Alþýðublaðið - 31.07.1953, Page 4

Alþýðublaðið - 31.07.1953, Page 4
I ALÞÝÐUBLAÐSÐ Föstudagur 31. júlí 1353 AlþýBuflokkuriim. Ritstjóri og IbyrgB&rm&Otir: Hannibai Yaidimarssou. Meðritstjóri: Helgi Sæmuudjaon. IVétta*tjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Rlaðamenn: Loítur Guð- mundsson cg Páll Beck. Auglýsingastjóri: Ermna Mölier. Kiígtjórnariímar: 4901 og 4902. Auglýsingarfmi: 4906. A£- groiffslusimi; 4900. Alþýðupreatsmiðjan, Hverfisgötu 8. Askiiftarverð kr. 15,00 i mán. í lausasölu kr. 1,00 Samvinnustarfið. ÞAÐ hefur síaðið mikili styrr um samvínnuhreyfing- ina hér á Iandi á þessu ári. Þarf það raunar engum að koma á óvart, því að sam- vinnuhreyfingin heí'nr undan- farin ár ráðizt inn á ný starfs svið og náð úr höndum. ein- staklinga stórfellrhim og arð- vænlegum viðskiptunij sem þeir áður sátu einir að. Það er jafnan svo, þegar fólkið íekur í sínar hendur einhverja skák efnahagslífsins, hvort sem það er gert með ríkis-. hæjar- eða samvinnurekstri, þá er þessi skák frá einhverjum tekin. Kaupmannastétt landsins hefur í meira en hálfa öld misst stórlega viðskipti í hend ur kaupfélaganna og sambands ins. Það er því ekki merldlegt, þótt blöð kannmanna láti til sín heyra o.g ráðist á samvinnu hreyfinguna. Sömu sögu má segja um olíuverzlunina, þar sem einstaklingar hafa á örfá- am árum misst meira en helm ing olíuinnflutningsins úr sin- um höndum, tryggingastarf- semina, þar sem samvinnu- menn hafa nú þriðjung allra frjálsra trygginga og skila myndarlegum arði. Allt era þeíta staðreyndir, sem skýra hinn mikla þunga, sem einstaklingsframtakið hef ur lagt í árásir á samvinnusam tökin, enda þótt umræður um þessi mál hefðu ve! mátt vera með öðrum svip og þann veg, að landsfólkið væri einhverju nær eftir þær. Því er ekki úr vegi að halda áfram að velta þessum málum fyrir sér eftir kosningar, þegar moldviðrið hefúr lægt og ryliið sctzt. Enda þótt mestur úlfaþytur hafi verið gerður út af olíu- verzlun og siglingum, er- þó hið gamla höfuðhlutverk sam- vinnufélaganna sjálf verzlun- in. Er þetta enn og verður á- vallt mikilsverðasti þáttur í starfi hvers kaupfélags og sam bands kaupfélaganna. Hefur þessi hlið málanna einnig kom ið nokkuð við sögu, þar sem ræít hefur verið tim verðlag kaupmanna og kaupfélaga. Komu fram allýtarlegar upp- lýsingar, sem benda mjög í þá átt, að verðlag kaupfélaganna sé heldur lægra en kaup- manna, og þau gegni þannig því hlutverki sínu að halda verðlaginu niðri. Hins vegar er það alls ekki stefna þeirra að fara £ verðlækkunarkapp- hlaup við aðrar verzlanir, held ur selja á lágu gangverði og endurgreiða arð efíir árið. A sviði sjálfrar vörudreif- ingarinnar vinna samvinnufé- lögin mikið nauðsynjaverk fyr ir þjóðina, þar sem er dreifing hinnar nauðsynlegustu vöru. Þau hafa ckki frjálsar hendur til að hlaupa á eftír sölu- eða tízkuvörum augnahliksins, eins og heildsalar gera til að velta fé sínu oft. Það rnundi fljótt sýna sig, ef samvinnufélögin væru ekki til, að verð á brýn- ustu nauðsynjum myndi hækka. Það era margvísleg verk- efni, sem bíða óleyst á sviði vörudreifingarinnar. Nýjar verzlunaraðferðir eru að ryðja sér íil rúms erlendis, nýjar gerðir verzlana taka við af hin um eldri og hvers konar tækni er beitt til þess að gera vöru- söluna ódýrari og hagkvæm- ari. Hinir mörgu samvinnu- menn í landinu munu án efa vænta þess, að í þessum, efn- tun ríði samvinnuhreyfingin hér á vaðið. Annað er það £ starfi sam- vinnufélagaima, sem vert er að gefa gaum, en það er iðnaður- inn. Þrátt fyrir hina miklu örð ugleika, sem allur íðnaður hef ur átí við að búa vegna stefnu stjórnarinnar undanfari>i ár, hefur samvinnumönnum tek- izt að halda sínuin iðnaði £ horfinu og ekki hefur, þegar á heildina er litið, þurft að draga saman segMn, elns og fjöl- margar aðrar verksmiðjur hafa gert. Þegar Míið er yfir starf sam vinnufélaganna, hlýtur sú spurning að vakna, hvort fram lög þeirra til beinna atvinnu- mála séu ekki einn merkasti þátturinn £ sögu þeirra. Viðs vegar um landið eru kaupfé- lögin einu tækip, sem fólkið á til þess að koma upp atvinnu- tækjum til að létta sér lífsbar- áttuna. Og kaupfélögin hafa ekki einskorðað starf sitt við ^ verzlunína, heldur tekizt á hendur þennan vanda og reynt að verða þau samtok, er fólkið vildi helzt nota til að koma framkvæmdum áleiðis. Á þetta við um frystihús, sláturhús, skip og togara, ýmis konar iðn að og fleiri framleiðsIutækL Sá kostur er á þvi að kaup- félögin taki slíkan þátt í at- vinnulífinu, að þau eru bund- ín afkomu fólksins órjúfandi höndurn. Kaupfélag hleypur ekki í annan landsfjórðung eða úr Iandi, eins og einstak- lingar hafa gert mcð atvinnu- tæki sín. Það er bundið við heimahaga og tilgangur þess híýtur að vera sú, að létta alla Iffsbaráftu fólksins og bæta hag þess. Það er þessi margþætía starf semi, sem hefur öðru fremur gert kaupfélöfirin eins öflug og þau í raun réítri eru í landinu. Og betta gætu þau ekki, ef þau hefðu ekki íi! hess stuðning fólksins, sem að þeim stendur. en það eru um 31 þúsund manna og kvenna. Ef vel er á málstaðnum haldið og unnið £ anda samvinnuhugsjónarinnar af írúmennsku, mun samvinnu hreyfíngin enn eiga eftír að Jvfta Grettistökum i þessu landi. Þá mmi hana ekki saka. hótt á hana sé ráðizt, þvert á móíi. ÍJtbreiðið Alpýðublaðið — Gylfi Þ. Gíslason um íslenzk utanríkísmál: SAMKVÆMT hernverndar- samni'ngnum frá 1941 var Bandaríkjastjórn skylt að flytja herinn burt af landinu þegar að styrjöldinni lokinni. Nokkur ágreiningur kom að viísu, upp um það, hvernig skilja bæri ákvæði sam'nings- ins að þessu leyti. Skilningur Islendinga hlaut að vera sá, að herinn ætti að hverfa héð- að þegar í stað og vopnavið skiptum- lyki. Bandaríkin hreyfðu hins vegar þeim skiln ingi, að þeim væri ekki skylt að flytja heri'nn brott, fyrr en „hættuástandL* í heimsmálum væri lokið, og urðu, mörgum mönnum þetta mikil vonbrigði. Það vakti hins vegar beinan óhug hjá þjóðinni, þegar það vitnaðíst, að Bandaríkin hefðu stungið upp á því, að þeim yrðu leigðar hér varænlegar her- stöðvar til 99 ára. Allir flokkar voru sammála u.m að hafna slík um ti'Imælum. Mestu styrjöld veraldarsögunnar var nýlokið með algerum sigri yfir þeim óvini, sem barizt hafði verið gegn. Manpkynið vonaði, að upp væri að renna langt frið artímabil. Herir voru hvar- vetna á heimleið. Herstöðvar vorui yfirgefnar. Allir hlutu að vona, að það ástand, sem væri að skapast, væri betra og friðvænlegra en það, sem verið hafði, er styrjöld- in hófst, því að til hvers hafði ella verið barizt og blóði út- hellt í fimm ár? ÞaS var þvi eðlilegt og réítmaett, að Islend ingar treystu því, að þeir gætu að lokinni’ styrjöldinni verið a.m.k. jafnfjarri hernaði og herstöðvum og þeir voru í stríðsbyrjun. Þess vegna komu tilmælin um langæar her- stöðvar hér á landi eins og reiðarslag yfir þá, og þess vegna höfnuðu þeir þeim ein um rómi. í þeirri neitun fóJst ekki ógnu'n við neina réttmæta hagsmuni, hvorki Bandaríkj anna né annarra. Friðartíma bil var að hefjast. Verið var að kalla hermenn heim og draga úr víg- og vopnabúnaði. Óvin- uri'nn var að velli lagður og vopnlaus. Þeir, sem vopn báru, voru bandamenn. Hvernig gat nú verið þörf herstöðva, sem enginn hafði orðað að væru nauðsynlegar, áður en styrj- öldin skall á? HLUTLEYSIÐ OG „ÞRIÐJA BLÖKKIN“. Auk þess hlaut það að vera til athugunar fyrir íslendinga, eins og allar aðrar smáþjóðir, sem dregizt höfðu á einn eða annan hátt inn í styrjö'ldina, að taka aftur upp hlutleysis stefnuua, sem fylgt hafði verið fyrir styrjöldina, en herstöðv ar til langs tíma gátu að sjálf sögðu ekki samrýmzt því. Á næstuj árum var mikið um það rætt í smárikjunum öllum og raunar einnig í hinum stærri ríkjum í Vestur Evrópu, eink újtn eftir að í Ijós kom, að við sjár mundu verða með Banda ríkjamönnum og Rússum, hverja afstöðu setti að taka til aðalstórvelda'rma. Sú skoðun var talsvert útbreidd, að affara sælast væri að hverfa aftur til hlutleysisstefnu áranna fyrir stríðið. í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Vestur Þýzkalandi átti sú síefna miklu fylgi að fagna, að Vestux Evrópuríkin ættu að mynda „þriðju þlökk ina“, sem yega skyldi salt mill Bandaríkjanna og Sovétríkj an'.ia og strðia að málamiðlun milli þeirra, en hugmyndin að baki þeirri tillögu er skyld hlutleysiskenningunni, sem einkum bar á í hinurn smærri ríkjum. Það er fráleitt að kenna hlutleysishugmyndina á þessum árum og tillöguraar um ..þriðju blökkina14 við kommúnisma og telja þær runn ar undan rifjum Rússa. Fyrst eftir styrjöldina var vissulega ástæða til þess að vona, að spennan í heimsmálum yrði svo iíti'l, að smáþjóðirnar þyrftu ekki að láta ágreíning ir/:i neitt til sín taka, og að jafnvægi milli stærstu stór veldanna yrði bezt tryggt með því, að þau hefðu á milli sín óháða blökk stórra ríkja. Með al jafnaðarmanna í Bretlandi og Vestur-Evrópu munu þessar skoðanir áreiðanlega hafa átt einna mestu fylgi að fagna eft ir stríðið. Þær settu svip sinn á kosningastefnuskrá brezka verkamannaflokksins 1945 og mótuðu utanríkisstefnu verka mannaflokksstjórnarinnar fyrst í stað. En athafnir Sovétríkj atma vorui með þeim hætti, að áhrif þessara skoðana urðu æ minni, og var síðan horíið frá þessari stefnu, eins og síðar verður vikið að. ÞRJÁR SKOÐANIR VÆRÐ ANDI AFNOT KEFLA VÍKURVALLAR. Hver átti afstaða íslendinga að vera undir þessum kringum stæðum? , Ef íslenáingar hefðu samið við Bandaríkin um bandarískar hersíöðvar á íslandi á árinu 1945, hefðu slíkir samningar gengið í þveröfuga átt við það, sem hvarvetna var keppt að í himtm vestræna heimi og ætl azt var til af Sovétríkjunum. Það var mikil yfirsjón af Bandaríkjastjórn að setja nokkum tíma fram herstöðva tilmælin. Það varð ekki aðeins til þess að skapa tortryggni í garð Ba'ndaríkjanna af íslend inga hálfui, heldur sýndi það einnig. að Bandaríkin vildu gjarnan halda þeirri aðstöðu, sem styrjöldin hafði fært þeim. Bandaríkin beittu að vísu eng um þvingunum til þess að fá þessum tilmælum sínum fram gengí, enda ekki við því að bú ast. Aðferðir Sovétríkjanna urðu hins vegar með öðrum hætti. Þau héldu ekki aðeins í meginatriðum þeirri aðstöðu:. sem þau höfðu öðlazt í stríð inu, með því að koma á fót lepp stjórnum í löndum, sem þeir emumið, heldur b ‘tu hana síðan með því að efna til byltirxi í löndum, sem þeir þurftu að ná ta'.ngarhaldi á. MiJÁR. LEÍÐIR Þegar herstöðvatilmælunum hafði verið hafnað, hófust um ræður um Keflavíkursamning inn svo nefnda. En Bandaríkja stjórn lagði á það mikla á herzlu, að hún fengi að nota flugvöMi'nn í Keflavík í þágu flugsamgangna sinna við Þýzkaland, þar sem dvaldi all mikinn bandarískur her. í þessum umræðum koma fram þrjár meginskoðanir. í fyrsta lagi voru þeir, sem vildu heim E ila Bandaríkjunum viss afnot af vellinum áfram, þ. e. rneð an þeir hefðu hergæzlu í Þýzka la’idi og í sambandi við hana, og að annast þar sjálfir vissa starfsemi og hafa þar starfs menn undir eigin stjórn. Þessa skoðun reyndust aðhyllast all ir þingmenn Sjálfstæðisflokks ins og meiri hluti þingmanaa Framsóknarflokksins og , A3- þýðuflokksms. í öðru Iagi vorut þeir, sem vildu meina Banda- ríkjamönnum öll afnot af vell inum. Það voru þingmenn Sósíalistafldkksins. í þriðja lagi voru svo þeir, sem vildu heimila Bandaríkjamönnum af not af vellinum, meðan þeir hefðu herskyldum að gegna í ■ Þýzkalandi, en að flugvöllur inn og allur rekstur hans væri algerlega undir íslenzkri stjórn. Þessi skoðuín kom fram í tillögu, sem við Hannibal Valdimarsson fluttum, og enn fremur í tillögu fyrsta minni hluta utanríkismálanefndar, þeirra Hermanns Jónassonar og Bjama Ásgeirssonar. Fyrst nefnda sjónarmiðið varð ofan á. í samningi þeim, sem var gerður, voru; Bandaríkjamönn um heimiluð afnot af flugvell inum, sjálfstæð starfsræksla þar í því sambandi og ýmiss konar sérréttindi (skatt og toll frelsi). VARHUGAVERT SFOR Ég taldi og tel enn, að rangt hafi verið að gera þennan samn ing. Að nýlokinni styrjöld, þar sem þeir, sem íslendingar studdu, höfðu unnið algeran sigur, og þegar verið var að reyna að leggja grundvöll var anlegs friðar, áttu íslending- ar ekki að gera samning, seiyi skerti alger yfirráð þeirra yfir landi sínu. Þjóðir verða að vísu í skiptum sínum við .aðrar þjóð ir ávallt að taka tillit til rétt mætra hagsmuna nágranna sinna og avtnarra, sem þeir hafa mikið saman við að sælda. og á þetta ekki hvað sízt við um smáþjóðir eins og íslendinga. í þessu sambandi höfðu Banda ríkin réttmætra hagsmuna að gæta í sambandi við lendingar rétt á Keflavíkurflugvelli vegna skyldustarfa sinni í Þýzkalandi. Utan Sósíalista flokksins’ munu þeir hafa verið sárafáir hér á landi, sem vildu meina þeim slíks réttar alger lega, og ég efast mjög u® að allir kjósendur Sósíalista- flokksins hafi verið þeirrar skoðunar, að slíkt hafi verið eðlilegt. Hins végar var hægt að taka fullt tillit til þess sjálf sagða sjónarmiðs íslendinga, að vilja hafa einir umráð lands sins, og lendingarhagsmuna Bandaríkjanna á þann hátt, að íslendingar rækju völlinn, nne® aðstoð erlendra sérfræðinga iil að byrja með, en veittu Banda rfkjunum nauðsynleg umferða, Iendingar- og viðdvalarrétt indi, gegn greiðslu bcss kosta aðar, sem af þeim leiddi. REYNSLAN AF KEFLAVÍK URSAMNINGNUM. Það voru örlagarík mistök, að þannig skyldi ekki farið að. Á framkvæmd Keflavíkur- samningsins reyndust miklii; Framhald á 7. siöu. /»

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.