarðarför móður mlnnar
Guðríðar Gunnlaugsdóttur
frá Urrlðaá,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaglnn 21. þ. m. kl. 2 e. h. Blóm
afþökkuð, en þeim sem vildu mlnnast hlnnar látnu er benf á
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
F. h. ættlngja Jóhannes Sigurðsson.
7 (M I N N, fimmtudaginn 20. ágúst 1964 —
15