Tíminn - 19.09.1964, Side 16
r
Laugardagur 19. september 1964.
213. tbl.
48. árg.
Vegamálaskrifstofan flytur
Það voru sveittir skrifstofu- ur undanfarin ár, og í Borgar- Sigfússoin að rogast með eina
menn og verkfræðingar, sem
unnu kappsamlega að því að
flytja in'nbú Vegamálaskrifstof-
unnar í dag frá Laugavegi 114
þar sem þeir hafa haft aðset-
tún 7, sem eru ný heimkynni
fyrir verkfræðinga og skrif-
stofufólk Vegagerðarinnar.
skúffuna úr skjalaskápum Vega
gerðarinnar, og þau eni sann-
arlega engin léttavara plöggin,
s-em geym eru í þessum skúff-
• •
OUUMOUN HEF
UR REYNZT VEL
KJ-Reykjavík, 18. september.
Fyrir um það bil ári var -mikið
rætt og ritað um olíumöl og sitt
nýndist hverjum. Tíminn hafði í
dag tal af tveim aðilum, sem höfðu
með olíumölina að gera í fyrra,
og spurði um rejmsluna, sem feng-
izt hefði af olíumölinni.
þó ívið dýrara. Á Akureyri var
Magnús Guðjónsson bæjarstjóri
á Akureyri, sagði að 500 metrar af
Hafnarstræti hefðu verið lagðir
olíumöl fyrir ári, og eftir þeirri
reynslu, sem nú hefði fengizt,
væri ekki nema gott eitt um olíu-
mðlina að segja. Áferðin væri
Magnús sagði að undirbúningur
agnús sagði að undirbúningur
hefði verið vandaður eins og kost-
ur hefði verið á, og mölin m.a.
þurrkuð. Við þær aðstæður, sem
hér væru, þyrfti að þurrka efnið,
svo árangur yrði góður. Varðandi
kostnaðarhliðina væri það að
segja^ að malbikið væri álíka dýrt,
DILKAR MEÐ
VÆNSTA MÚTI
BS-Hvammstanga 18. septetíiber.
Sauðfjárslátrun er nú hafin hér
af fullum krafti, og hefur þegar
staðið yfir í fjóra daga. Dilkar
virðast vera með vænsta móti, enn
sem komið er, og hafa þeir til
þessa verið að meðaltali hálfu
kílógrammi þyngri nú cn í tneðal-
lagi.
engin olíumöl lögð í sumar, en
aftur á móti var einn kílómetri
gatna malbikaður, Grófargilið að
íþróttahúsinu, Eyrarvegur, og
svæðið í kringum kirkjuna.
Ólafur Einarsson sveitarstjóri í
Garðahreppi tjáði okkur að Garða-
hreppur hefði hug á að halda á-
fram að leggja olíumöl á götur
hreppsins, þótt ekkert hefði verið
gert í því í sumar. Olíumölin, sem
lögð var í fyrra af sveitarfélag-
inu, hefur haldið sér vel, sagði
Ólafur, en aftur á móti væri bezta
dæmið um olíumöl að finna á
Vífilsstaðaveginum. Þar lagði
Vegagerðin olíumöl á nokkurn
kafla sumarið 1962, og hefur sá
kafli dugað vel. Olíumölina kvað
Ólafur vera mun ódýrari en mal-
bikið, og yrði væntanlega byrjað á
lagningu hennar af fullum krafti
næsta vor í Garðahreppi.
HLADA BRENNUR
Á GEIBINGADEK
HF-Reykjavík, 18. september. I kunnugt um það, hvort hlaðan
Um hálffjögurleytið í dag kom var tryggð, þar sem þeir leigja
upp eldur í hlöðu á Geldingalæk í bæinn.
Rangárvallasýslu. Slökkviliðið á
Hvolsvelli kom strax á vettvang
og hafði eldurinn verið slökktur
klukkan hálfsjö. Hlaðan var þá
brunnin og það hey, sem í henni
var, 2—300 hestar.
Hlaða þessi var hlaðin úr hráun-
grýti og tók hálft þriðja hundrað
hesta af heyi alls. Hún stóð fjarri
öðrum bæjarhúsum, svo eldurinn
náði ekki að breiðast út. Talið er
öruggt að um sjálfsíkviknun hafi
verið að ræða, en fyrir skömmu
kviknaði einnig í heyi á Koti á
Rangárvöllum, vegna ofhitnunar.
Geldingalækur er sambýli og búa
þar bændurnir Gísli Gíslason og
Ingvar Magnússon. Heyið var ekki
tryggt, en þeim bændum var ekki
SÁU EKKI ASK
FYRIR SOLINNI
EJ-Reykjavík, 18. september.
í dag voru haldin sjópróf í
sambandi við árekstur togar-
anna Víkings AK 100 og Asks
RE 33 á Jónsmiðum við Aust-
ur-Grænland, og taldi skipstjór
inn á Víkingi, að orsök árekst-
ursins væri sú, að hann hafi
siglt á móti sólu og því ekki
séð Ask fyrr en of seint. Ask-
ur var að toga, og gat því ekki
beygt undan til að forða á-
rekstrinum.
Sjóprófin hófust klukkan 10
í morgun, og var Valgarður
Kristjánsson dómforseti, en
meðdómendur Eiríkur Kristó-
fersson og Sigmundur Sig-
mundsson. Hans Ragnar Sigur-
jónsson, skipstjóri á Víkingi,
kom fyrstur fyrir og skýrði
hann svo frá:
— „Ég tel sólskin vera aðal
ástæðuna fyrir árekstrinum.
Askur kom úr sólarátt frá Vík-
ingi og sá ég ekki togarann
fyrr en mjög lítið bil var á
milli skipanna."
Hans sagði svo frá, að togar-
arnir hefðu báðir verið að veið
um á svipuðum slóðum, hefði
Askur togað í suður en Vík-
ingur í norður. Þegar þeir á
Víkingi hætu að toga, svipuð-
ust þeir um eftir Aski, en sáu
hann hvergi, og töldu, að hann
hefði farið af miðunum. Þeir
hefðu veríð búnir að kippa í
um 10 mínútur, þegar þeir
urðu varir við Ask, og heyrðu
flaut frá honum, þegar um
tvö hundruð metra bil var á
milli þeirra.
Skipstjórinn á Aski, Arin-
björn Sigurðsson, kvað þá á
Aski hafa verið að toga, þegar
þeir sáu Víking nálgast, og
hefðu þeir ekki haft nokkurt
svigrúm til þess að koma sér
burt og forða þannig árekstri.
Sjóprófum í máli þessu er
nú lokið. Mjög litlar skemmdir
urðu á togaranum Víkingi, og
mun hann halda á veiðar aftur
þegar í kvöld. Aftur á móti
skemmdist Askur þó nokkuð á
bakborðshlið og brú.
ASKUR skemmdist nokkuð v'ið áreksturinn, eins og sjá má á mynd-
inni. Skemmdirnar urSu bakborðsmegin, brúarhornið skemmdist og
sömuleiðis lunningin. Nokkur leki kom að skipinu og olíutankur
sprakk. Víkingur skemmdist aftur á móti ekkert, og hélt út á mið-
in í gærkvöldi. (Tímamynd, GE).