Tíminn - 16.09.1964, Blaðsíða 15
STÆKKA
Framhalo ai 16- sfiJu.
o. fl. Áætlaður kostnaður kr.
6.000.000,00.
3. SEYÐISFJÖRÐUR:
Aukning á afköstum verksmiðjunn
ar um 2500 mál á só'iarhring ásamt
tilheyrandi geymslum, þ. á. m.
stækkun á þróarrými upp í 60
þús. máí. Áætlaður kostnaður kr.
30.500.000,00.
4. RAUFARHÖFN:
Endurbætur og stækkun á verk-
smiðjunni um 3000 mál á sólar-
hring ásamt tilheyrandi geymslum.
Áætlaður kostnaður kr. 41.000.000,
00. — Samtals áætlaður kostnað-
ur kr. 95.000.000,00.
Auk þessara framkvætnda er ó-
hjákvæmilegt að endurnýja aðal-
löndunarbryggju S.R. á Siglufirði
og er kostnaður við það áætlaður
um 8 milljónir króna. Telur verk-
smiðjustjórnin að hún muni hafa
eigið fé til þeirra framkvæmda, en
til nýbygginga og annarra endur-
bóta, sem taldar hafa verið upp
hér að framan og áætlað er að
kosta muni 95 milljónir króna, er
ójákvæmilegt að útvega lánsfé.
Stjóm SR fer því fram á það við
sjávarútv.málaráðherra, að hann,
jafnframt því að veita leyfi til fr.-
kvæmda þeirra, er taldar eru upp
í 1-4, hlutist til um að Síldarverk-
smiðjum ríkisins verði látin í té
ríkisábyrgð á lánum til fram-
kvæmdanna að upphæð kr. 95.000.
000,00 og jafnframt að ráðuneytið
hlutist til um það, að S.R. eigi
kost á lánum til framkvæmdanna.
Stjórn S.R. telur mjög nauðsyn-
legt að hægt sé að hefjast handa
um umræddar framkvæmdir nú
þegar með það fyrir augum, að
þeim verði lokið að sem mestu
leyti fyrir næstu síldarvertíð, en
það er að sjálfsögðu óframkvæm-
anlegt nema lánsfé sé fyrir hendi.
Stjórn S.R. telur æskilegt, að
afköst verksmiðjunnar á Seyðis-
firði séu aukin um 5 000 mál á sól-
arhring, þ.e. upp i 10.000 mál á
slólarhring, þótt hún telji ekki ráð
legt að ráðast í þá framkvæmd
fyrir næstu síldarvertíð af fjár-
hagslegum og tækniiegum ástæð-
um.
Framangreindar tillögur skv. 1.
og 2. gerir verksmiðjustjórnin til
þess að bæta úr skorti á nauðsyn-
legum geymslum fyrir hráefni og
afurðir verksmiðjanna og tillögur
skv. 3 og 4 til þess að bæta að
nokkru léyti úr misræmi, sem
nú er milli afkasta síldarverksmiðj
anna á Austfjörðum og Raufar-
höfn, miðað við aflamöguleika síld
veiðiflotans".
HÚN BAR TIGN . .
Framhald af 1. síðu.
ast upp myndin af konunni, sem
var á bak við stöðuna og bar
hana uppi, þær eigindir hennar,
sem gerðu forsetafrúna að hug-
þek'kum, ástsælum einstaklingi
með sterkum persónusvip og ljúf-
um, laðandi þokka. Á því heimili,
sem hún hefur stýrt, hafa verið
meiri gestakomur er. á öðrum og
jafnan tilkomucnikið að sækja
heim forsetalandsins.Þarvar hverj
um gesti fagnað svo, að honum
þótti sem hann væri til vina kom-
inn, gilti einu, hvaðan hann kom
eða hver hann var. Viðmót hús-
freyjunnar, hin látlausa, einlæga
þýða framkoma, gleymist ekki
þeim mörgu, sem voru gestir henn
ar á Bessastöðuen“.
MANNFJÖLDI
Framhald af 1. síðu.
ur og sonarsonum hennar. Kistan
var sveipuð þjóðfánanum. Ekið
var beint frá Bessastaðakirkju að
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Útför frú Dóru Þórhallsdóttur fór
fram frá Dómkirkjunni í dag með
miklum virðuleik og helgiblæ. At-
höfnin hófst með því að Lúðra-
sveit Reykjavíkur lék sorgarlög
á Austurvelli, en vio Alþingishús-
ið og Dómkirkjuna hafði safnazt
saman fjöldi fólks. Forseti íslands
herra Ásgeir Ásgeirsson gekk úr
Alþingishúsinu ásamt .nánustu
vandatnönnum laust fyrir klukkan
tvö, framhjá heiðursverði lög-
reglumanna.
Er forseti gekk í kirkju risu við-
staddir úr sætum, en dr. Páll ís-
ólfsson lék sorgargöngulag eftir
Beethoven á Dómkirkjuorgelið.
Kirkjan var fullskipuð, og hófði
verið komið fyrir gjallarhornum
utan dyra, þar sem mannfjöldi
hafði safnazt samna.
Fremst í kirkjunni vinstra meg-
in sat herra Ásgeir Ásgeirsson á-
samt börnum sínum, tengdabörn-
ucn og barnabörnum, en hægra
megin Emil Jónsson sjávarútvegs-
málaráðherra, Eysteinn Jónsson,
formaður Framsóknarflokksins,
Ingólfur Jónsson landbúnaðarráð-
herra, Guðmundur í. Guðmunds-
son utaníkisráðherra, Birgir Finns
son forseti Sameinaðs Alþingis,
Hannibal Valdimarsson form. Al-
þýðubandalagsins og dr. Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra, og
báru þeir kistuna úr kirkju.
Þar fyrir aftan sátu svo sendi-
menn erlendra ríkja, og aðrir
'kirkjugestir, en kirkjan var öllum
opin eftir því sem rúm leyfði.
Kistan stóð á kirkjugólfinu,
sveipuð íslenzka fár.anum, og allt
í kring voru blómsveigar og blóma
krossar frá félagasamtökum, sveita
félögum og öðrum aðilum.
Sóknarprestarnir í Reykjavík og
Kópavogi, og vígslubiskup Bjarni
Jónsson sátu hempuklæddir í kór
Dómkirkjunnar ásamt herra bisk-
upnum Sigurbirni Einarssyni, er
flutti útfararræðuna Ræða bisk-
ups er birt á öðrum stað í blað-
inu.
Er dr. Páll ísólfsson hafði leik-
ið sorgargöngulag, söng Dómkór-
inn sálminn, Á hendur fel þú hon-
um. Strokkvartett lék María, mild
og há eftir dr. Pál ísólfsson, en
síðan flutti biskup ræðu sina. Þá
söng Dómkórinn Ó, hve sæll er sá
er treysti, og leikið var sorgarlag
eftir Bach á orgelið. Þá söng Dóm-
kórinn sálminn Hvað bindur vorn
hug við heimsins glaum. Biskup-
inn kastaði rekunum og kórinn
söng Allt eins og blómstrið eina.
Ráðherrar og stjórnmálaforingj-
ar báru kistuna úr kirkju og nán-
ustu vandamenn fylgdu henni síð-
an í Fosvogskapelluna, þar sem
bálför fer fram síðar.
SLÁTURFÉ
Framhald af 16. síðu.
ógætileg handtök við féð, og þess
ekki gætt, að líðan þess sé nógu
góð fyrir slátrun. En þess ættu
bændur að minnast, að meiri
beinn fjárhagslegur ávinningur er
að vandvirkni í þessum efnum en
menn gera sér grein fyrir. Hið
sama má segja um störfin í slátur-
húsunum/ Ég get nefnt það sem
dæmi, að garnir úr sauðfé eru nú
orðin verðmæt vara, en vegna
meðferðarinnar hefur ekki verið
hirðandi af þeim nema svo sem
60%. Tapar bóndinn þá 10—15
kr. af hverri sláturkind. Svipað er
að segja um lungun. Talsvert er
selt af þeim fyrir allgott verð, en
um þriðjungur lungnanna skilar
sér ekki og virðist fleygt. Bænd-
um er hirðusemi og almenn nýtni
yfirleitt í blóð borin, og því ættu
þeir, að gera sér grein fyrir því,
hverju þeir sóa með illri maSferð
sláturfjár og slaka heldur hvergi
á krófum í slátuhúsunum sjálfum.
Ég vildi mega teysta því, sagði
Agnar, að allir þeir, sem hér eiga
hlut að, gerðu sér fyllilega ljóst
hvað hér er í húfi og leggðu sig
fram um að kippa því i betra horf.
Við verðum að neyta allra ráða
til þess að ná betri árangri en
verið hefur.
AÐALFUNDUR KENNARA
FÉLAGS VESTFJARÐA
KRJÚL-Bolungarvík, 15. sept.
AÐALFUNDUR Kennarafélags,
Vestfjarða var haldinn að Núpi í
Dýrafirði dagana 12.—13. septem-
ber síðastliðinn. Fundurinn hófst
klukkan 9 á laugardagsmorgun, og
voru þá mættir um 16 kennarar
víðs vegar að af félagssvæðinu, cn
það nær frá Hólmavík til Patreks-
fjarðar. Forsetar þingsins voru
kjörnir Hjörtur Hjálmarsson skóla
stjóri á Flateyri og Jón Þ. Eggerts
son skólastjóri á Patreksfirði. Rit-
KÝPUR
Framhald af 2. síðu
draga úr- spennunni á eynr.i.
Skýrði Plaza einnig frá þ"í. að
Tyrkir myndu senda skip hlaðið
matvöru lii Famagusta, eirih'. ern
næstu daga.
Lét Plaza í ljós mikla ánægju
með, að v;ðskiptahömlum skyld.
nú vera aflétt á Kýpur Þá var
frá þvi skýrt í dag, að Kvpur
stjórn hefði keypt níu tcnn at
varningi, sem sendur yrði yfir
völdum S. þ. á eynni til að scnda
til Kokkina.
Orðrómur var á kreiki um, að
Tyrkir myr.du ekki vilja tasa við
matargjöfum frá Kýpurstjórn, en
um þann crðróm sagði Plaza í
dag: Vissulega er ekki hægt að
fá fólk til að borða gegn vilja sín
um. Eigi að síður verður mntur
inn sendur og verður nann ti! ráð
stöfunar þeim, er þurfa hans með.
FINNA EKKERT
Framhald af 2. síðu.
un í Krabbabeinsleitarstöð.uini
leiðir j ijós. Eins og sagði
frétt biaðsins í gær, Lggja
engar jheildartölur fyrir
fjölda txlfella enn bs, og verð
ur þess nokkuð að bíða. Er.
á meðan er óhætt að fullyrða.
að starf það, sem unnið tr í
leitarstöðlnni hefur sýnt sig
að vera alveg ómetanlegt, og
óefað merkasti áfanginn I ba>
áttunni við krabbameinið hér
á land enn sem komið er.
arar voru Guðmundur Ingi Kristj-
ánsson á Kirkjubóli og Eysteinn
Gíslason frá Flateyri.
Aðalverkefni fundarins var
kynning nýjustu kennsluaðferða í
reikningi bæði yngri og eldri
barna. Leiðsögn hafði einn fær-
asti reikningskennari okkar nú hér
á landi, Kristján Sigtryggsson yf-
irkennari í Reykjavík, en hann
hefur kynnt sér sérstaklega rei’kn-
ingskennslu eldri cg yngri barna
bæði á Norðurlöndum og eins í
Ameríku nú síðastliðið ár. Voru
allir kennararnir einhuga um, að
þessi heimsókn Kristjáns og leið-
beiningar hans í reikningskennslu
hafi verið með ágætum og al-
mennt óskuðu kennarar eftir því,
að kynna sér frekar þær nýjungar,
sem Kristján sýndi þéim á fund-
inum.
Þá mætti líka á sunnudagsmorg
un Óskar Halldórsson námsstjóri
íslenzkukennslu í skólum og ræddi
ítarlega vandamál íslenzkukennsl-
unnar í barna- og unglingaskólum,
eða skyldunámsstigsins, var gerð-
ur góður rómur að erindi hans. Þá
skiptust kennarar á skoðunum um
kennslu og kennsluaðfex-ðir, og
ræddu ýmis félagsmál. Á laugar-
dagskvöld var kvöldvaka, sem
heppnaðist prýðilega og höfðu
menn mikla ánaégju af.
Síðasta1 verkefni fundarins var
svo stjórnarkjör, og var öll stjórn-
in endurkosin einróma, en hana
skipa Tómas Jónsson skólastjóri á
Þingeyri, formaður, Guðmundur
Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli, rit-
ari, og Kristján Júlíusson, gjald-
keri.
SUNDMÓT
Framhald af 2. síðu.
sund nema þrjú 100 m cunö.
Eins og áður er sagt er þetta
fjölmennasta sundmót sem hz dið
hefur verið hér á landi. T.d. má
nefna það að í þeirrí grein sem
flestir tóku þátt í, í undanrásun
um voru 22 keppendur en aðeins
átta beztu taka þátt í aðalkeppn
inni í kvöid, en yfirleitt voru kepp
ehdúr 16—20 í hverri greín.
Keppendur eru víðsvcgar að af
landinu frá Akranesi ísafirði,
Skagafirði, Akureyri, Seifoss«,
Keflavík og svo Reykjavík.
Brezkur togari
tekinn
GS—ísafirðl, 15. sept.
Á miðnætti í nótt var enski tog
arinn Dragon GD—60 tekinn að
óiöglegum veiðum 0,9 sjóm’lum
út af Barða. Skipstjórinn játaðt
samstundis brot sitt og er rann-
sókn máisins Iokið, en dómur
verður ekki kveðinn upip fyrr en
á morgun.
Það var vai’ðskipið Óðinn, sem
varð vart við togarann út af Parða
þar sem bar.n var að draga inn
pokann. Veður var mjög slæmt og
bað varðskipið þvi togarann að
sigla inn á Önundarfjörð. Hlýddi
togai-inn samstundis og skipstjór-
inn, sem heitir Henry Birck, við-
urkenndi strax að hafa ve:ið að
veiðum innan fiskveiðitakmark-
anna. Skipherra á Óðni er Jón
Jónsson.
Vantar vitni
EJ-Rvík, 15. sept.
8. SEPT. um kl. 12,30 varð dreng
ur, sem kom niður Bröttugötu á
reiðhjóli, fyrir bifreið, sem ók vest
ur Nýbýlaveg. Þeir sem kynnu að
liafa séð þetta, eru beðnir að láta
lögregluna í Kópavogi vita.
VERÐLAUNGARÐUR
Framhald af 16. siðu.
verðlaun fyrir fegurstu garð-
ana í borginni. Síðastliðin tvö
ár hefur félag þetta því miður
legið í dái, en vonandi tekur
það aftur til starfa af fullum
krafti á næsta ári. Starfsemi
félagsins lagðist að mestu leyti
niður, er borgaryfirvöldin tóku
margt af baráttumálum þess á
stefnuskrá sína, en borgin hef-
ur þó enn ekki tekið upp, að
veita verðlaun fyrir fagra
garða, en það var venjulegast
á afmæli Reykjavíkur. 18.
ágúst.
Það er bæjarstjórn Keflavík-
ur, sem skipar dómnefndina og
byggir hún val sitt á umgengni,
útliti, fjölbreytni blóa og trjáa
og fyrirkomulagi öllu í garðin-
um. Sjaldan hefur meira verið
gert í því að rækta upp lóðir
og garða í Keflavík og nú í
sumar, að sögn fréttaritarans í
Keflavík.
Formaður dómnefndar gat
þess við úthlutunina, að erfitt
hefði verið að gera upp á milli
garðanna að þessu sinni, en
samkvæmt reglum nefndarinn-
ar getur sami garðurinn ekki
hlotið verðlaun í annað sinn
fyrr en eftir ákveðið langan
tíma. Þau Kristín og Sigurður
hafa verið að rækta verðlauna-
garðinn síðustu 7 árin, en hann
er við einbýlishús þeirra hjóna.
3 slys í gær
KJ-Reykjavík, 15. september.
Þrjú slys urffu í Reykjavík í
dag; stúlka varff fyrir bíl, dreng-
ur datt af hjóli og skipverji féll
frá borffi úr skipi og á bryggju.
Um kl. tólf varð stúlka fyrir
bíl á móts við Laugaveg 76 og
hlaut hún skurð á enni.
Upp úr kl. hálf þrjú féll dreng-
ur af reiðhjóli við Rauðagerði 18.
Hlaut hann meiðsli á fæti, var
fyrst fluttur á Slysavarðstofuna,
og þaðan á Landsspítalann, þar
sem meiðsli hans voru alvarlegs
eðlis.
Þá féll skipverji af norsku
skipi, sem er hér er í höfninni, frá
borði og lenti niður á bryggjuna,
sem skipið lá við, Faxagarð. Skip
verjinn var fluttur á Slysavarð-
stofuna.
0KU UT AF VEGINUM
VIÐ STAPA
KJ-Reykjavík, 15. september.
Rétt eftir kl. eitt í dag, fór yfir-
byggffur vörubíll frá Varnarliff-
inu út af veginum suffur viff
Stapa. f bílnura voru þrír menn,
allt íslendingar, og hlutu tveir
þeirra meiðsli. Bíllinn lenti í
skoru á veginum, og viff það mun
stýrisútbúnaffur hans hafa bilaff,
með þeim afleiffingum aff bíllinn
fór út af veginum.
Alúðar þakkir til allra þeirrtj, sem auðsýndu okkur samúS og vináttu
vlð andiát og jarðarför
Katrínar Málrí2kir Arngrímsdóttur
frá Norðfirðl. '
Björn Björnsson,
Steinarr Björnsson, Vigdís Sigurðardóttir,
Jóhanna Björnsdóttir, Jónas Jónasson,
Ari Björnsson, Sigríður Jónsdóttir,
Björn Björnsson, Guðlaug Ingvarsdóttir,
og barnabörn.
T í M I N N , miðvikudaginn 16. íeptember 1964
15