Tíminn - 16.09.1964, Blaðsíða 9
r
: •• > '
Wendy Wood er búin að halda marga ræðuna í krikanum hjá listasafninu við Princes-stræti í Edinborg, hún byrjaði fyrlr 40 árum að berjast
fyrlr aðskilnaði við Breta. Þarna er hún að taka Joan Littlewood og Breta til bæna. í baksýn er Skotlandskirkja, þar sem Littlewood sett)
Henrik fjórða á svið. (Ljósm.: GB).
Ungf rú Wood skorar ung
frú Littlewood á hólm
Einn morguninn var búið
að hengja upp í Pressuklúbbn-
um við Georgsstræti enn eina
auglýsinguna, og þar var okk-
ur boðið að koma og vera við
opnun bókasýningar uppi á
einhverju hanabjálkalofti hjá
Torgi Heilags Andrésar. Það
er óvíst að nokkur hefði farið
að leita að staðnum, ef ekki
hefði fylgt sögunni, að enginn
annar en sjálf jómfrú Joan
Littlewood ætti að opna sýn-
inguna með nokkrum vel völd
um orðum, umdeildasta mann
eskjan í Edinborg þessa dag-
ana, sem drepið hefur verið á
fyrr í þessum pistlum.
Hátíðagestir eru ýmsir vanir
að því er tekur til húsnæðis,
því öllu verður að tjalda, sem
til er, og mega þeir teljast
hólpnir, sem fá aðeins þak yf
ir höfuðið með hátíðaratriðin
sín. Inngangurinn hér var t.
d. álíka og upp kaðalstiga á
kútter Haraldi, og þegar upp
var komið, var sýningarsalur-
inn ekki nema herbergiskytra,
þar sem gestir stóðu allír upp
á endann og eins og lóðréttar
síldar í tunnu og enginn hafði
olnbogarúm til að ná í blað
og blýant úr eigin vasa. Og þeir
sem vildu þiggja sherry-glas-
ið, sem gestgjafinn bauð upp
á, urðu að fara fram á gang
til að geta veitt því viðtöku
og boríð að vörum. En það
var ekki hlaupið að því fyrir
alla, því margir urðu að standa
í sínum sporum hvernig sem
þeir voru á sig komnir, neituðu
sér meira að segja um biskví
og sherry þótt komið væri há-
degi, því enginn víldi missa af
því, sem Jóhönnu kynni að
detta í hug að segja.
Gestgjafinn var William Mc
Lellan bókaútgef. frá Glasg-
ow. einn þessara bjartsýnu og
þrautseigu marína, sem láta sig
hafa það að gefa út bækur
áratug eftir áratug án þess
að fá nokkuð í aðra hönd nema
ánægjuna af að stritast við að
bókmennta þjóð sína. Nú var
hann sem sagt kominn á hátíð-
ina í skotapílsnu sínu með budd
una framan á og hafði sankað
saman slatta af bókum, sem
hann og nokkrir landar hans
höfðu gefið út undanfarin ár,
dálítið tætingslegt safn, og þó
betra en ekkert, þetta var hans
innlegg í hátíðina, „skozk bóka
sýning“. Og til að draga enn
betur athygli að henni fékk
hann gamla vinkonu sína. marg
nefnda John Littlewood, til að
koma og segja nokkur orð við
opnunina.
Jómfrúin kveikti sér í sígar
ettu áður en hún hóf mál sitt,
það gerði hún líka að lokinni
ræðu og fékk sér nokkrar þess
á milli. Hún einskorðaði sig
ekkí við bækur og bókmenntir
sem ræðuefni, heldur kom víða
við sem hennar er vandi, tal-
aði um þjóðernisrembing og
skrítna stjórnmálamenn, vís-
indi og skipulag borga, skozka
klæðisdúka og framtíð heims-
ins, svo nokkuð sé nefnt, en
leiklistinní sleppti hún að
mestu að þessu sinni. Ekki var
hún langt komin ræðu sinni,
þegar hún tók að segja Skotum
og gestgjafa sínum óspart til
syndanna. Hún sagði Skota lifá
of mikið á hinni fornu frægð.
raunar væri Skotland lítið ann
að en „safngripur“eða forngrip
ur, maður gengi undir manns
hönd til að plokka peninga af
ferðamönnum með því að
pranga inn á þá alls konar
!í-,,:sýhíshorrium',íi af heimilíáiðn-
aði og handverki frá liðnum
tímum. Helzt liti svo út, sem
hávaðinn af hinum frægu
skozku köflóttu ullardúkum
væri klipptur niður í pjötlur á
leikföng til að selja ferða-
mönnum. Þá mínntist ungfrúin
á heimsókn sína í eina af verk
smiðjuborgunum nýlega, þá er
heitir Cumbernauld, og kvaðst
hún hafa orðið furðu lostin og
skelfingu við bau kynni. Þetta
byggðarlag væri einna líkast
tukthúsi í fátækrhverfi, íbúð-
arhúsin ekki annað en kassa-
kumbaldar, sem fólkinu hefði
verið troðið í. En borgarnefna
og mannlífið þar væri aðeins
táknrænt um ástandið í heim-
inum, einkum það hvernig
fólkið léti ljúga að sér og
hverníg stjórnmálaspekúlant-
arnir væru búnir að fara með
fólkið og veröldina. Hún nefndi
einn með nafni, Goldwater.
„Flestir hefðu svarið og sárt
við lagt fyrir fáum missirum,
að slík mannskepna ætti eftir
að verða I kjörí til ejns valda
mesta embættis heimi, þessi
glórulausi ofstækismaður. Það
er gefið mál,að við slíka nóta er
ekki mælandi máli. Hvað á þá
að gera við þá? Það á að hlæja
þá niður. Það er eina ráðið
við svoddan vitfirringa. Heim
urinn yrði enn meiri hryggðar
mynd í höndum þeirra. Við höf
um allt of mikið af raunveru-
legum harmleik í þessu lífi og
megum ekki við meira af slíku.
Þegar mannfólkið var mest að
lotum komíð á liðnum öldum,
fullt af sorg og sút og að því
komið að gráta úr sér augun,
þá varð hláturinn til að bjarga
'UUUVJ ! I IIIII IICIRPI »
því úr háskammv. Qg það er
það, sem við eigurn'að gera til
að losna við þessa brjálæðinga,
sem hrifsa málefni fólksins i
sínar hendur, við skulum hlæja
alla Goldwatera ofan af leik-
sviðinu. Nú dreypti ungfrúin á
sherryglasinu og kveikti sér í
sígarettu, sneri sér síðan að
gestgjafanum, William McLell
an bókaútgefanda og sagði.
„Ég þakka mínum gamla vini
fyrir að bjóða okkur hingað,
þessum blessuðum kút, sem
hefur verið að tapa á bókaút-
gáfu í tuttugu og fimm ára.
Geri aðrir betur. Það er óskilj
anlega seigla og sannfæring
sumra manna. Og þessi blessað
ur karl hefui ekki haft annað
en skít og skömm fyrir stritið.“
Og hér setti Joan punkt við
ræðu sína.
Fréttin um þessa ræðu Jó-
hönnu Littlewood flaug um
borgina og mæltist illa fyrir
meðal „sannra" Skota þau um-
mæli hennar, að „Skotland
væri ekki annað en safngrip-
ur“. Einkum heyrðist hljóð úr
horni frá annarri ungfrú,
Wendy Wood. Kona sú mun lítt
kunn eða allsendis ókunn á fs-
landi. Wendy Wood hefur bar
izt í fjörutíu ár fyrir sjálf-
stæðí Skotlands, aðskilnaði frá
Bretlandi, er leiðtogi hreyfing-
ar, er nefnist „Skozkir föður-
landsvinir" (Scottish Patriots),
hefur alla tíð staðið uppi í hár-
inu á brezkum stjórnarvöldum
og margsinnis verið hneppt í
fangelsi fyrir mótþróa gegn
þeim. Hreyfing þessi hefur ætíð
verið heldur fámenn, en
Wandy Wood er jafnbrennandi
í andanum, stappar stálinu >
landa sína og heldur jafnan
hvatningarræður sínar undir
beru lofti á sunnudagskvöldum
í krikanum hjá listasafninu
við Princestræti, þar sem er
eins konar „Hyde Park Corn-
er“ eða Lækjartorg fyrir heim-
spekinga, trúboða og stjóm-
málaræðuskörunga, sem í fá
hús eiga að venda. Þar ber
Wendy Wood eins og gull af
eiri og höfuð og herðar yfir
alla aðra, þótt hún sé komin
um sjötugt, yfírgnæfir aðra
með sterkri rödd, skarpgáfuð
og flugmælsk, þar sem hún
þrumar af kassanum sínum.
Nú lét Wendy Wood boð út
ganga til blaðanna, að vegna
hinna ósvífnu ummæla ungfrú
Jóhönnu Littlewood hafi hún
sent henni bréf, þar sem hún
skoraði hana á hólm n. k.
sunnudagskvöld á torginu við
Princes-stræti, þar sem Jó-
hönnu yrði gefinn kostur á að
færa rök fyrir ummælum sín
um, og síðan skyldu þær etja
kappi um málið.
Þegar blaðamenn fóru upp
i Skotlandskirkju, þar sem Jo-
an Littlewood hafði bækistöð
sína og sýning hennar á „Hin-
riki fjórða" eftir Shakespeare
stóð yfir, færðist ungfrú Little
wood undan að hitta blaða-
menn og lét tilkynna þeím, að
hún vildi vera í friði fyrir
þeim. Var því ekki um annað
að ræða en úða sunnudags-
kvöldsins, þegar hólmgangan
átti að fra fram. Þegar leið á
vikuna, fréttist, að Joan Little
wood væri komin til London
til að æfa „Stríðið" sitt (reví-
una frægu um fyrri heimsstyrj
öldina „Oh, What a Lovely
War“) til sýningar ó Broad-
way í New York. Samt voru
menn ekki úrkula vonar um
að hún myndi koma aftur til
Edinborgar fyrir helgina og
mæta Wandy Wood á hólmin-
um.
Það var milt veður og marg
ir að spóka sig niðri í Princes
stræti betta sunnudagskvöld,
og þegar Wendy Wood kom
með kassann, var þar múgur og
margmenni saman komið, blaða
menn og ljósmyndarar áttu erf
itt um vik að komast sem næst
ungfrúnni, því margír höfðu
beðið þarna tímunum saman
til að geta séð þær í návígi,
vinkonurnar. En Joan Little-
wood lét ekki sjá sig. Andstæð
ingar hennar létu ófriðlega og
æptu: „Hún þorir ekki að
mæta, raggeitin sú arna.“ Síð
an hóf Wendy Wood ræðu sína.
„Mér þykir mikið fyrir því
að ungfrú Littlewood hefur
ekki tekið áskorun minni eða
virt mig svars. Hún kom sem
boðsgestur hingað til Edinborg
ar, og þvi eru þessi ummæli
hennar í hæsta máta ósæmileg,
bæði það hverníg hún leyfir
sér að lýsa landi okkar og einn
ig hvernig hún lætur orð falla
um okkar ágæta skozka útgef-
anda William McLellan, þann
mann sem sízt skyldi móðga
þannig. Ég hef persónulega ekk
ert á móti Joan Littlewood né
heldur þessari leiksýningu
hennar, sem vakið hefur mik-
ínn úlfaþyt og hina verstu
blaðadóma. En svona lagað
geta gestir okkar ekki látið
sér um munn fara um land
okkar, að bað sé bara safn
gripur og eigi enga framtið.
Þetta sýnir bara, að þessi mann
eskja veit hreint ekki neitt
um Skotland, og ætti ekki að
auglýsa fáfræði sina. Það er
(Framhald á 12 síðu)
Gunnar Bergmann skrifar frá
TÍM I N N, miðvikudaginn 16. september 1964
9