Alþýðublaðið - 20.06.1953, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.06.1953, Blaðsíða 7
Laugardaginn 20. júní 1953 ALÞYÐUBLAÐiÐ 7 Körner Framhald af 4. síðu. Körner var tekinn fastur í febrúar 1934 af stjórn Dolfuss, eins og allir helztu emhaettis- menn jafnaðarmanna, og var 11 mánuði í rannsóknarfangelsi landsréttarins í Vín. Málaferl- in gegn honum voru stöðvuð, eins og gegn öllum hinum leið togum jafnaðarmanna. Fram að. falli þriðja ríkisins lifði Körner rólegu einkalífi. Hann stundaði hernaðarvísindalegar rannsóknir, lærði rússneska tungu og kynnti sér fjárhags- legt og stjórnmálalegt ástand Sovétríkjanna. í her Hitlers vildi hann alls ekki vera. Þegar kom til mála að kalla hann aftur í herinn,. útfyllti hann spurningaskjahð þannig, að hann lagði áherziu á allt það, sem gerði hann ó- hæfan til þjónustu. BORGARSTJÓRl Þegar rauði hermn tók hk:ta Vínarborgar um miðján apríl 1945, hittust fyrrverandi með- limir stjórnar jafnaðarmanna- flokksins í ráðhúsi Vínarborg- ar til að ræða endurstofnun flokksins og uppbyggingu nýs lýðræðisstjórnarkerfis. Þar eð síðasti frjálskjörni borgarstjóri Vínar, Karl Seitz, hafði verið tekinn fastur haustið 1944 af Gestapo og fluttur til Þýzka-: lands, og dvalarstaður hans var ekki kunnur, þá stungu leiðtog ar jafnaðarmanna, ásamt full- trúum hinna tveggja nýstofn- uðu stjórnmálaflokka upp á Körner hershöfðingja sem bráðabirgða borgarstjóra Vín- arborgar. Þann 17. apríl stað- 'festi þáverandi rússneski her- stjóri borgarinnar Blagadotov herforingi, bráðabirgðabæjar- stjórn borgarinnar undir for ustu Körners. Við fyrstu al- mennu lýðræðiskosningarnar 25. nóv. 1945, var Körner kos- inn í borgarráð Vínarborgar, og í þjóðþingið, og borgarráð- ið kaus hann svo borgarstjóra Vínarborgar. Hin víðtæka málakunnátta, sem gerir Körner sambandsfor seta mögulegt að semja við um- boðs.menn hersetuvaldanna á þeirra eigin málnm, kemur hon um að góðu haldi í embætti hans. Vegna skipulasshæfileika hans og hinnar miklu reynslu samverkamanna hans, tókst honum að sbipuléggja að nýju á nokkrum vikum, stjórnar- kerfi Vínarborcfar, eftir að það hafði allt fallið í rústir, koma í gang umferða- og aðflutnine's kerfi horgarinnar og rvðja úr végi mestu strlðsskemmdunum. t-þakkarskyni fyrir þessi störf og endujibvgginvu .borsarinn'ar véitti háskólaráð tækniháskól- ans í Vín bann 27. okt. 1945 Körner horsrarstióra K#8urs-. doktorsnafnbót í tæknilegum visindum. VINSÆLASTI MAÐTJR VÍNARBORGAR Hið fábrotna og einfalda líf- erni hans og hlédrægni frá lofi fyrir verðleika hans, gerði Körner strax þegar hann var borgarstjóri og gegn vilja hans sjálfs að ástkæi’asta manni Vín arborgar. Vinsældir hans komu bezt í ljós á 75 ára afmæli hans. Frá öllum stéttum þjóð- félagsins bárust þáverandi borg arstjóra mjög hjartanlegar ham ingjuóskir. Borgarráð Vínar- borgar gerði hann að heiðurs- horgara fyrir starf hans fyrir borgina. samkvæmt tilmælum allra þriggja stjórnmálaflokk- anna. Sem fulltrúi Austurríkis og Vínarborgar á alþjóða þing- mannasambandsþinginu í Stokk hólmi 1946, í opinberri heim- sókn í Zúrich og Budapest 1947, við afmælishátíð Moskvu borgar í sept. 1947 og síðast sem meðlimur austurrísku þing nefndarinnar, sem boðið var til Englands í maí 1948, vakti ■hann mesta atbygli, ekki að- eins vegna hlédrægni sinnar, heldur einnig vegna sinnar prúðu og myndarlegu fram- komu og þeivra ávarpa, sem liann venjulegast flutti á rnáli gestgjafa sinna. Synodus Verð á témötum lækk- aér er um kr. 15,60. TÓMATAR hafa nú lækkað í verði, og er sumarverðið byrj- að. Kostar kg. kr. 15,60. Mesti tómatauppskerutíminn fer nú í hönd. Það er eins með tómata- verðið oð verðið á agúrkum, að það hefur verið hlutfallslega miklu lægra síðustu ár en áður. Skemmtiferð Ljós- myndafél. Reykja- LJÓSMYNDAFÉLAG Reykja- víkur efnir til skemmtiferðar fyrir félaga og gesti þeirra næstk. sunnudag 21. þ. m. — Menn gefi sig fram við Þor- varð R. Jónsson, Ferðaskrif stofu ríkiskis fyrir hádegi í dag laugardag. ma Framhald af 5 síðu. handa því fólki, sem á og mrn erfa landið. Enginn má tefja framsókn þessa ,fólks á leið þess til frelsis, friðar og fram fara. Séu steinvölur fyrir vagn inum, ýtum við þeim úr vegi. Séu aktaumarnir að slitna, fá- um við okkur nýja, ef vagn stöngin er að brotna, skiptum við um. Á ferðinni til fyrir heitna landsins geta orðið taf ir, og sannarlega geta einhverj ir veikzt, sem veginn eiga að varða. En ef við sjálf fer.um á verði og alltaf reiðubúin, þá kemur maður maœ<í stað, og framtíð menningarinnar bygg' ist á því, að sjálfsbjargarvið leitni alþjbunnar og framtak sé ávallt vaxandi. G. B. B. MESSIIE Á M O R G U N Dómkirkjan: Messa kl. 11 f. h. Séra Jón Auðuns. HafnarfjarSarkh’kja: Messa kl. 10. Séra Garðar Þoi'steinss. Bessasta'ðir: Messa kl. 2. Iierra Sigurgeir Sigurðsson biskup prédikar. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 f. h. Séra Pétur Ingjaldsson í frá Höskuldsstöðum prédikar. Fríkirkjan: Messa kl. 11 f. h. Séra Þorbergur Kristjánsson, prestur í Bolungavik, prédikar. Messa í Elliheimiíinu kl. 10 árdegis. Séra Ragnar Lárusson frá Hofsósi prédikar. Framhald aí 8. síðu. Níu kirkjukórar voru stofn- aðir á árinu, enn fremur nokk- ur kirkjukórasambönd. RITAUAR PRESTASTEFNUNNAR Ritarar synodunnar voru- skipaðir sr. Friðrik A Friðriks son, sr. Þórbergur Kristjáns- son, sr. Jón Auðuns og sr. Björn Jónsson. Síðdegiskaffi drukku syno- dusprestar á Gamla Garði í boði bæjarstjórnar Rvíkur. KIRKJUBYGGINGAR AÐALMÁLIÐ Þá hófst aðaiumræðuefni prestastefnunnar: Kirkjubygg- ingar. Og voru þeir sr. Sigurð- ur Einarsson í Holti og sr. Jak- ob Jónsson í Rvík málöhefjend- ur. Sr. Sigurður taldi kirkjurnar yfirleitt ekki til sóma, og yrðu útlendingum mörgum til hneykslunar. Og nú er ekki lengur hægt að ganga frambjá því verkefni að gera kirkjurnar notihæfa staði til guðsþjónustu- gerðar og helgiathafna á stærstu stundum fólksins í gleði þess og sorgum. Oft verður því úíkoman hin ægilega gleði satans: Hrörleg kirkja, sinnulaús söfnuður og pokaprestur. Kirkjur skiptast í þrennt: Góðar, vel skreyttar kirkjur, óvistlegar og vanræktar kirkj- ur og ónothæfar kirkjur, og’ mætti í fjórða lagi nefna söfn- uði, :sem enga kirkju eiga. Þarna verður að taka í taum- ana go bæta úr, ef metnaður og heiður þjóðarinnar á ekki að krenkjast og menning hennar að gjalda afhroð. Fólkið vill, að ríkisjóður verji fé til kirkna engu síður en til skóla og félags heimila, sagði Sigurður, og fátt mun vænlegra í þessum málum en styðja frumvarp það, sem nú liggur fyrir allþingi, borið frarn af Sigurði Ólafssyni, þing- manni Árnesinga. Enn fremur ættu prestar að safna undir- skriftum um bað, hvað fjöldinn vill í þessu efni, svo unnt sé að sýna þingmönnum svart á hvítu hvað þeir eiga að gera á þinginu. Sr. Jakob Jónsson rakti nokkuð samskipti kirkju og þings, og hve neikvæð þau hefðu oftast verið fyrir kirkj- unnar hönd, en brautryðjandi af kirkjunnar hálfu var Gísli Sveinsson, sem bar fram frum- varp um ríkisstyrk til kirkju- bygginga árið 1944. En nú verð ur að skríða til skarar og herða á að frumvarp Sig. Ólafssonar verði að lögum á næsta þingi, sagði sr. Jakob að lokum. Enn sirjúka fangar. Framhald af 8. síðu. RHEE NEITAR ENN. Rhee hefur enn neitað að fallast á vopnahlé. Kvað hann ómögulegt fyrir Su.ður-Kóreu menn að faliast á siíkt, meðan landið væri enn ekki samein- að. Enda kvað haon það vera yfirlýst markmið Sameinuðu þjóðanna að sameina landið. TALSMAÐUR SÞ NEITAR. Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna tilkynnti, að takmark S Þ væri að stilla til friðar í Kór -eu, en sameinmg yrði að fara fram friðsamlega og að undan gengnum frjálsum kosningum. Hannncs á horninu. Framhald af 3. síðu. ar. Margir af þeim tapast. Það verða aðeins nokkrir þeirra, sem geta horfst í augu við veru leikann og hafið starf að nýju á öðrum vettvangi. Hannes á horninu. Þeir, sem vilja fylgjast með þvi sem nýjast er, 1 e s a ••* V S! Á1 V s! I I 1 s' s1 \Álþyðublaðið | 5312 fonn af fiski seldusf ekki í Huíl í maí. SAMKVÆMT fréít í Fishing News voru 5312 tonn af fiskí þeim, er barst til Hull í maí, óseld í lok inánaðarins. Enn fremur höfðu 4600 tonn farið i salt fyrir lækkað verð. Er þetta mesta magn af fiski, sem óseljanlegt hefur verið eft ir stríð. Sennilega orsakast þetta af háu verði, lélegunj fiski og miklu fiskmagni. álfrei Gíslason Framhald af 1. síðu. þetta mál verður stofnað 21. þessa mánaðar. — Ritgerð eftir j Alfreð læknir u,m sálgæzlu birtist í 3. hefti Kirkjuritsins, 15. árangi. Ritgerð eftir hann um aðbúnað gamla fólksins, birtist í Heilbrigt líf 1.—2. hefti 1950. Þá vakti hann máls á því £ Læknafélaginu að læknar gengjust fyrir stofnun Krabba meinsfélagsins, og er hann formaður þess, en það félag hefur. látið geysimargt gott af s'ér leiða. Alfreð læknir hefur haft á huga á atvinnusjúkdómum og flutti erindi í útvarpið og birt ritgerðir um þá. í vor flutti hann erindi á námsskeiði rafmagr.s eftirlitsmanna um rafmagnsslys. Alfreð Gíslason læknir er ekki fyrir það, að láta mikið á sér bera. Hann hefur allt frá námsárum sínum haft brennandi áhuga á þj óðfélagslegum vandamálum og ekki látið þar við sitja, heldur starfað að þeim árum saman af lifandi áhuga og fórnfýsi. Kynni hans við fólkið, erfiðleika þess, áhyggjur og ör væntingu' vegna böls, sjúkdóma og annarrar óhamingju, hafa valdið því, að hann er fylgjandi Alþýðuflokknum. — Hann er enn á bezta aldri, gjörhu.gull, rólyndur maður, en fastur fyrir og fylginn !sér. Alþýðuflokkurinn er stoltur af því að geta notið stuðnings slíks ágætismanns og væntir þess að almenn ingur í Reykjavík kunni að meta störf hans og mannkosti. Hann er í baráttusæti flokksins við kosningarnar 28. þ. m. Þeir, sem hafa ákveðið að hjálpa til á kosningadaginn eru beðnir að skrásetja sig í skrifstofu flokksins í Alþýðuhúsinu nú þegar, símar 5020 og 6724. Alþýðuflokkurimi þarf á mörgu starfsfólki að halda og veltur á miklu að enginn bregð ist skyldu sinni. Þeir, sem eiga bifreið og vilja aka fyrir AI þýðuflokkinn á kjördegi, eru beðnir að til kynna það sem allra fyrst í skrifstofu A-listans í Alþýðuhúsinu. Alþýðuflokkurínn er ræðui’ livorki yfir sjóðum litgerðarauðvalds ms, lieildsalanna né áróðursmiðstöðva lendra ríkja. Hann er íslenzkur alþýðuflokkur. Látið það ekki ásannast að fjármagn stór burgeisanna né erlent áróðursauðmagn næg i til að vinna kosningar á íslandi. Svarið fjáraustri íhalds og' kommúnista með öruggu starfi og samtökum. A-Ustum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.