Tíminn - 26.08.1964, Side 8

Tíminn - 26.08.1964, Side 8
Sjötugur: Eirikur Þorgilsson í Langholti Skriða áranna er ætíð jöfn, mis- þung að vísu frá ári til árs hjá flestu fólki, en jöfn eigi að síður og furðu slétt, þegar litið er yfir liðna tíð. Margir erfiða meira en nokkurj rök mæli með að gefi lífinu veru- legt gildi og gleyma um leið hin- um björtu hliðum, sem alls staðar blasa við í mismunandi myndum. Vandinn er auðvitað alltaf sá að rata hinn gullna meðalveg, sem annars vegar fullnægir að Tiokkru því, sem til hinna verald- legu hluta má telja og svo hins vegar því, er fegrar og þroskar innsæi andans til háleitari mark- miða. Mörgum tekst þó furðu vel að komast nærri þessum meðalvegi, að því er sýnist, og renna mörg áratugaskeið með miklum ágæt- um Eiríkur Þorgilsson bóndi í Lang- holti í Hraungerðishreppi er á- reiðanlega eitt þessara hamingju- barna. Hann átti nú að baki að sjá 70 árum úr ævi sinni 19. þ.m. Eiríkur er að uppruna úr Skeiða- hreppi, einn af mörgum afkom- endum Ófeigs ríka á Fjalli. Lengst af hefur hann búið í Langholti eða ég ætla rösk 33 ár, en áður bjó hann nokkur ár . á öðrurn jörðum hér i Ámessýslu. Kona Eiríks er Lilja Bjarnadóttir frá Útverkum á Skeiðum, mikil ágætis- og myndarkona. Þau hjón- in hafa eignazt 7 börn, svo þeim var nægt verkefni á höndum eins pg fleiri í þeirra stétt, að koma *il manns stórum barnahóp. En .nörg og myndarleg börn er hinn eini varanlegi auður, sem foreldr- ar og þjóðin í heild geta byggt á þegar á reynir. Þótt óumdeilan- lega sé nægt verkefni hverjum bónda að sjá farborða stórum barnahóp, þá hefur Eiríkur ekki gleymt að líta upp frá stritinu og leita annars þess er gefur lífinu einnig fylling og gildi. Reiðhestarmr voru og eru enn Eiríki mikil uppbót á lífið. í snjöllum skeiðsprettum gæðinga sinna skynjaði hann uppsprettu, sem vinnulúinn og þreyta hvarf fyrir, snilli, sem lyfti huganum til flugs, hrynjandi, er minnti á vorljóð náttúrunnar sjálfrar, stig- in úr ilmi gróandans, slegið í hold og blóð hugsandi vitsmunaveru af hendi skapandi dýrðar. Og svo rauk moldin í götunni, sólin flæddi um brjóst og fang félag- anna, sem æddu um heima ævin- týranna fram hjá öllu, er virtist svo lítið og lágt' meðan íörðin1 söng og stundi Þar sem ég veit að Eiríki bónda er ekki um gefið að mikið sé skrif- að í sambandi við afmæli hans, skal hér staðar numið og ekki minnzt við fleiri vörður úr 70 ára sögu háns, enda eru þessar fáu línur settar á blað til að þakka Eiríki góð kynni, einkum í sam- bandi við ferðalög á hestum, sem ég vildi mega innsigla með hinni ágætu vísu Páls heitins frá Hjálms stöðum, sem er þannig: „Höfði lyfti listavel, löppum klippti vanginn, í tauma rykkti, tuggði mél, tölti og skipti um ganginn.“ Hjartanlega til hamingju með hin nýliðnu tímamót f ævi þinni, Eiríkur, og ég óska þér og þínu fólki allrar blessunar á komandi tíð. J.B. Hér er mynd af einum hópnum við Tröllafoss mundur, faðir hans, haft stórt kúabú og einnig töluvert af sauðfé, hænsnl og hesta. Höfðu þeir feðgar nýlega reist yfir 30 kúa fjós og var það aðallega um stutt ferðalög að ræða, tveggja til þriggja klukkutíma „sviftúr" kringum Mosfell að Tröllafossi. Er þetta skemmtileg reiðleið og hæfi- lega löng fyrir óvaninga. — Alls mun Ólafur hafa yfir 20 hesta tíl þessara ferðalaga, en á miklu fleiri. Oft eru farnar fleiri en ein ferð á dag, og kunnugur maður fylgir jafn- an hverjum hóp, og fleiri en einn, ef um stóra hópa er að ræða. Mikið af þessum hestum hefur Ólafur tiltæka allt árið, og hafa margir notfært sér það undanfarna góðviðrisvetur engu síður en aðra árstíma. En tíðarfarið ræður að sjálf- sögðu miklu um aðsóknina hverju sinni. Það er nokkur vandi að hafa heppilega hesta til svona notk- unar. Fyrst og fremst verða þeir að vera auðsveipir og ganggóðir, og ekki of viljugir fyrir viðvaninga, sem e.t.v. hafa aldrei fyrr komið á hest- bak. En svo eru aðrir, sem gera kröfur til, að hestarnir séu viljugri og tilþrifameirí, en talizt getur hættulaust fyr- ir óvaninga. — Hér getur því verið erfitt að gera öllum til hæfis — eins og í mörgu öðru. — Þó mun þetta yfirleítt hafa tekizt svo vel að viðunandí megi teljast. Á þeim hestamennskutím- um, sem nú standa yfir, hafa nokkrir menn hafizt handa um að leigja hesta til ferðalaga, allt frá einnar stundar „svif- túrum“ til langferða. Hefur þannig verið stofnað til margra ferðalaga, m.a. milli Suður- og Norðurlands. Mun Páll Sigurðsson, sá alkunni hestamaður, hafa átt frum- kvæði þar að, með atbeina for- stöðumanna Ferðaskrifstofu ríkísins. Aðrir, sem þar hafa helzt komið við sögu, eru Þor- kell Bjarnason á Laugarvatni, Halldór Jónsson á Hellu og Ólafur Ingimundarson á Hrís- brú í Mosfellssveit. — Verður hér lítillega sagt frá þessari starfsemi Ólafs, en hún hefur einkum beinzt að stuttum ferð- um um næsta nágrenni. — Hestaleigan á Hrísbrú hófst sumarið 1960 og kom strax í ljós, að þarna var nokkuð, sem fólki þóttí góð tilbreyting. Sumir notfæra sér þetta sem nýtt „sport,“ en aðrir til að rifja upp gömul kynni. Þessi starfsemi hefur aukizt með hverju ári og þykir yfirleitt góð þjónusta við þann vaxandi fjölda manna, sem sækist eft- ir að njóta þeirrar tilbreytni og skemmtunar, sem hér er í boði. Áður en þessi starfsemi hófst hafði Olafur og Ingi- Ólafur á Smára, sem varð nr. 2 af klárhestum með tölti, sem voru sýndir á kappreiðum Harð- ar 16. þ. m. meira en fullt. En eftir að hestaleigan hófst, virtist svo, að hún gæti orðið arðbærari en venjulegur búskapur og ekki gott að samræma stórt kúabú og mikinn hestafjölda. Og því voru kýrnar seldar, en hestunum fjölgað. — Nú eru fáar kýr á Hrísbrú, en margír hestar. — Eins og áður segir er hér NYJAR ERLENDAR BÆKUR Epic and Romance. Essays on ‘Medieval Litera- ture. Höfundur: W. P. Ker. Út- gefandi Dover Publications. Verð: $ 2.00. Ker var einn þeirra fræði- manna setm drýgstan þátt átti í að kynna íslenzkar fornbók- menntir upp ír aldamótunum síðustu. Hann var sérfræðigur í miðaldabókmenntum og rit- hans Epic and Romance átti mikinn þátt í nýju mati manna á þessum bókmenntum. í þess ari bók tekur hann til tneðferð ar tjáningarform þeirra tíma bila, sem hann nefnir „hetju- öld‘ og „riddaraöld". Bókmennt ir þessara tímabili eru sögu- ljóð, sagnabálkar og riddara- og ævintýrasögur. Hann fjallar um þýzku epíkina, þá frönsku og íslendingasögur. Þetta er bókmenntasaga miðalda, og þáttur íslendinga er einna mestur, hér voru settar saman sögur og söguljóð sem hæst ber á þessu tímabili. Höfundur ræðir ástæðurnar fyrir því að slíkar bókmenntir sköpuðust hérlendis, hann leggur mikla áherzlu á fjarlægð landsins frá menningarstraumum samtím- ans í Evrópu og hina forn germönsku erfð „hetjualdar", en sú erfð birtist hvað skýrast í hetjukvæðum Eddu. Þessi bók er meðal þeirra merkustu sem ritaðar hafa verið um ís- lenzkar fornbókmenntir, höf- undurinn er bæði hugkvæmur og mjög vel menntaður og hef- ur ágæta yfirsýn yfir umrætt tímabil. The Heritage of Symbolism Höfundur: C. M. Bowra Útgef andi: Schocken Books. 1961. Verð: $ 1.65. Arfleifð symbólismans eftir Bowra er af mörgum talinn eitt merkasta rit um bókmennt ir, sem út hefur komið á síð ari árum. Hann rekur áhrif symbólismans eínk- anlega Mallarmés á Val- éry, Rilke, Stefan George, Alex ander Blok og Yeats. Fyrsti kafli bókarinnar fjallar um symbólismann sem bókmennta stefnu. Táknmálið, tilraunir þeirra til að gera ljóðið að músik og að iýsa fremur and- rúmslofti og hugrenningatengsl um en beinlínis efninu var tak mark þeirra. Þeir eru innhverf ir og ljóð þeirra oft sprottin af duldum kennduim sem verða oft erfiðlega tjáð með orðum, því eru þeir og einkanlega Mall armé mjög torskildir. Áhrifa þeirra gætir mjög, þeir víkka ljóðaformið og dýpka ljóðið. Ljóðið verður einstaklings- bundnara en áður og gerir meiri kröfur til lesandans, þvi urðu symbólistarnir aldrei dáð ir af almenningi, þeir einangr uðust enda fráhverfir allri þjóð félagslegri togstreitu. Nútíma ljóðlist sem má rekja að nokkru til þeirra er ekki eign fjoldans. Kaflarnir um skáldin eru allir góðir, einkanlega er kafl- inn um Stefan George framúr skarandi. Höfundurinn er starf andi við Oxford háskólann. 8 TÍMINN, miðvikudaginn 26. áflúst 1964 —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.