Tíminn - 16.09.1964, Blaðsíða 14
ÉG VAR CICERO
EFTIR ELYESA BAZNA
— Þar á meðal að svíkja land
sitt í Ankara?
— Hvað gat ég gert að því?
Ég dæmdi ekki stúlkuna.
— Hún var aðlaðandi, var það
ekki?
— Jú, mjög svo. Hún var rúm-
lega tvítug, held ég.
— Það er erfitt að fá óbeit á
fallegri stúlku á þeim aldri.
Segulbandsupptakan hélt áfram,
og ég sat í Istanbul, og hlustaði
á cninningar kjúklingabóndans
Seiler. Ég gat vel ímyndað mér,
hvernig þessi trúi og góðhjartaði
Herr Kapp dýrkaði dóttur sína,
hina aðlaðandi ljóshærðu Corne-
liu, sem var í þann veginn að gera
út af við mig.
— Var Cornelia alltaf viðstödd,
þegar þér töluðuð við Herr Kapp?
— Já, það mun vera rétt.
— Það er enginn efi á því, að
hún kom því svo fyrir, að hún
gæti verið viðstödd.
— Ekkert gaf slíkt til kynna.
Kapp spurði mig, hvort ske kynni
að eítthvert starf væri laust handa
henni í Ankara. Tyrkland var
hlutlaust ríki, þegar allt kom til
alls, og miklar loftárásir á Sofíu
voru framundan.
— Sem þér vissuð um, fyrir til-
stilli Cícero.
— Það var almenn skoðun á
meðal Þjóðverjanna í Sofíu, að
ástandið ætti eftir að verða óþægi-
legt þar.
— Ó, ég skil. Skýrslum Cicero
var auðsjáanlega haldið mjög
leyndum.
Það kom löng þögn og ekkert
heyr'ðist nema hljóðið í bandinu,
þegar £að rann áfram milli spól-
ann*. í huganum gat ég séð Seiler
yppta öxlum. Hafði hann talað of
mikið? Moyzisch hlýtur að hafa
sagt honum allfemögulegt. Ilöfðu
þessir tveir menn ekki rekið mig
beint í fang Corrieliu? Ég fylltist
reiði, þótt seint væri. Upptakan
truflaði hugsanir mínar.
— Svo þér sögðuð Kapp, að vin
ur jyðar Moyzisch, njósnarinn frá
Sicherheitsamt, sem hafði með
Cicero-málin að gera, hefði svo
mikið á sinni könnu, að hann
hefði nóg fyrir Corneliu að starfa.
— Nei, það gerðist ekki þannig.
— Hvernig gerðist það þá?
— Ég sagði honum, að það
kynni að vera laust starf fyrir
dóttur hans í Ankara, og sagði,
að ég skyldi athuga hvað ég gæti
gert fyrir hann. Ég víssi, hve
nauðsynlega Moyzisch þurfti á
meiri hjálp að halda.
— Svo þér genguð beint í gildr-
una?
— Þér gerið ráð fyrir, að Herr
Kapp hafi verið vitorði með
Corneliu.
— Hvers vegna skyldi hann
ekki hafa verið það?
Hann var heiðarlegur maður.
Síðar varð hann mjög óhamingju-
samur,, er hann komst að hinu
sanna um Corneliu og hann dó
úr sorg.
— Svo hún blekkti föður sinn
fyrst, og síðan yður.
— Eina áhugamál mitt var að
gera eldri starfsbróður mínum
greiða, starfsbróður, sem ég
treysti fullkomlega. Eg sagði Herr
Kapp að starfið, sem ég hefði í
huga krefðist algjörs trúnaðar og
áreiðanleika.
— Og án efa hefur Cornelia
kallað upp: — Þá er það einmitt
rétta starfið fyrir mig.
— Hún sagði alls ekkert. Hún
sat þarna án þess að opna munn-
inn. Það var Herr Kapp, sem svar-
aði, að efalaust væri dóttir manns,
sem starfað hefði árum saman í
utanríkisþjónustunni rétta mann-
eskjan í starfið.
— Og þér sögðuð honum, að
hún myndí fást við Ciceromálið?
— Ég sagði ekkert því líkt.
— Þér eigið við, að þér hafið
ekki minnzt á Cicero, sem jafn
mikið var talað um meðal þýzkra
stjórnarerindreka og ástarmál
Göbbels?
— Ég talaði aldrei um Cicero.
Aðeins......
— Aðeíns hvað?
— Ég minntist aðeins á það í
samræðunum, að við hefðum ör-
uggar leiðir til þess að afla okkur
upplýsinga. En ég talaði aldrei um
þetta í viðurvist Kapp. Aðeins við
annað fólk í Sófiu.
— Fóruð þér nokkurn tima út
með Cornelíu?
— Guð iriínn góður, gerið þetta
ekki svona rómantískt. Ég fór aft-
ur til Ankara og sagði Moyzisch,
að ég hefði fundið réttu stúlkuna
fyrir hann. Dóttur aðalræðismanns
sem alizt hefði upp í Bandaríkj-
unum og talaði ensku eins og móð-
urmálið. Moyzisch sagði: — Ég
verð að ná í hana, ég verð að
fá hana.
— Hvers vegna var hann
syona ákafur í þetta?
— Hann var alltaf mjög ákaf-
ur á sinn aðlaðandi austurríska
hátt.
— Og svo kom hún til Ankara.
— Fyrst var fortíð hennar at-
huguð. Það framkvæmdi starfs-
mannaskrifstofa utanríkisráðuneyt
isins og sömuleiðis Sicherheits-
amt. Varðandi þetta síðasta, þá
féll það undir embætti Kalten-
brunner.
— Og þeim fannst öllum Corne-
lia vera rétta manneskjan í það?
— Hún kom til Ankara í Janú
ar árið 1944.
Hve sigri hrósandi hljóta ekki
vinir mínir að hafa verið, þegar
hún kom! En samt sem áður varð
ég hissa á því, sem næst kom á
segulbandinu.
— ,Ég fór á stöðina með Moyz-
isch til þess að hitta einkaritara
hans. Þegar hún kom út úr klefa
sínum brá mér illlega.
— Hvers vegna?
— Ég hafði mælt með henni, og
ég hafði lýst henni sem mjög lag
legri og aðlaðandi og mjög vel
klæddri. Þegar hún kom út úr
lestinni, var hún þannig útlítandi,
að Moyzísch leit á mig eins og
væri ég ekki með öllu mjalla.
— Hún kom illa fyrir?
— Hún leit hræðilega út. Hún
var ein taugahrúga. Hárið hékk
36
niður yfir andlitið, og hendurnar
og neglurnar voru sóðalegar og
óhreinar.
— En eftir langa lestarferð . . .
— Oh, nei, það var ekkí það,
nei alls ekki. Eg hafði það á til-
finningunni, að eitthvað hefði
komið fyrir á leiðinni, sem hafði
þessi áhrif á hana, og hún glataði
gjörsamlega áhuganum á því,
hvernig hún leit út.
— Ef til vill kom eitthvað fyr-
ir, og hún vildi losna úr njósnara-
starfinu. Ef til vill höfðu Banda-
ríkjamennirnir, sem hún vann fyr
ir, haft samband við hana á leið-
inni. Ef til vill hafði verið lagt
hart að henni. Hún hafði flækzt
inn í eitthvað, og vildi kannski
losna úr því aftur, og þá var lagt
fast að henni. . .
— Ég veit það ekki. í þá daga,
vorum við gjörsamlega ruglaðir
vegna útlits hennar og framkomu.
— Breyttist hún síðar?
— Á yfirborðínu gerði hún það
vissulega. Moyzisch talaði um það
við hana, hvernig hún leit út, og
hún tók því vel, að því er bezt
varð séð, en ég held hún hafi hat
að hann fyrir að særa kvenlegt
stolt hennar. En alveg þar fyrir
utan . . .
— Hvað?
— Það var erfitt að fást við
hana. Hún var alveg hryllileg.
Hún brosti aldrei og hló ekki held
ur. Algjör andstæða þess, sem ver
ið hafði í Sofíu. Hún var gjörólík
persóna. Moyzisch sagði, að ef til
vill ættum við* að finna handa
henni karlmann, kanriski væri það
þar sem skórinn kreppti. Tauga-
veiklun hennar gerði hlutina erf-
iða . . .
Hér lauk segulbandsspólunni.
Spurningarnar, sem ég hafði lát-
ið spyrja, brugðu upp fyrir mér
svipmyndum af þeirri Cornelíu,
sem ég hafði búizt við að sjá —
fallegri stúlku, örvæntingarfullri
stúlku, sem vanrækti útlít sitt en
37
horfast í augu við sig þegar hann
sagði:
— Þú veízt ég mundi gera hvað
sem er fyrir þig.
— En þú ert ekki sammála
mér.
— Hvernig get ég verið á sama
máli og þú, þegar þú ætlar að
giftast öðrum manni, vildi hann
fá að vita. — Flóttamanni undan
réttvísinni. Þú ert örvita, Rakel.
Ég trúi ekki að þú elskir hann.
Hann bætti ið ögn hlýlegar:
— Elskar þú hann?
Hún beit á vör sér. — Ég dáist
að honum og met hann mjög mik-
ils, Davíð, og hann þarfnast mín
sárlega.
— Hamingjan góða! hrópaði
hann tryllingslega. — Heldurðu
ekki að ég þarfnist þín líka!
— Davíð, hvíslaði hún og tárin
runnu niður kinnar henní.
— Gerðu það fyrir mig að segja
ekki meira. Ég get ekki hlustað
á þetta.
Nokkrum andartökum síðar
sagði hann. — Fyrirgefðu. Ég
missti stjórn á mér. En hvernig
á ég líka að hemja mig, þegar
þú ert annars vegar. Ég þarfnast
þín svo mjög sjálfur.
Þegar þau höfðu etið kvöldverð
óku þau aftur út á bóndabæinn.
Bóndínn svaraði á bjagaðri ensku
að John væri á batavegi. Hann
leiddi þau upp stigann. Rakel gekk
hratt að sjúkrarúminu.
— John, hvernig líður þér.
— Betur. Hann reyndi að brosa
til hennar. — Ég hef engar kval-
ir lengur, en er mjög máttlaus.
— Eg vildi óska að ég gæti ver-
ið hér u,m kyrrt og hjúkrað þér,
tautaði hún. — En ég get ekkí
losnað af spítalanum, eins og þú
skilur.
— Það var -fallegt af þér að
ORLOG I AUSTURLONDUM
koma, sagði hann. — Og af dr.
Bumey líka. Mig langar að þakka
honum fyrir það sem hann gerði
fyrir mig í gærkvöldi.
— Hér er ég, sagði Davíð. —
Og kæri mig ekki um neinar
þakkir. Mig langaði aðeins til að
sjá hvort allt væri með eðlilegum
hætti.
Hann athugaði sjúklinginn og
kinkaði kolli í viðurkenningar-
skyni. — en þér megið ekki
hreyfa yður í að minnsta kosti
viku, sagði hann áminnandi við
Jóhn.
Aftur brosti John þreytulegu
brosi. — Kannski er ég tilneydd-
ur, sagði hann. — Okkur bárust
fréttir af því í morgun að her-
mennirnir séu komnir á slóð mína
og gruna mig um að leynast í
héraðinu. Þeír hafa leitað í ýms-
um bóndabæjum í Kyongju. Það
er ekki aðeins hætta fyrír mig að
dvelja um kyrrt heldur yrði bráð-
ur bani búinn þeim vinum mín-
um sem hafa veitt mér hér húsa-
skjól.
— Ég get aðeins ráðlagt yður,
sagði Davíð. — Að ferðast í því
ásigkomulagi, sem þér eruð núna
mundí vera hættulegt.
— Ekki hættulegra en horfa í
vélbyssukjafta, sagði .John þurr-
lega. — Og ég vonast til að kom-
ast héðan til strandar Pusan og
þar á ég vini, sem ég býst við að
hjálpi mér yfir til Japan.
— Þér þurfuð sjúkrabíl, ef þér
ætlið að ferðast, sagði Davíð.
— Ég verð að gera það sem ég
get, sagði John. — En ég get ekki
leitt voða yfir vini mína með því
að vera hér lengur.
Tárin runnu niður kinnar Rak-
elar. — Ó, John, ég vildi óska
ég gæti gert eitthvað fyrir þig!
sagði hún.
— Þú hefur þegar gert mikið
fyrir mig. Viltu kyssa mig, Rakel?
Þetta verður kannski í síðasta
skipti í marga mánuði, sem við
sjáumst.
Hún beygði sig niður og kyssti
hann á munninn.
Davíð hafði snúið sér frá og
horfði út um gluggann.
— Við verðum að fara núna,
sagði hún. — Davíð er þreyttur.
Við höfum unnið sleitulaust í
allan dag.
— Kysstu mig einu sinni enn,
sagði hann biðjandi og sem hún
beygði sig aftur yfir hann hvíslaði
hann — elsku konan mín.
Davíð var þegjandalegur á heim
leiðinni, en kannski var hann
jafn þreyttur og hún. Margt hafði
gerzt á skömmum tíma og á
morgun yrði annar erfiður dagur.
18. kafli.
Þrátt fyrir áhyggjur sínar
vegna Johns stóð Rakel sig með
prýði í skurðstofunni morguninn
eftir. Davíð kunni vel að meta
hörku hennar og dugnað og lét
það í Ijós.
— Þú ert bezta skurðstofu-
hjúkrunarkona, sem ég hef nokk-
EFTIR MAYSIE GREIG
urn tíma unnið með, sagði hann,
þegar uppskurðinum var lok-
ið. — Viltu að ég keyri þíg aftur
út á bóndabæinn í kvöld.
— Ef þú vildir gera það yrði
ég þér mjög þakklát, sagði hún.
— Matrónan fer að furða sig á
þessum næturferðum okkar,
sagði hann og brosti þurrlega.
— Hún fer kannski að halda að
við viljum vera ein saman.
Hún roðnaði. — Ég vildi óska
ég gæti sagt henni sannleikann,
en ég þori ekki að segja neinum.
— Nei, sagði hann alvörugef-
inn. — Það væri óskynsamlegt.
Ég er stoltur af því þú skyldir
treysta mér. En þú varst eigin-
lega tilneydd. Það var enginn ann-
ar, sem þú vissir að gæti
framkvæmt uppskurðinn.
Aftur sagði hún. — Ég er þér
innilega þakklát, Davíð. Hún
bætti við. — Við förum heim á
morgun. Mér þætti vænt um að
hitta John í síðasta sinn í kvöíd.
— Ég skal reyna að halda mig
í hæfilegri fjarlægð, sagði hann
og vottaði fyrir beizkju í rómn-
um.
Hún svaraði engu.
Hann greip um hönd hennar og
hristi hana lítillega. — Ég ætla
ekki að láta sem ég sé ekki af-
brýðisamur — ég er að springa
úr afbrýðisemi. En eins og ég hef
áður sagt, mundi ég gera hvað
sem er fyrír þig — jafnvel aka
þér á stefnumót víð elskhuga
þínn.
— John er ekki elskhugi minn.
sagði hún.
Hann leit rannsakandi á hana.
— Ég er feginn því, Það gefur
mér örlitla von. Það er erfitt að
lifa án þess að eiga sér vonir —
að minnsta kosti þegar maður þrá
ír eitthvað sérstaklega heitt.
Hún svaraði ekki og sneri sér
frá honum og einbeitti sér að því
að sótthreinsa tækin og setja þau
á sinn stað. En hún vissi varla
hvað hún hafðist að og hendur
hennar skulfu.
Hún var fegin þegar hann gekk
út úr skurðstofunni, en samt sakn
aði hún hans hverja þá stund, sem
hún var ekki nálægt honum. Hún
var svo andlega uppgefin að hana
langaði mest til að kasta sér nið-
ur og gráta. En fyrir alla muni
varð hún að hafa stjórn á sér.
Eftir kvöldverðinn lögðu þau
aftur af stað út á búgarðinum.
Þau börðu að dyrum, en fengu
ekkert svar.
— Þetta er skrýtið, sagð Davíð.
— Hann var alls ekki svo hress
að hugsanlegt væri að færa hann
héðan. Kannski við sitjum í bíln-
um og bíðum litla stund.
Þau fóru aftur inn í bílinn of
sátu þar og biðu. Máninn varpaði
birtu inn um gluggana og himin-
inn var stjörnum skreyttur.
Allt í einu sneri hann sér að
henni og tók hana í faðm sinn.
— Ég get ekki afborið þetta
lengur, sagði hann. — Ég elska
þig. Þú hefur aldrei játað fyrii
TÍMINN, miðvikudaglnn 16. september 1964