Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 11
eldhús með hó og hóbandi. Tveií „(þrífótar,“ þ. e. þrí- hyrningar úr járnteini til að halda uppi katli eða potti á hlóðum, eru þegar til staðar og auk þess nokkur pör af pottkrókum; ennfremur pott- skafa, fiskspaði og þvara. Þarna eru feikn fyrirferða- miklar kaffikvarnir, rang- æskar, og listavel gert kaffi- box, rennt úr tré. Það ilmar úr því kaffilyktin. Þó nokkuð margir búsmun ir eru í safninu, svo sem mjólkurfötur eða skjólur, byttur, trog, skyrgrind og skyrsáir, ostakirnur, ein með ártalinu 1826, ostapoki úr togi, bul lustrokkar,' smj örmót. smjöi’öskjur, sumar með ú.t- hana vatni og setja hana út á bæjarvegg á kvöldin til að sjá skornu loki eða fangamarki, engjafötur og nestisskrína og áuk þéss margar"stærðir og gerðir af tréskálum/ renndum úr tré og ágæt sýnishorn af grautar- eða vatnsáusum. Asklok þarf, cn ekki fyrir himinn. Oft var þaö til siðs áður en hitamælar komu til sögunnar. að táka vatnsausuna, fylla hvort frysi' í heniii yfir nótt- ina. Sérstáklega mátti þetta ekki gléymast að kvöldi síð- asta vetrardags, svo hægt væri að sjá, hvort sumar og vetur frysi samaft’ Það þótti góðs viti. Nokkrir askar og út- skorin asklok eru’ í safninu og einn nói, þ. e. lítill askur fyrir börn og unglinga, marg- ir fagurlega skornir horn- spænir. Ei-n stór og mikil kornbyrða, rangæsk, og skaft fellskar kornskálar eru þarna einnig. Melfekja og sofnhús. Melkornið hefur^um langan aldur verið notað sem brauð- .korn í ,V.-Skaftafellssýslu. Frá því á söguöld eru til heimiidir, sem vitna um það, að melkornið hefur verið niytjað, m. a. að Kirkjubæjar klaustri. Enn mun vera fólk á lífi, sem kann skil á þeim gömlu vinnubrögðum, sem við meltakið voru tengd, þótt nú sé „tininn“ ekki lengur not- aður til manneldis. Á vegum Skaftfellingafélagsins í Rvík hefur undanfarin sumur verið gerð kvikmynd um Vestur- Skaftafellssýslu, og í því sambandi kvikmynd um ýms atriði atvinnuhátta héraðsins að fornu og nýju, þar á meðal meltekjan. í tilefei jDess voru sett upp nauðsynleg tæki og’ sýnd öll vinnubrógð í sam- bandi við meltakið. Tæki þessi éru nú geymd austur í Álftaveri,. en safnið hefur fengið loforð um að fá þau, ásamt sýnishoi*num ’ af afurð- unum til varðveizlu. Það get- úr orðið býsua fróðlegtöað sjá þessa hluti í réttu umhverfj, en svó ætti að geta orðið, e£ byggt yrði sérstakt hús, sofn- hús, þ. e. þurrkhús fyrir mel- korn, yfir þessar melvinnu- minjar. Úr skemmu. Allmargt er af munum í fórum safnsins, sem bezt hef- ur þótt henta að geyma í skemmu eða á skemmulofti. Það eru t. d. reiðingar með ýmsum gerðum af klyfberum, bæði melreiðingar og venju- legir torfreiðiugar, sandvirki eða sjóvirki, sem er sérstök gerð áf klyfberum til þess að reiða -á fiskseilar heim frá ströndinni, þegar komið var úr róðri. Sandvirki þessi munu vera sérstæð fyrir Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. Þarna eru torfljáir, bæði einskeri og tví- skeri, orf með íslenzkum Ijá og hrífa með birkitindum. Barkrókar og hæru- sekkir. Og þarna er páll og reka, kekkjakrókur og taðkvísl, vallarklára og taðkláfar, sem hægt er að taka botninn úr og hleypa uiður úr, torf- eða barkrókur, til að reiða í torf eða mó, kálfameis og kýrmeis. ar eru þarna einnig. Þarna eru . ennfremur hnappeldur úr ulí oa hrosshári og lambahöft, þ>. e. ullarhöft til að hefta með lömb um fráfærurnar, reipi, bæði úr hrosshári, ull ???tag'i, kaðli og húðum, með högld- um úr horni, tré eða beini, hærusekkir ofnir úr hrosshári eða ull, notaðir m. a. til að reiða í ull í kaupstað og>,korn-' vöru o. fl. úr kaupstaðnum. Bítur sigðin? Nokkrar skaftfellskar mel- sigðir til kornskurðar eru í safninu og hraungrýtiskvarn- arstéinar m. a. ein kvörn úr búi Sæmundar bónda í Ey- vindarholti, föður Tómasar Sæmundssonar. Rótarsax er einnig í eigu safusins. Það var notað til að grafa hvannaræt- ur úr jörðu. Svo mikið var að því gert í gamla daga, að sérstök tæki voru til þess höíð Rótargrefill mun bætast safn- inu áður en langt um líður. Hann fannst uppi á Holta- mannaafrétti. Fýlaklappa og Hamborg- arlin. . . Þarna eru ýmiss konar veiðitæki, eins og selsskutull, hnísuskutull og fýlaklappa, en það er skaftfellskt tæki, til að klappa sér leið upp kletta og samtímis barefli til að rota með fuglinn. Ennfremur eru þarna svæfingarjára til þess að drepa með stórgripi, reizl- ur og ýmiss konar mælitæki. Margar reizlurnar eru með steinlóði. Á einu ’sííSu s’tend- ur ártalið 1723, önnur er frá 1764. Alinmál úr járni er þarna einnig. Aunars vegar er ’ mörkuð á það dönsk alin, en hins vegar ísíenzk alin, sem öðru nafni nefndist Hamborg- aralin, og var í gildi hér á landi sem mælieining fyrir álnavöru frá 1500—1776._Járn kvarði þessi er úr búi Finns biskups Jnssonar í Skálholti. Frú Guðrún Pétursdóttir á Núpi í Fljótshlíð, sem er niðji Finns biskups, hefur gefið safninu hann. Þarna er stór og mjög vel gerð kistu- skrá frá 1761, lykillinn fylgir skránui. Margar eru gerðirn- ar af beizlisstöngunum og í- stöðunum. Sum ístöðin eru gríðarstór. Þau voru notuð, þegar farið var í skinnkiæðum til skips eða frá skipi. Á há- tíðum og tyllidögum voru svo notuð önnur minni og lögu- legri. Hamólar og bæði lituð og útskorin hornístöð eru í eigu safnsins og beizlisstangir úr horni. Þrjár gerðir eru þar af kvensöðlum, fornlegur bríkarsöðull allur drifinn og koparsleginn með fótafjöl fyr. ir báða fætur. og eltiskinni yfir torfunui í setunni, og 2 yngri gerðir af söðlum, annar sveifarlaus, enskur söðull. Sveifarlausir voru kvensöðlar oft í vatnasveitum þessara hé- raða, þar sem of áhættusamt vax talið að ríða söðulvega yfir fljótin, ef þau voru vatns mikil. Hluti af vatnastöng er til í safninu. Á öðrum enda stangarinnar er tvískiptur haki, en í hinum var oftast broddur. Stöng þessu lík lá alltaf í ferjubátnum við Sandhólaferju við Þjórsá áð- ur fyrr, til þess að auðveldara væri um björgun, ef eitthvað fór útbyrðis. Vatnastöngin var annars notuð til að kanna botei á fljóti, bjarga úr fljóti fé eða farangri. Og var hún hinn þarfasti göngustafur, sérstaklega að vetrarlagi. Stangir þessar gátu verið 4—• 5 álna langar. Frá helgum stundum. Nokkrir kirkjugripir eru í vörzlu safnsins, svo sem graf skriftir úr Holtskirkju, graf- skrift frá 1887, bæði með teikningu og kvæði eftir skáldið Ben. Gröndal. Hún hékk lengi í Krpsskirkju. Þarna eru ljóssöx u| Ásólfs- skálakirkju, Ijóssöx pg dúkur úr Voðmúlákirkj u,’i kerta- stjaki (stéttin og stöfninn) úr Steinakirkju undir Byjafjöll- um. Á hann er. grafið: Séra Hálfdán Gíslason anno 1776. (Klukkan úr Skógakirkju, sem lögð var niður 1890, er í vörízlu skólans og ér notuð sem skóiabjalla). Einnig er • stór og forkunnarfögur klukka með ártalinu 1750 nýlega komin í vörzlu safnsins. Hún er úr Sigluvíkurkirkju í Vestur-Landey j um. Smiðjuáhöld. Líkur eru til að elzti mun- ur safusins sé steðji einn mik- ill og mjög fornlegur, sem gengur undir nafninu „steðji Þorgeirs Skorargeirs“. Það væri rannsóknarefni, hvernig á því stendur, að steðjinn hefur hlotið þetta nafn. Hann er hingað kominn frá Arnal*- hóli í Landeyjum, en er upp- runalega frá Holti undir Eyja- fjöllum, en þar bjuggu þeir feðgar, Holta-Þórir og Þor- geir Skorargeir, og áttu þeir einnig Skógana, sem þá hétu Fossárskógar. Holta-Þórir var bróðir Njáls á Bergþórshvoli. Steðjinn ætti þá að geta ver- ið upp undir 1000 ára gamall. Hvort svo er verður afar erf- itt að sanna, en steðjinn er1 mjög forneskjulegur. Safnið á einnig tvo aðra steðja. Annar er kominn frá Holti eins og sá fyrst uefndi, en hinn er fundinn í smiðjugólfi í Hamra- görðum undir Eyjafjöllum og ' er mjög ellilegur. í safninu eru einnig smiðjutangir og sleggjur bæði úr járni og steini (ein steinhnyðja er með ártaliuu 1751). Þar eru sýnis- horn af"mýrarmálmi og við- arkolum, ein fornaldaröxi, sennilega skógaröxi, skeifur af ýmsum gerðum, hófjárn, og nýstéyþtar, samanhangandi beizlisstangir. Tvehns konar herzluþrær úr smiðju, eru og þama. Önnur er stþr sand- Greinarhöfundur virðir fyrir sér nokkra muni úr, horni. Munir gerðir úr horni, svo sem spænir, púðurhorn, tó- baksbaukra, ístöð, hagldir dg beizlisstengur o. fl. . steinn, holaður innan og hitt erlénsteinn, þ. e. ílöng, herzlu þró úr blágrýti fyrir íslenzk- an ljá. Herzlan var fengin í málminn með því að dýfa honum heitum í kaldan vökva. Þarna er einnig gam- aldags smiðjubelgur frá Skammadalshóli í Mýrdal, mafgskiptur sauðskinnsbelg- ur allur trénegldur. , , Skipið Pétursey. Frægasti gripur safnsins er vafalaust áraskipið „Péturs- ey“, sem Jón Halldórsson kaupmaður í Vík í Mýrdal hefur gefið safninu. Skip þetta var löngurn talið mesta happa. skip. Það er áttæringur og fylgja því farviðir flest allir, þar á meðal bitafjöl með vísu á. Það er upphaflega byggt 1885. Aðalsmiðir voru Jón Ólafsson, bóndi í Pétursey og Sæmundur Þorsteinsson bóndi í Vatnsskarðshólum og eigendur voru fjórir bændur í Pétursey og séra Kjartan Jónsson í Ytri-Skógum. Skip- ið var traustlega byggt og reyndist afburðagott sjóskip. Hinn mikli sjósóknari og afla- maður, Guðmundur Ólafsson bóndi í Eyjarhólum, bróðir Jóns í Pétursey, var lengst af formaður á ,,Péturseynui“. Fór hann á henni margar frægar ferðir.bæði. til fiskjar óg einnig verzlunarferðir til Vestmánnaeyja. Allir undr- uðust áræði hans og heppni og mjög var dáðst að skipinu. sem bjóða mátti meiri. brot-- sjói og slark eu nokkru öðru opnu skipi. Aldrei vildi neitt slys til á „Pétursey." Um marga áratugi var það gert út frá ósum Jökulsár á Sól- heimasandi. Lítið mun því hafa verið róið til fiskjar síð-* an um 1910, en fram að síð- ustu árum hefur það verið notað sem uppskipunarskip í Vík í Mýrdal. Síðast mun það hafa farið á flot árið 1940. — Sonur Guðmundar í Eyjar- hólum, Eyjólfur rithöfundur á Hvoli, hefur skráð margt mjög merkilégt^um „Péturs- eyua“ í bok sinni. „PabBi og mamma“, og einnig hafa birzt á prenti frásagnir um skxpið eftir Eyjólf- í bókinni „Vestur- Skaftafellssýsla og íbúar hennar“. í vetur er skipið í vari í fjárrétt í Skógum, en vonandí tekst að koma þaki yfir það á sumri komanda. Hið- háa A\- þingi veitti 5000 00 kr. styrk á fjárlögum þessa árs til skýlis yfir skipið. Og Eyjólfur á Hvoli afhenti okkur Þórði Tómassyni 500,00 kr. í bygg- ingarsjóðinn, þegar við heim- sóttum hann í sumar. Það er JOLAHELGIN unnið að því að safna meira fé, svo hægt sé að koma þessu í framkvæmd á. næsfa. ári- Skipið er um 10 metra langt og all viðamikið, svo þetta þarf að vera töluvert mikið hús. Æskilegt væri, að hægt yrði að koma þar einnig íyrir þeim munum öðrum, sem til hey y sjósókn og sjáyarútvegi, svo sem verskrmum, drykkj- arkútum, sjóklæðum. veiðxr- færum ýmis konar, sandvirkj- um og ýmsu öðru, en þó nokkuð 'márgt hefur safnifiu borizt af muiium, sem varða sjósókn út yfir það, sem fylg- ir skipinu ,,Pétursey“. • I þágu allrar þjóðarinnar. Þótt furðumargt hafi þegar borizt safninu, merkra og jafn vel £iijætfa miraa, vantar enn mikið á, að safnið sé full- komið, þ. e. ía. s. gefi heil- steypta mynd af atvinnuhátt- um og þjóðlífi þeirra héraða, sem að því standa. En það verður að skoðast takmarkið. Þegar svo er komið, að öll helztu tæki og flest það til- tækiíegt, sem vitnað getur u'm þjóðlega ménningu hér- aðanna, andlega og efnalega, er til staðar rnnan vébanda safnsins, þá er áfanganum náð, þá er myndin heilsteypt og þá fyrst er safnið líkíegt til að kon>a að fullum notum. Það fer vel á því að stað- setja byggðasöfn þessara héraða að' Skógum. Það mun sýna sig að lifandi samfélag við þau þjóðlegu menuingar- verðmæti, sem hér um ræðir, er líklegt' til að hafa holl á- hrif á hug og vitund unga fólksins, jafnvel um laii^a framtíð. - . Á rúmum tveimur mánuð- um- í sumar-skqjiiðú rösklega 1000 manns safnið í Skógum. Undantekningarlaust lét fólk í Ijós lifa’ndi . áhuga á þessu málefni og allma’/>t muna hefur borizt vegna þessara persónulega kynna. I\ið var athyglisvert, hve almennt fólk harmaði það, hve seint hefði verið hafizt handa um söfnun þessara sýnilegu leifa liðins tíma og oftar e-n einu sinni vakti fóik máls á bví, að nauðsynlegt væri, að fram færi allsherjar söfnuii þeirra muna, sem enn eru við lýði og þá ekki sízt söfnun gamalla atvinnutækja. Og var á það be-nt, að margt slíkra muna liggur beinlínis undir skemmd um út um byggðir og ból og er algerlega úr sögunni að fáum árum liðnum. Þetta er staðreynd, ef bjarga á þessum hlutum verður það að gerast nú. u

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.