Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 9
HANN lagði leið sina inn
í fjósið, þangað sem hann
hafði verið, áður en hann varð
stúlkunnar var, lauk við að
gefa kúnum, settist að því
búnu á moðmeis í auða básn-
um, ætlaði að bíða þar meðan
gripirnir ætu gjöfina og mál
væri að bera þeim vatn. Það
var dimmt í fjósimi, en á flór
inn féll blá glæta tunglsins
inn um lítinn glugga á þekj-
unni. Hann þreifaði fyrir sér
í myrkrinu, fann puntstrá og
stakk því í munn sér. Þetta
var stór moðmeis, svo vel
liefðu tveir mátt sitja hér
hlið við hlið. Birna hefði kom
izt fyrir við hlið hans, og
það hafði hann reyndar ætlað
að benda henni á, þó að
minna yrði úr.
Ójá, hún hafði beðið hann
fyrir orðsendingu til Goða —
ef orðsending skyldi kalla, en
síðan ekki látið hann tefja sig
meir. Ekki beðið' eftir því,
Birna, að heyra hvað Torfi
kynni að eiga ósagt, — að því
leyti ekki frábrugðin öðrum
í þessari sveit.
En hvað hafði hann eigin-
lega ætiað að segja?
Vissi hann það svo glöggt?
Nei.
En eftir að hún minntist á
Goða, þá vissi hamyþað samt
nokkurn veginn. Hann ætlaði
að segja henni frá dauðasynd-
inni, sem bjó stórbúi í hjarta
hans: hvernig hann hataði
Goða bróður sinn og hvenær
hann fann það í fyrsta sinn.
Hann var ekki frá þvi, ef
hún hefði fylgt honum hing-
að inn í fjósið og sæti nú hér
við hlið hans og 'eyfði hon-
um að segja frá, —vel hefði
það mátt verða upphaíið á
sælli tíð, jafnved nýju lífi,
þess konar sem hún sjálf ætl
aði nú að hefja og hún sagði
að byrjaði innan í manni, en
ekki útvortis.
En þá var hún skyndilega
öll á burt, horfin í bláan eld
íunglsins. eins og álfkor.an,
og hann einn eftir á bæjar-
hlaðinu og sagan. ósögð enn:
'Hann er staddur með for-
eldrum sínum í Syrarkirkju,
séra Oddur er að messa og
taka Goða litla bróður hans
til bæna. Goði hafði verið
mjög veikur að undanförnu
og ekki hugað líf, en það var
samt eins og hann gæti ekki
! dáið. Hann var tíu ára um
' þessar mundir og átti því
' samkvæmt dómi læknavísi.nd
' anna að geta lifað í ellefu ár
ennþá. Þar af leiðandi ekki
farið fram á neina ofrausn af
hendi almættisins, þótt það
væri beðið að létta af honum
þjáningum þess tilfallandi
sjúkdóms, sem nú þjáði hann
óheyrilega og ekkert átti
skylt við hið meðfædda
dauðamein í blóði hans. Öllu
þessu lýsti sér Oddur nú inn
virðulega af stólnum fyrir
náðugum guði á himnum, á-
samt lyndiseinkunn og gáfna
fari þessa frumgetna sonar
hinna mæddu heiðurshjóna í
Borgartúni. Ekki hafði fagur-
eygari sveinn fæðzt í þessu
fátæka byggðarlagi, ekki yfir
bragðshreinni, ekki hugum-
prúðari, né heidur sambæri-
legum gáfum gæddur, né lík-
Iegri til þess að verða sómi
héraðsins, svo sem hann þing
að til hafði verið sá sólar-
gei h, sem enginn gat horft
á, u’.an gegnum sín tár.
I gar hér var komið fýrir-
bæ prestsins grétu allflestir
við taddir, sumir upphátt,
nema drengurinn Torfi Lcfts-
son. Torfi Loftsson starði enn
þurrum augum í hnakkagróf
þeirra, sem sátu á næsta bekk
JÓLAHELGIN
Bróðirinn, sem áiti að lifa
Saga eftir Guðmund Daníeisson
fyrir framan hann, og beið
þess þolinmóður að linnti ó-
skemmtilegum skröksögum
prestsins um Goða bróður
hans, sem hann vissi hvim-
leiðastan stráka í þessu plássi
hvað sem hver sagoi, enda átt
sök á — enda lagt á hann flest
misjafnt, sem á daga hans
hafði drifið til þessa: refsing-
ar snuprur, fyrirskipanir, for
boð,— eingöngu vegna þess
að hann átti alltaf að lifa. en
Goði átti að devja ungur.
,,Bara að hann væri dauður
fyrir löngu“, hugsaði hann
einu sinni meðan presturinn,
foreldrar hans og allur söfn-
uðurinn þrábáðxi drottinn
þess hástöfum og tárfellandi,
að hann sýndi krossberanum
miskunn: tæki hann strax til
sín eða léti honum að öðrum
kosti batna.
Síðan var messan á enda
og hann fylgdist með foreldr-
um, sínum út úr kirkjunni.
Hann var ekki vonlaus um, að
ein'hver viki sér að honum,
legði höndina á lccll hans og
hrósaði honum ívrir hvað
hann væri orðinn stór dreng-
ur eða þá lýsti yfir því svo all
ir heyrðu, að hann hefði björt
augu og gáfulegt yfirbragð,
eins og hann hafði iðulega
heyrt fólk segja við Goða
bróður sinn að aflokinni
mes>su og annars staðar þar
sem> fólk mætti þeim báðum
í fylgd foreldranna — vænti
þess einmitt nú, þar sem,' Goði
var fjarverandi og jafnvel
ekki lengur í tölu iifenda. En
það var ekki því að heilsa:
ekkert slíkt henti hann nú
frekar en endranær, enginn
virtist renna til hans auga,
sízt vinsamlegu, hvað þá að
nokkur legði Iófa sinn á koll-
inn á honum og segði eitthvað
fallegt.
Aftur á móti byrptist fólk
utan um móður hans, einkum
konurnar, þær vildu fá að
kyssa hana á vangann, áðu.r
en þær gengju aftur út um
sáluhliðið, og enn virtust þær'
ekki. hafa fundið sér annað
sk.emmtilegra umræðuefni en
nábleika skurðgoðið hennar
heima í Borgartúni.
En sem faðmlög og kossar
kvennan.na standa hvað hæst,
veit hann ekki fyrri til en
hann er farinn að siga hund-
umi, sem hópazt höfðu saman
sunnan undir kirkjunnb
„Rrr-dan! Rrr-dan!“ æpir
hann fullum rómi, og sam-
stundis ærist hundaskarinn,
það verður gelt og ýlfur og
heiftarleg áflog í kringum
legsteinana, og nú loks heíur
Torfa Loftssyni auðnazt að
vekja á sér eftirtekt: tveir
eða þrír menn bregða við
snarráðir og flæma hundana
með skömmum og barsmíð út
úr kirkjugarðinum samtímis
því sem faðir hans leiðir hann,
þungbúinn á brott, — og á
eftir þeim gengur móðir hans
og grætur.
Þau töluðu ekki við hann á
heimleiðinni, virtust hafa
gleymt honum’ aftur, prestur
inn var í fvlgd með þeim, þau
leiðast í djúprí samræðu út
grundirnar, hann röltir spöl-
korn á eftir þeim, stakur. í sál
hans ríkir annarleg þögn,
þung og dimm. og hreyfirigar-
laus. Honum. er Ijost, að hann
•hefur unnið til refsingar og
kvíðir þó ekki fyrir henni,
veit sig sekan og iðrast þó
ekki, langar jafnvel ekki til
neins. Hann heldur á tágar-
spotta, sem hann hefur fund-
ið og danglar honum hirðu-
leysislega í blómin, sem vaxa
við götuna, höfuðið slitnar af
sumum þeirra, önnur sieppa
ómeidd. Hvorttveggja fer öld.
ungis fram hjá hotium, það er
eins og meðvitund hans sofi.
Og við túngarðinn stanzar
hann alveg, á bakka sefljarn
arinnar. sem hér myndar
litla vík inn í töðuvölhnn,
horfir héðan á foreldr.a sína
og prestinn hverfa inn í bæ-
inn, þangað sem gersexnið
liggur í rekkju sinni, Goði
Loftsson, og andar nú kann-
ski ekki lengur. Sezt niður í
landslaginu þar sem heitir í
Svanavík, á mótum þurrlend-
is og vatns, og a ekki erindi
lengra. Sefið hylur nú vatn-
ið, enda hefur flóðseiinn
löngu kom-ið fram ungum sín-
um og svanurinn numið sér
blárri vötn, það hallar af sól-
stöðum, hásumar gengið í
garð. Já, bara, að hann hefði
sjálfur verið álftarungi frá í
vor, þá sæti hann ekki við
bæjartjörnina núna í dag, þá
væri hann fljúgandi svanur
á bak við fjöllin — — m.eð
fjaðraþyt og söng------með
fjaðraþyt og söng------Hann
reynir að muna vísuna, finnst
hann nauðsynlega þurfa að
muna hana, en hvern.ig sem
hann fer að, kemur hann ekki
fyrir sig nema þessari einu
setningu. Ósjálfrátt verður
honum hugsað til Goða bróð-
ur síns: hvernig hann man æv
inlega allt, sem hann kærir
sig um. Það þurfti ekki ann-
að til en einhver spyrði hann,
og samstundis kviknar þetta
innhverfa bros á bláleitum
vörum hans og það er eins og
hann lesi kvæðið upp úr bók.
Síðan er kvæðið búið, hann
þagnar og lokar augunum og
heldur áfram að brpsa, og
það er eins og hann sé sofandi
og dreymi fallegan draum,
meðan verið er að hrósa ho.n-
um fyrir gáfurnar. En kann-
ski hann sé nú loksins dauð-
ur.
Torfa hafðl aldrei verið
hrósað fyrir neitt, öllu held-
ur var hann oítlega minntur
á, að hann væri iatur og illa
læs og bágt fyrir foreldra
hans, að sá drengurinn, sem
ætti að lifa skyldi ekki artast
betur.
; Útrænan er seint á ferðinni
í dag. Allt fram yfir nón’bil
hefur tjarnarsefið beðið
hennar dottandi, meðan kólf-
ur þess þrútnaði í botneðj-
unni, sem volgnaði meir og
meir. En nú, loks þegar hún
kemur, þá er hún gustmikil
og ærslafull svo sefið hneigir
sig og tekur bakföll og bað
verður grænt öldufall á tjörn
inni og hvískur og þys al-lt
um kring og megn þaralykt
úr fjörunni.
,.Söl.“ verður drengnum á
að hugsa og finnur allt í einu,
að hann er svangur; umhugs-
unin um mat knýr hann á fæt
ur og beinir skrefum hans
heim að bænum.
Svo er hann þar, hann er
kominn alla leið inn á mitt
baðstofugólfið án þess að ný
revnsla falli honum x skaut,
fólkið er á stjái, sumt heim-
ílisbundið, sumt aðkomandi,
þar á meðal presturinn og
læknirinn, en það er eins og
engin.n sjái hann, hvar hann
stendur þögull í sparifötun-
um sínum, og iangar 1 mat.
Nei, enginn sízt foreldrar
hans, þau standa bæði við
rúmstpkk Goða bróður hans
og horfa á hann brosandi; hon
um er faríð að baxna.
„Bænin“, he-yrir hann ein-
hvern segja lágt, ,.það er hún,
sem ráðið hefur úrslitunum.
umskiptin urðu kiukkan tvö,
og hálftíma seinna heyrði ég
að klukkunum var hringt.“
,.En hundageltið? Hevrð-
irðu líka þegar hundarnir
geltu?“ heyrir hann sjálfan
sig spyrja skyndilega, — man
allt í einu smán sána á helgum
stað og vill dylja hana, von-
ar hún sé ekki IdjóSbær orð-
in, og spyr þó t;l vonar og
vara.
Það yer.ður þögn nokkur
andartök, og í annað sinn á
þessum degi s.tara augu heims
ins á þennan dreng, sem á að
lifa — hvarfla eina pvipstund
af hinum, sem á að deyja,
fyrst undrandi, síðan reið.
Þangað til einhver segir svo
nístandi skýrt, að það srnýg-
ur merg og bein:
„Hann hlýtur að vanta.
Farið út með drenginn.“
Torfa Loftsson kenndi til
einhvers staðar, hann vissi
ekki hvar, og ekki vissi hanm
heldur hver var að meiSa
hann, en finnur að hér má
hann ekki tefja lengur um
sinn og snýr undan á flótta,
leitar- afdreps í skemmuhúsi
að bæjarbaki og kingir þar
tárum sínum í stað matar.
Þessi saga — mundi hannr
hafa sagt Birnu hana núna,
ef hún hefði setið við hlið--
hans hérna í myrkrinu? Þ&ð-
var hugsanlegt, hann mundi
þetta svo skýrt, en fátt édtt
fram að þeim degi, næstum
því eins og líf hans hefði byrj
að þennan ömurlega helgidag:
á sumri fyrir tólf árum: þeg-
ar hann skynjaði í fyrsta sinn
ijóslega mismuninn á sér og
Goða bróður sínum — hvern
ig sá tapar öllu, sem. fæddur
er til að lifa, en hinn hreppi.r
ailt, sem deyj.a' skal; þessa
sögu. sem. var upphafið, ef til
vill; en kannski líka aðra, sem
var framhald hennar, — þá
næstu. semhann man heillega
og enn býr í brjósti hans.
Ekki sem minningin einber,
beldur eitthvað meira, er þar
sem hluti af' honum sjálfum;
söguna um Svein fanga,
1
I
I
Guðmundur Daníelsson
i
I
j
1
i
Guðmundur Daníels-
son gaf út athyglis-
verða ljó'ðabók rösk-
lega tvítugur og varð
’hálfþrítugur að aldri.
víðkunnur fyrir fyrstu
skáltisögu sína. Hann
hefur þegar sent frá
sér tvær ljóðabækur,
tvær ferðabækur, eitt
smásagnasafn, eitt leik-
xit og tíu skáldsögur og
er þó aðeins rösklega
fertug.ur. Auk þess á
hann í handriti nýtt.
smásagnasafn og ó-
perutextann „Gunn-
laugur Ormstunga“ og
vhmur að nýrri skáld-
sögu. Beztu skáldsögur
Guðmundar eru
„Bræðurnir í Gras-
haga“, „Ilmur daganna“, „Á bökkum Bolafljóts“, „I fjallskugg-
anum“ og „Musteri óttans“, er Menningarsjóður gaf út sem
félagsbók í hatfet, fyrsta íslenzkra skáldsagna. „Musteri ótt-
ans“ hefur fengið einstakar móttökur ritdómara og þykir
skera úr um það, að Guðmundur hafi tekizt á hendur for-*
ustuhlutverk rithöfunda yngi-i kjmslóðarinnar á íslandi. Sög-
unni ber tvimælalaust að skipa meðal úrvalsskáidsagna bók-
mennta okkar fyrr og síðar.
Megineinkennin í skáldskap Guðmundar Daníelssonar er
■sterkur stíll, stórbrotin atburðarás og blæbrigðaríkar lýsing-
ar. Ennfremur leggur hann mikla stund á könnun sálarlífs
og tilfinninga, sér í lagi í „Musteri óttans“, sem er hófsam-
legri og látlausari en fyrri skáldsögur höfundarins og fjallar
sér í lagi um mamileg örlög og baráttuna milli óttans og
ástarinnar — einkum móðurástarinnar, sem er sterkasta drif-
fjögur atburðanna og ræður úrslitum í sögunni. Sérkenni
stílsins í bókum Guðmundar er samlí’kingaroar. Þeim beitir
ihann meira og betur en fiestir eð.a allir ísLenzkir rithöfundar.
Perðabækur Guðmundar Danfelssonar, „Á langferðaleið-
um“ og „Sumar í Suðurlöndum", eru sérstæðar í íslenzkum
bókmenntum og fróðlegar og persónulegar í ríkum mæli.
Guðmundur er víðförull og glöggur á hvað eina, sem ber
fyrir augu hans og eyru. Hann er maður stórra sigra og
mikilla fyrirheitá í heimi íslenzkra bókmennta, — fjölhæfur
og síyaxandi í1 list sinni.
!
I
!
I
I
I
i
li
I
i
1
í
II
I
i
l
I
II
1
í
•4
£