Tíminn - 26.08.1964, Page 9
Ferð, er ekki verð-
ur metin til f jár
RÆTT VIÐ PRÓFESSOR BAUER UM FÖR í SURTSFY
BÓ-Reykjavrk, 24. ágúst.
Blaðið náði í dag tali af
prófessor Bauer og spurðist
fyrir um ferð hans og íslenzkra
vísindamanna í Surtsey, en pró-
fessorinn fer héðan af landi
brott annað kvöld.
Prófessorinn sagði þetta eina
af þeim ferðum, sem eru meira
virði en svo, að þær verði
metnar til fjár. Mikilsverður
árangur hefði náðst, og auk
þess hefðu þeir félagar horft á
ógleymanlegt náttúruundur.
Prófessorinn kom hér fyrst,
þegar eyjan var að rísa úr sjó
og aftur í febrúar, þegar iand-
myndun hafði átt sér stað. Nú
er eyjan á þriðja stigi — hraun
rennslis — og því kom pró-
fessorinn í þetta sinn. Hann
útvegaði sem kunnugt er þyrlu
frá sjóhernum til fararinnar
en lending af sjó var erfið-
leikum bundin vegna roks.
— Þyrlan reyndist prýðilega,
hún flutti okkur og sótti, jafn-
vel út á nýlega runnið hraun,
sagði prófessorinn og kvaðst
vona að orðið gæti af fleiri
svona ferðum.
Með prófessor Bauer vor
Steingrímur Hermannsson,
framkvæmdastjóri Rannsókna-
ráðs ríkisins, og .......
höfðu farar-
stjórn, en nú var byrjað á seg-
ulmælingum á sjálfu landinu
Prófessor Þorbjörn Sigurgeirs-
son og Guðmundur Guðmunds-
son gerðu þær mælingar, en
Sveinbjörn Björnsson og
Sveinn Jakobsson mældu raf-
hleðslu í mekkinum. Gunnlaug-
ur Elísson, Sigurður Steinþórs-
son og Bragi Árnason tóku
sýnishorn af gufu og vatni.
Próf. Trausti Árnason mældi
seigju, hitastig og aðra eigin
teika hraunsins, dr. Sturla
Friðriksson kannaði líf á eynni
og Ósvaldur Knúdsen tók kvik-
myndir.
Áður hafa verið gerðar seg-
ulmælingar úr lofti við eyna,
en prófessor Bauer hlutaðist
til um að vél frá sjóhernum
var fengin til þess. Þetta var í
febrúar, og komu þá tveir aðrir
erlendir vísrndamenn til að
mæla rafhleðsluna í mekkin
um. Mælitæki þeirra voru skil-
in eftir hjá Eðlisfræðistofnun-
inni, en prófessor Þorbjörn
Sigurgeirsson og Sveinbjörn
Björnsson hjá Raforkumála-
stjórn hafa notað þau til á-
fram haldandi mælinga.
Nú er unnið að útgáfu
þriggja ritgerða, sem byggjast
á þessum rannsóknum. Höf
undar þeirra eru próf. Venne-
gut, sérfræðingur í myndun
eldinga, en hann er annar
hinna erlendu vísindamanna,
sem fyrr getur, og próf. Þor-
björn Sigurgeirsson, Svein-
björn Björnsson og dr. Sigurð-
ur Þórarinsson. Þá er verið að
semja skýrslu um segulmæl
ingar úr lofti.
En prófessor Bauer hefur
ekki látið við það sitja að koma
hér þrisvar sinnum og hlutast
til um útvegun á flugvélum og
mælitækjum. Hann hefur veitt
2000 dollara úr sjóði, sem hann
stofnaði sjálfur, til jarðefna-
fræðilegra rannsókna á Surti
og gufusvæðum hér. Dr. Guð-
mundur Sigvaldason hlaut
styrkinn.
Wy.vW-.v.v.'.'í-.v.'.■.■*<•.'.v.v.-.v.'.w.v.'.
Bauer á Surtsey
W !<?
Ljósmynd Tíminn HE.
zz
mm
GROÐUR OG GARÐAR
Sunnudagur í
Fjall — eyibær í Kolbeinsdai
j ': . :':: : :: : " :- '":■,
Gamalt hey í Hjaltadal
Sunnudagur 19. júli, sól og
sumar 1 Skagafirði, kappreiðar
á Vallnabökkum. hrossahjal og
heyskaparhugur. Eg var að
skoða skógræktarlandið í
Varmahlíð og minntist eitthvað
á að Skagfirðingar fyrri alda
hefðu rækilega gengið af öllu
skóglendi dauðn í sínu héraði.
Sigurður Jónasson skógarvörð-
ur sagði þetta nokkrar ýkjur,
hann gæti sýnt mér skógarkjarr
sem staðið hefði af sér alla
sauðfjárbeit og ásókn kolagerð
armanna — úti í Hrolleifsdal.
Var nú haldið heim að Hólum,
en þaðan ók Haukur Jörund-
arson skólastjóri okkur Sigurði
í jeppa sínum ut að Bræðraá í
mynni Hrolleifsdals. Gengum
við þaðan drjúgan spöl fram
á dal um grösugar hlíðar og
berjalönd, unz komið var í
kjarrlendið í Geirmundarhól-
um, handan ár. Þarna mun
vera snjóþungt líkt og i Fljót
um — og snjóskriður hlaupa
oft niður hlíðarnar á vetrum —
að sögn. — Er kjarrið auðsjá-
anlega mjög bælt af snjóþyngsl
um, en samt allgróskulegt þótt
lágt sé í lofti — víðast hné-
hátt eða í mittishæð, en þó á
blettum 2 m eða vel það. Innan
uim vex einir, lyng, gulviði-
hríslur og firnungurinn stinni,
sem brakar í ef hann er sleg-
inn, enda sumstaðar nefndur
ígull. Utar í dalnum ná berja-
lönd og beitilyngbreiður út und
ir Skálá. Ekki eru þessar einu
verulegu skógarleifar Skaga-
fjarðar háar í ioftinu, en vöxtu
legri hefur skógur sá eflaust
verið á dögum Geirmundar,
Hrolleifs og Kráks, sem að
fornu hafa búið þarna, eða a.
m.k. skilið eftir nafngiftir í
dalnum.
„Sumarhlýr er Hrolleifs-
dalur,
— Hólastóli naumast falur —
berjalyngs og bjarkasalur,
brosir hlíð við sólaryl.
En á vetrum allt í kafi,
ána bindur fannaklafi.
Skrý’ddan glæstu gróðurtrafi
gista dalinn heldur vil,
Geirmundar í grænum lundi
góða stund með vinum undi.
Dreymdi gjamm í Hrolleifs
hundi.
hestinn Kráks við skemmu-
þil.“
Hjaltadalur er þjókunnur
frá fornu fari vegna Hóla. Þar
hefur bændaskólinn tekið við
af biskupunum og búsikapur
blómgast. En hinumegin við
lágan háls liggur Kolbeinsdalur,
kominn í eyði að mestu. Smiðs-
gerði er enn í byggð í dal-
mynninu, rétt við hina sér-
kennilegu Hreðuhóla, og þar
sem dalurinn opnast við hér-
aðinu stendur stórbýlið Sleitu-
bjarnarstaðir. Þar er búskapur
góður og bílaviðgerðarstöð. En
allur hinn fríði dalur innan við
er í eyði. Hús standa enn á
Skriðulandi, Fjalli og Una-
stöðuim (sjá myndir). enda &
ekki langt síðan þar var búið.
Grónar tóttir sjást á Bjarna-
Pramhald a -iðu 13
UnastaSir, eySibær í Kolbelnsdal
TfMiNN, miðvikudaglnn 26. ágúst 1964 —
9