Tíminn - 19.09.1964, Side 8
Fimmtugur í dag
Þórarinn Þórarinsson
ritstjóri og alþingismaður
Þórarinn Þórarinsson ritstióri
er fimmtugur í dag, en hann hef-
ur eigi a3 síður verið stjórnmála-
ritstjóri í 28 ár. Ritstjóri Tímans
hefur hann verið 26 ár samfleytt
og því miklu lengur en nokkur
annar maður.
Það sýnir álit þeirra, sem bezt
þekkja Þórarin Þórarinsson, að
hann var ráðinn ritstjóri við Nýja
Dagblaðið 22ja ára að aldri og við
Tímann 24ra ára gamall. Og það
starf hefur hann haft með hönd-
um síðan við vaxandi orðstír.
Það er veglegt og vandasamt
trúnaðarstarf að stýra stóru og
áhrifamiklu blaði. Því hlutverki
hefur Þórarinn nú gegnt með mik-
illi prýði áratugum saman á við-
burðaríkum timum í sögu þjóðar-
innar. Hefur Þórarinn Þórarins-
son haft tækifæri til að leggja þýð-
ingarmestu framfaramálum þjóð-
arinnar öflugt lið á þeirri .fram-
faraöld, og það hefur hann líka
gert ósleitllega.
Starfs síns vegna verða stjórn-
málaritstjórar í fremstu víglínu
þjóðmálabaráttunnar, þar sem orr
ustan er hörðust, og þar hefur Þór-
arinn Þórarinsson staðið í 28 ár.
En þess er gott að minnast nú, að
Þórarinn á því láni að fagna að
vera einn þeirra ritstjóra, sem
gert hafa pólitískar umræður mál-
efnalegri og hógværari en áður
vildi við brenna.
Það leiðir af líkum ,að Þórar-
inn Þórarinsson er manna bezt að
sér um íslenzk þjóðmál og manna
færastur að gera þeim skil, en
þar að auki hefur hann verið braut
ryðjandi í því að rita um útlend
viðhorf þannig, að mikill fengur
er að, og er það þjóðkunnugt fyrir
löngu og vel metið af mörgum.
Aðrir munu rita um Þórarin
Þórarinsson og störf hans á þess
um tímamótum ævi hans, en ég
færi honum fyrir hönd þeirra,
sem að Tímanum standa, innileg-
ar þakkir fyrir stórfellt s'tarf hans
í þágu blaðsins og þá um leið
Framsóknarflokksins, og læt jafn-
framt þá ósk í ljós, að hans njóti
við lengi enn.
Eysteinn Jónsson.
Fyrir 35—40 árum barst sú saga
til Reykjavíkur, að vestur i Fróð-
ársveit á Snæfellsnesi væri að
alast upp drenghnokki, sem læsi
alþingistíðindin samtímis baraa-
lærdómnum og væri vel að sér
í hvorum tveggja þessara fræða,
og þó engu síður í hinum fyrr-
nefndu. Nokkru síðar kom svo
þessi ungi Snæfellingur til höfuð-
borgarinnar og stundaði þar skóla-
nám með jafnöldrum sínum víðs
vegar að af landsbyggðinni. Hann
reyndist þar gæddur góðum náms-
gáfum en lét sér nægja próf á
tveggja vetra skóLa. Mun hafa
verið félítill eins og fleiri ung-
menni á þeirri tíð, sem urðu að
komast áfram af eigin rammleik,
en áhugi hans á þjóðmálum var þá
þegar svo mikill, þótt ungur væri,
að hann lét það sitja fyrir öðru
að afla sér þekkingar og reynslu
á því sviði og að verða hæfur
til að leggja lið þeim málstað,
er hann þegar hafði bundið tryggð
ið Þessi ungi maður var Þórar-
nn Þórarinsson Stjórnmálaáhugi
ans á barns og unglingsaldri
efir ekkí látið að sér hæða, því
að áhuganum fylgdi sú vjljafesta,
samfara starfsþreki og góðum gáf-
um og skyldurækni, sem til þess
þarf að áhugi verði meira en hjóm
eitt.
Á fimmtugsafmæli sínu í dag
hefur Þórarinn Þórarinsson verið
ritstjóri Tímans, einn eða ásamt
öðrum, og jafnan aðalstjórnmála-
ritstjóri blaðsins í meira en aldar-
fjórðung og miklu lengur en nokk-
ur maður annar. Og nú í seinni
tíð er hann jafnframt einn af mik-
ilvirkustu höfundum hinnar tor-
lesnu bókar, sem fyrrum varð til
þess að marka lífsbraut hans, þ.e.
a.s. alþingistíðindanna. í mennt-
andi starfi hefir hann gerzt maður
vel að sér á mörgum sviðum, m.a.
í tungum og málefnum annarra
þjóða.
Eins og nærri má geta, hefur
Þórarinn Þórarinsson lengi verið
mikils metinn áhrifamaður í Fram
sóknarflokknum. Starf stjórnmála-
ritstjóra er mikilvægt fyrir flokk-
ana, sem standa. að útgáfu blað-
anna, en eigi síður vandasamt og
ónæðissamt. Til stjórnmálaritstjór-
anna eru miklar kröfur gerðar og
ekki ávallt samrýmanlegar, og
margir vilja gefa þessi ráð, sem
þeim er svo ætlað að bera ábyrgð
á. En mörgum blaðalesendum
hættir til að gera sér í hugarlund,
að ritstjóri sé höfundur eða upp-
hafsmaður að öllu, sem i blaði
hans stendur, sem er þó raunar
óhugsandi þegar um dagblað er
að ræða. Geðró og þolinmæði eru
mikilvægir eiginleikar í fari rit-
stjóra, og þeir,sem bezt þekkja til,
hafa kunnað vel að meta þennan
eiginleika í fari Þ.Þ. samfara víð-
sýni hans og glöggu auga fyrir
pólitísku veðurfari á hverjum
tíma. Eitt er það í ritstjórnar- og
blaðamennskustarfi Þ.Þ., sem al-
veg sér í lagi hefir hlotið almenn-
ar vinsældir, án tillits til flokka,
en það eru greinar þær er hann
hefir ritað árum saman um gang
heimsmála og kunna stjórnmála-
menn í öðrum löndum. I þessum
greinum hans hefir þótt gæta
meiri og læsilegri sannfræði og
meiri óhlutdrægni en títt er um
slík skrif hér á landi. Merkur mað-
ur, sem fylgt hefur andstæðingum
Tímans að málum, sagði eitt sinn
við mig, að þessar greinar .Þ. um
útlend mál væru orðnar sér lífs-
nauðsyn, og án þeirra gæti hann
ekki verið.
Áður en Þórarinn Þórarinsson
kom á þing, var hann oftar en
einu sinni í kjöri fyrir Framsókn-
arflokkinn í kjördæmi, sem af öll-
um var talið „vonlaust“ í þann tíð.
Ber það m.a. vott um ósérhlífni
hans, og að hann taldi sér ekki
vandara um að bíða lægra hlut en
þeim málstað, er hann studdi.
Það hefði í þann tíð, þegar
öfl andstæð Framsóknarflokkn-
um mótuðu almenningsálitið í
Reykjavík, þótt ósennileg spá, að
ritstjóri Tímans yrði kosinn á
þing í höfuðborginni. En þetta
gerðist vorið 1959 og hafði það
þá aðeins einu sinni áður gerzt,
að Framsóknarmaður næði þar
þingmannskosningu (1949). í ann-
að sinn var Þórarinn kjörinn á
þing í Reykjavík í haustkosning-
unum eftir stjórnarskrárbreyting-
una og í þriðja sinn vorið 1963, og
hafði þá fylgi Framsóknarflokks-
ins aukizt svo í borginni, að tveir
Framsóknarmenn hlutu kosningu.
Á alþingi hefur Þórarirn þau
fimm ár, sem hann hefir átt þar
sæti, verið meðal athafnasömustu
þingmanna. Er þó einnig utan
þings mjög störfum hlaðinn við
ritstjórnina og fleira. Hann hefxr
tekið mikinn þátt í umræðum um
ýmis stórmál, er rökræðamaður
snarpur og heldur fast á sínu máli.
Hygg ég hann vera einn af mælsk-
ustu mönnum þingsins um þessar
mundir. Hefir hann stundum orð-
ið nokkuð skeinuhættur sér eldri
íþróttamönnum þingsins á þessu
sviði. Hann hefir m.a. átt sæti í
utanríkismálanefnd, og yfirleitt
fengizt allmikið við þau mál í
þinginu. Kemur honum þar að
góðu haldi sú þekking, er hann
hafði aflað sér sem blaðamaður á
þessum málum, svo og seta hans
á þingi hinna sameinuðu þjóða,
en hann var í nokkur ár einn af
fulltrúum íslands á því þingi.
Geta má um það í þessu sam-
bandi, að Þ.Þ. átti góðan þátt í
meðferð mála í tíð vinstri sljóm-
arinnar, þótt eigi sæti hann þá á
þingi, þar á meðal í meðferð land-
helgismálsins 1958.
Nú um fimmtugt er Þ.Þ. án efg
meðal leiðandi manna í íslenzk-
um stjórnmálum: Hann er að
minni hyggju traustur stjóramála-
maður og víðsýnn, maður tillögu-
góður, er mikils þarf við, vaxandi
í verkahring sínum. Hann er nú
búinn að eiga heima í höfuðborg-
inni meiri hluta ævi sinnax og er
manna áhugasamastur um reykvísk
mál. En sem góður Reykvíkingur
og góður íslendingur, gerir hann
sér ljóst, að hag höfuðborgarinn-
ar verður ekki vel borgið, nema
hags landsbyggðarinnar sé það
einnig. Verður þessara sjónarmiða
glöggt vart og oftsinnis í tillögum
hans og ummælum við ýmiss tæki-
færi.
Við samstarfsmenn Þ.Þ. í þing-
flokki Framsóknarmanna hefðum
án efa allir í huga að sækja hann
heim til að flytja honum árnað-
aróskir á þessum degi, en margir
okkar eiga þess nú ekki kost. Við
ættum líka öðrum fremur að
kunna að meta framlag þessa sí-
starfandi áhugamanns til íslenzkra
þjóðmála og í þágu þeirrar stofn-
unar, er við teljum landinu far-
sælasta. Sjálfum er mér Ijúft að
þakka kynningu okkar vinsamlega
um 30 ára skeið og samstarf meira
og minna mestan hluta þess tíma,
um leið og ég árna honum og fjöl-
skyldu hans heilla á þessum merk-
isdegi á ævi hans.
Gísli Guðmundsson.
Einn af kunnustu mönnum þjóð-
arinnar, Þórarinn Þórarinsson, rit-
stjóri og alþingismaður er fimm-
tugur í dag. Þótt aldurinn sé ekki
meiri, hefur Þórarinn í þrjá ára-
tugi staðið mitt í sviðsljósi þjóð-
málabaráttunnar. Með sanni má
segja, að hann hafi komizt til vegs
og virðingar vegna eigin verðleika.
Kornungur sprettur hann fram á
orrustuvöll stjórnmálanna og-verð-
ur strax jafnoki hinna eldri og
reyndari stjórnmáiagarpa. Um
tvítugsaldur er honum falinn sá
mikli trúnaður að vera gerður
að ritstjóra, fyrst Nýja Dagblaðs-
ins. síðan Tímans. Þetta var mikill
og skjótur frami á stjórnmála-
brautinni, en honum fylgdi líka
mikil ábyrgð. Mér þykir ekki ó-
sennilegt, að ýmsum hafi fundizt
forystumenn Frarhsóknarflokksins
tofla nokkuð djarft að gera svo
ungan og reynslulítinn mann að
ritstjóra aðal-blaðs flokksins. En
án efa hefur þeim góðu mönnum
ekki dulizt fremur en öðrum, sem
i Þórarni kynnast, að bak rið hæg-
láta, næstum hlédræga framkomu,
býr fastmótuð skapgerð, skörp
greind og hugsjónaeldur. Þói-ar-
inn brást heldur ekki því trausti,
sem til hans var borið. Hann sýndi
strax, að innviðir hans voru engin
fúasprek, sem molnuðu niður, þeg-
ar á þá reyndi. Strax á ungl-
ingsárunum hafði hann markað
sér braut í baráttu þjóðmálanna
og rennt svo traustum stoðum
undir skoðanir sínar, að hvorki
brotsjóir andstæðinga né skjótur
frami, sem reynzt hefur fótakefli
i mörgum ungum manni, þokuðu
i þar neinu um. Að mínum dómi er
það engin tilviljun, að maður með
skapgerð Þórarins gerðist ákafur
fylgismaður framfara- og umbóta-
stefnu Framsóknarflokksins og
mæti að verðleikum gildi sam-
vinnustefnunnar. Slíkt var og er
enn viðhorf ungra, gáfaðra og
framsækinna manna, sem af eigxn
rammleik verða að brjóta sér leið-
ina fram á við.
Við Þórarinn höfum starfað
saman hin síðari ár að málefnum
Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Það samstarf hefur á allan hátt
verið hið ánægjulegasta og munu
aðrir, sem með honum hafa starf-
að í framsóknarfélögunum, hafa
sömu sögu að segja. Hann hefur í
samskiptum við aðra tileinkað sér
hin gullvægu spakmæli Hávamála:
„Ríki sitt
skyli ráðsnotra
hverr í hófi hafa“.
Að félagsmálum framsóknar-
manna í Reykjavík hefur Þórarinn
unnið geysimikið. Hann var frum-
kvöðull að stofnun Félags ungra
framsóknarmanna og formaður
þess um skeið. Einnig hefur hann
verið formaður í Fulltrúaráði
framsóknarfélaganna og Sambandi
ungra framsóknarmanna, átt sæti
í borgarstjórn sem varamaður og
verið alþingismaður fyrir Reykja-
vík síðan vorið 1959. Fyrir öll
þessi margháttuðu störf flytjum
við samherjarnir honum þakkir á
þessum tímamótum ævinnar.
í störfum sínum að opinberum
málum hefur Þórarinn Þórarins-
son fyrir löngu sýnt og sannað,
að hann er málafylgjumaður mik-
ill, ræðumaður óvenjugóður. rök-
fastur og málefnalegur.
En hann er einnig búinn þeim
góðu kostum að vera sanngjarn
og hófsamur í málflutningi og
vilja ávallt leita hinnar beztu og
farsælustu lausnar í hverju máli.
Fyrir þessa hans góðu kosti, ásamt
öðrum, nýtur Þórarinn álits og
virðingar, ekki aðeins meðal sam-
herja sinna og skoðanabræðra,
heldur einnig meðal andstæðinga.
Ég flyt svo Þórarni, konu hans
og börnum, árnaðaróskir á þess-
um merku tímamótum ævi hans.
Kristján Benediktsson.
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri,
er fæddur 19. sept. 1914 í Ólafsvík,
og voru foreldrar hans Þórarinn
Þórarinsson, sjómaður þar og
kona hans Kristjana Magnúsdótt-
ir. Hann stundaði nám í Samvinnu-
skólanum 1931—33. Var ritstjóri
Nýja Dagblaðsins 1936—38 og rít-
stjóri Tímans 1938 og hefur verið
það síðan. Þórarinn var fyrsti for
maður Sambands ungra Framsókn
armanna og einnig fyrsti formaður
Sambands bindindisfélaga í skól-
um. Hann hefur og átt sæti í
útvarpsráði alllengi og gegnt marg
víslegum trúnaðarstörfum öðrum.
Þórarinn var kjörinn á Alþing
fyrir Reykvíkinga 1959 og hefur
átt þar sæti síðan. — Þórarinn
kvæntist árið 1943 Ragnheiði Vig
fúsdóttur Þormar frá Geitagerði
8
T í M I N N , laugardaginn 19. september 1964