Tíminn - 19.09.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 19.09.1964, Qupperneq 3
HEIMA OG HEIMAN Þau stóðu við skrautlegt altarið, hún 18 ára prins- essa Danmerkur, hann 24 ára konungur Grikklands. Erkibiskupinn af Aþenu las up brúðkaupsheitið og þau svöruðu já um leið og þau lyftu upp löngum vaxkert- um, með skærum logum. Erkibiskupinn blessaði gift- ingarhringana og las ritningargrein. Þá steig Friðrika, Grikkjadrottning fram og dró hringana á fingur brúð- gumans, sonar síns, og brúðarinnar. tengdadóttur sinn ar. Brúður og brúðgumi tókust í liendur og stóðu þa/in ig þar til vígslxmni lauk. Biskupinn vígði hinar sérstöku kórónur, sem síðan var haldið yfir höfðum brúðhjón- anna. Prestur las upp ritningargrein um þýðingu hjú- skaparins og helgi hans. Síðan blessaði biskupinn vin- bikar, er brúðhjónin dreyptu á. Síðan hófst Jesajasar- dansinn. Biskupinn leiddi brúðgumann þrjá hringi í kringum altarið, en brúðurin fylgdi á eftir, en svara- mennirnir héldu kórónunum hátt yfir höfðum þeirra, meðan kórin söng: Jómfrú er með barni og mun fæða soninn Emanuel, bæði guð og mann. Anna Maria, prinsessan frá Danmörku var orðin drottning Grikklands. UM ÞAÐ BIL ein milljón manna hafði safnazt saman með fram fánum prýddum strætum Aþenu til að fylgjast með há- híðargöngunni til og frá dóm- kirkjunni, þar sem Konstantín, konungur og Anna María Dana prinsessa voru gefin saman í heilagt hjónaband klukkan 9 í gærmorgun eftir íslenzkum tíma. Þetta var sannarlega brúð kaup ársins. Hátíðahöldin hófust þretn kluldtustundum áður með því að 21 fallbvssuskoti var hleypt af frá skotbökkunum á Lyka- bettoshæðunum. Þá þegar höfðu hundruð þúsunda fólks tekið sér stöðu meðfram hinni einnar mílu löugu leið, sem brúðkaupsfylkingin átti að fara. Allar götur vcru ríkulega skreyttar, dönskum og grískum fánum, blómum, skrautborðum o. s. frv. Þúsundir manna hvað anæva að úr Grikklandi höfðu komið til Aþenu kvöldið áður, og í hópi áhorfenda voru og þúsundir ferðamanna. Hermenn í hátíðabúningi, með glansandi stálhjálma mynduðu fylkingu frá konungshöllinni til dóm- kirkjunnar, en hundruð lög- reglumanna héldu uppi röð ug reglul Yfir 30.000' manns höfðu dvai izt um nóttina í legustólum eða bara sveipuð innan í ullarteppi meðfram leiðinni, sem hátíðar- fylkingin átti að fara, en alla nóttina unnu sk’-eytingamenn baki brotnu við að fegra leið ina. Og nú var bátíð hjá götu sölunum, sem aldrei höfðu gert önnur eins viðskipti. Þeir gengu um með matar- og sælgætis böggla, seldu púsundir fána og ^krautblöðrur runnu út eins og heitar lummur, og sagt er, að sex milljónir fána hafi verið seldar eða gefnar fyrir hátíða- höldin. Himinninn var heiður og blár og sólin hellti geislum sínum yfir borgina. Þetta hefur líka verið erfiður tími fyrir lög egluna. T. d. skrifaði hún upp nöfn allra þeirra, er bjuggu í húsunum meðfraen leiðinni, sem farin var, og allir fengu strangar fyrirskipanir um að ekki mætti kasta blómum eða öðum hlutum ofan úr gluggum. Tveim klukkustundum fyrir sjálfa vígsluatböfnina var byrjað að koma reglu á brúð- kaupsfylkinguna við konungs- höllina. Fyrst fór löng röð heiðurs- varðar á bifhjólum. Næst kotnu brúðarmeyjarnar í þrem lokuð- um bifreiðum, en þær voru: Anna, Englandsprinsessa, Clar- issa, prinsessa af Hessen, Tatj- ana Radzivill, p:inessa, Kristín Svíaprinsessa, og Irene, Grikkjaprinsessa, systir brúð- gumans. Næst komu í fylkingunni, Gústaf Adolf, Svíakonungur, Friðrik konungur og Ingrid drottning, móðir brúðarinnar. Þar átti Grace, furstaynja af Monaco að vera, sem á von á barni, en henni leið ekki vel, svo að hún ákvað að verða ekki með í heiðursfylkingunni. Það tók um það bil eina og hálfa klukkustund að koma brúð- kaupsgestum fyrir í dócnkirkj- unni. Brúðarmeyjarnar stóðu úti á tröppunum til að bíða komu Konstantin og Önnu Mar- iu. Meðal gestanna voru ekki aðeins hundruð fremstu stjórn málamanna Grikklands, heldur og fjöldi kirkjunnar manna og hershöfðingja, innlendra og er- lendra. Meðal kirkjunnar manna mátti m. a. greina pat- ríarkana af Moskvu, Serbiu, Jerúsalem og Antiokia og Maka rios,' erkibiskup og forseta Kýp- ur. Þar sem fólk í Grikklandi hafði ekki möguleika á að fylgj ast imeð hátíðahöldunum í sjón- varpi, svo sem fjöldi annarra þjóða, höfðu ítalskir og dansk- ir sjónvarpsmenn komið upp lokuðu sendikerfi, sem gerði fólki fært að fylgjast með því, sem fram fór innan kirkjudyra á sjónvarpstækjum, sem komið Framíiaia a síðu 13. Konungur og drottning Grikklands ■uK>kUM TÍMINN, laugardaglnn 19. september 1964 Á VÍDAVAN5I Hjálpum Indverjum Alþýðublaðið birtir í gær at- hyglisverðan leiðara um hjálp við Indverja og skyldur okkar íslendinga í því efni. Er um þetta rætt í tilefiii af viðkomu menntamálaráðherra í Indlandi. í leiðaranum segir: „Indverjar áttu erindi við hinn íslenzka ráðherra, sem leit til þeirra á le'ið á bankafund í Tokyo. Þeir kváðust vera að koma sér upp flota nútíma fiskiskipa, togara og báta, og ætla að reisa fiskiðjuver. Þetta er einn liður í tröllaukinai bar- áttu Indverja við hungrið. Þjóð inni fjölgar svo ört, að jafnvel hin myndarlegasta framfara- sókn hefur varla undan. Mat- vælaframleiðslan eykst en ekki svo, að lífskjör þjóðarinn- ar batoi að marki. Nú hafa Indverjar hug á að fá lánaða íslenzka skipstjóra á skipin og verkstjóra í fiskiðjæ verin til að kenna kúnstir fisk- veiða og fiskvinnslu. Ef til vill vita þeir um okkur af því, að einn eða fleiri íslenzkir skip- stjórar hafa þegar verið á Ind- landi í þessum erindum og gengið vel.“ Nýr kafli? Og emn segir Alþýðublaðið um þetta: „f lok ófriðarins létu íslend- ingar ekki á sér standa að rétta öðrum hjálparhönd, sem þá áttu um sárt að binda. En þessi hjálpsemi hefur farið minnk- andi eftfir því sem þjóðin hefur lifað betur ár frá ári. Okkur ber skylda til að hjálpa fátækum þjóðum. Það er ein- falt mál, og við e'igum að gegna þeirri skyldu. Þar að auki mundi stórfelld hjálparáætlun við Indverja eða aðra þjóð geta orðið takmark, sem lyfti þúsundum fslemdinga upp úr eilífðarnöldri um hvers- dagsleg málefni hér heima. Á árabili gætu þúsundir ungra manna og kvenna öðlazt lífs- reynslu, sem þeir mundu aldrei gleyma. Nýr kafli mundi bæt- ast í sögu íslenzkra hugsjóna — líklega hinn stærsti, því jafnari lífskjör þjóðanma eru undirstaða frelsis þeirra _ og friðar. fslenzk æskulýðssamtök hafa þegar sýnt áhuga á málinu. Ef núverandi ráðamenn hafa ekki skilning til aðgerða á þessu sviði,’ verður æskan að vekja þá.“ Verður þrengt að Loftleiðum? Morgunblaðið segir svo í gær í leiðara um aðsókn liinna stóru flugfélaga að Loftleiðum: „Eins og kunnugt er, hafa ýms af stóru flugfélögunum lent í fjárhagsvandræðum vegna mikillar fjárfestingar til þess að hafa í þjónustu sinni eins hraðfleygar flugvélar og keppinautarnir og er norræna flugfélagið SAS í þeim hópi. Loftleiðir hafa aftur á móti lagt megtokapp á að lækka far- gjöld'in og ekki talið það meg- inatriði hvort menn væru nokkrum klukkutímum lengur eða skemur á flugi heimsálf- anna á milli. Þessi stcfna Loft- leiða hefur ekki sízt leitt til velgengöi þeirra. Menn kunna vel að meta það að þurfa ekki að eyða að óþörfu þúsundum króna, vegna kappgimi flugfé- PTamhald $ -fðu 13 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.