Tíminn - 20.09.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.09.1964, Blaðsíða 16
írném Sunnudagur 20. september 1964. 214. tbl. 48. árg. Fyrsta frumsýningin Fyrsta frumsýning á þessu hausti verður í Þjóðleikhúsinu i kvöld, og leikritið er „Kraftaverkið“ eftir William Gibson í þýðingu Jónasar ; Kristjánssonar.en leikstjóri er Klemenz Jónsson, og aðalhlutverkið leikur Gunnvör Braga Björnsdóttir, 13 ára, sem GE ljósmyndari Tím- | ans tók þessa mynd af á æfingu í gær. Gunnvör Braga á teSfl Jóiabækurnar eru komnar i prentsmiSjurnar. Þær eru því á leiðinni og koma bráðum í verzlanir. Það er einmitt verið að huga að bókum á þessari mynd, sem tekln var þegar jólaös var I atgieymingi. (Tímamynd GB) Jólabækurnar að koma HF-Reykjavík, 19. september. . Bókaforlögin i landinu eru nú sem óðast að útbúa bækur þær, er koma eiga á jólamarkaðinn. Tíminn hefur reynt að ná saman upplýsingum um sem flestar bækur, er væntanlega koma út á næstu þremur mánuðum, en ekki hefur reyuzt mögulegt að ná þeim öllum saman. Bókaútgef- endurnir hafa margir hverjir ekki ákveðið fjölda bókanna og aðrir eru hræddir við að lofa upp í ermi sýna, ef ske kynni, að skylii á prentaraverkfall. Hér munum við samt birta þau nöfn, sem við höfum komizt yfir, en Viljum samt árétta, að þessar upplýsingar eru ekki tæmandi. Að venju verða það f jölmarg ir bókatitlar, sem prýða mnuu bókaverzlanir um jólaleytið. Mesta athygli vekur, hve mik ið kemur út af íslenzkum skáld sögum. Að minnsta kosti 15 nýjar íslenzkar skáldsögur eru væntanlegar fyrir jólin, fyrir utan þær íslenzku skáldsögur, sem eru endurútgefnar. Næst stærsti flokkurinn er svo ævi sögur og minningarþættir. í honum eru að minnsta kosti 12 bækur. Aldrei þessu vant kem ur ekki út nema eín viðtals bók, en undanfarin ár hafa les endur jólabókanna fengið marg ar viðtalsbækur í hendur. Fræðibækur eru nokkuð marg ar, en minna er um þjóðlegar frásagnir og sagnaþætti en venjulega. fslenzkar skáldsögur. Steinar Sigurjónsson, skáld og Óskar Aðalsteinn munu báðir senda frá sér skáldsögur um þessi jól, en ekki er okkur kunnugt um heití þeirra. Drengur á fjalli er ný íslenzk skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson. Tam inn til kosta er stór skáldsaga eftir Guðrúnu Jónsdóttur í Borgarnesi. Myllusteinninn er skáldsaga eftir Jakob Jónsson. Halldór Kiljan Laxness mun að öllum líkindum senda frá sér nýja bók um þessi jól, smá- sagnasafn kemur út eftir Jak obínu Sigurðardóttur, og ný skáldsaga verður gefín út eftir Jón Björnsson. Þórunn Elfa, skáldkona, mun hafa skrifað framhald af skáld sögu þeirri 3r hún gaf út um jólin í fyrra, en ekki er alveg víst, að þetta síðara bindi komi út núna. Ný bók kemur út eftir Guðrúnu frá Lundi og heitir hún, Kvikul er konuást, Una Þ. Árnadóttir hefur skrif að bóklna, Bóndinn í Þverárdal og Ingibjörg Jónsdóttir er höf undur nýrrar skáldsögu, sem nefnist, Systurnar. Magnea frá Kleifum er höfundur bókarinn ar, Mold og hjarta, og Hildur Inga bókarinnar, Seint fyrnast ástir. Loks hefur Elinborg Lár usdóttir sent frá sér síðasta bindið af mlkilli ættarsögu og nefníst það, Valt er veraldar- gengið. Mörg íslenzk verk verða end útgefin um þessi jól. í undir búningi ritsafn Þóris Bergs sonar, og sér Guðmundur G. Haglín um útgáfuna. Heildarút- gáfa mun koma út af verkum Steins Steinars. Barn náttúr- unnar og Reisubókarkorn eftir Laxness verðjur gefið út í nýrri útgáfu og sömuleíðis Of- vitinn eftir Þórberg Þórðarson. Þriðja útgáfa af kvæðum Jóns Helgasonar, Úr landsuðri, kem ur einnig út um þessi jól. Ljóðabækur. Fjórar nýjar ljóðabækur munu koma út í ár. Raddir morgunsins, eftir Gunnar Dal, ný ljóðabók eftir Jóhannes úr Kötlum, ljóðabók eftir Þorstein frá Hamrí og bók með nýjum kvæðum eftir Davíð Stefánsson. Ævisögur og endurminning ar. Að venju kemur út mikið af ævisögum og endurminning um. Hannes Pétursson hefur ritað ævisögu Steingríms Thor- steinssonar og fjallar hún um líf hans og líst og er prýdd mörgum gömlum myndum. Sveinn Skorri Höskuldsson hef ur ritað ævisögu Gests Páls sonar. Bókin fjallar ekki ein- ungis um ævi og ritstörf Gests, heldur kryfur höfundur þar til mergjar raunsæisstefnuna á fslandi. Bók þessi mun koma út í tveimur bíndum. Kristinn Ólafsson, fulltrúi í Hafnarfirði, sem nú er látinn, hefur tekið saman minningaþætti um Örn Amarson og Halldór Kristjáns son á Kirkjubóli hefur tekið saman minningaþættt um séra Sigtrygg Guðlaugsson, skóla- stjóra á Núpi. Bók þessi er nokkurs konar aldarminning um sr. Sigtrygg og hafa ýms ir nem. hans rítað þætti í bók ina. Bjöm Jóhanness. frá Vopnaf. hefir ritað hluta af endurminningum sínum og Stefán Jónss. fréttam. hefur skrifað ævisögu Jóhannesar á Borg. Jónas Ámason, rithöf- undur, sér um útgáfu á bók, sem hefur að geyma fimm stutt æríágrip sjómanna, sem heiðr aöir hafa verið á Sjómannadag inu. Ævisaga John F. Kennedy mun koma á markaðinn og er Thorolf Smith höfundur henn ar. Páll Kolka, læknir, er höf undur bókarinnar, Úr mynda- bók læknis, en hún hefur að geyma ýmsar svipmyndir frá liðnum árum. Jón Þorbergsson á Laxamýri hefur skráð sjálfs- ævisögu sína og Guðmundur G. Hagalín er höfundur bókarinn ar, í fararbroddi, sem er ævi saga Haralds Böðvarssonar á Framhald á 2. síðu. Saabinn breytist Á myndinni er Gestur Ólafsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlitsins, verksmiðjunnar, að ræða saman um nýja SAABinn. Sveinn Ásgeirsson, umboðsmaður (Tímamynd-GE.). EJ-Reykjavík, 19. september Bráðum koma á markaðinn hér SAAB-bifreiðar 1965, og er þessi nýja árgerð nokkuð breytt. bæði hvað útlit snertir og eins hafa ýmiss tæki bifreiðarinnar verið endurbætt svo sem kælikerfið, miðstöðvarkerfið og útblásturs- kerfið og afköst vélarinnar hafa verið aukin um tvö hestöfl. SAAB-verksmiðjurnar flytja nú út SAAB-fjölskyldubíla til um 50 landa og búast þær við að geta t'ramleitt 60.000 bífreiðar árið 1965 Ve'i.-’ulega hafa litlar breyt- ingar orðið á SAAB bifreiðunum ár frá ári, en að þessu sinni er 1965-árgerðin talsvert frábrugðin fyrri árgerðum. Útlitsbeytingar hafa verið gerð- ar á framhluta hennar, svo að hún er rennilegri en áður. Orka vélarinnar hefur verið aukin í 44 hestöfl, kælikerfið hefur verið fullkomnað og miðstöðvarkerfið einnig. Nýtt útblásturskerfi er í bifreiðinni, og gerir það gang hennar hljóðminni en áður var. Vökva-kúplingskerfi er i nýju ár- gerðinni -rg einnig ný gerð eld- neytisdæla og beygju-radiusinn hefur verið minnkaður. Auk áðurnefndra útlitsbreytinga á t'ramhluta bifreiðarinnar hefur hún fengið nýja gerð stuðara að framan og aftan og nýjar aftur- luktir. Verð þessara bifreiða, sem um bcðið hefur nú í pöntun, ei 168.050.00 kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.