Tíminn - 15.09.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.09.1964, Blaðsíða 2
/ Mánudagurinn 14. september NTB-Kaupmannahöfn. Á fimmtudaginn flýgur stór hópur kóngafólks frá Kastrup áleiðis til Athenu til þess að taka þátt í brúðkaupi Anne Marie og Constantins. í hópn um eru m. a. Haraldur krón- prins, Caroline Mathilde prins- essa, Elisabeth prinsessa, prins | og prinsessa Viggo, Ingólf prins og Christian prins, og prinsessan af Bourbon-Parma. Flogið. verður tíl Sviss og þar bætast í hópinn Carl Gustaf krónprins, konungshjónin , Thailandi og þrjár dætur Fara ouks og Hertoginn af Wiirten berg. NTB-París. — Hinn hlutlausi I forsætisráðherra Laos, Prins Souvana Phouma, tilkynnti for ingja kommúnistaleiðtogans Souphanavong, að hann hefði ákveðið að "draga sig í hló og yfirgefa París, og þá um leíð hætta viðræðum um hlutleysi Laos. NTB-Kaupmannahöfn. — Sér- fræðinganefnd Norðurlandanna hefur gert áætlun um norrænt kjarnorkurannsóknarráð, sem á að annast alls kyns rannsókn ir og ráðgert er, að áætlanirn- ar um þetta rannsóknarráð verði brátt lagðar fyrir stjórn ir Norðurlandanna, að Islandi undanskildu. NTB-Moskvu, 14. sept. — Þeir sovézku vísindamenn, sem töldu sig hafa fundið beina- grind af snjómanni í kirkju- garði í Kákasus, hafa nú lýst því yfir, að beinagrind þessi hafi vcrið af venjulegri konu. Sagan sagði að beinagrindin af snjómanninum væri þannig í garðinn komin, að bændur hefðu náð manninum i grennd við bæinn Tinka og drepið hann fyrir um hundrað árum. Þá hafa fjölmargir Kákasus- búar þótzt hafa séð snjómann inn. En beinagrindin var sem sagt af konu, segir Tass-frétt frá Moskvu. NTB-New York og Kuala Lump ur. — Malasíu-sambandiS ákærði Indónesíu í dag fyrir ábyrgðarlausar árásir á ríkja sambandið. Var jafnframt skýrt frá því, ið s. 1. miðviku- dag hafi nýr flokkur indónes- ískra skæruliða gengið á land. í dag var því lýst yfir í Kuala Lumpur, að átta þeirra hefðu verið drepnir en tuttugu tekn ir til fanga. Malasíudeilan kom fyrir Öryggisráðið á fundi þess í New York í dag. NTB-Ankara og Nicosia. — Tyrkir hafa lýst því yfir að þeir muni senda matvæli til bannsvæða á Kýpur. Jafn- framt hafa þeir tilkynnt Grikkj um, búsettum í Tyrklandi, að þeir fái tíu daga frest til að fara úr landí. Fulltrúi S.þ. sat fund með Makariosi í dag, og var þess óskað að Makarios drægi úr hömlum á matvæla- flutningum til tyrkneskra manna. Engin niðurstaða fékkst, en fundarmenn sögð- é ust bjartsýnari á málið. K VÆÐAMA NNAFÉLA GIÐ IDUNN 35 ÁRA / DAG GB-Reykjavík, 14. sept. Fyrir 35 árum, eða 1. sept- ember 1929, komu 19 menn og konur saman í Re.vkjavík, kusu undirbúningsnefnd, sem starf- aði í hálfan mánuð, og hinn 15. sama mánaðar mætti svo fólkið allt á stofnfundi félags, sem hlaut tiafnið Kvæðamannafé- lagið Iðunn. ítilefni afmælis- ins nú hefur stjórn félagsins af- hent Þjóðminjasafninu að gjöf segulbandsupptöku á 303 kvæðalögum, ásamt fjölritaðri handbók, sem tilgreínir upp- runa kvæðalaganna, nöfn þeirra er kynnt hafa þau í fé- laginu og þeirra, er kveðið hafa inn á bandið. En eftir er að kveða inn á bandið 70—80 kvæðalög, sem til eru í fórum félagsins. Tilgangur félagsins og það, sem unnið hefur verið eftir frá upphafi, var að safna og varð- veita kvæðalög og lausavísur og leitast við að viðhalda þess- um aldagamla sið sem lifandi fyrirbæri en ekki einungis sem forngrip, að því er stjórnar- menn Iðunnar sögðu á fundi mð fréttamönnum nú um helg- ina. Allt frá fyrstu tíð hefur fé- lagið haldið fundi hálfsmánað- arlega vetrarlangt, efnt til árs- hátíðar og farið í sumarferða- lag, og hafa þær ferðir alltaf verið þátttakendum slíkur líf- gjafi, að þar hafa verið ortar þetta 100—250 vísur í hverri ferð, en ótaldar stemmurnar, sem kveðnar hafa verið daginn þann. Á fundum er ætíð kosin nefnd til að undirbúa næsta fund, og eru þá margir skyld- aðir til að taka lagið, sem eng- inn telur eftir sér. Og það er ekki rétt, sem margir ætla, að einungis eldri kynslóðin skipi hópinn í Iðunni. Hún er raunar í meiri hluta, en ætíð bætist yngra fólk í hópinn, t.d. sagði félagsstjórnin okkur, að meðal þeirra, sem bezt hafa unnið að upptöku laganna, sem félagið nú á afmæli sínu gefur Þjóð- minjasafninu, sé ungur kven- stúúent, Nanna Bjarnadóttir, svo og bræður hennar tveir, Flosi og Hörður. Nanna segir þó, að það sé alls ekki rétt, að hún sé yngsti félaginn, þar hafi komið fram á fundum aðrir enn yngri og kveðið stemmur af mikilli list. Á fundi hverjum er gengið manna á milli með bátslíkan, sem nefnist „Skálda“ og safn- að vísum í, sem félagsmenn leggja til frá sjálfum sér hver sem getur, síðan er „gert að aflanum1- sem kallað er og vísurnar fluttar í fundarlok, sem er ekki litið tilhlökkunar- efni. Fundir hafa m'örg und- —mmnnriiinn rrr~ in i iTmn— anfarin ár verið haldnir annað hvert laugardagskvöld hér í samkomusal Edduhússins, en í haust flyzt félagið með starf- semi sína í samkomusal múr- ara að Freyjugötu 27, og eru þar boðnir og velkomnir allir þeir, sem þessari gömlu þjóð- aríþrótt unna til að viðhalda henni sem lengst, svo ekki fari fyrir henni eins og víkivökun- um hinum einu þjóðdönsum ís- iendinga, sem féllu svo ræki- lega í gleymsku og dá, sem er óbætanlegur skaði, að nú veit enginn með vissu, hvernig á að stíga dansinn þann. Formenn Kvæðamannafélags- ins Iðunnar frá upphafi hafa verið í þessari röð: Kjartan Ólafsson (múrari), Björn Frið- riksson, Jósep Húnfjörð, Sig- urður Jónsson frá Haukagili og Ríkarður Hjálmarsson. En aak hans eru nú í stjóm: Sigur- björn Stefánsson ritari, Ulrik Richter gjaldkeri, Þórður Jóns- son varaformaður og kona hans, Elísabet Björnsdóttir formaður rímnalaganefndar, og systir hennar, Rósa Bjöms- dóttir, upptökustjóri, og Jó- hann Garðar Jóhannsson for- maður vísnanefndar. (Þær Elísabet og Rósa em dætur stofnandans Björns Friðriks- sonar, en systur hans voru kvæðakonurnar kunnu Sigríð- stúdent — eln hlnna ungu í Iðunnl — ur og Þuríður Friðriksdætur). Áður hafa verið nefnd systkin- in Flosi, Hörðu rog Nanna (og birtum við hér mynd af henni sem einum af yngstu félögum Iðunnar), en einnig eru virkir félagar foreldrar þeirra, Bjarni Jónsson og María Bjamadóttir. J NTB-Saigon. 14. sept. Khan hershöfðingi, kom aftur til Sai- gon í dag og heldur áfram störf- um sem forsætisráðherra. Upp- reisnartilraun sú, sem gerð var í borginni á sunnudag rann út í sandinn. Rétt eftir komuna til borgarinnar, hélt Khan blaða- mannafund ásamt nokkram yngri yfirmönnum úr hernum, sem höfðu bjargað stjórn hans. Talið er að þessir menn hafi beðið hann að taka fastar um stjómar- taumana, snúast einarðlega gegn þrýstingi, pólitískum og trúarleg- um. Á sama tíma fóru um þúsund stúdentar í kröfuköngu um göt- ur Saigon. Þeir bára spjöld þar sem þeir fordæmdu gagnbyltingar og hlutleysi. Einn af leiðtokum byltingar- innar var viðstaddur blaðamanna- fundinn. Han nhafði heitið Khan stuðningi sínum, en tveir aðrir byltingarstjórar létu ekki sjá sig. Seinni fréttir báru með sér að þeir væru farnir úr borginni. Stjórnarvöld lýstu því þá yfir að þeim myndi hegnt. Hershöfðingjar. í borginni hafa sett fram kröfur um að spilltir iiðsforingjar og spilltir starfs- menn ríkisins verði reknir og þeim hegnt. Hafa þeir lagt þessar kröfur fyrir Khan og óskað að- gerða. Frá Washington berast þær fréttir, að Bandaríkjaforseti hyggist að haida áfram óbreyttri stefnu í S.-Vietnam, þrátt fyrir ókyrrðina þar. VIKUAFLINN RÚM 88 ÞÚS. EJ—Reykjavík, 14. september. Vikuaflinn í síðustu viku var rúmlega 88 þúsund mál og tunn ur en var á sama tíma í fyrra um 195 þúsund mál og tunnur. Á-mið- nætti s.l. laugardags var heildar aflinn því orðinn rúmlega 2.2 millj ónir mál og tunnur, en var á sama tíma í fyrra um 1.3 milljónir. Ógæftir hömluðu síldveiðunum s.l. viku, og var veiðisvæðið nær eingöngu um 60—90 milur út af Dalatanga. Heidarafiinn er nú orð inn 2.245.778 mál og tunnur, en var á sama tíma í fyrra 1.374.414 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig (tölur í svigum eru frá í fyrra): í salt 302.956 uppsaltað ar tunnur (462.867), í frystingu 33.037 uppmældar tunnur (31.223) og í bræðslu 1.909.785 mál (880. 274). Raufarhöfn er hæsta löndunar höfnin með 416.877 mál og tunnur. Aðrar hafnir hafa eftirfarandi: Siglufjörður 260.159, Ólafsfjörður 21.311, Hjalteyri 45.788, Krossa- nes 86.160, Húsavík 35.709. Vopna fjörður 217.063, Bakkafjörður 22. 244, Seyðisfjörður 364.410, Nes- kaupstaður 310. 093, Eskifjörður 159.422, Reyðarfjörður 124.973, Fáskrúðsfjörður 98.575, og Breið- dalsvík 21.995. Við Vestmannaeyjar hefur verið dræm síldveiði undanfarið, en frá 1. júní er búið að landa þar 160. 598 málum. Sæmileg síldveiði var síðastlið inn sólarhring, og fengu 67 skip samtals 46.280 mál og tunnur. Nú cr aftur á móti komið vont veður á miðunum og bátarnir hafa leitað til hafna. Er því ekkert útlit fyrir veiði í nótt. Sæmilegasta veiði var fyrir aust an í nótt, og fengu aflahæstu skip in um 1100 mál, og sum fengu það í einu kasti. Síldin er mjög blönduð, en þó var eitthvað af henni saltað, t.d. var saltað á öll- um stöðvum á Seyðisfirði í dag. Aftur á móti fer veður versnandi, og flest skip, bæði íslenzk, norsk og færeysk, hafa leitað til hafna. Tveir bátar komu til Borgar- fjarðar í gær ,hvor um sig með 400 tunnur í söltun, og í dag kom Höfrungur III með 800 tu. Sa^ltað var á báðum plönunum þar í dag. Engin síld hefur komið til Rauf arhafnar undanfarið, og er síldar bræðslan nú tóm. SILDAR- AFUNN Síldarfréttir mánudaginn 14. sept- ember 1964. Gott veður var á síldarmiðunum s.l. sólarhring, en í morgun var kominn kaldi á miðunum. Skipin voru einkum að veiðum 76—80 míl ur ASA frá Seley. Síldin, sem veiddist, *var mjög blönduð. Síidarleitinni var kunnugt um afla 67 skipa, með samtals 46.280 mál og tunnur. Máni GK 500 Garðar GK 280 Jón Finnsson GK 950 Svanur ÍS 200 Sæhrímir KE 350 Helgi Flóv. ÞH 350 Sólrún ÍS 600 Hilmir KE 350 Þorbjörn GK 100 Rifsnes RE 1000 Sigurpáll GK 1500 Bergur VE 1000 ísleifur TV VE 700 Sigrún AK 700 Kristján Valgeir GK 350 Sigl firðingur SI 1200 Strákur 600 Jón Oddsson GK 350 Freyfaxi KE 250 Eldey KE 1400 Glófaxi NK 650 Guðbjörg GK 1100 Sigurbjörg KE 700 Náttfari ÞH 800 Sólfari AK 1200 Sveinbj. Jakobss. SH 450 Húni II HU 450 Le-bVE 500 Hann es Hafstein EA 1500 Hólmanes KE 600 Þórður Jófiasson RE 1200 Sæ- faxi NK 400 Höfrangur III AK Framhald á síðu 15. 2 TÍMINN, þriSjudagur 15. september 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.