Alþýðublaðið - 08.05.1953, Blaðsíða 7
’
Föstudaginn 8, maí 195Í
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Annapurna . . .
Framhald af 4. síðu.
innra með mér bresi ég að
þessu hörmulega errici okkar.
Eg er orðinn eins kortar áhorf-
andi að. líkamlegu erfiði mínu
pg hreyfingum, en finn ekki til
areynslunnar. Það er því lík-
ast sem þungri byrði hafi'verið
lyft af‘ herðum mínum. Þessir
^ieiðu tindar, þessi tindrandi
hreinleiki, þetta verður mér
allt óraunverulegt ... þetta er
tindur drauma minna! Og ég
verð gagntekinn ólýsanlegri
gleði. Allt er þetta mér svo ó-
segjianlega framandi og furðu-
legt.“ '
DÝRKEYPTUR SIGUR.
Og að síðustu standa þeir á
tindinum. 8075 metrurn fyrir
ofan sjóvarmál. Auðmjúkir
fflenn og stoltir í senn. Þar lif-
ir Maurice Herzog hrifningar-
stund fjailagarpsins. hina.
leiðslukenndu, dulsælu snert-
ingu við eilífðina. Og maður
skilur það, að til skuli* vera
þeir, sem eru fúsir til að leggja
á sig ótrúlegasta erfiSi og þraut
ir til þess eins, að mega iifa
slíka stund. En hræðilegt
reynclist lífca það gjald, sem
Herzog var krafir.n um. ...
Það liggur næstum því við,
að öll þau óhöpp, sem y fir hann
dundu, verði að teljast gráí-
brosleg. Fyrst gerist það, að
vettlingarnir renna af höndum
hans, þegar þeir félagar eru á
leiðinni niður af hátindinum.
Fyrir bragðið kelur hann á
fingrum og hendurnar verða
honum gagnslausar. Þannig er
það alla leiðina til baka, leið-
angursmenn verða fyrir hverju
óhappinu á eftir óðvu; Lache-
nal hrapar í gjá og er bjargað á
síðustu stundu, en er slasaður
og hörmulega til reika. Síðan
villast leiðangursmenn af leið í
grenjandi hríð og frosti. Óskdj-
anlegt er það, hvernig hinum
innbornu aðstoðarmönnum
tebst að klöngrast niður fjalhð
með hinia særðu og slösuðu
menn á bakinu. Herzog hrapar
fram af hengiflugi og kemst til
meðvitúndar þar sem hann
íiangir á öryggislínunni, en sex
hundruð merta djúp gjá gín
við honum. Nú eru hendur
hans orðnar blásvartar og
Btokkbólgnar og drép komið >
fætur hans. Þannig á sig kom-
inn nær- hann að Síðasta áfanga
staðnum, við fjallsræturnar,
þar sem Oudét læknir bíður
þeirra með skurðarhnífinn. .. .
Það þarf sterkar tauga’ til
þess að lesa- næsta kaílann; frá-
sögn Herzogs af skuröaðgerð-
unum, sem ekki varð komizt
hjá að framkvæma, énda þótt
engin * deyfilyf væru fyrir
hendi; ekki einu sinni nauðsyn
leg lyf til sótthreinsunar. Þann
ig verður að taka hvern kögg-
ulinn á eftir öðrum af íingrum
og tám Herzogs, og um leið
verður áð dæla í hann lyfjum
til varnar kolbrandinum, en
þau lyf valda svo miklum sárs-
auka og kvölum, ao þeir Her-
,zog og Lachenal linna ekki á
■hljóðum og hafa ekkert viðþol.
ÍEn lífsþrótturinn lætur ekki að
.“sér hæða; nokkru síðar er Her
zog, eða' öllu heldur það, sem
enn er eftir af þessum hrausta
og djarfa manni, — klæddur í
hvítan samkvæmisklæðnað og
borinn inn í höll Maharajahs-
ins, er sæmir harm veglegu
heiðursmerki fyrir unnið af-
rek.
ÞEIR ERU MARGIR . . .
„Viðartágabörurnar vaggast
til, og ég hugleiði ævintýrið,.
sem nú er brátt á enda. Hug-
leiði hinn óvænta sigur okkai’.
Það er venja að ræða um hug-
sjónir sem eitthvert órafjar-
lægt markmið, sem aidrei geti
orðið að veruleika. Okkur er
Annapurnatindurinn hugsj ón,
sém orðið hefur að vevuleika.“
Og auðskilin verða manni loka
orð hans: ,,Þeir eru margir,
Annapurnatindarnir, sem ögra
manni í Iífinu.“
Sá Annapurnatindur, sem nú
ögrar Maurice Herrog, er að
fella sig ■ við lífið og ganga í
baráttu þess, lemstraður og
limavana. Og það er allt útlií
fyrir, að honum taki.st einnig
að klífa þann örðuga .tind. Með
ótrúlegri þolinmæði hefur hon-
um tekizt að læra að nota fing-
urstúfana og baltrast áfram á
sínum lemstruðu fó.tum. Hann
hefur haldið fjöldann allan af
fyrirlestrum og grætt oi fjár á
bó-k sinni, — en allan ágó'5-
ann hefur hann gefið félagi
franskra fjallgöngumanna, sem
styrkti hann til fararinnar. Og
bezt kann hann við sig í húsa-
kynnum þess, þar sem myndir
af hæstu og torgengustu f jalla-
tindum veraldarinnar prýða
veggina.
Furðulegast er þó ef til vill
það, að .hann gerir sér vonir
um, að ný skurðaðgerð muni
bæta svo örkuml hans, að hann
geti aftur tekið þátt í íjallgöng
um.
Hver sá, er frásögn hans ies,
hiýtur að finna ti! stolts yfir
því að vera maður, -- og ril
ábyrgðerinnar, sem þv: er sam
fara.
Rauði krossinn...
Framhald aí 5 siðu.
hvítur fáni með rauðum krossi
í (öfugt við svissnes.ka flaggið,
sem er rautt með hvítum
kroissi).
ATHYGLI OG AÐDÁUN
Þetta starf Dunants spurðist
fljótlega ium alla álfuna og
vakti hvarvetna hina mestu at-
hygli og aðdáunj og var nú fyr-
ir alvöru farið að ræða um al-
þjóðasamtö'k um að stuðla að
linun þjáninga særðra í ófriði
og setja reglur um meðftrð
þeirra og til verndar því fólki,
sem ynni að slikri hiálparstarf
semi. í októiber 1863 var kölluð
sarnan ráðstefnan í Genf. til
þess að undirbúa stofnun slíkra
samtaka þjóða á rneðal, og 8.
ágúst 1864 var aftur kvödd sam
an ráðstefna fulltrúa 16 ríkja
til þess ða ganga frá samningi
þar um. Þann 22. ágúst er svo
hinn frægi „samningur um vel
ferð hermanna, er særast í ó-
friði“ undirritaður. Síðar bæt.t-
ust svo fleiri ríki í þessi sam-
tök, og nú eru Rauða kross fé-
lög starfandi í 71 landi.
STARFIÐ HÉR Á LANDI
Hér á landi var Rauða kross
félag stofnað hinn 10. desem-
ber 1926, og eru nú starfandi
10 deildir alls, með því sem
næst 3000 félagsmönnum. Þar
eð íisland hefur ekki vopnaðan
her og á því ekki í ófriði við
aðrar þjóðir, er hlutverk Rauða
krossins íslenzka nokkuð ann-
að en sam'svarandi félaga í öðr-
um löndum.. Hefur starf félagsr
ins hér því verið í því fólgið
aðallega að útvega og reka
sjúkrabifreiðir, koma upp
sjúkraskýlum og sjá börnum
fyrir sumardvöl í sveit á sumr-
um, og hefur í þessu þrennu
verið unnið mikið og gott starf.
En nú bíða fleiri og ný verk-
efni. Ástand það, er ríkt hefur
í heiminum undanfarin ár,
gæti leitt til ófriðar hvenær
sem vera skal, og' þar sem hætt
er við, að við íslendingar för-
um ekki vafhluta af slíkum
hildarleik, vill RKÍ vera viðbú
inn með sjúkrahjálp, svo sem
hjúkriunarlið, rúm, rneðul o. fl.,
og er nO'kkuð af þessu nú þegar
fyrir hendi, en ekki nóg. !
Þarf til þess meira fé en RKÍ
hefur ftil umráða, og þess vegna
snýr félagið sér til allra lands-1
manna í dag og biður þá um að C\
gerast meðlimir. Það er óaýrt, | /
en getur verið félagl.nu rníkill '
styrkur.
Gerist því i dag félagar í
Rauða krossi íslands.
Iljálpið Rauða krosimim i
dag — á morgun* barfið ]>ér ef
til vill á hans hjáío að lialda.
BD
Framhald af 8. síðu.
að íþróttablað. íþrótta.biað.
drengja, sem það hcl'ur gefíð út'
síðan það var stofnað, og kem-
ur út fknm sinnum á ári.
FJÖLRITARINN
HANS SIGURJÓNS
Tekjur hefur þó bandalagið
ekki fyrst og fremst af félags-
gjöldum. eða öðru slíku, t. d.
mótum, þótt þa.ð haldi' lands-
mót drengja í frjáisum íþrótt-
um ár eftir ár og dreng.irmr
borgi félagsgjöld, heldur af fjöl
ritun. Fru'mkvöðull bandalags-
ins, Sigurjón Þorbergsson, á
nefnilega fjölritara og ritvél
Oig hafa drengirnir ekki einasta
fjölritað blað sitt í honum í
tómstundum sínum, hekiur
einnig tekið að sér að fjölnta
skólablöð og annað bess háttar,
og lá'tið tekjurnar ganga tii
sambandsins.
VAR í SVEIT OG
STOFNAÐI ÍÞRÓTTAFÉLAG
Sigurjón er nú 17 ára, en
1948, þegar hann var 13 ára,
var hann í sveit a-ustur í Gaul-
yerjabæjarhreppi og stoifnaði
íþróttafélagið þar með nokkr-
um drengjum. Var svo um tal-
að eystra að hann rtofnaði í-
bróttabandalagið, er ham
kæmi til Reykjavíkur, með
þeim fþróttafélögum drengja,
sem til væru og síðan yrðu ný
stofnuð. Sigurjón var formaður
bandalagsins þar til síðasta
haust, að hann var kominn yfir
alidurshíámiarkið, og formaður-
inn er nú Guðmundur Guð-
mundsson, 16 ára. Fn Sigurjón
er samt enn boðinn og búin til
að v.inna fyrir bandalagið.
Hann er nú í kennsraskólanum
og hef-ur hug á að verða íþrótta
kennari.
SKRIFA SJÁLFIR f BLAÐIÐ
OG TEIKNA MYNDIR
Drengirnir skrifa! sjálfir í
blaðið og teikna í það myndir.
Er frág'angur á bla.ð.:nu góður
og vandvirkni'sleeur. Og hú fer
það að verða víðlesið, er allir
félagar í bandalaginu fá ];að.
Hannes £ horninu.
Framhald af 3. síðu.
um sé að ræða smáborgara, sem
hugsa aðeins um litla askinn
sinn og vilja heldur hafa hann
hálfan en að berjast fyrir því
að fylla hann á heiðarlegan
hátt.
OG SVO eru garðleigjendur
í Kringlumýri að kvarta und-
an því, að þeir fái ekki að setja
niður í garðana sína. Það er
búið að grafa skurði þarna
og garðyrkjuráðunautur hafði
að setja niður í vor, en nú
sagt, að garðleigjendur fengju
kvað hann segja, að borgar-
stjóri verði að veita leyfið. —
Fólkið bíður eftir því að fá að
vinna í görðunum. Hvað veld-
ur biðinni?
I
AUGLYSIN G.
um skoðun bifreiða og' bifhjóla í Gullbringu- og
Kjósarsýslu og Hafnarfjarðarkaupstað 1953-
Samkvæmt bifreiðalögum tilkynnist hér með, að
hin árlega skoðun bifreiða og bifhjóla fer á þessu ári
fram sem hér segir:
Grindavík: Mánudaginn 11. maí, við barnaskólann.
Skulu þá allar bifreiðir og bifhjól í Grindavíkur&repp
færð til skoðunar.
Sandgerði: Þriðjudaginn og miðvikudaginn, 12. og
maí. Skulu, þá allar bifreiðir og bifhjól úr Miðness- og
Gerðahreppi færð til skoðunar við vörubílastöðina í
Sandgerði.
Brúarlandi: Föstudag og mánudag 15. og 18. maí.
Skulu þá allar bifreiðir og bifhjól úr Kjósar- Kjalar-
ness- Mosfellshreppum færð til skoðunar að Brúarlandi.
Seltjarnarnes: Þriðjudag 19. maí. Skulu þá allar
þireiðir og bifhjól í Seltjarnarneshreppi færð til sfcoð-
unar að barnaskólanum.
Vogar: Miðvikudag 20. maí. Skulu þá alla: bifreið-
ir og bifhjól úr Vatnsleysustrandarhreppi færó til skoð
unar að hraðfrystihúsinu í Vogum.
Kópavogslireppur: Fimmtudag og föstudag 21. og
22. maí. Skulu þá allar bifreiðir og bifhjól í Kópavogs-
hreppi færð til skoðu.nar að barnaskólahúsinu á Digra-
neshásli.
Keflavíkurflugvöllur: Þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag, 26., 27. og 28. maí. Skulu þá allar bifreið-
ir og bifhjól úr Njarðvíkur- og Hafnarhreppi og Kefla-
víkurflugvelli færð til skoðunar að lögreglustöðinni á
flugvellinum,
Hafnarfjörður: Föstudag 29. maí, mánudag 1. júní,
þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag, 2., 3.,
4. og 6. júní og mánudag, þriðjudag og miðvikudag, 8.,
9. og 10. júní. Skulu þá allar bifreiðir og bi'hjól úr
Hafnarfirði og BessastaSa- og Garðahreppi ::ærð til
skoðunar á Vöruibílastöð Hafnarfjarðar.
Ennfremur fer þá fram sfcoðun á öllum bifreiðum,
sem eru í notkun á áður tilgreindum stöðum, en skrá-
settar utan umdæmisins.
Við skoðun sku,Tu þeir, se meiga tengivagna eða
farþegabyrgi koma með þau um leið og bifreiðiri er færð
til skoðunar
Þá skulu okumenn bifreiða leggja fram fullgild
ökuskírteini við skoðun. Vanræki einhver að koma bif-
reið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann lát-
inn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögum og bifreið-
in tekin úr umfelð af lögreglunni, hvar sem tii hennar
næst. Ef bifreiðáeigandi (umráðamaður) getur ekki af
óviðráðanlegum ástæðum fært bifreið sína til skoðunar
á rét.tum tíma, ber honum að koma á skoðunarstað og
tilkynna það. Tilkynningar í síma nægja. ekki. Bifreiða
skattur fyrir árið 1952 (1. jan. 1952 — 31. des 1952),
s'koðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingui ökumanns,
verða innheimt um leið og skoðun fer fr,am.
Séu gjöld þessi ekki greidd við. skoðun. eöa áður,
verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð
þar til gjöldin eru greidd. Sýna ber skilríki fyrir því,
að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi.
Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bif-
reiða skulu ávallt vera læsileg, og er hér ;með lagt
fyrir þá bifreiðaeigendur (umráðamenn), sem þurfa að
endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera
það tafarlaust nú, áður en bifreiðaskoðunin hefst.
Skoðunin fer fram kl. 10—12 og 13—17.30 daglega.
Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máii
til eftirbreytni.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumaðurinn í
Gullbringu- og Kjósarsýslu, 6. maí 1951,
Guðm. í. Guðmundsson-