Tíminn - 03.09.1964, Page 7

Tíminn - 03.09.1964, Page 7
Stein Viksveen Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur I Eddu-húsinu. simar 18300—18305 Skril stofur Bankastr 7 Afgr.simi 12323 Augl.. slmi 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Askriftargjald kr 90,00 á mán. tnnan- lands — t lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Atvinnuástand á Norðurlandi vestra Atvinnuástand er nú mjög uggvænlegt á Siglufirði og raunar fleiri kaupstöðum og kauptúnum norðanlands. Þar vegur þyngst síldarleysið í sumar og aflatregða langvarandi. Siglfirðingar eru mjög háðir síldarsöltun- inni, en þar hefur söltun orðið sára lítil sem engin í sumar, tunnuverksmiðjan brunnin, niðurlagningaverk- smiðjan lokuð svo og frystihúsið o. fl. o. fl., er gerir ástandið á Siglufirði svo ískyggilegt, að ekki er sýnna annað en fjöldi fólks verði að flýja staðinn sér til lífs- bjargar verði ekki þegar að gert með raunhæfum úr- bótum. S. 1. mánudagskvöld boðuðu verkalýðsfélögin á Siglu- firði til almenns borgarafundar á Siglufirði um atvinnu- mál kaupstaðarins. Var þar samþykkt einróma tillaga um að bæjarstjórn Siglufjarðar beri skylda til að krefjast og veita aðstoð svo sem hægt er til þess að þau fyrirtæki sem nú þegar eru starfhæf og hafa starfsmöguleika hefji þegar starfrækslu og að hefja undirbúning að staðsetn- ingu nýrra atvinnufyrirtækja. Fundur lýsti því og yfir, að svo fremi að bæjarstjórn taki ekki þessi mál til meðferðar í fullri alvöru og hafi um það forgöngu, þá beri henni að segja af sér og gefa bæjarbúum kost á að velja sér aðra menn til forgöngu um að leysa nið að- kallandi vandamál. — Með stjórn bæjarmálefna á Sigiu- 'firði fara nú Sjálfstæðismenn og kratar. En það er ekki nóg, að meirihluti bæjarstjórnar Siglu- fjarðar hristi af sér slenið. Hér þarf einnig að koma til sjálfsögð og skynsamleg aðstoð rikisvaldsins. Það þarf að hraða endurbyggingu Tunnuverksmiðju ríkisins svo hún geti tekið til starfa sem fyrst, helzt fyrir áramót. Afstaða ríkisstjórnarinnar til tunnuverksmiðjunnar og markaðsöflunar fyrir hina ágætu framleiðslu hennar hefur einkennzt af skilnings- og sinnuleysi svo með ólíkindum má telja. Niðurlagningarverksmiðjan verður að taka til' starfa aftur af fullum krafti og hreinasta hneisa fyrir landsmenn alla, ef starfsemi hennar verð- ur látin koðna niður, en ennþá hefur ekkert átak svo teljandi sé verið gert til markaðsöflunar og hefur ríkis- stjórnin brugðizt þar hrapallega sjálfsögðu hlutverki sínu um forgöngu. — Á síðasta þingi var samþykkt þings- ályktunartillaga frá Birni Pálssyni o. fl. um nefndarat- hugun á auknum iðnrekstri í kauptúnum og kaupstöð- um. þar sem atvinna er ónóg. Þessi nefnd hefur tekið til starfa og hefur væntanlega sérstaklega beint athygli sinni að Siglufirði og Skagaströnd, þar sem ástandið er verst á þessum stöðum. Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar og meirihluta bæjarstjórnar Siglufjarðar verður ekki unað lengur. Réttlætismál í samningum um verðlagsgrundvöll landbúnaðarvara, sem nú standa yfir, ríður mjög á, að þær Jeiðréttingar verði gerðar. sem eru augljóst réttlætismál fyrir bænda- sté'tina. Bændur eru nú tekjulægsta stétt iandsins, eins op hagtölur sýna ljóslega. og undanfarin ár hafa þeir ekl"’ f°ngið tekna í verðlagsgrundvöllinn háa og ský leus; kostnaðarliði við búrekst.urinn Á pessu verða að fást leiðréttingar. því að annars mun fráhvarf frá lanribúnaði enn stóraukast. og af því stafar beinn voði fvrir Inóðarheildina. Enginn ætlast til þess. að bændur hljóti meira en þeim ber, en þeir eiga að njóta réttlætis. Vestur-þýzka stjórnin býr sig undir heimsókn Krústjoffs Allir aðalflokkarnir í Vestur-Þýzkaiandi hafa tjáð sig hlynnta heimsókn Krustjoffs til Bonn ALEXEJ ADZJUBEI ritstjóri Izvestija og tengdasonur Krústjoffs. TALIÐ er nú líklegast að Krustjoff forsætisráðherra Sov étríkjanna komi ekki í heim- sókn til höfuðborgar Vestur- Þýzkalands fyrri en á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hann muni. bíða kosningaúrslitanna í Bandaríkjunum og Stóra- Bretlandi. Ekki er talið ómögu- legt, að Krustjoff kunni að koma til Bonn eftir að hann hefir þegið heimboð Richards Butler utanríkisráðherra Breta til London, og geri þannig eina Eerð að þessum tveimur heim- sóknum. Allir pólitísku aðalflokkarnir í Vestur-Þýzkalandi — CDU (Samband kristilegra demo- krata), CSU (Samband kristi- legra sósíalista, systurflokkur CDU í Bæheimi), FDP (stjórn- arflokkurinn (Frjálsir demo- kratar) og SPD (Sósíaldemó- kratar) — hafa tjáð sig hlynnta heimsókn Krustjoffs. Formaður CSU, Franz-Jósef Strauss, fyrrverandi varnar- málaráðherra og Adenauer kanslari, formaður CDU, höfðu áður látið í ljós efasemdir. Þeir hafa nú skipt um afstöðu og ætla að minnsta kosti ekki að koma í veg fyrir fund þeirra Krustjoffs og Erhards kansl- ara. TALSMENN allra aðalflokk- anna hafa lagt á það ríka á- herzlu, að undirbúa þurfi þenna fund mjög vel. Rainer Berzel, varaforseti þingflokks CDU og CSU, hefir látið í ljós við blaðamenn, að ekki megi láta hjá líða að ræða Þýzka- landsvandamálin á fundinum. Orðrétt segir Bazel: „Komi sovézki forsætisráð- herrann til Bonn til þess að ræða öll vandamálin, sem snerta okkur og Sovétríkin, er hann velkominn. Sambands- stjórn sú, sem hefir til þess rétt og skyldu að koma fram fyrir hönd allra Vestur-Þjóð- verja, mun taka vel á móti honum. Verði úr viðræðum um vandamálin, leiðir af sjálfu sér, að vel og gaumgæfilega verður að undirbúa þær við- ræður og í náinni samvinnu við bandamenn/vora.‘- í yfirlýsingu Sósíaldemó krata er sagt, að heimsókn Krustjoffs verði báðum aðilum efalaust að miklu gagni. SPD leggur sérstaka áherzlu á um- mæli þau, sem Adzjurbei, tengdasonur Krustjoffs, lét sér um munn fara, þegar hann var á ferð í Bonn. Adzjubei sagði þá meðal annars, að Vestur- Þjóðverjar ættu ekki einir sök á erfiðu samkomulagi milli valdamanna í Bonn og Moskvu Senn væru liðin 20 ár frá stríðslokum, og rangt væri að minnsta kosti að sakfella hina ungu kynslóð. ÞAÐ er skoðun stjórnar Vest ur-Þýzkalands, að Krustjoff þurfi að fá sem réttasta mynd af Vestur-Þýzkalandi, þegar hann keúiur í heimsókn. Dvöl hans verður því ekki bundin við Bonn eina, heldur verður honum gefinn kostur á að ferð- ast um. CSU hefir lýst sig and- vígan þessari fyrirætlan, þar sem flokkurinn álíti, að erfitt kunni að vera að segja fyrir um viðbrögð almennings Verði Vestur-Þjóðverjar sér- lega vingjarnlegir í garð Krust- joffs kunni umheimurinn að komast á þá skoðun, að Vestur- Þjóðverjar séu almennt á bandi Sovétríkjanna, en einungis fá- mennur hópur stjórnmála- manna fylgi Vesturveldunum að málum. Verði móttökurnar aftur á móti kaldar, hyggur CSU, að umheimurinn kunni að áfellast Þjóðverja fyrir hefndarþorsta. Erhard kanslari óttast þetta ekki. Hann er sannfærður um, að íbúar landsins muni veita hinum sovézka gesti virðulegar viðtökur, eins og raunin varð á í Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi. MEÐAN Adzjubei dvaldi í Vestur-Þýzkalandi ríkti greini- lega mikill óróleiki meðal Austur-Þ j óð ver j a. Walter Ul- bricht sendi Lothar Bolz utan- ríkisráðherra sinn meira að segja til Moskvu til þess að kanna ástand málanna. Síðan þetta gerðist, hafa Austur-Þjóðverjar sannfærzt um, að þeir hafi ekkert að ótt- ast í sambandi við för Krust joffs til Bonn. í júní s.l. var gerður vináttusamningur milli Sovétríkjanna og Austur-Þýzka- lands. Kommúnistaflokkur Aust ur-Þýzkaland (SED) telur því vináttu Sovétríkjanna og Aust ur-Þýzkalands (SED) telur því að fundur Erhards og Krust- joffs geti engu breytt þar um. Vestur-Þjóðverjar velta vöng- um yfir, hvers vegna þessi 20 ára vináttusamningur hafi ekki verið staðfastur. Látin hefir verið í ljós sú skoðun, að þetta kunni að standa í sambandi við fyrirhugaða heimsókn Krust- joffs til Bonn. Austur-Þjóðverj ar andmæla öllum slíkum orð- rómi. Þeir segja, að ákveðið hafi verið þegar í upphafi, að staðfesting samningsins skyldi fara fram í lok september, á fimmtán ára afmæli lýðveldis- ins Austur-Þýzkaland. VALDAMENN í Pankow, stjórnarsetri Austur-Þjóðverja, óttast enga breytingu á afstöðu Sovétríkjanna til Þýzkalands- málanna. Austur-þýzkir komm- únistar líta einmitt svo á, að fundur Erhards og Krustjoffs sé eðlileg afleiðing af tilraun- um Sovétríkjanna til að tryggja H óbreytt ástand í málefnum Evrópu, Neues Deutschland, málgagn austur-þýzkra kommúnista, hef- ir rætt Þýzkalandsmálin af á- kefð að undanförnu og meðal annars fjallað um vestur-þýzk- ar hugmyndir um innlimun Austur-Þýzkalands í Vestur- Þýzkaland á friðsamlegan hátt. Frjálslyndir menn hafa stungið upp á því, að stjórn Vestur- Þjóðverja samþykki pólsku og tékknesku landamærin og her- setu Sovétríkjanna gegn því, að efnt verði til frjálsra, leyni- legra kosningar í Austur- Þýzkalandi. i Austur-þýzkir kommúnistar hafna þessum hugmyndum að sjálfsögðu. í Neues Deutsch- land stendur m.a.: „Viðurkenn- ing gildandi landamæra og við- urkenningin á tilveru hinna tveggja þýzku ríkja, er eina leiðin til öryggis í Evrópu og undirbúnings þess, að Þýzka- land sameinist á ný.“ UM ÞETTA eru þeir sam- mála Krustjoff og Ulbricht. Enginn ábyrgur stjórnmála- Framhairi a uðu 13 r I M I N N, fimmtudaginn 3. september 1964 J 7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.