Tíminn - 26.08.1964, Síða 16

Tíminn - 26.08.1964, Síða 16
IP &___________- iiÍiÍMÍi Miðvikudagur 26. ágúst 1964. 192. tbl. 48. árg. r ASI og BSRB mynda nefndmeð ríkisstjórn um skattavandann HF-Reykjavík, 25. ágúst. , um álagningu og innheimtu opin- 1 berra gjalda yfirstandandi árs. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, Al- Samkomulag náðist um það á þýðusambandsins og BSRB, sátu | fundinum, að áðurnefndir aðilar, í dag annan umræðufund sinn 1 ásamt Sambandi íslenzkra sveitar Sáu landmyndun og landeyðingu og fundu jafnvel jarösk jálfta KH-Reykjavík, 25. ágúst. Það þarf víst ekki að fjöl- yrða um það við íslendinga, hvað landið okkar cr merkilegt og kjör'ið ramnsóknarefni fyrir náttúrufræðinga, enda líta nátt- úrufræðingar um allan heim á það sem paradís í þeim efnuin. í dag ræddu frcttamenn við tíu norræna náttúrufræðinga, sem síðustu tvær vikurnar hafa ferðazt um landið þvert og endilangt og kynrnzt því í öll- um veðrum, m.a.s. komizt í kynni við landskjálfta, og við það sannfærzt enn áþreifanleg- ar um gildi fræðsluferða nor- rænna stúdenta í náttúrufræð- um hingað, sem hefjast munu skipulega á næsta ári og verða algjörlega kostaðar af ríkisfé viðkomandi landa. í mörg ár hefur verið unnið að því á Norðurlöndunum, að ríkisstjórnir þeirra veittu fé til fræðsluferða stúdenta í nátt- úrufræðum til íslands, og slík fjárveiting var í fyrsta sinn nú í ár. Var ákveðið, að þátttakendur í fyrstu ferðinni yrðu prófessorarnir sjálfir til þess að kynna sér betur hvað hér væri að sjá og reyna. Dr. Sigurður Þórarinsson og Guðmundur Sigvaldason ferð- uðust um landið með prófess orunum, en auk þeirra voru Guðmundur Kjartansson, Tóm- as Tryggvason og Jón Jónsson, Framhald á siðu 15 Norrænu prófessorarnir og Sigurðor Þórarinsson jarðfræðingur í Naustinu í gær. (Tímamynd KJ). félaga, tilnefni einn mann hver í nefnd, sem athuga muni alla möguleika á því, að veita af- slátt og frekari greiðslufrest á álögðum opinberum gjöldum, og kanna nánar önnur þau atrlði, sem fram hafa komið í viðræðunum. Störfum þessarar nefndar skal hraðað eftir beztu getu og tillög- ur síðan lagðar fyrir fulltrúa rík- isstjórnarinnar, ASÍ og BSRB. Héraðsmót í Strandasýslu Héraðsmót Framsóknarmauna 1 Strandasýslu verður haldið að Sæ- vangi laugardaginn 29. ágúst og hefst það kl. 8.30 s.d. hííi Ræður og ávörp flytja Sigurvin Einarsson, alþm. og Snorri Þor- steinsson, yfirkennari. Erlingur Vigfússon, óperusöngv- ari syngur og Valur Gíslason, leikari, skgmmtir. Hljómsveit Jóhannesar Péturssonar lcikur fyr- ir dansi. Héraðsmót að Bif- röst í Borgarfirði Framsóknarmenn í Mýrasýsln halda héraðsmót að Bifröst í Borg- arfirði sunnudaginn 30. ágúst og hefst það kl. 9. 30 s.d. Humphrey valinn í dag? NTB-Atlantic City, 25. ágúst. Enn er allt á huldu um, hvern Johnson, forseti, muni velja sem varaforsetaefni á flokksþingi demó krata í Convention Hall í Atl- antic City. Verður liann að skýra frá vali sínu í síðasta lagi í fyrra málið, þegar formleg atkvæða- greiðsla fer fram. Búizt er við, að Johnson muni bíða með til- kynninguna, þangað til hann held ur sjónvarpsræðu sína frá Hvíta húsinu, strax eftir að hann hefur verið kjörinn forsetaframbjóðandi dcmókrata fyrir kosningarnar 3. nóvemlier. Flestir eru þeirrar skoð unar, að Hubert Ilumphrey, öld ungadeildarþingmaður, verði fyr ir valinu. 3} Á fimmtudaginn, á 56. afmælis- degi sínum, mun Johnson, forseti, koma til þingsins og flytja stefnu- skálaræðu sína. Flokksþingið hélt áfram i dag, án þess að lausn fynndist á deil- unni um, hverjir ættu að vera fulltrúar Alabama og Mississippi á þinginu. Á sama tíma var unnið, með Johnson í broddi fylkingar, af kappí bak við tjöldin að því að koma í veg fyrir alvarlega árekstra á þininu. Að formi til var Alabama-vanda málið leyst í gærkvöldi með því að fulltrúum sendinefndarinnar var gert að skrifa undir trausts yfirlýsingu á flokksforustuna, en þetta var engin lausn í raun, þar sem fjöldi fulltrúa tóku sér sæti á þinginu, án þess að skrifa undir yfirlýsinguna. Ekki var gerð nein tilraun til að vísa þeim út úr þingsalnum, eins og jafnvel hafði verið búizt við. í Mississippi reynir nú sendi- nefnd, sem nær eingöngu er skip- uð svertingjum og kallar sig full trúa frelsisflokksins, að fá því framgegnt, að önnur sendinefnd ríkisins, skipuð hvítum mönnum. verði ekki viðurkennd af flokks- þinginu. Þessir fulltrúar höfnuðu í gær boði um að fá að taka þátt í þinginu sem áheyrnarfulltrúar, án ræðu- og atkvæðisréttar. Þingsetningin var raunverulega mikill persónulegur sigur fyrir öld ungadeildarþingmanninn, John O. Pastore, sem ílutti setningarræð- una. Réðist hann mjög á íhalds öflin innan republikanaflokksins og þá einkum á Goldwater. John son, forseti, sem ekki var við- staddur þingsetninguna, hringdi til Pastore eftir ræðuna og óskaði honum til hamingju. Málgagn Sovétstjórnarinnar, Isvestija segir í dag, að stefna demókrataflokksins í utanríkis- málum, eins og hún kemur fram í stefnuskránni, sem lögð hefur verið fyrir flokksþíngið, sýni meiri skynsemi varðandi lausn al- þjóðlegra deilumála, heldur en stefnuskrá republikana. Ræður og ávörp flytja alþingis mennimir Helgi Bergs og Halldór E. Sigurðsson. Erlingur Vigfússon, óperusöngv ari, syngur og Jón Gunnlaugsson, gamanleikari skemmtir. Dúmbósextettinn og Steini leika sg syngja fyrir dansi. Hér sjást þeir Richard Hughes, ríkisstjóri í New Jersey og John Baily, fundarstjórl á flokksþingi demókrata, halda á hinum turðulega fundar- hamri, sem notaður er á þinginu. Hausinn á fundarhamrinum er búinn til úr hluta af símastaur og hin frumlegasta smíð. Er myndin tekin inni í fundarsalnum í Convention Hall, þar sem þingið er haldið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.