Tíminn - 26.08.1964, Síða 1
I
192. tbl. — Miðvikudagur 26. ágúst. — 48. árg.
Sex skaðbrenndust við
gassprengingu í eldhúsi
KH-Reykjavík; 25. ágúst.
Nýlega varð það slys að bænuiu Miklaholti á Mýrum, að
þar varð sprenging í gaslofti, og eldhúsíð, sem í voru 6 manns,
varð eitt eldhaf á svipstumdu. Öll sex brenndust mikið, en eldur-
inn dó út, þegar gasloftið var búið.
Slysið átti sér stað um há
degi á fimmtudaginn var. Dav-
íð Sigurðsson, bóndi í Mikla
holti á Mýrum, var staddur í
eldhúsinu ásamt kouu sinni,
dóttur og dótturdóttur, sem
voru þar gestkomandi, og
tveimur sonarbörnum. Jón Ein-
arsson, umboðsmaður Sam
vinnutrygginga í Borgarnesi,
sem kom á staðinn á föstudag,
sagði blaðinu, að aðalkrani á
gaskút, sem var þar inni,
mundi hafa verið opinn og gas-
ið streymt út, og sprengingin
orðið út frá gljákolaeldavél í
eldhúsinu. Eldhúsið varð eitt
eldhaf á einu sekúndubroti, og
eldurinn sleikti sig fram í gang
og þvottahús. Davíð bóndi kom
kútnum út úr húsinu, og hitt
fólkið ko-mst út, en eldurinn
slokknaði, þegar gasloftið var
búið og hafði þá ekki náð að.
éta sig í mikið eldfimt. Þó
eyðilagðist málning og fleira,
og talsvert af fatnaði brann
þarna inni, Allt var vátryggt.
Fólkið brenndist allt meira
og minna. Tvennt var rúm-
liggjandi, þegar Jón kom í
Miklaholt á föstudaginn, dóttir
Davíðs og sonarsonur. Hafði
drengurinn brennzt einna mest.
Læknir, sem kom á staðinn,
sagði þó, að þetta væru ekki
tiltölulega slæm brunasár, en
fólkið mundi eiga lengi í þeim.
Kona Davíðs sagði svo frá, að
sokkar, sem hún var í, hefðu
alveg horfið utan af fótleggj-
Framh. á 15. síðu
■mro
H
BEID DAUÐA SINSITJOÐRIVIDSTAUR
- er tveir drengir f undu hann og f relsuðu
KJ-Reykjavík, 25. ágúsl.
f gær fundu tveir drengiv i
Mosfellssveit, hest sem hafði
gleymzt, tjóðraður vi ðstaur, og
er hann áreiðanlega búinn að vera
þannig í 3—4 daga — í sveltí
Tveir drengir Jón Haraldsson
10 ára og Smári Baldursson 6
ára voru á leið frá Brúarlands-
hverfinu og niður að sjó í gær er
þeir sáu hest sem hafði verið
tjóðraður við staur í landi
Markholts. Fóru þeir og huguðu
að hestinum, þar sem hann hafði
vafið taumnum um staurinn og
gat vart orðið hreyft höfuðið.
Tóku þeir beizlið strax fram af
hestinum, sem varð að vonum feg
inn frelsinu, og fór strax í næsta
læk og drakk mikið að sögn
drengjanha. Um bessar slóðirtóga
hestamenn úr Reykjavík gjarnan
leið um, og æja oft á graslend-
inu þarna.
Fréttamaður blaðsins fór i dag
með Baldri Magnússyni umboðs-
manni Tímans í Mosfellssveit upp
eftir til að skoða verksummerki, og
er greinílegt að hesturinn hefur
verið þarna í allt að fjóra daga.
Baldur sagði að hesturinn, sem
er rauðskjóttur, hefði verið með
beizli, og einteymingur á því.
Hafði taumnum verið hnýtt um
staurinn neðanverðan. Þegar svo
Framh á 15 síðu
TALSTOÐVAR VID
UMFERÐARSTJÓRN
ViS þennan staur var hesturinn skilinn eftir í reiðileysi. Tr^ðkið sést
greinlega. (Tímamynd K.J.)
KJ—Reykjavík, 25. ágúst.
Þá er lögreglan ■ Reykjavík farin
að nota burðar-talstöðvar við
inn hér á myndinni, Steinþór Ny-
gaard, var vlð umferðarstjórn á
horni Mlklubrautar og Löngu
hlíðar i dag, þegar verið var að
mála akreinamcrrk. á Miklubraut
ina. Annar lögregluþjónn var
niðri á Miklatorki, og sá hafði
líka litla talstöð, „hóki-tóki"
Þessi tilraun með að nota tal
stöðvar við umferðarstjórn i dag
gaf nokkuð góða raun, en tal-
stöðvarsambandið truflaðist samt
dálítið af umferðinni.
(Timamynd K. J.)
mmssBsnm
6 í hrakningum í Odáðahrauni
FB-Reykjavík, 25. ágúst.
í dag lögðu mcnn upp frá
Reynihlíð við Mývatn tU þess
að ná í tvo Landrover-bíla, sem
sex Svisslendingar höfðu orðið
að skilja eftir fyrir sunnan
Dyngjufjöll fyrir helgina. Sviss
lendingarnir höfðu farið i
Öskju, og ætluðu að aka þaðan
niður að Svartárkoti í Bárðar
dal, cn bílarnir fcstust i snjó
og annar varð olíulaus, svo
mennirnir urðu að ieggja af
stað gangandi, og náðu þrír
þeirra að lokum að Svarárkoti
illa til reika, en þrír létu fyrir
berast i leitarmannakofa í Suð
nrárbotnum.
Pétur i Reynihlíð hringdi ti)
okkar í dag og sagði, að Hall
dór Eyjólísson, Guðbjartur
Pálsson og Bragi Sigurðsson
hefðu lagt af stað Inn að
Dyngjufjöllum í dag til þess
að ná þar í tvo bíla, sem
svissneskir stúdentar hefðu
skilið þar eftir fyrir helgina.
Bjóst trann við. að mennimir
kæmu aftur með bílana ein
hvern tíma í nótt.
Þá hringdum við í Hörð
bónda Tryggvason f Svartár-
koti í Bárðardal, en þangað
komu þrír Svisslendingar á
sunnudaginn heldur illa til
reika og sögðu sínar farir ekki
sléttar.
Sex saman höfðu þeir lagt
af stað norðui Kjalveg fyrir
nokkrum dögum og haldið til
Akureyrar, Raufarhafnar, um
Brúaröræfi og að Dettifossi á
tveimur Land-Roverbílum, en
bílana höfðu þeir tekið á leigu
í Reykjavík. Síðan ætluðu þeir
í Öskju, og komust þangað.
En að Öskjuferðinni lokinni
hugðust þeir fara suður fyrir
Dyngjufjöll og baðan sem leið
Framh. á bls 15