Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 10
Ur lífsstríði liðinna Nagnús Gíslasort skólastjóri skrifar um byggðasafnið að Skógum undir Eyjafjöllum Síðusíu 100 árin hefur gerst sú byltíng í atvinnulífi, þjóðháttum og vinnubrögðum íslendinga, að ævintýri er líkast. Nú setjast menn niður, taka for- láta lindarpenna úr vestisvasan- tun eða smeygja blaði í ritvélina, ef þeir þurfa að skrifa citthvað, engum dettur í hug að senda barn út að vörðunni á holtinu þar sem krummi sat, tíl að leita að hrafns- fjöður, sem skera má úr penna. Nú styðja menn á dökkan díi á veggnum og það verður ljós eða bera eldspýtu að steinolíulampan- um, enginn fór út í mýri í haust til að tína fífu í kveiki. Það giampar á hlöðin í sláttu- vélinni, þar sem dráttarvélin ham- ast með hana fram og aftur um túnið. Nú tekur enginn skógaröxina sína, kurlar og gerir tíl kola, og smíðar við þau á aflinum í smiðj- unni sinni, íslcnzkan ljá, blæs að kolunum með trénegidum sauð- skinnsbelg, herðir ljáinn í lén- steininum, áður en hægt er að binda hann við orfið. Nú flytja gúmmískæddir vél- drekar allar nauðsynjar heim á lilað bóndans. Ekki er lengur þörf á renningum, svo auðveldara sé að flétta reipm, áður en fárin er þessi eina kaupstaðarferð á árinu. Ekki þarf að hafa þessa lýsingu lengri. Flest þau verkfæri, sem hér eru nefnd, eru nú aðeins finnanleg á söfnum, og vinnuaðferðimar, sem við þau eru bundnar, lifa í sögnum horfmna kynslóða. Á síðustu órum hefur vaknað nokkur áhugi fyrir þeim minjum, sem enu má fiuna um vimiubrögð og verkmenningu fólksins, sein á tmdan okkur hefur starfað og strítt í þessu landi. Á nokknun stöðum hefir verið komið á fót vísi að byggðasöfnum. Alþýðublaðinu er kunnugt, að safnið að Skógaskóla imdir Eyja- fjöllum hefir vakið mikla athygli , erlendra og innlendra ferðamanna, sem séð hafa. Hafa þeir rómað hve mikla aluð skólastjórinn þar, Magnús Gíslason, hefur lagt við . safnið og hve öll Ieiðsögn hans hafi verið veitt af mikilli ljúf- mennsku og ást á viðfangsefninu. Hafa þeir farið þaðan með nýjan skilning á lífsbaráttu fólksins, sem nú er til grafar gengið, og aukna ræktarsemi við forna menningu. Alþýðublaðinu er því mikil á- nægja að geta flutt lesendum sín- >’ um frásögn skólastjórans um safn- | ið. Mun það vera eitt af því allra ■ fyrsta, sem um það birtist á prenti. En blaðið veit, áð í lesendahóp þess eru margir, sem skilja, að slíkt safn er „minnisvarði um það, sem við sízt af öllu vildum glata og það, sem við öllu öðru fremur vildum varðveita. En það eru tengslin við okkar þjóðlegu menn- ingu og varðveizla okkar þjóðlegu meimingarverðmæta". Grein Magnúsar er nokkuð löng. Er hún því stytt hér lítíð eitt, einkuni framan af. Stofnun safnsins og helztu hvatamenn. Vorið 1944, kom séra Jón M. Guðjónsson, þá prestur að Holti, fram með hugmyndina að byggða- safni fyrir Rangárvallasýslu. Sýslunefnd Rangárvallasýslu, kaus nefnd til að sinna málinu, og hef- ur hún sýnt dugnað og áhuga, enda málið notíð velvilja margra góðra manna. Sérstök ástæða er þó til að dást að atorku og áhuga Þórðar Tómassonar, rithöfundar í Vallfcatúni, í þessum efnum. Hann Jiefur reynst óvenju fundvís á !:J 0 merka muni og þjóðleg verðmæti. Hann kom með hina fyrstu muni í safnið 1. des. 1949, tæpum hálf- um inánuði eftír að starf skólans að Skógum hófst, og hefur reynst óþreytandi síðan. Á árinu 1952 var svo b.vggða- safn Vestur-Skaftfellinga stofn- sett og því fyrir komið í Skóga- skóla, sem sjálfstæðu safni. Bæði Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýsla veita safninu lítílshátta'r stvrk úr sýslusjóði. Og Skaftfell- ingar hafa einnig kosið menn í byggðasafnsnefndina. Nú kallar mest að, að koma upp rúmbetri og hentugri húsakymium fyrir safnið. Baðstofa og baðstofumunir. Merkasti munurinn, sem bættist safainu síðastliðið sumar var sextug skarsúðar- baðstofa. Hún kom sundurtek. in að Skógum um miðjan okt- óber í haust. Baðstofa þessi er frá Arnarhóli í Vestur- Landeyjum, sem er'niesíí bær við Bergþórshvol. Frá Arnar- hóli hafa margir góðir munir borizt safninu. Baðstofan er byggð upp úr arniarri eldri baðstofu, svo líklegt er, að nokkuð af viðunum sé um eða yfir 100 ára gamlír. Ráðgert er að endurreisa þessa bað- stofu og fleiri hliðstæð hús hér í Skógum og koma nokkrum munum safnsins þar fyrir í sínu rétta umhverfi. í bæjar- dyrum, baðstofu, eldhúsi, búri, sofnhúsi, skála, skemmu, smiðju, hjalli, nausthúsi o. s. Munir gerðir úr beini að ein- hverju eða öllu leyti, svo sem seilarnál og leggjatangir, til að draga nálina við sjóklæða- gerð, ísleggir og þráðaleggir og „hnífurinn hans Jónasar frá Strandarfhöf ða“ sundur tekinn, sem hnífur og gaff- all, hnappagatajárn með bein- s*kafti o. fl. fr\r. — Það eru þegar komnir allmargir munir, sem kallast geta baðstofumunir, svo sem rúmfjalir, flestar eitthvað út- skornar og margar með ár- tali. Bríkurnar úr rúmi Vig- fúsar Þórarinssonar, sýslu- manns að Hlíðarenda í Fljóts. hlíð eru í eigu safnsins. Tal- ið er, að sonur hans, Bjarni skáld Thorarense'n, hafi fæðst í því rúmi. Þarna eru stólar og einn gamaldags vefstóll, stórar og verklegar skyttur og margs konar tóvinnutæki, svo sem kambar, bæði tog- eða hrosshárskambar og nýrri gerð af ullarkömbum, kembu- lárar, rokkar, eitt rokkhjól- ið er með ártalinu 1836, snældustólar og sýnishorn af þræði í öllum sauðalitunum og litaðir og sirklaðir þráða- leggir. Halasnældur eða árenn- ingur. Þama - eru margs konar snældusnúðar. einn úr steini frá fornilld, annar úr beini frá 1740 jbg nokkrir yngri úr tré. Nokkhar halasnældur eru þarna errfhig og sýnishorn af spunnu óg tvinnuðu hross- hári, sömuleiðis árenningar bæði úr steini og beini. Það er steinn eða vala með gati. í gegnum gatið voru þræðim- ir látnir renna, þegar tvinn- að var eða þrinnað. Ellegar árenningurinn var látirm renna á hrosshársþættinum, þegar fléttuð voru reipi, svo að þættirnir flæktust síður sam- an. Prjónastokkar eru einnig til í safoinu, sumir útskornir, aðrir áletraðir með höfða- Ietri og nálhús bæði rennd úr sjóreknu mahogni og saum- aðar prillur með álftafjöðurs- stöfum og auk þess eitt úr silfri. Margs konar nálar eru þarna einnig, skónálar, súnd- maganálar (úr bemi), stórar, meljunálar, til að sauma með sumtagi? og haukanál, til þess að sauma með hauka í hross eða sauðfé, ef um meiðsl var að ræða. Laufaprjóna ber hún Þrjá. Margt er þarna, sem til- heyrði búnaði og hannyrðum kvenna, svo sem skautbúning. ur, samfella, balderaðir krag- ar frá gamla skautbúningnum, millur, hnappar og nælur, stokkabelti og heimaunnar peysufatasvuntur, skðtthúfur og skúfhólkar, ísaumuð karl- mannssokkabönd, spjaldof- inn kvenmaíinssokkabanda- lindi, og nýbryddáSTf íslenzk. ir skór með rósabörðum. Trafaöskjur, til að geyma í höfuðbúnað kvenna, eru þarna einnig. Ein þeirra er mjög foraleg með rúna- og höfðaletri. Hana átti móðir Bjarna amtmanns á Stapa. Askjan er komin í safnið frá Eyjólfi Guðmundssyni _ á Hvoli. Eitt langspil er í eigu safninu hefur áskotnazt, þar ið af baðstofumununum. sem safninu Kefur áskotnast, þar á meðal kóla og nokkrir lýsis lampar. í einum þeirra er fífukveikur: Gamlar bækur og vísir að skjala- og myndasafni. Þó nokkuð hefur safoast af gömlum bókum, skjölum og myndum. Af gömlum bók- um má nefna fyrstu^ úlgáfu af Jónsbók (Vídalíns),' sem prentuð var á Hólum 17Í8, Steinsbiblía frá 1726 og tvö eintök af Grallaranum. Ann- að þeirra er frá 1730, fjórt- ánda útgáfa. Þama eru marg- ar útgáfur af Passíusálmun- um og fjölmargar aðrar guðs orðabækur, flestar prentaðar í Viðey. Einnig er þarna Íjós- prentað eintak af fyrstu sálmabókinni, sem er gjöf frá séra Jóni M. Guðjónssyni. Safoið á Þjóðólf frá upphafi (1849) og fleiri merk tímarit. Bókfell liðinna alda. Nokkrar handritáSar bækur eru þarna einnig. Sú stærsta og merkasta er handritað ein. tak af jarðamatsbók Árna Magnússonar frá 1711, yfir Rangárvallasýslu. Afrit þetta er gert 1824 fyrir Bonnesen sýsluma'nn á Velli í Hvol- hrepp. Ljómandi vel gert og vel varðveitt eintak, og er það ásamt öðrum góðum munum gjöf frá S'vanborgu Lýðsdóttur frá Keldum á Rangárvöllum. Kominn er dálítill stofn til myndasafns. Flest er af mannamyndum og meiripart þeirra hefur frú Sigríður Sighvatsdóttir frá Eyvfodar- holti gefið. Auk þess á safn- ið málverk af þremur merk- um sveitabæjum, ‘ rangæsk- um. Það eru bæir Skula lækn- is Thorarensen á Móeiðar- hvoli, Hermanns E. Jo'hnsen sýslumanns á Velli og séra Skúla Skúlasonar á Breiða- bólstað. Myndir þessar eru málaðar og gefoar safninu af frú Ástríði Thorarensen frá Móeiðarhvoli. Málverkin gefa ágæta hugmynd um húsakost þessara stórbýla í lok 19. aldarinnar. Meðal mannamynda safns- ins er mynd af séra Kjartani Jó'nssyni á Ytri-Skógum og sonum hans tveimur, Gísla og Kjartani, sem báðir urðu prestar. Séra Kjartan Jóns- son var prestur í Skógum fyr- ir um það bil 100 árum. Hann var vel efnum búinn og átti hann upphaflega m. a. fimmta part í skipfou „Péturs- ey.“ í vörslu safnsins er teikning af þeim nafnkunna áttæringi. Þetta er bæði þver- skurðar og langskurðar- teikning, og eru tilfærð öll helztu heiti á hlutum skips- ins og viðum þess efos og þau voru á máli sjómannsins og smiðsins. Smíðisgripir og áhöld ýmiss konar. Á öllum öldum hefur ís- ienzka þjóðin átt hagleiks- menn, sem smíðað hafa muni ur tré, horni, beini eða málmi. Oft urðu þeir að byrja á því að smíða sér á- höldfo í hendurnar. Safnið geymir þó nokkur sýnishorn af þessu tagi. Mest eru það trésmíðaáhöld, svo sem hefl- Útskornir munir, svo senv stólbák, prjónastokkar, askar, smjöröskjulok, nóalok, gler- augnahús og trafalaskjá. alda ar af mörgum gerðum, nafrar, sagir, hnifar ó. fl. Annars er tiltölulega fátt í eigu safnsins af útskornum munum. Áhugi safnara, sem áður heimsótt þessi héruð í leit að fqrngrip- um, hefur mjög beinst að tré- skurði og er ekki ólíklegt, að margt góðra muna af þessu tagi, hafi horfið þann veg, áð- ur en söfnun hófst til byggða- safnsins að Skógum. Ennþá fleiri merkir munir hafa þó orðið tímans tönn að bráð. Og margt hefur farist vegna hirðu leysis. Hornístcð, blóðhorn og spónablöð. E>nn er þó býsna margt við lýði, bæði af munum og tækj. um. Gamall rennibekkur er t. d, í eigu safnsins, ein spóna- lóð og von er á annarri. Það voru tæki úr tré til að fonna í spónarblaðið. Ennfremur á safnið haglega skoraa spæni, horn ístöð, bauka, púður- og haglahorn og eitt myndarlegt drykkjarhorn fagurlega skor- ið. Auk þess er þar blóðhorn (með líknarbelg) til þess að taka fólki blóð. Önnur lækn- istæki eru þarna, svo sem bíldur með höggjárni og þvagpípa úr silfri í eikar- hulstri og ennfremur lausnar- steinn.” Hnífapörin hans Jón- asar. Fátt er þarna úr beíni annað en hagldir og sylgjur og svo skaftið á einum forláta sjálfskeiðing, sem Jónas Magnússon í Stra'ndarhöfða í Landeyjum hefur smíðað að öllu ley_ti. Jónas er dáinn fyrir tæpuhi 30 árum. Hann var hagur maður með afbrigðum. Eftir hann á safnið útskorinn kvarða og fágæta stunda- klukku, sem hann gerði að öllu leyti, auk hnífsins. Hníf- urinn er hin mesta listasmíð. Með sérstöku bragði er hægt að kljúfa skaftið, deila því í tvo jafna hluta, og er þá hníf- ur í skeiðum í öðrúm, en gaffall í hinum. Þarna eru góð sýnishorn af silfursmíði. Aðallega er það kvensilfur, eíi einnig silfur- skeiðar, silfurbúnir tóbaks- baukar og skrautlegar svipur. Fleira er þó úr kopar, þar á meðal f jöidinn allur af beizlisstöngum af ýmsum gerðum, ístöð og ennislauf af beizlum og auk þess skraut- skildir af reiðtygjum, m. a. prýðisvel gerð plata af göml- um söðulreiða og grafin kop- arfluga með fangamarki og ártalinu 1812. Nokkrir hnapp. ar eru þarna úr látúni, m. a. stór buxnábnappur og hnappamót. Það er mót til þess að steypa í rtnappa. Og þarna er Ijómandi vel gerður , töfralás. Það er lítill hengi- lás, sem álitið er a'ð sejrmíð- aður austur í Álftaveri. Það þarf að beita brögðum til að komast að skráargatinu. Lyk- illinn er einnig einstakur í sinni röð. Eldhúsmunir, húsmunir og sofnhús. Tveir verklegir koparkatl- ar og þrír járnkatlar bíða þess að byggt sér fyrir þá hlóða- ALÞÝÐUBLAÐTFá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.