Tíminn - 26.08.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 26.08.1964, Qupperneq 3
Franski ‘ kvikmyndaleikarinn Alain Delon er genginn í það heilaga, og sést hann hér á myndinni ásamt konu sinni, ★ Fyrsta september éru liðin 25 ár frá því seinni heims- styrjöldin brauzt út, og af því tilefni ætlar hljómplötufyrir- tækið Metronome að gefa út plötu, sem lýsir gangi stríðsins, og vonar fyrirtækið, að hægt verði að nota hana við kennslu í skólum Damnerkur. Á plötunni heyrast raddir margra þekktra manna, svo sem Hitlers, Görings, Göbbels, Nathalie Parthelemy. Þau giftu sig um borð í skemmtiferða- skipinu S.S. France og komu daginn eftir til New York. Himmlers, Churchills, Chamber lains, Attlees, Roosevelts, Tru- mans og Stalíns. Þar er m. a. stríðsyfirlýsing Hitlers gegn Pólverjum, stríðsyfirlýsing Mussolinis, ræða Roosevelts eftir árásina á Pearl Harbour, tilkynning Eisenhowers um innrásina í Normandee, ræða Hitlers eftir morðtilraunina 1944, upptökur frá réttarhöld unum þar á eftir, tilkynning ★ Hundurinn á myndinni er í eigu Alain og kallast hann Brendo. ★ Trumans um fyrstu kjarnorku sprengjuna og margt fleira. Plata þessi mun kosta 36 kr. danskar og það tekur eina klukkustund að spila liana. ★ Ekkert bendir til þess, að alvara verði úr því, að Greta Garbo hefji kvikmyndaleik að nýju. Og peninganna vegna þarf hún þess heldur ekki. Hún þénar vel á gömlu kvikmynd iirinrrTMrTTn^Tirrrr""tm1-"""- i unum sínum, og svo hefur Metro Goldwyn Mayer-kvik- myndafélagið gefið út talið í siðustu kvikmyndum hcnnar á hljómplötum. Þessar plötur selj ast mjög vel og Greta stór- græðir að sjálfsögðu á þessu uppátæki. ★ Lyndon B. Johnson lýsti því yfir fyrir nokkru, að hann vildi ekki, að neinn af ráðherrum hans yrði varaforsetaefni Demó krata í forsctakosningunum í haust. Johnson vildd nefnilega ekki, að Robcrt Kennedy, dóms málaráðherra, yrði varaforseti, og til þess að komast hjá því að afneita Bobby pcrsónulega, lýsti hann því yfir, að enginn ráðherra kæmi til greina. Strax og þetta varð opinbert, sendi Bobby afsökunarbréf til allra hinna ráðherranna, og þar segir m. a.: „Mér þykir mjög leitt, að hafa tekið svo marga góða félaga með í fallinu!" ★ Nú í haust hefst upptaka á kvikmynd um Raoul Wallen- berg, sænska stjórnarerindrek ann, sem hvarf í Ungverjalandi eftir stríðið og verður hún tek in bæði í Svíþjóð og Ungverja- landi. Max von Sydow á að leika Wallenberg, en Arne Mattsson verður leikstjóri. Rit- höfundurinn Per Wahlöö hef ur nýlokið við að skrifa kvik- myndahandritið. * í Bandaríkjunum er fundið upp á öllum tiltækum ráðum til þess að auka eftirspurnina eftir lúxuxíbúðum þeim, sem nú rjúka upp í stórum blokk- um víðs vegar í landinu. í einni blokkinni í New York liefur verið komið upp garði uppi á þakinu. Garðurinn, sem er í 100 m. hæð yfir götunni, kall- ast Pavilion Park og þar eru 1000—2000 tré og plöntur og auk þess mjög fögur sundlaug. ★ Stúlkan á myndinni er 24 ára og heitir Margaret Cleland. Hún er lögreglukona hjá Scot land Yard og var nýlega sæmd Georges-orðunni, sem er æðsta heiðursmerki, sem óbreyttum borgurum er veitt í Bretlandi, Margaret vann það afrek í marz s. 1. að hrifsa barn úr höndum örvæntingarfulls föð- ur, sem stóð uppi á þakbrún- inni á margra hæða húsi í Bloomsbury í London og hót- aði að stökkva með barnið nið- ur á götuna. Margaret er önn- ur lögreglukonan í Bretlandi. sem fær þessa orðu. Á myndinni sjáum við 22 ára Miinchen-stúdent, Wolf- gang Jaros, og japanska vin- konu hans, Kozue Matsuo, þeg ar þau hittust í fyrsta sinn við höfnina í Yokohama. Þau höfðu skrifazt á í þrjú og hálft ár, en aldrei hitzt fyrr. Jaros safn aði saman 600 dollurum og tók sér ferð á hendur til Japans, með viðdvöl í Moskvu og Síb- eríu. Og þegar hann kom til Yokoliama og hitti Matsuo, sagði hann við fréttamenn: —„Ég er ennþá hrifnari af henni núna, eftir að ég hef hitt hana persónulega — ég held ég muni biðja hennar“. Að skrífa sjálfum sér Þegar Mbl. fær engar undir- tektir hjá bændum Við stefnu stjórnarinnar í laindbjúnaðar- málum og ráðstafanir í garð bænda, grípur það til þess ráðs að skrifa sjálfu sér bréf eins og það vill að bændur tali. í gær birtir Mbl. eitt slíkt bréf, sem það segir að sé frá „norð- lenzkum bónda til bróður síns í Reykjavík“. Og nú er bezt að bregða upp sýnishorní af því, hvernig Mbl. vill að bændur tali: „Ekkert er sveitunum hættu- legra en það, ef bæmdur fara sjálfir að trúa þvi, að verstu lífskjörin séu hjá þeim. . . . Þetta er öruggasta ráðið til þess að fækka bændum og Ieggja sveitirnar í eyði. En bændur munu verða fyrir sár- um vonbrigðum með lífskjörin, þegar þeir flytja á mölina, og er þá oftast auðvelt að gera þar úr þeim talhlýðinn kröfu- lýð handa kommúnistum. Til þess eru líka refirnir skornir hjá Tímanum. . . . En Fram- sókuiarfiokkurinn er að þessu leyti eins konar veiðihundur fyrir kommúnista til þess að veiða hrekklausa bændur inn í þann þjóðféiagsfjandaflokk“. Svona eiga bændur að tala og skrifa Svona eiga bændur að tala og skrifa, segir Mbl. Þeir mega alis ekki gera sér Ijóst, að þeir búi við erfið kjör, jafnvel þó að stjórnarmálgagnið, Alþýðu- blaðið, sú búið að lýsa því yfir sem hagfræðilegri staðreynd, að þeir séu tekjulægsta stétt landsins. Og að impra á því, að bæta þurfi hag bætnda, það það er auðvitað öruggasta ráð- ið til þess að leggja sveitirnar í eyði!! Gerist einhverjir svo djarfir að tala máli bænda, t.d. Framsóknarmenn, þá eru þeir bara „veiðihundar kommún- ista“, enda hafa þeir ekki ann- an tilgang með því tali, leggur Moggi bændum í munn. Og svo kemur skýring Mogga á þessu: Bændur eru sem sagt svo ó- sjálfstæðir og le'iðitamir, að „auðvelt er að gera úr þeim talhlýðinn kröfulýð haunla kommúnistum“. Gjafir eru yð- ur gefnar, bændur, og eruð þið litlir drengir, ef þið launið engu. Svona eiga góðir og stétt- vísir bændur að tala og hugsa, segir Moggi. Og umfram allt ekki ímynda sér að bæta þurfi lífskjör í sveitum. Þetta er sem sagt „bróðurleg“ kveðja frá Mogga. Hvað býr undir? Þessar undarlegu setningar eru niðurlag leiðara í Mbl. í gær: „Raunar hefur ríkisstjórnin aflað sér heimildar til þess að fresta framkvæmdum, ef nauð- syn krefur vegna vinnuafls- skorts eða af almennum efna- hagsástæðum. Þetta virðist eðlilegt, og það mundi auð- velda þá skattalækkun, sem sjálfsögð er“. Hvað á Mbl. við, o<g hvað býr und'ir þessu?, munu menn spyrja. Heimild sú, sem Mbl. talar um, nær aðeins til yfir- standandi árs. Stjórnin hefur lýst yfir, að lækkun álagðra skatta á þessu ári kom'i ekki tij greina. Ætlar stjómin þá ef til vill að fara að kippa úr opin- Framh. á 15. síðu tTmINN, miðvikudaglnn 26. ágúst 1964 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.