Tíminn - 20.09.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.09.1964, Blaðsíða 14
ÉG VAR CICERO EFTIR ELYESA BAZNA *•* ?/& r ' '4 H •,"»V' -SMfeV. •» *, ( V Hún vissi, aS Cicero var tyrknesk ur starfsmaður í brezka sendiráð- inu. Eitt sinn hafði hún meira að segja séð mig, en hún þekkti mig nú ekki aftur. Síðan las ég hennar eigin lýs- ingu. Hún mundi líka eftir fundi okk ar í A. B. C. Hún skrifaði: — Ég man vel eftir manninum, sem hjálpaði mér á svo vingjarnlegan hátt að velja undirfatnaðinn í þessari verzlun. Ég þekkti hann vissulega ekki aftur sem Cicero. Það var mjög skemmtilegt að tala við hann. Ég vissi ekki, livernig Cicero leit út, hélt hún áfram. — Kvöld eitt kom hann tíl skrif- stofu Moyzisch. Ég stóð á verði fyr ir framan húsið, og sá hann í fjar lægð, en það var of dimmt. Hann hvarf skjótt í áttina að verkfæra- skúrnum í garðinum, og þegar ég náði þangað, var hann horfinn. Svo hún njósnaði um Moyzisch, las bréfin, sem komu með sendi- boðanum frá Berlín, beið útí á kvöldin, og hafði á skipulagðan hátt dregið hring um Cicero þétt ar og þéttar, til þess að koma '^5? um hann. Og nú, án þess að í^'það, var hún að tal? við Cic- ero. — Þakka yður fyrir hjálpina. Monsieur, sagði hún, og ég brostí til hennar, þegar hún grkk þurtu með Moyzisch. — Au revoir, madame. Ég ákvað, að ég skyldi spyrja Moyzisch um þessa aðlaðandi veru í næsta skipti, þegar ég hitti hann, en mig grunaði, að hún væri vin- kona hans. — Kjólinn í glugganum, ef þér vilduð gera svo vel, sagðí ég við afgreiðslustúlkuna. Svo gekk ég út úr A. B. C. með gjöfina handa Esru undir handleggnum og fór til Ankara Palace og hringaði um mig í setu stofunni. Ég leít á sjálfan mig í hinum óteljandi speglum. Ég var vel klæddur. Ég veit núna, að ilmvatnið, sem ég notaði var of sætt. Ég stóðst ekki freistinguna að láta ljósið speglast í demants- hringnum mínum, svo að ég gæti séð það í spegiinum. Ég hugsaði um þessa undarlegu stúlku, sem ég hafði séð í A. B. C. og brosti með sjálfum mér. Ég hugsaði líka um Esru, sem ég hafði verið að kaupa kjólinn fyrir. Þetta var dýr kjóll, en ég hafði ráð á að kaupa hann. Ég var óþolandi sjálfs ánægður. Og enn einu sinni lét ég mig dreyma um lúxushótelið, sem ég ætlaði að byggja í Bursa. Ég brosti með sérstakri ánægju við sjálfsmynd minni í speglinum — velklæddur herramaður sem hæfði vel umhverfinu — þegar ég sá ungu konuna aftur. Ég sá hana í spegli um leið og hún kom inn í setustofuna. Ég var í þann veginn að rísa á fætur og ganga yfir til hennar og segja: — Halló, madame, mér veittist sú ánægja, að hitta yður fyrir stuttri stund í A. B. C., en í staðinn sökk ég enn dýpra niður í stól- ínn minn, og starði í spegilinn án þess að geta hreyft legg né lið. Hún var ekki einsömul. Ungur maður hafði gengið inn í setustof una á eftir henni, og var nú kom inn upp að hlið hennar og þau töluðu kunnuglega saman. Þau brostu hvort við öðru, gengu fram hjá mér án þess að sjá mig, og hurfu inn í veitingasalínn. Óttinn greip mig heljartökum. Ég reyndi að telja mér trú um, að mér hefði missézt, að ég hefði verið að sjá draug, eins og komið hafði fyrir mig fyrir nokkrum vik um. En óttinn yfirgaf mig ekki. Ég mundi vel eftir unglegu, sléttu andlitinu, sem ég hafði séð nóttina, sem eltingaleikurinn miklu var milli Moyzisch og manns ins í hinum bílnum, ég mundi eft ir andlitinu, sem ég hafði séð bregða fyrir, um leið og ég stökk út úr bílnum. Ég hafði gleymt að hugsa um andlitið og ógnirnar, sem því fylgdu fyrir mig. Nú kom þetta allt aftur, og því fylgdí ótt- inn. Maðurinn, sem gekk í gegn um setustofuna með ungu konunni, var maðurinn með unglega, slétta andlitið. Esra vafði handleggjunum utan um háls minn. — Láttu mig í friði! Æpti ég að henni og ýtti henni frá mér. Hún leít til mín, eins og barinn hundur, örvæntingarfull og hjálp arlaus. — Ég ætlaði bara að þakka þér fyrir . . . — Fyrir hvað? Hugsanir mínar voru í órafjar- lægð. — Fyrir kjólinn, sem þú keypt ir handa mér. Ég var búinn að steingleyma honum. Hafði ég raunverulega komið með hann heim handa henni? Það bar ekki á öðru, ég hafði skilið hann eftir undir spegl inum í ganginum. — Það er allt í lagi, vertu ekki að hugsa um það. Hver hugsunin rak aðra í huga mér, og ég losnaði ekki við þær. — Er eitthvað að? spurði Esra. — Get ég hjálpað þér? Veikluleg rödd Esru barst til mín úr mikilli fjarlæðg. Ég missti stjórn á mér, og öskraði: — Hvað er eiginlega að? Ertu ekki búin að fá kjólinn! Hvað viltu meira? í guðs almáttugs bænum láttu mig í friði! Hún sat þarna lítil og aumkun- arverð, með tár í augunum. — Mig langaði bara til þess að hjálpa þér, hvíslaði hún. — Hættu að vera svona væmn- islega hjálpsöm, það getur eng- inn hjálpað mér! æpti ég. Hún færði sig út í hornið, sett ist á stól, og starði á mig, og reyndi að skilja, hvað var að ger ast. — Starðu ekki svona á mig! hrópaði ég. — Komdu þér út héð- an!_ Óttinn, sem ég bar í brjóstí, varð þess valdandi, að ég sleppti mér gersamlega. Ég hefði vel get 4íí að slegið Esru fyrir heimskulega fáfræði hennar og sakleysi. — Það var þér að kenna, að ég fór inn í þessa bölvuðu verzlun! æpti ég á eftir henni, þegar hún flúði út úr herberginu. Eins og það hefði skipt nokkru máli, þótt ég hefði ekki farið í A. B. C. Mér fannst ég vera að kafna. Hver var þessi maður? Hver var þessi unga kona? Ég hafði spurt dyravörðinn í Ankara Palace. — Þekkið þér konuna, sem var að koma inn rétt í þessu? sagði ég við hann. Hann hristi höfuðið. — Og herramanninn? — Hann kemur hingað oft. Hann er Englendingur, held ég sé. Ég held hann heiti Sears eða eitt- hvað því líkt. Hvaða máli skipti nafn hans? Væri hann brezkur njósnari þá var það víst, að hann hét ekki Sears, heldur eitthvað allt annað, og það var sama, hvernig á málið var lítið, nafn hans skipti ekki nokkru máli. Það, sem skipti máli, var, að þýzk stúlka, sem Moyzisch fór með í búðir stóð .í einhverju sam bandi við Englending, og sá síðar nefndi hafði eitt sinn verið að elta mig. Það var það, sem skipti máli. Ég reyndi að ná í Moyzisch í síma, en hann var ekki í sendiráð- inu. Ég gat ekki losnað við óttann. Hugsanirnar fóru í eintóma hringi. Allt var mögulegt. Ef til vill var stúlkan þýzkur njósnari. Hvers vegna skyldí hún ekki vera það? Sérstakur njósnari fyri Moyzisch. Kannski var það verk- efni hennar, að ná trúnaðartrausti Englendingsins. Ef til vill hafði Moyzisch komizt að því síðústu vikurnar, hver hafði verið að elta okkur. Það gat verið. Hann þyrfti alls ekki að hafa sagt mér 40 Madame Chong kinkaði kolli. — Mér er tjáð að hann hafi gsngið undir uppskurð í Kyongju. Síðan fékk bann bráða lungna- bólgu ng or Sám stendur cnjög veíkur. — Ég ætla að fara, sagði Rakel. — Ég ætla |ð tala strax við matr- ómina og fara síðan str^. — Komið hingað í kvtfld klukk- an sex ef þér getið. Þít getið náð kvöldflugvélinni til Pusan. Leið- sögumaðurinn mun bíða yðar hér. Og bifreið verður send út á flug- völlinn í Pusan. Ég ætla að senda yður fil sjúkrahússins í bílnum Ssfnúm og bílstjórinn getur síðan sótt yður þangað aftur um klukk- an hálf .sex. — Ég á að vísu að aðstoða við uppskurð á morgun, sagði Rakel. — En kannski getur systir Wild- er leyst mig af. Ég ætla að skýra málið eftir föngum fyrir matrón- unni. — Þér skuluð ekki segja henni meira en bráðnauðsynlegt er, var aði madame Chong hana við. - Ég veit að Davis matróna er gæða- kona en dálítið lausmálug. Og ég held að bezt væri að sem minnst fréttist um ferðir Johns. — Ég skil, tautaði Rakel. — En til þess að fá leyfi til að fara strax verð ég auðvitað að segja henni undan og ofan af þessu. — Ég skil það barnið mitt. Jæja, ég ætla að senda eftir bíl- stjóranum mínum. Þér þurfið sjálf sagt margt að gera áður en þér farið í kvöld. Davís matrónu brá í brún, þeg- ar Rakel kom og bar upp erind- ið og bað um leyfi í nokkra daga. — Unnusti minn er óskaplega veikur, sagði Rakel. — Hann hef- ur spurt eftir mér. ÖRLÖG í AUSTURLÖNDUM EFTIR MAYSIE GREIG Matrónan leit þrumu lostin á hana. — Þér eigið unnusta hér? Ég vissi það ekki. — Hann er kóreanskur, sagði Rakel. — Er mér óhætt að treysta yður, matróna, þegar ég segi yður að hann er ofsóttur af stjórninni? Hún hefur meira að segja sett fé til höfuðs honum. Matrónan hristi seint höfuðið nokkrum sinnum. — Vina mín. Þetta hryggir mig að heyra. Ég hafði ekki mínnsta grun um að þér ættuð kóreansk- an unnusta. Ég hélt að annar væri í huga yðar. Rakel roðnaði en sagði ekkert. Loks tók matrónan aftur til máls. — Þar sem ég skil að þetta þol- ir enga bið skal ég koma því svo fyrir, að þér fetið fengið frí í nokkra daga. Eg skal tala við systur Wilder cg sp'yrja hana, hvort hún geti bætt við sig störf- um yðar. Eg vonast til hún geri það, því að hún er bæði dugleg og greiðvikin. Hún bætti við í mildari tón. — Ég hef innilega samúð með yður, væna mín. Þér sögðuð mér að þér ættuð vin í Kóreu. Ég hafði ekkí hugmynd um að hann væri unnusti yðar. Við skulum vona, að honum batni fljótt og vel. — Þakka yður fyrir matróna, sagði Rakel. — Ég er yður inni- lega þakklát. — Þér eruð mjög föjar og þreytulegar, sagði matrónan vina- lega. — Reynið að hvíla yður dá- lítið í dag. Ég býst þá ekki við yður tíl starfa í kvöld. — Þér eruð mjög elskulegar, sagði Rakel og tárin blikuðu í augum hennar. — Svona, svona, vina mín. Við verðum öll að gera hvað við get- um til að hjálpa hvert öðru í líf- inu. Ég skal biðja fyrir unnusta yðar. Rakel tíndi saman það sem hún taldi sig helzt hafa þörf fyrir. Átti hún að skrifa Davíð stutt bréf og segja honum að hún þyrfti að fara burt í nokkra daga? En upp á síðkastið hafði verið heldur erfitt á milli þeirra. Hún ákvað að láta það ógert. Það ver bersýnilegt að hann hafði tekið hana á orð- inu — öllu var lokið þeirra í mill- um. Kóreanskí leiðsögumaðurinn talaði reiprennandi ensku. Hann sagðist heita Charlie Chin og að hann væri listamaður og hefði mikla samúð með John Kim og hefði séð hann fyrir skömmu. — Það var áður en hann fékk lungnabólguna, sagði hann. — Haldíð þér að hann sé þungt haldinn? spurði hún. — Mér er sagt, að ástandið sé alvarlegt, sagði hann. Ferðin til Pusa tók nokkrar klukkustundir. Það var liðið að miðnætti þegar þau komu á áfangastað. Charlie leiddi hana yfir bílstæðið unz hann sá mann þann, sem hann hafði búizt við. — Hérna er bíllinn, sagði hann. — Hann mun aka okkur út á bóndabæinn þar sem John Kim er í felum. Bílstjórinn og hann töluðu sam- an á kóreönsku. Hann hristi höfuð ið hryggur og sagði við Rakel. — Verið ekki of vongóðar. Bíl- stjórinn segir mér að John sé með óráði. Kóreanskur læknir er hjá honum. En bersýnilega hefur hann ekki þolað ferðina frá bónda bænum í Kyogju, svona rétt eftir uppskurðinn. Rakel kreppti fast saman hnéf- ana. — Eins og þér vitið er ég hjúkr unarkona, sagði hún. — Kannske get ég komið að einhverju liði. — Við verðum auðvitað að vona það bezta, sagði Charlie dap- urlega. Hann var mjög viðfelld- inn ungur maður og hlýlegur í framkomu. Hún sá girðingarnar kringum bóndabæinn bera við dökkan him- inn og skyndilega varð henní illt og þótti sem hún gæti ekki mætt því, sem þarna kynni að bíða hennar. Bóndakonan lauk upp fyrir þeim. Chin og hún töluðu saman á kórönsku og síðan. snéri hún sér að Rakel. — Hann er svipaður — og enn með óráði. Læknirinn hefur gert allt, sem í hans valdi stendur, en hann hefur litla von um, að hann lífi af. Rakel sagði hásum rómi. — Fylgið mér til hans. — Kannske þekkir hann yður ekki, sagði Chin gætilega. — ReyniíJ að láta yður ekki bregða. Herbergið var lýst upp með ol- íulömpum. Kóreönsk kona kraup við beð Johns og vætti enni hans með köldu handklæðí. Læknirinn stóð hjá. Rakel var kynnt fyrir kæknin- um. Hann talaði við hana á ensku. — Hann er mjög slæmur. Ég hef gert það, sem ég get. Við get- um aðeins beðið. Hann hefur ver- ið með óráð í tvo daga og kraftar hans fara síþverrandi. — Ef við gætum aðeins komið honum á sjúkrahús, sagði Rakel. Hann hristi höfuðið. — Það er um seinan. Hann mundi gefa upp öndina á leiðínni. Rakel kraup við rúmið. — John, hvíslaði hún. —John. Rödd hennar virtist þrengja sér gegnum óráð hins dauðsjúka manns. Hann nefndi nafn hennar. Rak- el. Hann sagðí líka: „konan mín“ og skyndilega færðist bros yfir fölt og tært andlit hans. „Elsku konan mín,“ sagði hann. Síðan virtist hann hníga í mók. Rakel kraup við rúm hans fram eftir nóttu. í aftureldingu tók hann síðustu andvörpin. — John, rödd hennar lág TÍMÍNN, sunnudaginn 20. september 1964 — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.