Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 14
daginn, starfaði eins og í
leiðslu, sat við eldhúsborðið
og starði á ekkert. Það var
titrandi bið í öllu fasi hennar
og framkomu.
Og hann. Hann var líka að
bíða. Hann lék sér ekki, sner-
ist að eíns kringum móður
sína og starði þess á milli út
á flóann. Og hann hugsaði.
Það var eins og höfuð hans
ætlaði að springa. Það var
eins og köld hönd lægi um
hjarta hans. Hann var að eins
11 ára, en þessa daga komu
drættir kringum munn hans
og augu hans urðu einbeitt-
ari. Hann fann eitthvað vaxa
innra með sér, eitthvað, sem
var sárt og biturt, en gaf hon-
um þó nýjan kraft. Hann fór
að líta á jafnaldra sína öðrum
augum en áður. Leikir þeirra
urðu lítilmótlegir, tilgangs-
lausir. Hann varð beinni í
baki og háleitari og hann
gekk hraðar og fætur hans
hrösuðu ekki, eins og svo oft
áður . . . Hann fann að hann
skyldi betur en áður tal
hinna fullorðnu.
Og svo var það einn dag,
þegar þau voru búin að bíða
í viku. Hann var í búðinni
og tveir menn voru að tala
saman, en hitt fólkið, sem var
þar statt, hlustaði og það var
brúnaþungt og myrkt til
augnanna.
„Nei, Skaga-Karl og „Jó-
hanna Margrét“ koma ekki
aftur. Það var útséð um það.
Maður gat vitað það strax.
Maður þekkir orðið sjóina við
Skagann, þegar hann rýkur
svona skyndilega og á þessari
áttinni.“
„Það hefur líka rekið eitt-
hvað úr henni á Ströndinni.
Reiðarinn fekk að vita um
það áðan. Það er enginn vafi
að það er úr Mai’gréti.“
„Og þar fóru þeir 11. Það
er dýrt að byggja þessa borg.“
„Já, satt er það. En þetta
er nú stríðið okkar allra.
Þrjátíu og fjórir eru farnir á
þessari vertíð.“
Hann hrökklaðist út úr
búðinni með kökk í hálsin-
um og lítinn böggul undir
hendinni. Hann staðnæmdist
þegar hann var næstum kom-
inn heim. Hvað gat hann
gert? Atti hann að þegja yfir
því sem hann hafði heyrt?
Eða átti hann að segja
mömmu sinni frá því? Og
hvernig átti hann að fara að
þegar hún . . . ?
En þá sá hann hvar prest-
urinn gekk niður stíginn og
beygði heim til hans. Hann sá
að hann hikaði við dyrnar og
strauk sér um ennið, tók of-
an hattinn og hélt á honum í
hendinni. Hann sá að hann
rétti hendina að lokunni en
dró hana aftur að sér og
krepti fingurna inn í lófann.
Og þá hljóp Stígur af stað.
Þegar hann kom að dyrun-
um sneri presturinn sér að
honum með hattinn í hend-
inni og hann var eitthvað svo
hvikeygður.
Stígur opnaði og sagði um
leið:
„Þér ætlið að finna okkur
mömmu?“
„Já, vinur minn. Eg þarf
að tala við ykkur.“
Stígur fór á undan inn.
Mamma hans kom fram og
hann tók sér stöðu við hlið
hennar og hélt fast í hendi
hennar. Hann horfði á andlit
prestsins. Varir hans voru
hvítar. Og svo sagði prestur-
inn og augu hans hvíldu við
gólfið:
„Þér vitið til hvers ég er
kominn. Hér þarf víst engin
orð. Þetta er þung raun.“
Þá sagði mamma hans:
14
„Ég þakka yður fyrir kom-
una, séra Jón. Nei, hér þarf
engin orð.“
Og svo tók presturinn í
hendi þeirra beggja og hún
var svo mjúk og hlý. Stígur
opnaði fyrir honum og prest-
urinn hvarf. Þegar Stígur
kom aftur inn stóð mamma
hans enn á gólfinu og horfði
á lokaðar dyrnar, starði á þær
eins og hún sæi í gegn um
þær. Og síðan hafði hún verið
eitthvað svo langt í burtu frá
honum. Hún hvarf honum
Sysfur Sankfi Jóseps
Framihald af 7 síðu.
„Þróttinn, sem þarf til lík-
amlegu áreynslunnar, sækjum
við til andlegrár uppsprettu.
Án hennar myndum við einsk
is megna.“
Sá, sem hlustað hefur á
þessa sögu áður en farið var
þangað sem hvítklæddar kon.
ur voru á hljóðri bæn í kyrrð
kapellunnar, hlýtur að verða
snortinn af þeirri skapfestu,
sem þarf til þess að ganga
þessa braut. Hann mun sann-
færast um, að sú kona, sem
unnið hefur heitið mikla, að
loknum margra ára reynslu-
tíma, hafi fundið í ró kapell-
unnar, fórninni í dagsins önn,
einhver þau verðmæti, sem
henni eru dýrmætari öllu því,
sem „heimurinn" getur gefið.
— Til Rómar liggur leiðin
rnörg. Þessi er hvorki fjölfar-
in né greiðfær, en hún ligg-
ur þó áreiðanlega þangað.
— - * .—
Það voru einmitt þær,
systurnar Marie Flaviane og
systurnar Clementía og Stanis
laus, sem fræddu um það gest,
sem til þeirra kom í heimsókn
núna á föstunni, hvað þær
systur geri jafnan til undir-
búnings þeirri hátíð, sem nú er
hafin. Við skulum rifja það
upp:
Löngu fyrir jól, — stundum
snemma hausts, — taka þær,
sem forsjálastar eru, til við
að (búa í haginn fyrir sig,
kaupa og hagræða efni til
skreytinga á sjúkrastofum eða
göngum, hyggja að hvað prýða
megi kirkju eða kapellu, leita
kannské að lítilli gjöf.
Eftir því sem lengra líður
á föstuna fjölgar þeim stund-
um, sem varið er til þess að
u-ndirbúa hátíðina, og svo er
'byrjað að festa upp eitthvað,
t sem ætlað er til yndisauka,
lokið. Þá er búið að koma öllu
prýða. Að kvöldi Þorláks-
messudags er næstum öllu
lokið. Þá er búið að koma öllu
veggskrauti fyrir í sjúkrastof
um eða göngum, líkneskjur
dýrlinganna hafa aldrei verið
skrautlegri, Jesúbarnið liggur
í fagurlega gerðri jötunni,
reykelsið er tilbúið, kertastjak
arnir skínandi, loftið þrung-
ið eftirvæntingu hins ókomna
morgundags, — aðfangadags
jóla.
Svo rennur hann loks upp,
þessi langþráðasti en langerf-
iðasti dagur ársins. Auk
þeirra venjulegu skyldu-
starfa, sem rækja þarf, ber
þess nú fyrst að minnast, að
klukkan 10 að morgni 'hefst
jólaboð læknanna, þar sem
þeir sitja í rúma klukkustund,
borða jólabrauð, drekka kaffi
og spjalla um helztu viðiburði
ársins, sem senn er nú á
enda.
Klukkan fjögur er búið að
koma slaghörpu fyrir ein-
hvers staðar frammi á gangi
sjúkrahússins, en þá safnast
hálfvegis. Allt breyttist.
Hann fann ekki.sama athvarf
hjá henni qg áður. Hann varð
að hugsa fyrir hana. Hann
varð stór, en hún varð lítil.
Já, þetta gerðist í litla
gleymda bænum. í lægðinni, •
vestasta bænum- í Skugga- ,
hverfi, sem var eins og hon- j
um hefði verið sökt í krikann
við Klakastíg. — Og nú
gnæfði stórhýsið yfir honum,
hátt og reisulegt með önn og
athöfnum, glæsilegasta húsið
í borginni, sem var að vaxa.
RiKISUTVARPID.
systurnar saman, og innan
stundar hljóma jólasálmarnir.
Meðan sungið er, sækir ein-
hver jólagjafirnar, en hverj-
um sjúklingi hefur verið val-
in gjöf, oftast ávextir, sæt-
indi eða annað það, sem ætla
má að gleðji. Priorinnan geng
ur milil rúmanna, réttir fram
höndina, óskar gleðilegra jóla,
allir reyna að rísa upp og
þakka: Gleðileg jól! Guð
gefi þér gleðileg 'jól, systir. —
Og svo er hljóðfærið fært yf-
ir á aðra deild, og einnig þar
er sungið, gjafir færðar með
ósk um gleðileg jól.
Vinir og vandamenn, sem
.mega nú eiga svo langa við-
dvöl, sem ástæður leyfa, koma
með jólagjafir sínar. Og með
an systurnar syngja um
Jesúbarnið góða, leggur lítil
telpa iófa á kinn ömmu sinn-
ar, smásveinninn rogast með
jólagjöfina að sjúkrabeði móð
urinnar, gamall maður vikn-
ar, er barnabarnið hjúfrar
sig að honum og skilar kveðj
unni að heiman. Svona er
allur hinn blessaði dagur.
Þess • vegna hafa þær þráð
hann svo lengi.
— * ______
Nú eru þær komnar yfir
götuna og feta stíginn, sem
liggur yfir itúnið. Að baki upp
ljómaðrar kirkju er stirndur
næturhiminn, en framan
hennar ber þenna dökka hóp
við hvítan mjallarfeld.
En bíðum við! Var ekki
einhver að segja frá því áð-
an, að bær væru aldrei á ferli
um þetta leyti kvölds? Áreið
anlega var einhver að tala um
það.
Jú, en sú saga var ekki
sögð öll. Þar var ekki frá því
greint, ao eiitt kvöld á ári
væru þær frjálsar gerða sinna,
eina nótt mættu þær eiga.
einn morgun fengju þær að
sofa til klukkan hálf sjö, —
og það er einmitt í kvöld,
sem. þær eru frjálsar, í nótt
mega þær gera það, sem þær
girnast mest, í fyrramálið
mega þær sofa til klukkan
cíö. '
Þær p'"1 r-iáicar pí-na nótt
ársins. — aðeíns þessa eiru
nótt, því að á morgni hennar
rennur aítur upp fyrsti dag-
ur þrjú hundruð sextíu og
fjögurra sólarhringa, þar sem
hver stund er helguð ein-
hverri skvldu fórnar eða
bæna, — þær eru frjálsar
eina nótt. — og nú eru þær
að fara til að njóta þess . . .
— sf: —
Jólanótt.
Klukknahringing . . .
Systur Sankti Jóseps fóru
frá sjúkrahúsinu suður yfir
götuna, upo stíginn og gengu
svo inn í kirkjuna.
Sigurður Magnússon.
Útvarpsstöðin:
Vatnsendi: 1648 m, 100 kw.
Endurvarpsstöðvar:
Akureyri: 407 m, 5 kw.
Eiðar:. 491 m, 5 kw.
Höfn: 451 m, 1 kw.
Landssímahúsijð,
IV. og V. hæð.
Skrifstofur útvarpsstjóra
og útvarpsráðs, auglýs«
ingastofa, innheimtustofa
og tónlistardeild.
Afgreiðslutími útvarpsauglýsinga er:
Virkir dagar, nema laugard.: 9.00-11.00 og 13.30-18.00.
Laugardagar: 9.00 11.00 og 17.00-18.00
Sunnudagar: 10.00-11.00 og 17.00.18.00.
Útvarþsauglýisitigar ná til
állra landsmanna, með
hraða rafmagnsins og mætti
hins talaða orðs.
Athugið, að símstöðvar ut-
an Revkjavíkur og Hafn-
arfjarðar veita útvarps-
auglýsiiigum
móttöku
gegn staðgreiðslu.
Lýsisscimlag botnvörpunga
Símar 7616, 3428, 7428.
Símnefni: Lýsissamlag, Reykjavíkur.
Stærsta og fullkomnasta
kaldhreinsunarstöð á
íslandi. TT
Lýsissamlagið ) selur lyfsölum,
kauplmönnum !og kaupfélögum
fyrsta flokks kaldhreinsað með-
alalýsi, sem er franjleitt við hin
beztu skilyrði.
Rafmagnsheimiíistæki
Uppþvottavélar
Bónvélar
Strauvélar
Hrærivélar
Rafmagnsrakvélar
Þvottavélar
Grænmetiskvarnir.
Kæliskápar
Ryksugur
Eldavélar
Ennfremur innllagningarefni allskonar
Rafgeymar
Rafsuðutæki
Logsuðuvír
Ljósaperur
Rafmótorar
Rafsi$uþráður
H. S. A. Diesel rafstöðvar 5,5 og 10 KVA,
Raftœkjaver&lun íslands h.f.
Hafnarstræti 10-12. — Símar 6439-81785.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ!