Tíminn - 15.09.1964, Qupperneq 9

Tíminn - 15.09.1964, Qupperneq 9
Enginn tími, enginn staður, enginn hlutur dauða ver. Bú þig héðan burt, ó, maður, brautar lengd þú eigi sér. Vera má, að vegferð sú, verði skemmri en ætlar þú. Æskan jafnt sem ellin skundar, •ina leið til banastundar." Þannig kvað séra Björn Hall- dórsson. Má enn reyna sannindi þessara versa er vér minnumst sonardóttur hans, Dóru Þórhalls- dóttur, forsetafrúar, sem andaðist hinn 10. þessa mánaðar. Allir hefðu viljað hennar vegferð lengri, hefðu óskað að njóta lengur for- sjár hennar á því heimili, sem er tákn þjóðarinnar allrar Forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir sameinaði í fari sínu og lífi flest það, sem talið hefur verið höfuð- prýði góðrar húsfreyju. Hún var stjórnsöm, vel verki farin, hag- sýn, snyrtileg og hannyrðir léku i höndum hennar. Heimilið og fjölskyldan var ætíð þungamiðja lífs hennar, þótt hún sinnti einnig málefnum utan þess verkahrings. Tvennt var það einkum, sem hlaut að vekja athygli hvers manns, sem kom gestur að Bessa- stöðuwi: hæverska húsfreyjunnar, hver sem í hlut átti, og hið inni- lega og nána samband, sem var á miDi forsetahjónanna. Af samtali, sem ég átti við forsetafrúna skðmmu fyrir sjötugasta afmælis- dag hennar, er mér minnisstæð- ast þakklæti hennar fyrir það, hve veitult lífið hefði verið henni á góðar gjafir. Ekki hvarflaði að mér, að hún teldi þar í fyrir- rúmi metorð né völd, sem eigin manni hennar hafa fallið í skaut. Það voru önnur og varanlegri verðmæti, sem hún þakkaði, svo sem kærleiksríkt og menningar legt æskuheimili, farsælt hjóna- band og barnalán Vegna hins heilbrigða mats hennar á lífsverðmætum, var for- setafrúin ein þeirra gæfukvenna, | sem stóð styrk og heil í sínu ævi- starfi. Henni var viðgangur hinnar íslenzku kirkju mikið hjartans- mál og var það að vonum, að ekki slitnuðu þau tengsl, sem erfðir og uppeldi sköpuðu henni við kirkju og kristindóm. Hún taldi það eina meginskyldu móður að veita börn- um sínum trúarlegt uppeldi, svo að þau mættu síðar í lífinu styðj- ast við bæn og trú. Að móður hennar látinni fundust þessi orð skrifuð með hennar hendi: „Mað ur verður að hafa fullt traust á sjálfum sér og Guði“. Er Iíklegt, að þau orð hafi oft hljómað í huga forsetafrúarinnar síðar á ævinni ..Mér finnst ég hafa misst svo mikið“, sagði ein vinkona forseta- frúarinnar, er við ræddumst við eftir andlát hennar. Munu margir mæla á þá lund, því hún var kona vinföst, gladdist og hryggðist með vinum sínum af heilum og heitum huga. „Hjartað eitt þekkir kvöl sína, og jafnvel í gleði þess getur eng- inn annar blandað sér“, segir í Orðskviðunum. Enginn mælir kvöl þeirra, sem eiga á bak að sjá þeim ástvinum, sem eru hjartfólgnastir Sigríður Thorlacíus. Forsetahjónin heilsa mannfjöld anum af svölum heimilis síns að lokinni talningu við forseta- kjör árið 1952. í Alþingi með sr. Friðrik Friðrikssyni árið 1960 Frú Kekkonen, forseta- frú Finnlands og Dóra Þórhallsdóttir, forsetafrú á ferðalagi í Eyjafirði árið 1957. TÍMINN, þriðjudagur 15. september 1964 — 9

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.