Tíminn - 20.09.1964, Blaðsíða 1
vvm/m
TVÖFALT
EINANGRUNAR-
. gler
^Uara reynsla
hérlendís
SÍM111400
EGGERT KRISTJANSSON «GO HF
214. tbl. — Suunudagnr 20. september — 48. árg.
f
Skipt um
olíuna í
Hvalfirði
FB-Reykjavík, 19. sept.
f gær kom olíuflutninga-
skip með um 12 þúsund
lestir af olíu.til Hvalfjarðar,
en þar verður nú skipt um
olíu, og fer skipið héðan
aftur með sama magn af
leginni olíu og það kom
með hingað. Olían, sem ver-
ið er að skipta um hefur
verið hér frá því árið 1957
eða 1958, og er ekki talið
ráðlegt að geyma hana leng
ur óhreyfða.
Olíufélagið h.f. hefur ár-
um saman geymt olíu fyrir
herinn uppi í Hvalfirði, en
þar eru allmargir olíutank-
ar, eins og kunnugt er.
Olían liggur þarna óhreyfð,
Framhald á 2 síðu.
Myndin er tekin af fryrri RR-400 flugvél Loftleiða, er hún kom til landsins í Vor. Seinni flugvélin verSur tekin í notkun 1. nóvember n.k.
Farþegaaukningin komið
Loftleiðum minnst í hag
BG, Reykjavík, 19. september.
Mikið er nú um það rætt, hvað
SAS og hin skandínavísku loft-
ferðayfirvöld ætlist fyrir með
fundi þeim, sem haldinn verður
milii skandinavískra og íslenzkra
Ioftferðayfirvalda hér í Reykja-
vík á mánud<ag, svo sem skýrt
er frá í blaðinu í dag.
Því er haldið fram af hálfu
hinna skandinavísku aðila, að með
tilkomu RR-400 flugvéla Loftleiða
hafi raskazt grundvöllurinn fyrir
giidandi samningi Loftleiða og
SAS um ódýr fargjöld á flugleið
inni milli Bandaríkjanna og
Skandínavíu, og þurfi því samning
urinn breytinga við. Hins vegar
liggur engan veginn Ijóst fyrir,
hvaða breytingar þessir aðilar
Engin skýring á Ijósa-
gangittum á Skagafírii
vilja gera og ekki hafa heyrzt raun SAS til að þrengja hag
nein viðhlítandi rök fyrir því, að Loftleiða.
Loftleiðir skerði meo þessu rétt- Önnur hinna stóru flugvéla
indi SAS. Hitt virðist ljóst, að Lofleíða af gerðinni RoDs Royce
hér er um að ræða enn eina til' ramhald á 2 slðu
KOSNINGHAFIN
TIL ASÍ-ÞINGS
FB-Reykjavík, 19. september.
í gærkvöldi bárust Slysavarna-
félaginu fréttir af því, að neyðar-
blys hefðu sézt frá allmörgum
bæjum við utanverðan Skagafjörð.
Bátar fóru þegar í stað á vettvang,
en í dag hafði ekki frétzt af nein-
um báti, sem komizt hafði í sjáv-
arháska á þessum slóðum. Tölu-
vert íshröngl er á Skagafirði, og
getur það verið hættulegt bátum.
f dag hringdum við að Felli í
Sléttuhlíð, en þaðan sást fyrst til
blysanna, og sagðist Sólveigu
Björnsdóttur á Felli svo frá;
— Það var fyrst um áttaleytið
í gærkvöldi, að tveir ellefu ára i
strákar sögðust hafa séð blysum I
skotið upp úti á firðinum. Tölduj
þeir sig hafa séð fjögur blys, en j
ekki var hægt að staðsetja ná- j
kvæmlega, hvar blysunum hafði j
átt að vera skotið upp eftir frá-
sögn þeirra, en þeim fannst þau!
helzt koma mjög nálægt landi.!
Svo var það aftur um 10-leytið að i
Framhald á 2. síðu.
EJReykjavík, 19. september.
í dag hófust kjör fulltrúa á
Alþýðusambandsþing í sambands
félögum Alþýðusambands íslands
og standa þær til 11. október.
Kjósa á 360—370 fulltrúa frá alls
um 160 sambandsfélögum, og
verður 29. þing ASÍ, sem haldið
verður í nóvember, fjölmennasta
þing samtakanna.
Undirbúningur undir kjör full
trúa á ASÍ-þing er þegar langt
á veg kominn hjá nokkrum félög
um, og hafa mörg þeirra auglýst
eftir framboðslistum. Eínungis
einn listi kom fram í Félagi járn
iðnaðarmanna og Félagi ísl-
rafvirkja, og voru þeir því sjálf
kjörnir.
í gær rann út auglýstur frest
ur til að skila framboðslistum í
tveim stórum verkalýðsfélögum í
Reykjavík, Iðju, félagí verksmiðju
fólks, og Trésmiðafélagi Reykja-
víkur. Tveir listar komu fram í
báðum þessum félögum. í Iðju
var annar listinn borinn fram
af stjóm og trúnaðarmannaráði,
en hinn var borinn fram af vinstri
mönnum. Hver listi er skipaður
19 aðalmönnum og jafnmörgum
tíl vara.
f Trésmiðafélagi Reykjavíkur
komu fram tveir listar, annar bor
inn fram af stjórn og trúnaðar-
mannaráði, en hinn af Guðmundi
Á. Sigfússyni og stuðningsmönn-
um hans.
IIF-Reykjavík, 19. september.
Kirkjogarðurinn í Fossvogi
hefur nú verið í notkun síðan
árið 1932 og er heldur farið að
þrengjast þar um grafirnar. Nú
er í undirbúningi stækkun á
garðinum og er gert ráð fyr
ír 1800—2000 leiðum í viðbótar
landinu. Myndin er af svæð-
inu, þar sem nýi hluti garðs
ins verður. Forráðamenn borg
arinnar eru nú farnir að hugsa
fyrir nýjum kirkjugarði og
kemur helzt til greina að hafa
hann í Breíðholti.
Fyrir ári var mikið talað
um það, að nýr kirkjugarður
mundi verða staðsettur í Vatns
endalandi, en frá því var horf
ið, og innan skamms verður
tekin endanleg ákvörðun um
það, hvort hinn nýi kirkjugarð
ur verður í Breiðholti. Hafliði
Jónsson, garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar, tjáði Tím
anum í dag, að það mundi taka
að minnsta kosti þrjú ár að
undirbúa nýjan kirkjugarð. Fer
þessi tími í vegalögn, fram-
ræzlu og uppræktun. Verk
þessi taka langan tíma, t. d.
þarf að koma fyrir rist undír
hverri gröf til að koma í veg
fyrir að vatn safnist þar fyrir.
Reykjavík þarf á stórum og
miklum kirkjugörðum að
halda, því næstum 70% þjóð
arinnar er jarðsettur í Reykja
vík. Gert er ráð fyrir, að við
bótin við Fossvogskirkjugarð
inn muni nægja, þar til hinn
nýi garður verður tekinn í notk
un.
SAMNINGAR
AÐ TAKAST
í gær fékk Tíminn þær upplýs-
ingar hjá Sveini Tryggvasyni,
framkvæmdastjóra Framleiðslu-
ráðs, að störfum sexmannanefnd-
arinnar yrði Jokið eftir helgina.
Sexmannanefndin hefur setið að
störfum um nokkurt skeið og í
fyrradag sat hún á fundum þang-
að til klukkan fimm í gærmorgun.
Tókst þá samkomulag með nefnd-
armönnum um grundvallarundir-
stöður verðlagsins. Nefndin mun
setjast aftur á rökstóla síðdegis
í dag og mun þá verða gengið
frá útreiknipgum um verðlag af-
urðanna til bænda. Væntanlega
verður þá öllum störfum nefndar-
innar lokið eftir helgina, sagði .
Sveinn. J