Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 19
kirkjulegri athöfn, yrkja og láta kór æfa hæfilega söngva. Sandy Tipton átti svo að halda barninu undir skírn. En þegar þeir höfðu gengið í skrúðgöngu með söng og lát- um og lagt barnið fyrir fram- an gervialtarið, þá gekk Stubbur fram fyrir hópinn: „Eg er ekki vanur því að spilla góðu gamni hjá ykkur, strákar“, sagði hann og horfði ákveðinn á mennina, ,,eri mér finnst þetta ekki rétt. Það er farið illa með krakkann að. gera gys að honum, sem ekk- ert skilur. Og ef einhver á að halda honum undir skírn, þá vildi ég spyrja hver hefði meiri rétt til þess en ég“i All- ir þögðu. Öllum háðfuglum til heiðurs, þá var „Boston“ fyrsti maðurinn, sem viður- kenndi réttmæti þessara orða, enda þótt hann missti af skemmtuninni. „En“, sagði Stubbur og gekk nú á íagið, „við komum hingað til að skíra og því skíri ég þig Tóm- as Lukka, samkvæmt lögum Bandaríkjanna og Kaliforníu- fylkis og í nafni Guðs“. Þetta var í fyrsta skipti, sem Guðs nafn var nefnt í 'þorpinu. Þessi skírn var ef til vill enn- þá fáránlegri en sú, sem háð- íuglinn hafði undirbúið, en enginn tók eftir því og, eng- inn hló. Tórnas var skírður með sömu alvöru og iverið hefði í vígðu húsi og jhann skældi og var huggaður rétt ■eins og í kirkju væri. Og þannig hófust umbæt- urnar á Grenjaðarstað. Smátt og smátt breyttist þórpið. Kofinn, sem Tómas Lnkka, eða Tommi, eins og hann var oftast kallaður, átti heima í, sýndi fyrstu framfaramerkin. Hann var alltaf tandurhreinn og hvítskúraður. Svo ■ var hann þiljaður innan, striga- klæddur og veggfóðraður. Rósaviðar vaggan hafði, svo að orð Stubbs séu notuð, „eyðilagt hin húsgögnin“. Því var kofinn búinn húsgögnum að nýju, þó allt þyrfti að flytja á múldýrum óraleið. Þeim, sem oft litu inn hjá Stubb, „til að vita hvernig Tomma leið“, líkuðu þessar endurbætur, og til þess að standast samkeppnina dubb- aði „Nýlenduvöruverzlun Tuttles“ upp hjá sér með teppum og speglum. Þegar karlarnir fóru að spegla sig daglega þurftu þeir að þvo sér oftar. Stubbur lagði líka þungar hreinlætiskvaðir á þá sem vildu verða þess heiðurs aðnjótandi að halda á Tomma. Kentuck tók það nærri sér að vera útilokað- ur frá þeim heiðri vegna sóða- skapar. Löng gullgrafara og ílökkuævi hafði vanið hann á að líta á föt eins og ham, seni maður skipti ekki um, fyrr en hann væri slitinn. En svo sterk voru éndurbóta á- hrifin, að'hann fór að koma til Stubbs á hverju kvöldi í hreinni skyrtu og með .and- litið rautt af þvottum. Ekki mátti heldur vanrækja um- gengnisvenjurnar: Tommi þurfti mikið að sofa og .ekki mátti raska ró hans með hávaða og látum. Öskur þau og garg sem höfðu ráðið nafni þorpsins, voru ekki leyfð í nánd við kofann. Menn töl- , uðu saman lágum rómi eða reyktu þegjandi <þns og Indí- ;ánar. Blótsyrði voru niður lögð á þessum slóðum, því það læra bömin, sem fyrir þeim er haft. Ekki var Söng- ur bannaður, enda talinn hafa svæfandi og róandi áhrif. Sérstaklega var söngur, sem ænskur sjóari frá Astralíu, JÓLAHELGIN Jack að nafni, kenndi mönn- um, talinn henntug vöggu- vísa. Það voru 90 erindi um ferð skútunnar Arethusa, og fór varla svo að Tommi sofn- aði ekki um það bil, sem búið var að róa með hann í fang- inu og kyrja öll erindin. Stundum lágu mennirnir endilangir undir trjánum í sumarhúminu, reyktu pipur sínar og hlustuðu á sönginn. Ósjálfrátt fundu þeir að þetta var sveitasælan margumtal- aða. Um sumarið var farið með Lukkuna niður í gilið, þar sem hinn gullni auður þorps- ins var unnin. Þar lá hann á teppi, meðan mennirnir grófu. Brátt var farið að skreyta bólið hans með alls- konar litskærum og ilmríkum blómum. Karlarnir fóru allt í einu að taka eftir fegurð- inni í kring um sig, ýmsa smáhluti, sem þeir annars tróðu fótum, svo sem maríu- gler, kvarzmola eða bara fal- legar steinvölur úr læknum hirtu þeir nú: „Tomma gæti þótt gaman að því“. Hvöss augu, sem fóru nú að athuga allt hið fallega á náttúrunni, fundu ótal gripi, sem „Tomma gæti þótt gaman að“. Við vonum að Tommi hafi verið ánægður með þessi óþrjót- andi leikföng í kring um sig. Hann virtist líka hamingju- samur. Að vísu fannst Stubb hann full hugsandi stundum, en hann var alltaf víðráðan- legur og rólegur.'Frá því er líka sagt, að einu sinni steypt- ist hann á höfuðið út úr rúmi sínu og stóð fastur á höfðinu í mjúkri moldinni með blett- ótta fæturna upp í loftið og steinþagði þangað til hann var réttur við. Eg hika við að skrá hér allar þær frægðar- sögur, sem sagðar eru af hæfileikum hans, enda voru sögumennirnir ekki hlutlaus- ir. Hjátrúar gætti í þeim sum- um. „Ég var ■ að skríða hér upp brekkuna“, sagði Ken- tuck einu sinni og stóð á önd- inni, „og haldið þiS þá ekki að hann sé að tala við þröst, sem sat í keltu hans. Þeir töl- uðu bara saman, glaðir og kátir eins og gamlir kunn- ingjar“. Hvað sem um það var, þá er víst, að það var fyrir hann sem fuglarnir sungu, íkornarnir pískruðu og blómin sprungu út. Nátt- úran var leikfélagi hans og fóstra. Sólin stafaði geislum sínum einmitt þar sem hann lá. Hlý golan bar skógarilm- inn til hans. Til hans kink- uðu háu rauðviðirnir kolli og býflugurnar suðuðu vöggu- vísur fyrir hann. Þetta var dýrðlegt sumar á Grenjaðarstað. Lukkan var sannarlega með þeim. Gull- náman var gífurlega arðbær. En íbúarnir voru tortryggnir og litu aðkömumenn horn- auga, þeir ýttu ekkert undir aðra að setjast þarna að og til að einangra sig enn betur, fengu þeir umráð yfir hlíð- um fjallanna, sem umluktu dalinn. Fáir urðu því til að koma t.il Grenjaðarstaðar, enda þorpsbúar orðlagðir fyrir skotfimi. Eini maður- inn, sem þangað kom var ek- illinn í áætlunarvagninum, og hann sagði líka marga furðusöguna frá . þeim: „Þarna eru götur miklu flott- ari. heldur en nokkur gata í Rauðu Hundum. Það er-vafn- ingsviður og blóm hjá kofun- um þeirra og þeir þvo sér tvisvar á dag. En ekki er þeim um ókunnuga, og svo tilbiðja þeir Indíánastrák“. Þegar Grenjaðarstaður auðgaðist, vildu þorpsbúar verða stórtækari um endur- bætur. Það var stungið upp á að byggja gistihús að vori og bjóða einni eða tveimur almennilegum fjölskyldum að flytjast í plássið, vegna Lukkuimar, sem ef til vill hefði gott af að kvenfólk ann- aðist hann. Karlamir voru annars ákaflega vantrúaðir á dyggðir eða gagnsemi kven- fólks og það var aðeins ást þeirra á Tomma, sem fékk þá til að ákveða þetta, þó voru nokkrir sem ekki vildu heyra slíkt nefnt. En þetta kæmi nú ekki til framkvæmda fyrr en eftir 3 mánuði og þeir sam- þykktu þetta í því trausti, að eitthvað gæti gerzt sem hindraði þetta. Og það varð. Þeir sem búa við rætur fjallanna, muna lengi eftir vetrinum 1851. Það voru ó- vanaleg snjóalög á fjöllun- um, þegar hlánaði, urðu læk- írnir að fljótum og árriar að stórfljótum. Gil og skorning- ar fylltust beljandi fossum, sem rifu jafnvel með sér stór- eflis tré þegar þeir féllu nið- ur fjallahlíðarnar. Rauðu Hunda flæddi tvisvar og Grenjaðarstaðabúar uggðu að sér. „Það er vatnið sem bar gullið hérna niður í gilið og þar sem einu sinni hefur flætt, þar getur flætt aftur“, sagði Stubbur. Og þessa sömu nótt flæddi Norðurá yfir bakka sína og stefndi á Grenj- aðarstað. Það var ekkert hægt að aðhafast, áin braust fram, sópandi með sér ótal trjám og hverju sem fyrir varð og brakið og brestirnir kváðu við í náttmyrkrinu. Þegar birti af degi, var húsið hans Stubbs horfið, enda stóð það næst árfarveg- inum. Ofar í gilinu fannst svo lík Stubbs, en stolt þeirra, von og gleði, Lukkan á Grenjaðarstað, var horfin. Þeir voru á leið heim hrygg- ir í huga, þegar kallað var til þeirra frá ánni. Þar var kominn bátur, sem siglt hafði upp fljótið fólkinu til aðstoðar. Þeir sögðust hafa fundið mann og smá- barn’, nær dauða en lífi nokkru neðar í ánni. Var . nokkur hér sem kannaðist við þetta fólk? Þeir sáu strax að þar var Kentuck, hryllilega limlestur, og með Lukkuna í faðminum. Þegar betur var aðgætt, var barnið kalt og stirðnað. „Hann er dáinn“, sagði einhver. Kentuck opn- aði augun. „Dáinn?“ spurði hann veikum mætti. „Já, og þú ert að dauða kominn líka“, Kentuck brosti, „að deyja“ sagði hann, „hann er að taka mig með sér. Segið strákun- um, að nú hafi ég Lukkuna með mér“, Þessi stóri og sterki maður hélt sér í litla barnið eins og sagt er að drukknandi maður haldi í hálmstrá og svo hvarf hann niður eftir því dimma fljóti, sem streymir að eilífu út í hafið óþekkta. S. O. S. þýddu. vseiit<itBvin«]nwBnnnnn«iniiRBiitiiiiinnH«iKBsiii*iii»ti»>nc<>>ctncini)ii NnnntiiinnifnnnnnnnBViiiiuuM BERNH. PETERSEN ílEYKJAVÍK. Sfinar: 1570 (2 línur). Símnefni: ,Bernhardo*. Kaupir: Þorskalýsi, allar tegundir. . Síldarlýsi, Sellýsi. Síldarmjöl. Fiskinajöl. Stálföt. Síldartunnur. Selur: Kaldhreinsað meðalalýsi. Fóðurlýsi. Kol í heilum förmum. Salt í heilum förmum. Ný, fullkomin kaidhremstmarstoð, S'ólvallagötu 80. — Sími 3598,. I; 'ji ■ BUKaiffiiiiKapMnnMHniKirvannKaiBBviBaiaBkiaaiKVBaivoiiaivviivnnwnnnnunDtintinoniiiiiiBBétH Wk-yi>y. . G.LEÐILEG J ÓI! ■ .5 r'r . ..it, , :1 innni* 'riátjdnóóon, löggiltur rafvirkjameistari. *NÖ KKVAVOG60, Sími 7358. — Reykjavik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.