Tíminn - 29.09.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.09.1964, Blaðsíða 13
Marina Oswald fylgdist með ferð um Kennedy forseta í sjónvarp inu að morgni 22. nóvember. Ruth og hún grétu, þegar þær heyrðu, að Kennedy forseti hefði verið skotinn. Ruth þýddi, það sem fram fór fyrir Marinu, þar á meðal þær upplýsingar, að skotin hefðu að líkindum komið úr bókageymsl- unni, þar sem Oswald vann. Þeg- ar Marina heyrði þetta mundi hún eftir Walkermálinu og þeirri stað reynd, að eiginmaður hennar átti enn rlffilinn. Hún fór út í bíl- skúrinn, þar sem riffillinn hafði verið geymdur vafinn inn í rúm- teppi á meðal annarra eigna þeirra. Henni sýndist riffillinn vera þar ennþá, enda þótt hún vefði ekki sundur ábreiðunni. Um klukkan 15, kom lögreglan Hl heimilis Ruth Paine og s urði Marinu Oswald, hvort maður henn «r hefði átt riffil. Hún sagði, að hann hefði átt hann, og fór með þá út í bílskúrinn og benti á uppvafið teppið. Þegar lögreglu- maðurinn lyfti upp teppinu hékk 3>að máttlaust niður, riffillinn var þar ekki. Meðan þessu fór fram, hafði Fritz höfuðsmaður byrjað að yf- irheyra Oswald í lögreglustöðinni. Stuttu eftir að yfirheyrslurnar hóf ust komu starfsmenn FBI og bandarísku leyniþjónustunnar og tóku þátt í þeim. Oswald neitaði, að hann hefði átt nokkurn hlut í morði Kennedys forseta, eða morð inu á lögreglumanninum Tippit. Hann staðhæfði, að hann hefði verið að borða hádegismat um það leyti, sem forsetínn var myrtur, og að síðan hefði hann talað 5 eðá 10 mínútur við verk stjóra sinn, áður en hann hélt heimleiðis. Hann neitaði því, að hann hefði átt riffil og( þegar honum voru sýndar myndír ,af sér með riffil og hyssu í hönd, stað hæfði hann, að andlit hans sjálfs hefði verið sett inn á myndina ofan á búk einhvers annars manns. Hann vildi engar upplýs- ingar gefa um kort sem bar nafn íð Alek J. Hiddel en með mynd af honum sjálfum, sem fannst í veski hans. Á meðan á yfirheyrslunum yfir Oswald stóð á þriðju hæð lög- reglustöðvarinnar voru yfir 100 blaðamenn, útvarps- og sjónvarps- menn á göngunum, sem Oswald varð að fara um á leiðinni inn á skrifstofu Frítz. Fréttamennim ir reyndu að ná viðtölum við Oswald þegar hann fór þarna um. Frá íöstudagseítirmiðdegi og fram á sunnudagsmorgun fór hann að minnsta kosti 16 ferðir um gangana. Stjórnleysið bæði innan og utan skrifstofu Fritz gerði yfirheyrslurnar enn erfiðari Þega lögreglan tjáði honum, að hann gæti haft samband við lög- fræðing hringdi Oswald nokkrum sinnum á laugardeginum til þess að reyná að fá mann fyirr sig, sem hann sjálfur veldi, og ræddi um þetta við -.yfirmann lögfræð- ingafélagsins, sem bauðst tíl þess að útvega mann. Oswald hafnaði boðinu, og sagðist fyrst ætla að reyna það sem hann gæti sjálfur til þess að fá einhvern fyrir sig. Á sunnudagsmorgun hafði hann enn ekkí fengið lögfræðing. Klukkan 19.10 á 22. nóvember, 1963, var Lee Harvei Oswald form lega skýrt frá því, að hann væri sakaður um morðið á Tippit iög- reglumanni. Allmörg vitni, sem höfðu verið viðstödd morðið á Tippit og síðan séð skotmanninn flýja höfðu bent á Oswald, þegar þeir voru látnir þekkja morðingj ann úr hópi nokkurra manna. Enda 'þótt ekki væri enn búið að ganga úr skugga um það, hvaða vopn hefði verið notað, gat byss- an, sem Oswald var með þegar hann var handtekinn vel hafa ver íð vopnið, sem notað var, þeg ar Tippit var drepinn. Formleg ákæra á hendur Os- wald um morðið á Kennedy for- seta kom skömmu eftir klukkan 1.30 aðfaranótt laugardags, 23. nóvember. Klukkan 22 á morð- daginn hafði FBI tekizt að rekja slóð riffilsins, sem fannst á sjöttu hæð í bókageymslunni til pöntunarfyrirtækis í Chicago, sem hafði keypt hann hjá sölufyrirtæki í New York. Um það ,þjl„j kiukkuslundum síöiir þiik.vujftti. pöntunarfyrirtækið í Chicago, að riffillinn hefði pantað maður að inafni A. Hidel í marz 1963 og beðið um að hann yrði sendur í pósthólf 2915 í Dallas, Texas, hólf, sem Oswald hafði á leígu. Greiðsl an kom í formi póstkröfu, sem undirrituð var af A. Hidell. Klukk an 16.46, 23. nóvember, gat FBI skýrt Dallas lögreglunni frá því, sem niðurstöðu af rithandarrann- sókn á skjölunum, sem útfyllt höfðu verið í sambandi við ríffil- kaupin, að riffilinn hafði Lee Harvey Oswald pantað. Bæði á föstudag og laugardag skýrði lögreglan í Dallas opinber lega frá mörgum smáatríðum í sambandi við meintar sannanir gegn Oswald. Lögreglumenn ræddu mikilvæg atriði í málinu, venjulega á óskipulegum og óundir búnum blaðamannafundum á göngum þriðju hæðarinnar. Sum- ar upplýsingarnar voru rangar, og oft stönguðust skýrslurnar á Þeg ar blaðamenn fóru eindregið fram á það, kom Jesse E. Curry lögreglu foringi með Oswald á blaðamanna fundinn í samkomusal lögreglunn ar stuttu eftir miðnætti daginn sem Oswald var handtekinn. Sam komusalurínn var troðfullur af blaðamönnum, sem komið höfðu til Dallas alls staðar að úr land- inu. Þeir æptu spurningar að Os- wald og tóku myndir stanzlaust. í þessum hópi var 52 ára gamall næturklúbbahaldari, Jack Ruby, Á sunnudagsmorgun, 24 nóvem- er, var ákveðið að flytja Oswald frá lögreglufangelsi borgarinnar í fangelsi héraðsins, sem var tæpa tvo kílómetra í burtu. Fréttamönn um hafði verið sagt frá því á laug ardagskvöld, að Oswald yrði ekki fluttur fyrr en klulckan 10 á sunnu daginn. Aðfaranótt sunnudagsins milli klukkan 2.30 og 3 hafði ónefndur maður hringt til FBI lögreglunnar í Dallas og hótað að Oswald yrði drepinn, og sömu- leiðis hafði verið hringt til yfir- lögreglustjórans. Samt sem áður þyrptust fulltrúar blaða, útvarps og sjónvarps inn í kjallara .stöðv arinnar á sunnudagsmorgun, til þess að vera viðstaddír flutning- inn. Eins og sást í sjónvarpi átti Oswald að koma um dyr fyrir fram an myndavélarnar og ganga út að lögreglubílnum, sem flytja átti hann, til hægri var göngubraut niður frá Main Street frá norðrí og til vinsti var göngubraut upp á C.pmm,erce Street til suðurs. ILpp brynvarði bíll, sem flytja átti Óswald kom rétt eftir klukk an 11. Þá ákváðu lögreglumenn- irnir, samt, að ómerktur lögreglu bíll yrði heppilegri til flutningsins vegna þess hve hratt hann gat far ið og hve auðveldlega hann lét að stjórn. Um klukkan 11.20 kom Oswald út úr kjallara fangelsisins með lögreglumenn við báðar hliðar og fyrir aftan hann. Hann steig nokk ur skref í átt tii bílsins, og var í skjannabirtunni frá sjónvarps- myndatökuvélunum, þegar mað ur stökk allt í einu frá hægri, þar sem fréttamennirnir höfðu staðið. Maðurinn var með colt, 38 byssu í hægri hendínni, og meðan millj ónir manna fylgdust með í sjón- varpinu, hreyfði hann sig snöggt í átt til Oswalds og skapt einu skoti í kvið Oswalds. Oswalds æpti af sársauka um leið og hann féll til jarðar, og missti strax meðvit und. Áður en 7 mínútur voru liðn ar var Oswald kominn í Parkland sjúkrahúsið, þar sem tilkynnt var að hann hefði dáið án þess að fá aftur meðvitund, klukkan 13.07 Maðurinn, sem drap Oswald var Jack Ruby. Hann var handtekinn þegar í stað, og nokkrum mínút um síðar, lokaður inni í klefa á fimmtu hæð í Dallas fangelsinu. Við yfirheyrslu, neitaði hann að hafa drepið Oswald í nokkru sam bandi við samsæri sem átt hafði að vera í sambandi víð morðið á Kennedy forseta. Ilann hélt því fram, að hann hefði drepið Oswald í tímabils sorg og reiði yfir dauða forsetans. Ruby var fluttur næsta dag til héraðsfangelsins, án þess að blöðum eða lögreglumönnum öðrum en þeim, sem önnuðust flutninginn vséri skýrt frá honum. | Ruby var sakaður um morðið á Oswald 26. nóvember, og sekur fundinn 14. marz 1964 og dæmdur til dauða; í september 1964 hefur , dómxnum enn ekki verið fullnægt, þar sem honum hefur verið áfrýj að. Skólafö? Ibúð óskast Drengjajakkaföt trá ö— 14 ára verð frá kr. 69ö,— Drengjajakkar siakir margir litir frá kr. 430. frá kr 250. Drengiabuxur '6—13 ára Kuldantpur - Vattúlpur Matrosröt frá 2—7 ára Malroskjólar írá 3—7 ara Kragasett — Flautubönd Dúnsænpr Vöggusængur koddar Æðardúnn — Hálfdúnn. íbúð óskast til leigu. 1—2 herbergi Upplýsingar í síma 15658. h*$. Merjólfur M. s. Herjólfur fer til V.m. og Hornafj. á miðvikudag. Vöru- Sængurver — Damask Lök hörléreft Patons ullargarmð 4 grl 50 litir Póstsendum M. S. Baldur fer til Snætells- nes- Gilsfjarða- og Hvarnms fjarðahatna og Flateyjar á fimmtudag. Vörumóttaka á mið vikudag 1 vær duglegar og ábyggiiegar Vesturgötu 12 Sínu 13570 lösftræðiskrifstotan stúlkur óskast önnur r.il afgreíðslu í có- Iðnaðarbankahúsínu baks- og sælgætisbúð, hin «V. ha>ð. til eldhússtarta Tómasar Arnasonar og Vilhjálms Árnasonar Upplýsingar i Hótei Tryggvaskála HJOLBARDAVIDGERD VESTURBÆJAR AUGLÝSIR — „Nýjungar í þjónustu hjólbarðaviðgerða hér á landi“. Höfum fengið viðgerðabifreið sem við sendum nm bæinn og víðar, ef menn eíu i nauðum staddir og getum við framkvæmt allar venjulegar viðgerðir í bifreiðinni. Fyrst um sinn veitum við þessa þjónustu trá kl. 8,00 f. h. til kl. 19,00 alla daga nema sunnudaga. REYNIÐ ÞESSA NÝJU ÞJÓNUSTU OKKAR“ Einnig er verkstæðið opið alla daga helga sem virka frá kl. 8.00 f.h. — kl. 23.00 Eigum fyrirliggjandi flestar stærðir af hjólbörðum og slöngum. B 1 VESTURBÆJAR við Nesveg — Sími 23120 T í M I N N , þriðjudaginn 29. septcmber 1964 — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.