Tíminn - 29.09.1964, Blaðsíða 6
Fimmtugur:
Vilhjálmur Hjálmarsson
Kirkjubók og þjóðskrá ber sam
an um það, að Vilhjáknur Hjálm-
arsson bóndi að Brekku í Mjóa-
firði sé fæddur 20. sept. 1914. Það
verður því ekki með réttu véfengt
að hann á fimmtugsafmæli um
þessar mundir, þótt margir vinir
hans áttuðu sig va>-la á því fyrr
en eftir á, að þessi starfsglaði mað
ur og síungi í anda hefði gengið
hálfrar aldar æviskeið.
Ástæðulaust er að rita ævisögu
fimmtugs manns, sem stendur mitt
í starfsins önn. og hér verður það
ekki gert. En það þykir hlýða að
vekja með fáum ovðum eftirtekt
á þessum tímamótum í ævi Vil-
hjálms.
Vilhjálmur er fæddur á Bre'kku
í Mjóafirði og hefur átt þar heim
ili alla ævi. Hann býr þar á óðali
sínu, sem foreldrar hans og fleiri
ættmenn hafa setið. Hann á traust
an frændgarð á Austfjörðum.
Vilhjálmur stefndi ekki að því
að ganga langa skóiabraut, en á
æskuárum sínum stundaði hann
nám í Laugarvatnsskóla og ifuk
því með lofstír. Honuim voru ‘þá
margir vegir opnir. Hann var
fjölhæfur starfsmaður og félags-
lyndur. Hann hafði kynni af at-
hafnalífi þéttbýlisins og lífsþægind
um þar, sem að mörgu leyti voru
meiri og fullkomnari en auðið yrði
að veita sér í Mjóafirði. En Vil-
hjálmur er skapfastur atorkumað
ur, sem metur ekki mest að fljóta
með straumnum eða sækjast eftir
auðfengnum lífsþægíndum sér til
handa. Skólagangan hafði og glætt
þær hugsjónir að græða landið
og efla með ráðum og dáð sveit
sína og hérað.
Að námi loknu fór Vilhjálmur
heim að Brekku. Nokkru síðar
kvæntist hann ágætri konu af
Fljótdalshéraði og eiga þau nokk-
ur mannvænleg börn. í Mjóafirði
hefur Viihjálmur orðið sjálfsagður
oddviti sveitar sinnar.
Starf Vilhjálms er þó ekki bund
ið við sveitarfélag hans einungis,
heldur hefur það færzt á miklu víð-
ara svið. Hann hefur um langt
.. tl ír-
skeið tekið mikinn þátt í félags
málastarfi á Austuriandi og hefur
á því sviði forustuhlutverki að
gegna. Þau störf V. H. verða ekki
rakin til hlítar að þessu sinni ,en
nefna skal sem dæmi, að hann er
nú í stjórn Stéttarsambands bænda
og skipar þar sæti sem fulltrúi
Austfirðingafjórðungs. Hann er
formaður stjórnar kjördæmissam-
bands Framsóknarmanna í Aust-
urlandskjördæmi og hefur staðið
drengilega að útgáfu Austra. Hann
hefur og um alllangt skeið verið
fonmaður skólanefndar húsmæðra
skólans á Hallormsstað.
Víða sannast hið fornkveðna:
Bílaeigendur athugiö
Ventlaslípingar. hringjaskiptingu og aðra mótor-
vinnu táið þið Ivjá okkur.
ið hafði á þingi rúma tvo ára-
tugi og notið mikilla vinsælda, gaf
ekki kost á sér til framboðs fyrir
aldurs sakir, var Vilhjálmur á
Brekku valinn til að taka það
sæti. Fylgi stjórnmálaflokkanna í
Suður-Múlasýslu var því þannig,
að mjög hörð barátta var um þing
sætið milli annars manns á lista
Framsóknarflokksins og fyrsta
manns á lista Sósíalistaflokksins.
Eigi að síður var Viihjálmur kjör-
inn 2. þim. kjördæmisins við kosn-
ingar 1949 og aftur 1953. Sat hann
á þingi tvö kjörtímabil. Síðan hef-
ur hann verið varaþingmaður fyrir
Framsóknarflokkinn í Suður-
Múlasýslu og í Austurlands-kjör-
dæmi eftir að kjördæmabreytingin
var gerð og þá setið á þingi við
og við í foriöllum aðalmanna. Á
Alþingi hefur Vilhjálmur fylgzt
vel með þingmálum og reynzt
traustur málsvari kjördæmis síns.
En þau mál, sem hann hefur látið
sig mestu skipta eru samgöngu-
mál, landbúnaðarmál og sjávarút-
vegsmál.
Það, sem hér er nefnt af hinum
fjölþættu störfum Vilhjálms, sýnir,
að þeir, sem þekkja hann bezt,
hafa víða valið hann til trúnaðar
starfa. Ekki er það vegna þess,
að hann þoki sér sjálfur fram til
forustu.
En góðir hæfileikar og traustur
persónuleiki Vilhjálms geta eigi
dulizt þeim, er honum kynnast.
Af því leiðir, að aðrir þoka honum
fram til forustu. Þeir vita og, að
hann hefur þá skapgerð, að honum
er fært að taka sæti þar, sem ýms
um öðrum hentar ekki að gerast
sáttasemjari og miðla málum og
eru einnig fullvissir þess, að hann
fylgja lífsreglu Kölskeggs:
„Hvorki skal ég á þessu níðast
og engu öðru því er mér er til
trúað“.
Glaðværð Viihjálms og kímni
gerir hanh hvarvetna að hugþekk
um félaga. í samræðum og gaman
samri fráfeögn flytur hann oft mál
sitt þannig að unun er á að hlýða
og hefur þá á harðbergi snjallar
tilvitnanir í ritverk Kiljans og
fleiri höfunda. Þetta er svo sterk
ur þáttur í fari Vilhjálms, að það
hýtur sín jafnvel hvort sem hann
ræðir við heimamenh, Jerðafélaga
eða stjórnar stóru mannamóti í
samkvæmissölutn.
Satnverkamönnum Vilhjálms og
hinum fjölmörgu vinum hans þyk
ir gott til þess .að hugsa, að hann
er enn á miðjum starfsaldri, og
vænta þess, að hann eigi eftir að
vinna mörg verk, sem mikið þykir
um vert, þegar ævisaga hans verð
ur skráð.
BIFVÉLAVERKSTÆÐIÐ 10
VENTILL-
jlilil ' i' ' -
SÍMI 35313
Þeir munu lýðir löndum ráða,
er útskaga áður af byggðu.
Mjóifjörður er eitt af hinum fá-
mennari sveitarfélögum á Austur
landi og samgöngur þangað á landi i
eru ógreiðfærar og stopular. En i
þegar Sunnmýlingar hafa þurft |
að velja menn til þingstarfa, hef-!
ur þeim reýnzt farsælt að leita til
Mjóafjarðar. Sveinn í Firði var
þingmaður Sunnmýiinga 17 ára
tímabil samfleytt við góðan orð-
stír. Þegar Ingvar Pálmason, er set
En í tilefni af fimmtugsafmælinu
eru Vilhjálmi á Brekku og fjöl-
skyldu hans sendar hugheilar árn-
aðaróskir.
Páll Þorsteinsson
Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi
og fyrrum alþingismaður á Brekku
í Mjóafirði varð fimmtugur 20.
þ.m.
Vilhjálmur er löngu þjóðkunnur
maður, sat á alþingi um 8 ára
skeið, og hefur auk þess látið
sig miklu skipta kjarabaráttu
bændastéttarinnar, og á nú sæti
í stjórn Stéttarsambands bænda.
Vilhjálmur Hjálmarsson er grein
á autfirzkum meiði. Að honutn
standa kunnar ættir, og traust
fólk. í þeim efnum er Viljálmur
enginn ættleri. Traust almennings
á hann, og byggt á margra ára
kynnum og reynslu. Hann hefur
sýnt það, að hann þolir bæði blíðu
og stríðu, án þess að eðli hans
breytist. Kjarni persónunnar stend
j ur af sér allar raunir, dyggur vörð
ur utan um það, sem hún veit
| sannast og réttast.
Hér skal ekki upptalinn neinn
lofgjörðarsöngur um Vilhjálm vin
minn á Brekku. Fátt mundi
hægt að veita honum ógeðfelldara.
Hitt er og, að maðurinn er það
víða kunnur, að óþarfi er að fara
að tíunda mannkosti hans.
Þetta verður því engin ævisaga,
; heldur lítil og snöggsoðin afmælis
| ósk. Og sú ósk felst í því, að af-
mælisbarninu endist líf og heilsa,
að hann fái notið þeirra hugðar-
efna sem hann á kærust, og á hinn
bóginn þess, að við Austfirðingar
fáum notið krafta bans og hæfi-
leika sem lengst.
Kristján Ingólfsson.
Vilhjálmur Hjáimarsson, bóndi
; á Brekku í Mjóafirði, varð fimm-
j tugur sunnudaginn 20. sept. Vil-
hjálmur er löngu kunnur öllum
j landsmönnum fyrir störf sín að
í félagsmálum. Hefur m.a. setið á
, alþingi sem fulltrúi Sunnmýlinga
I og varaþingmaður Austurlands-
kjördæmis.
Fyrstu kynni mín af Vilhjálmi
urðu, er ég var á skemmtun Fram-
sóknarmanna á Reyðarfirði haust
ið 1959, en þar hélt hann ræðu er
alltaf verður mér minnisstæð fyrir
sérstaklega léttan stíl og skemmti
legan flutning. Seinna átti ég
! eftir að kynnast ljúfmennsku hans
i og velvild ásamt hinni miklu lagni
1 við að sameina ólík sjónarmið,
þannig að allir megi vera ánægð-
ir.
Hæfilei'kar hans liafa valdið því
að hann hefir valizt til forystu í
hinum ýmsu málefnum Austfirð
inga og þá sérstaklega framsóknar
manna. Er það geysilegur tími og
miklir fjármunir er hann hefir
lagt af mörkum í þágu framfara
mála fjórðungsins. Það viljum við
öll þakka. Eg hef átt því að fagna
að mega starfa með Viljálmi að
málefnum Framsóknarflokksins
á Austurlandi síðustu tvö ár. Það
samstarf hefur að öllu leyti verið
hið ánægjulegasta og munu aðrir
hafa sömu sögu að segja.
Eg veit að ég mæli fyrir munn
allra ungra Framsóknarmanna á
Austurlandi þega'r ég árna Vil-
hjálmi og fjölskyldu hans allra
heilla á þessum merku tímamót-
um ævi hans. Megi gæfan fylgja
þeim á ökomnum árum,
Magnús Einarsson.
b
T í M I N N , þriðjudaginn 29. september 1964 —