Tíminn - 26.08.1964, Síða 14

Tíminn - 26.08.1964, Síða 14
EG VAR CICERO EFTIR ELYESA BAZNA Eómverja, sem var þekktastur fyr ir mælsku sína. Herr von Papen fannst sömuleiSis skjölin, sem ég faorði honum, vera mjög margorð. Dag nokkurn fann Mara byssuna mína. — Stundum verð ég voða- lega hrædd við þig, Elyesa, sagði hún. — Þú ættir að kalla mig Cicero, svaraði ég. Hún leit skilningssljóum augum é mig. Cicero hefði ef tii vill haft cinhverja þýðingu fyrir hana, ef það héfði verið tegundarheiti á Whiskyi. — Nú sem stendur er Cicero þýðingarmesti maður fyrir all- tnargar persónur, sagði ég vij? hana. Síðar komst ég að raun um, að Þjóðverjar efuðust lengi um það, að skjölin, sem ég færði þeim, væru ófölsuð. Það var stjórnar- Völdunum í Berlín óskiljanlegt, að ég gæti haft aðgang að slíkum leyndarskjölum. Samt sem áður las ég mörgum árum síðar í minningum Papens: — Ég þurfti aðeins að líta einu sinni á myndirnar til þess að sjá, að ég var að horfa á myndir af skeyti frá brezka utanrikisráðu- neytinu til sendiherrans í Ankara. Formið, innihaldið og setninga- skipunin kom í veg fyrir nokkrar efasemdir um, að þetta væru fals- aðar myndir. Þarna voru allmörg svör frá hr. Eden utanríkisráð- herra við spurningum, sem Sir Hughe Knatchbull-Hugessen hafði spurt í öðru skeytí, þar sem hann hafði farið fram á að fá leiðbein- ingar varðandi viss atriði í stefnu lands síns, sérstaklega varðandi Tyrklandi. Herr von Pape á hér við skeyti, sem ég tók mynd af, á meðan hann sjálfur hitti óvín sinn, Sir Hughe Knatchbull-Hugessen í mót töku forsetans á tyrkneska þjóð- hátíðardaginn. En Berlín hélt lengi áfram að trúa því, að ég væri með einhver svik. Mörgum mánuðum síðar, þeg ar þessu var öllu lokið kom í ljós, að Berlín hafði verið að svíkja mig. 4. KAFLI Seðlunum undir teppínu mínu fjölgaði óðum — 30.000 sterlings- pund, 45.000, 75.000 . . . Það var langt um liðið, síðan ég hætti að telja seðlabunkana, sem Moyzisch afhenti mér. Ég óttaðist ekki, að Þjóðverjar væru að svíkja mig. Var eðli mitt farið að breytast? Ég byrjaði að hugsa um hendur mínar, og lét snyrta þær reglu- lega. Eftír að hafa látið raka mig — ég var hættur að gera það sjálf- ur — fékk ég mér alltaf andlits- nudd. Ég byrjaði að koma fram við Möru með greinilegri fyrirlitingu. — Ég sé þig svo að segja aldrei nú orðið, kvartaði hún og það voru sársaukadrættir í andlitínu. — Ég hef mjög mikið að gera, ég hef ekki tíma til þess, svaraði ég. — Það er ekki satt. Þú varst í setusalnum í Ankara Palace. Ég sá þig fara þangað inn. — Þá veiztu, hvar ég var. Nöldurhljóð kom í röddina, sem gat annars verið svo aðlaðandi. Hvað mér við kom, þá hafði hún lifað það að vera ekki lengur til nokkurra nota fyrir mig. Ég þurfti ekki lengur að koma í hús hr. Busks, fyrsta sendiráðsritar- ans, allt, sem ég þarfnaðist var í námunda við mig í sendiráðinu. Þunglyndi Möru og drykkjuskap- ur jukust. — Þú ættir ekki að drekka svona mikið, sagði ég henni. — Hvað kemur þér það við? Ég yppti öxlum. Við rifumst nú eins og hundur og köttur, og ég hafði enga ánægju af rifrildi. Ég sneíddi hjá henni. Ég var tímunum saman í her- berginu mínu í þjónustufólksíbúð inni, og sat flötum beinum á gulu gólfteppinu og virti fyrir mér vel- snyrtar og fægðar neglur mínar. Ég hafði látið bezta klæðskerann í Ankara búa handa mér alklæðn- að, en gat ekki hætt á að láta sjá mig í honum í nánd við sendiráð- ið. Ég var vanur að stelast til þess að fara í fötin og dást svo að mér í speglunum og láta mig dreyma um þá tíma, þegar ég gæti óhindr aður notið allra þessara lysti- semda, og það hlaut að verða fyrr eða síðar, ef til vill fyrr. Ég ákvað, að þegar þar að kæmi skyldi ég fara til Bursa. Bursa liggur við rætur Uludag-fjalls, og var stofnuð af Hanníbal. Borgin er fræg fyrir hveri sína, og er það fínasta af öllu fínu. Lands- lagið þar líkist mest því, sem er í Sviss og sömuleiðis loftslagið, og hún er stolt Tyrklands. Þang- að skyldi ég fara til þess að njóta lífsins. Engan myndi gruna, hver uppruni minn væri, og ég gætí verið virðulegur herramaður með- al jafningja minna. Kavass, sem setztur er í helgan stein. Það var eitt slíkt kvöld, að ég lét mig í fyrsta sinn dreyma um að byggja hótel í Bursa. Á meðan þessu fór fram, fór ég stöðugt að verða ófyrirleitnari og ófyrirleítnari. Það, að taka myndir í brezka sendiraðinu, varð nokkurs konar hressingarlyf fyrir taugarnar, lyf, sem ég þarfn- aðist, til þess að geta sofnað. Ég lék mér að hættunni, og í langan tíma trúði ég því, að það væri ómögulegt, að ég yrði nokkurn tíma staðinn að verki. Mara réðist að mér með spurn- ingum. — Fyrir hverja vinnur þú? Segðu mér, fyrir hverja þú vinn- ur? spurði hún áleitin. — Þér kemur það ekki við. Ég keypti handa henni dýra kjóla og undirföt, og svaraði ástríðufullu þakklæti hennar með kulda og afskiptaleysi. Sá tími var liðinn, þegar við vorum hvað hrifnust hvort af öðru. Við vorum að bera ást okk- ar til grafar, Mara með tárum, ég eins og fjarskyldur ættingi við 18 jarðarför, sem hann kemst ekki hjá að vera viðstaddur. Ég hélt áfram að taka.myndir af öllu, sem ég gat komið hönd- um yfir. Skeyti Nr. 1594 frá utanríkis- ráðuneytinu, London til brezka sendiherrans í Ankara hljóðaði svo: — Þér minnizt skuldbindga okkar, sem standa í samningum, sem undirritaður var í Moskvu og hljóða upp á það, að við komum Tyrklandi út í styrjöldina fyrir lok þessa árs. Þetta skeyti var undirritað af hr. Eden, brezka utanríkisráðherr- anum, og ég hataði hann fyrir það, en það varð að halda Tyrkl. utan styrjaldarinnar. Átti að breyta BUrsa í orrustuvöll eða í sprengjumark? Bursa, þar sem ég ætlaði að byggja hótel? Hvað komu mér við stórmenni heims- ins? Ég myndí taka á móti þeim sem gestum í nýtízkuhótelinu, sem mig dreymdi um, en sem sendendur skeytisins, sem átti að flytja með sér dauðann, blekkti ég þá, kavassinn, sem var að leika sér að örlögunum. Sir Hughe fór til þess að hitta Numan Menemencioglu, tyrk- neska utanríkisráðherrann. Áður en hann fór af stað, réttí ég hon- um hreinan vasaklút og gráu hanzkana hans. Hvert yrði svarið, sem Numan gæfi Bretum? Svarið kom í skeyti nr. 875 frá brezka sendiherranum í Ankara til utanríkisráðuneytisins í Lon- don. Þar stóð: „M. Menemencioglu fullvissar mig um, að tyrkneska stjórnin muní vera reiðubúin til þess að skerast í leikinn jafnskjótt og ljóst er, að landganga band.a- manna í vestri hefur heppnazt." • • 0RL0G I AUSTURL0NDUM EFTIR MAYSIE GREIG 19 — Þegar við skildum, vorum við aðeins góðir vinir. Við fórum að elska hvort annað síðar — gegnum bréfin okkar. Mér varð ljóst, hve góður og —erkur mað- ur hann er. Ég fór ekki aðeins að virða hann mjög mikils, heldur lærðí ég einnig að elska hann. — Þetta er hreinasta brjálæði, sagði Davíð loðmæltur og reiður. — Þú getur ekki farið að elska mann af bréfum hans einum sam- an. Auðvitað geturðu borið virð- ingu fyrir honum, en það er ekki ást. Ef þú elskaðir hann í raun og veru, hvers vegna sagðir þú mér ekkí frá honum strax? Hvers vegna léztu mig standa í þeirri trú, að þú værir engum bundin og mér væri frjálst að elska þig? — Ég veit það ekki hvíslaði hún og neðri vör hennar titraði ltið eitt. — Fyrst hélt ég, að væri þér kunnugt um, að ég væri trú- lofuð Kóreumanni mundirðu verða á móti því, að ég kæmi hingað. Þú hefðir kannski haldið, að ég vildi rjúka til og gifta míg hvelli. Og síðan . . . En hún þagnaði og stóð þögul við hlið hans, neri saman hönd- um í örvæntingu og fannst hún sjá harla lítils virði. — Áttu við, að síðan hafi þér farið að þykja ofurlítið vænt um mig? Ég held, að það sé sann- leikurinn, hvort sem þú kærir þig um að játa það eða ekki. Þú ert hrifin af mér — og kannski meira en lítið. Hann greip aftur utan um hana, en hún ýtti honum festulega frá sér. — Nei, Davíð. Ég hef sagt þér sannleikann núna. Ég veit, að ég hefði átt að gera það fyrir löngu. Þú hefur á réttu að standa, ég >r hrifin af þér. En ég held ekki, að ég sé þér meira virði en aðrar hjúkrunarkonur hér eða sjúkling amir, sem tilbiðja þig. John þarfn ast ástar minnar og tryggðar nú. Ég má ekki bregðast honum. Hann sagði hásum rómi: — Þér skjátlast hrapallega, þeg ar þú segir, að þú sért mér ekki meira virði en hjúkrunarkonurn- ar eða sjúklingarnir. Þú hefur ver ið mér mjög mikils virði, frá því að ég kynntist þér fyrst. Ég vildi óska, að þessi kóreanski vinur þinn væri ekki í hættu staddur. Ég mundi vilja berjast til að hafa rétt til að vinna ást þína. — Þakka þér fyrir, hvíslaði hún og sneri sér undan, vegna þess að tárin komu fram í augu henni. — Ég skal muna það — . .. þakka þér fyrir. — Ef það er eitthvað, sem ég get gert . . . sagði hann. — Ég er ekki að segja, að ég hafi nein áhrif eða völd í pólitískum mál- um, það veíztu auðvitað. — Kannski sýna þeir John miskunn, sagði hún. — Og halda honum kannski bara í fangelsi. — Og þú ætlar að bíða. Ég þekki þig nóg til að vita, að þú ert mjög ástríðufull stúlka, Rakel. Geturðu beðið allan þann tíma? — Ég býst við, að við getum öll gert það, sem við telj- um skyldu okkar, sagði hún og laut höfði. — Við höfum bæði kynnzt skyldu okkar. — Þú átt við lækna og hjúkr- unarkonur? Hún kinkaði kolli. — Þó ekki væri annað höfum við lært fórnfýsi. — Og þannig lítur þú á þenn- an kóreanska unnusta þinn? — Ég veit það ekki, hvíslaði hún. — Gerðu það fyrir mig að tala ekkí meira um þetta, Davíð. Ég er þreytt. Viltu gjöra svo vel og aka mér aftur til sjúkrahúss- ins? Hann hikaði. — Ég ætla ekki að gefast upp við svo búið, sagði hann. — Ég trúi ekki, að þú elskir þennan Kóreumann. — Eins og ég sagði gæti veríð, að málið horfði öðruvísi við, ef hann væri frjáls ferða sinna. — Ég dáist að tryggð þinni. Hún svaraði engu. Þau gengu saman út úr Leyni- garðinum. Bæði voru þau sem út- tauguð eftir erfiða raun. Það var sorglegur endir á góðum degi. 10. kafli Þetta kvöld för Davis matróna með Rakel í kynningarferð um sjúkrahúsið. Hún fór fyrst með hana í skurðstofuna, og Rakel varð mjög hrifin af, hve stofan var vel búin öllum nýjum tækjum. Hún hafði ekki búízt við, að skurð stofan í Kóreu væri jafnnýtízku- leg og raun bar vitni. Síðan fór hún á slysavarðstofuna og rönt- gendeildina og hitti þar kór- eanska konu, frú Sung Kun, sem var yfirhjúkrunarkona röntgen- deildarinnar. Hún var lagleg kona á miðjum aldri með mjúkt, svart hár og töfrandi augu. Rakel varð þegar hlýtt til hennar. Síðan gekk hún um sjúkrastof- urnar. Flestir sjúklinganna voru Kóreumenn, þó að þarna væru einnig nokkrir Evrópumenn, sem voru að safna kröftum eftir upp- skurði. Börnin voru sérstaklega falleg, og Rakel fékk samstundis ást á þeim. Matrónan sagði henni frá nokkrum sjúklingum, sem þjáðust af óvenjulegum sjúkdóm- um. Þar á meðal var lítil tveggja ára telpa, andlit hennar var þak- íð torkennilegum örum, einkum yfir og kringum augun. Annað barn var þarna, sem hafði van- sköpuð eyru, og sömuleiðis dreng- ur með stokkbólginn handlegg. Eitt barnanna var haldið ólækn- andi sjúkdómi í tannholdi. Rakel gerði sér ljóst, að hér þurfti hver að leggja sig allan fram og hún gladdist af hjarta yfir, að hafa tekið hvatningu Dav- íðs um að koma hingað. — Mig langar til að byrja að vinna í fyrramálið, matróna, sagði hún. — Ég sé, að hér eru verk- efnin óþrjótandi og mig langar að leggja fram mína krafta. — Guð blessi yður, væna mín. Matrónan klappaði - henni létt á höndina. — Ég efast ekki um, að þér verðið okkur ómetanleg hjálp. Og um fram allt skuluð þér byrja að vinna á morgun, ef þér viljið það sjálfar. Dr. Burney gerir upp- skurð í fyrramálið klukkan níu. Hún fann blóðið þjóta hraðar um æðar sér við tilhugsunina eina. Hún mundi aftur á að vinna með honum. Þau mundu vera einn samstilltur hugur, eins og þau höfðu margoft verið í skurð- stofunni á St. Margaret. Hún vissi núna, hvers vegna hún hafði kom- ið hingað: til að vinna með Davíð. Henni þótti vænt um John Kim og mat hann mikils. En hún átti enga ást til að gefa honum. Að minnsta kostí fann hún það ekki, þótt hún vildi leggja fram alla hjálp sína, ef hann þyrfti á að halda. Kannski mundi hún síðar | gera sér ljósari grein fyrir, hvern liug hún bar til hans, ef þau fengju að hittast. Hún snæddi í matsalnum með hinum hjúkrunarkonunum og síð- an fór hún til herbergis síns, áð- ur en hún færi í næturklúbbinn með dr. Richárd Carver. Hún kveið dálítið fyrir. Hana langaði mjög til að vita, hvers konar bréf það var, sem hún hafði í veskinu sínu. Peter Yi hafði gefið í skyn, að vegna Johns væri sérstaklega mikils vert, að það kæmíst i hendur madame Helen Chong. Henni fannst einkennilegt að hugsa um John sem unnusta sinn. Að vísu voru þau bæði í sömu borg, en þó eins fjarlæg hvort öðru og þau gátu verið, vegna fangelsisvistar hans. Það virt- ist vera míklu lengri tími en eitt ár. Og hvaða dóm M TÍMINN, miðvlkydaglnn 26. ágúst 1964

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.