Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 23
f' í þjóðsögunni virðist oft | felast vilji til þess að halda | uppi málstað hins ofsótta og ! búa sekum málsbætur, sem '■ draga úr sekt hans. Stundum ■ verður saga hans harmsaga. I Hann er saklaus ofsóttur og ! dæmdur. Hitt er fátíðara, að ! þjóðsagan sýni algert misk- ; unnarleysi — en á sér þó stað. ; Svo hefur hún reynzt Mar- j gréti Þórðardóttur, sem köll- í uð hefur verið Galdra- Manga. ! Það er öllum kunnugt, að í ! vitfirringu galdraofsóknanna : á Norðurlöndum höfðu Is- 1 iendingar sérstöðu. í ! nágrannalöndunum urðu j konur aðallega sekar um ! galdra. Þær voru nornirnar, i sem höfðu ljúfleg mök við I fjandann og frömdu hvers ! konar fordæðuskap í krafti ! kvenlegra eiginleika. Á ís- ! landi urðu konur hins vegar ! oftast þolendur í galdraódæð- i um karla. Einungis nokkur ! frábrigði fiftnast og eitt sér- stæðasta þeirra er í þjóðsög- unni um Galdra-Möngu. ! Þar er Margrét Þórðar- dóttir fordæðan og seiðkonan ! að erlendum hætti. Hún lík- ! ist tröllum þeim, sem segir ! frá í konungaævintýrum, sem komin voru að langan veg. Hún villir um sig með seið og söng, íklæðist fegurð í ! krafti sjónhverfinga og vélar | svo um fyrir ráðsettum guðs- ! manni, að hann gleymir stolti sínu og skyldum við guð og ! menn. Með fulltingi fjandans I fyrirkemur hún prestskoh- ; unni, margra barna móður, til þess að njóta syndarinnar með afvegaleiddum drottins þjóni, sem fram að því hafði verið fyrirmynd annarra. En öll ævintýri verða að enda með sigri hins góða. Því lög- máli er þjóðsagan um Galdra- Möngu háð. Hún býr fordæð- 1 unni hraklegan dauðdaga sem ! hefnd fyrir ómennskt fram- I ' r Je* ... - rerði. I hraflkenndum heimildum : er hægt að lesa sögu Margrét- ! ar Þórðardóttur nokkuð á ! annan veg. En hitt verður sjálfsagt ávallt nokkur ráð- gáta, hvers vegna þjóðsagan yrkir henni hraklegt níð. Vorið 1655 var * Margrét Þórðardóttir í Trékyllisvík á : Ströndum borin galdri — mönnum til meinsemdar, sér- deilis nokkrum kvenpersón- ! um. Allt er óljóst um upp- ■ runa Margrétar. Ekki er vit- að um ætt hennar eða hvar hún átti heima í Árneshreppi. ! Þótt hún sé oft kennd við Tré- kyllisvík, mun hún varla hafa ; átt heima þar í víkinni. Sumir hafa getið þess til, að hún hafi verið dóttir Þórðar Guð- ! brandssonar á Munaðarnesi, en hann var brenndur fyrir galdra haustið áður en Mar- ! grét var borin galdri. Ýmsir - kenna og Margréti við Mun- : aðarnes og telja hana hafa átt ; þar heima. Þá er óljóst hveft ! galdraódæði hennar hefur átt i að vera. Helzt virðist hún ! ‘hafa verið sökuð um að vera r völd að því, að nokkrar kon- ! ur fengu flog undir rnessu í ; kirkjunni í Árnesi. Haustið áður höfðu tvö galdrabál verið kynnt í Tré- ! kyllisvík. Þrír menn játuðu á ! sig galdra eftir langar yfir- ! heyrslur og réttarhöld. Menn þessir voru: Þórður Guð- ! brandsson á Munaðarnesi, j Grímur Jónsson í Reykjar- í firði og Egill nokkur Bjarna- ! son. Þeir voru brenndir 20. og 25. september 1654. 1 Trékyllisvík lifa enn sagn- ! ír um þá. Sagt er, að þeir hafi ! -verið brenndir á nesi einu jgÓLAHELGlN ER FORNESKJ Varnarskjal Galdra-Möngu milli Finnbogastaða og Stóru- Ávíkur. Og einum galdra- manninum hefur þjóðsagan reynzt hallkvæm, dæmt hann saklausan og gefið honum líf. Munnmælin í Árneshreppi herma, að Þórður á Munaðar- nesi hafi verið saklaus og alltaf neitað galdraáburðin- u'm, hvemig sem sökin var á . hann borinn. Og saklaus var haiin til bálsins dæmdur. Þetta hrærði bóndann í Stóru-Ávík til hjálpar. Kom hann Þórði undan og fól hann um veturinn í helli einum undir Reykjaneshyrnu. Heit- ir þar síðan Þórðarhellir. Vorið eftir komst Þórður í skip til hollenzkra. Svo frelsa munnmælin Þórð frá sekt og báldauða og láta sig einu gilda um stað- reyndirnar. Hið sanna er, að Þórður játaði á sig sökina og var brenndur 20. sept. 1654. Að haustnóttum teygðust eldtungur til himins frá galdrabálunum tveim í Tré- kyllisvík og vörpuðu dimm- um roða á sölnaða jörð. Rramundan var langur vetur. Og óefað hefur hann orðið mörgum manninum þar í ; sveit erfiður í andlegri af- komu. Dag' eftir dag svarraði stórhríð um þök kotbæja og sökkti þeim í fönn. Myrkrið náði völdum. í skrípaheimi • myrkurs og ótta bjarmaði af rauðum eldtungum kvala- bálsins. Martröð ótta og ör- yggisleysis ærði til brjálsemi. Þegar konur snemma vors komu til kirkju í Árnesi, gat helvítisútmálun séra Þor- varðar Magnússonar orðið langþreyttum taugum þeirra ofraun. I kirkjunni hefur Margrét Þórðardóttir óefað sungið tærri röddu undir messunni. Vera má, að hún ein hafi ó- skelfd mætt óttafullum aug- um kynsystra sinna, eins og framandi gestur í heimi ótt- ans. Hvað var eðlilegra en að ásaka hana, sem svo annar- lega brást við? Margréti voru galdrabálin í of fersku minni til þess, að hún treysti á, að sakleysi hennar sannaðist. Hún hvarf úr sveitinni, svo að enginn þóttist vita, hvað af henni hefði orðið. Einhver kann þó að hafa vitað betur. Það kom í Ijós, að jafnvel heima í sveit hennar voru ekki allir sam- mála um sekt hennar. Sókn- arpresturinn, séra Þorvarður Magnússon, hafði gengið ötul- lega fram í því að fá Þórð Guðbrandsson til þess að játa á sig galdraáburðirin. Mar- gréti virðist hann hins vegar hafa verið hliðhollur. I sér- kennilegum vitnisburði, sem hann gefur henni eftir að hún hverfur úr sveitinni, biður hann henni hjálpar og aðstoð- ar. Vorið 1656 var Margréti lýst á Alþingi. Hún er sögð þar meðal kvenmaður að vexti, Ijós yfirlitum og kinn- beinahá. Sögð er hún skyn- söm í tali og — kveður nær kvenna bezt. Næstu árin segir fátt af Margréti. — Enginn þykist vita hvar hún er niðurkomin, og mál þennar liggur niðri þar til 1659, að henni er dæmdur tylftareiður. Þá hef- ur Margréti skotið upp á ólík- legum stað, og aðstaða henn- ar til varnar er orðin nokkur önnur en í Trékyllisvík fyrir fjórum árum. Það hefur einhvern tíma verið á árunum 1656—58, að Margréti bar að garði að prestssetrinu á Snæfjöllum. Þjóðsagan segir, að hún hafi komið í hríðarveðri um vetur yfir Snæfjallaheiði og hitt fyrst að máli sauðamann prests. Ekki er ótrúlegt, að Mar- grét hafi einmitt komið yfir Snæfjallaheiði. Þégar hún flýði úr Árneshreppi, hefur hún að öllum líkindum hald- ið norður um Hornstrandir, en þokazt svo vestur á leið, þar til hún hafnaði á Snæ- fjöllum. Prestur sá, er veitti Mar- gréti gistingu á Snæfjöllum, var séra Tómas Þórðarson. Hann hafði þá þjónað þar brauði um þrjátíu ára skeið og virðist hafa verið vel lát- inn í embætti. Hann var at- hafnasamur og ágætur skipa- smiður. Þá var hann einnig skáldmæltur. Kona hans var l ! BJARNASON Þórleifur Bjarnason námsstjóri er ættaður aí Homströndum og ríkulega mótaður af uppruna sínum og átthögum sem rithöfund- ,ur. — Fyrsta bók hans var „Hornstrendingabók", sem kom út 1943 og þótti mikið afrek. Síðan hafa komið frá hendi ÞónLeifs skáldsögurn- ar „Svo kom vorið" og „Hvað sagði tröllið?", en það er upphaf skáldsagna- bálks af Hornströndum, Nú á Þórleifur i handriti nýtt bindi af skáldsagnabálki sínum og smásagnasafn, sem á að heita „Þrettán spor“, en Þórleifur er snjall og sérstæður smásagnahöfund- ur og beitir oft skemmtilega napurri og hittinni ádeilu í smásögum sírnnh. Ennfremur hefur Þórleif- ur Bjarnason ritað ýmsa þætit, og meðal þeirra er sérstæð og skemmtileg frá- sögn af leið Djúpbátsins í Ái'bók Ferðafélagsins um Norður-ísafjarðarsýslu, en þar koma rithöfundarhæfi- leikar Þórleifs glöggt í ljós og njóta sín einstaklega vel. Þórleifur er mikill unnandi þjóðlegs fróðleiks og tekur það efni föstum og sérstæð- -um tökum í riti eins og sjá má af meðfylgjandi frásögn aftan úr forneskju og svart- nætti galdraaldarinnar. Auk ritmennskxmnar og skólastarfsins hefur Þórleif- ur Bjarnason lagt mikla stund á leiklist með ógæt- ,um árangri. Reynsla hans úr því starfi kemur honum að igóðu gagni sem rithöf- undi, enda sjást þess víða glögg merki í skáldsögum hans og smásögum. "4* Margrét Gísladóttir prests á Stað á Reykjanesi. Áttu þau sjö börn, og virðast þau öll hafa verið komin úr æsku, þegar hér var komið sögu. Þjóðsagan lýsir fundum flóttakonunnar og prestsins á þá leið, að hún vélar um hann við fyrstu sýn. Hann fellir of- urást til fordæðunnar, svo að algerðu ósjálfræði verður. Víst er um það, að við fund þeirra verða örlagaskipti í lífi þeirra. Ekki er kunnugt um, hve- nær prestsmaddaman, Mar- grét Gísladóttir, hefur látizt, en í þjóðsögunni er Margrét Þórðardóttir látin verða henni að bana. Ekki er óhugs- andi, að Margrét prestskona hafi verið lögzt banaleguna, þegar flóttakonuna bar að garði að Snæfjöllum. Og hver veit nema hún hafi reynt að lina dauðastríð hinnar sjúku með því að syngja henni iðr- unar- og yfirbótarsálma. Raddfegurð Margrétar Þórðardóttur bjó yfir annar- legum töfrum. Þeir voru úr heimi sjónhverfinganna að skilningi þeirra, sem heyrðu. En þau undur gerast, að séra Tómas fellir ást til Margrétar Þórðardóttur og leggur embætti sitt að veði. — Það veð geldur hann. Engan þarf að undra, þótt ástamál séra Tómasar hafi orðið mörgum hneykslunar- efni. Hann tekur að sér flökkukonu, sem flúið hefur undan galdraáburði — hinni þyngstu sök, sem þá varð bor- in á nokkurn mann. En hann virðist eygja það eina tak- mark að fá að njóta samvista við þessa ofsóttu flóttakonu, sem hann hefur sjálfsagt aldrei efazt um að væri sak- laus. Talið hefði verið, að séra Tómasi væri ekki sjálfrátt, þótt á öðrum tíma verið hefði og heitkona hans ekki við- riðin slíkt voðamál og hér var raun á. En ægilegust hafa vonbrigðin orðið hjá vöxnum og hálfvöxnum börnum prests yfir framferði hans. Það hlaut að nálgast glötun að þeirra áliti. En bölvaldurinn hlaut eðlilega að verða einn í þeirra augum — galdranorn- in, sem. vélt hafði um föður þeirra og svipt honum út af braut hins heiðaiiega guðs- manns. Hún varð því í ímynd- un þeirra tröllið, sem lék á hörpu og söng fagurlega úti í skógi, þegar konungsmenn fóru villtir í kvonbænaleit fyrir harmþrunginn konung. Hvað varð líka um það litla, sem presturinn á Snæ- fjöllum átti, ef hann missti nú embætti sitt og hlóð svo niður ómegð á gamals. aldri? En föður þeirra varð ekki bjargað. Flökkukonuna radd- fögru gat hann ekki skilið við. Ekki er óeðlilegt að ímynda sér að í brjóstum sumra barna hans hafi sollið harmur og heift, sem gróf um sig og varð að meirisemd, er aðeins átti eina lækningu — héfndina. Talið er, að 1659 hafi Mar- grét alið séra Tómasi fyrsta barnið. Virðist prestur ekki á neirm hátt hafa reynt til þess að breiða yfir brot sitt. Hann sagði af sér embætti, en sat þó á SnæfjöIIum til næsta vors, að séra Hannes Bene- diktsson kom til brauðsins. Þá. fluttust þau séra. Tómas að Sandeyri, og um það leyti voru þau gefin saman í hjónaband af séra Hannesi. I köllunarbréfi til séra Hahnesar segja sóknarbænd- ur í Snæfjallaprestakalli, að séra Tómas Þórðarson, sem verið hafi þeirra kær sóknar- prestur og sálusorgari hingao til, sé nú fyrir sitt brot og holdlegan breyskleika fráfall- inn sínu kennimannlega embætti. — Þakka þeir guði og honum maklega fyrir trú- lega þjónustu, er hann hafi þeim veitt, og óska honuir blessunar. Ennþá hafði Margrét ekki hreinsað sig af galdraáburð- inum, en nú hafði hún eign- azt skeleggan talsmann, seni. óefað hefur beitt allri getu sinni til þess að fá hana sýkn- aða. Enda segir Espólín, ao séra Tórnas hafi komizt í háska, af því að hann varðí mál hennar. Þess er áður getið, að 1659 var Margréti dæmdur tylftar- eiður. En seinlega gekk aS koma honum fram. Við fyrstu tilraun sóru henni sex konur eiðinn ósæran, en fimm sóru ekki. I annað skipti sóru henni aftur sex vottar eiðinn ósæran, en fjórir töldu henni. eiðinn heldur særan en ósær- an, og einn bauðst til þess ao sanna með henni. Vitnisburð- irnir voru á reiki, og yfirvöld- in virðast ekki almennilega hafa vitað, hvað þau áttu a8 gera. En hér var um lífið aci tefla. Heima í héraði hennar voru menn ekki á’eitt sáttir um sekt hennar, eins og áður hefuií' verið vikið að. En yfir- leitt voru menn ekki á þeim árum tregir til þess að trúa £ mök manna við myrkravöld- in öðrum til skaðsemdar, o& alltaf talið örujfPira að hættí sér ekki inn á þá háskabraut að sverja mönnum tylftáreio í galdramálum. Loks kom Margrét þó eiðn- um fram á Kirkjubólsþingi í! Steingrímsfirði 18. ágúst 1662, Eiðstafur Margrétar er á þessa leið: — Til þess legg ég Margrét Þórðardóttir hönd á helge. bók, og það segi ég almáttug- um guði, að ég hef aldrei, ung né gömul, á allri ævi minná galdur Iært, ekki heldur meC galdri eða fordæðuskap rneir gert eða gera látið nokkurr, karlmanns eður kvenpersónu, ungri né gamalli, ekki heldur gripum, fénaði eður fjárhlut- um nokkurs manns, né það af nokkrum fengið að gera, og í engum ráðum eður vituno' þar um verið, hvorki meo Þórði heitnum Guðbrands- syni né neinum öðrum, og a8 svo stöfuðum eiði sé guð méx hollur, sem ég segi satt, er gramur ef ég lýg. — Eiðstafurinn speglar ýmis þau afbrigði, sem búast mátti við, að galdramaður hefði i frammi með konst sinni. Margi’éti var bjargað fíá báldauðanum, en galdrarykt- ið fylgdi henni langt út vfii gröf og dauða. I flótta sínum og vörn hafði hún örðið oi stórtæk á hamingju sér tiJ handa og gerzt höfuðpersóns í fjölskylduátökum. Þess heí- ur hún óefað orðið að gjalda. Þeim sigri, sem hún vann á Kirkjubólsþingi, tapaði hvm í þjóðsögunni. Þau séra Tómsis og Mai- grét bjuggu að Sandeyri og Unaðsdal í Snæfjallahreppi. Talið er, að þau hafi eignazt fjögur eða fimm börn. Vitaó

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.